Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013
Einstakt útivistarsvæði, fallegt útsýni, nálægð við golfvöll stórar svalir (allt að 25 fm)
með miklu næði, steyptir veggir milli svala, leyfi fyrir svalalokunum, áltrégluggar,
myndavéladyrasími, Vandaðar innréttingar frá Axis. Sérinngangur af svölum.
Nýtt 35 íbúða fjölbýlishús. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna, sér bílastæði í
bílageymslu fylgir öllum íbúðum.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hannes
Sölustjóri
699 5008
Kristján Þórir
Sölufulltrúi
696 1122
Stefán Jarl
Sölufulltrúi
892 9966
Þórunn
Lögg. fasteignasali
510 7900
Halldór Már
Lögg. fasteignasali
898 5599
ÞORRASALIR 9-11
SÖLUSÝNING
LAUGARDAG OG SUNNUDAG
FRÁ KL 14:00-16:00
• Verð frá 31.9 - 45.5 millj
• Stærð frá 108 fm til 148 fm
• Herbergi 3-4
AÐ
EI
NS
15
ÍB
ÚÐ
IR
EF
TI
R
Menn leita mismun-
andi leiða til að bæta
minnið þegar aldur
færist yfir. Sumir
reyna að auka blóð-
streymi til heilans t.d.
með aukinni hreyfingu
eða neyslu æðavíkk-
andi náttúruefna, aðr-
ir leggja áherslu á að
forðast neyslu á
bólguhvetjandi
omega-6-matarolíum
eða leggja áherslu á að draga úr
skaðlegri streitu o.s.frv. Ýmsar
rannsóknir benda til þess að nátt-
úruefni í jurtum geti komið að
gagni og verður hér sagt frá slíku
efni í ætihvönn og blágresi sem
fyrirtækið SagaMedica hefur rann-
sakað.
Rannsóknir vísindamanna í Kór-
eu benda til þess að jurtaveig úr
hvönn frá Kóreu, Angelica gigas,
virki gegn Alzheimer-sjúkdómi.
Þessi hvannaveig úr Angelica gigas
hefur áþekka virkni og hvannaveig
úr íslenskri ætihvönn eða Angelica
archangelica. Hvannaafurðin dreg-
ur úr niðurbroti á boðefni (acetylc-
holin) í heila, sem er mikilvægt fyr-
ir minnið, með því að hindra virkni
ensíms (acetylcholinesterase) í
heila sem sundrar þessu boðefni.
Þessi virkni hvannaefnanna er
samskonar og virkni flestra þeirra
lyfja sem notuð eru í dag við með-
ferð á Alzheimer-sjúkdómi. Sams-
konar virkni er einnig að finna í
blágresi (Geranium sylvaticum) og
ef jurtaveigum úr bæði hvönn og
blágresi er blandað saman er unnt
að sýna fram á sam-
virkni þar sem virkni í
blöndu af þessum jurt-
um er meiri en búast
mátti við. Niðurstöður
þessara rannsókna Sa-
gaMedica sýndu að
blanda jurtaveiganna
hafði marktæk áhrif á
ensím úr heila og hafa
niðurstöðurnar verið
birtar í erlendu vís-
indatímariti (Inhibi-
tion of acetylchol-
inesterase by extracts
and constituents from
Angelica archangelica and Ger-
anium sylvaticum. Sigurdsson S,
Gudbjarnason S. Z Naturforsch C.
2007;62:689-93).
Rannsóknir héldu áfram á þess-
ari blöndu tveggja jurtaveiga sem
var sett á markað árið 2009 undir
nafninu SagaMemo. Kannað var
hvort SagaMemo hefði mælanleg
áhrif á minni tilraunadýra og urðu
mýs fyrir valinu. Tveir hópar músa
voru rannsakaðir, annar hópurinn
var viðmiðunarhópur sem fékk
venjulegt fóður en hinn hópurinn
var tilraunahópur. Tilraunahóp-
urinn var tvískiptur og fékk annar
hlutinn blöndu jurtaveiga úr
hvannafræjum og blágresi í fóðrið
en hinn fékk efnið imperatorin sem
var talið virka efnið í hvannafræj-
um og einangrað úr fræjunum.
Áhrif á minnið voru mæld með við-
urkenndri, staðlaðri aðferð, svo-
kallaðri „Step down lat-
ency“-aðferð. Niðurstöðurnar
sýndu að tilraunahóparnir sem
fengu jurtaveigarnar eða impera-
torin hikuðu mun lengur, fjórum
sinnum lengur en viðmiðunarhóp-
urinn og höfðu þá marktækt mun
betra minni. Niðurstöðurnar bentu
einnig til þess að virka efnið sé að-
allega imperatorin. Þessar nið-
urstöður voru birtar nýlega í al-
þjóðlegu vísindatímariti (Effect of
oral imperatorin on memory in
mice. Sigurdsson S, Gudbjarnason
S.Biochem Biophys Res Commun.
2013 [Epub ahead of print]). Saga-
Memo hefur jafnframt efni sem
auka blóðstreymi. Efni þessi fram-
kalla slökun á æðaveggjum, æðarn-
ar víkka og blóðstreymi vex en
blóðþrýstingur lækkar. Aukið blóð-
streymi er mjög mikilvægt fyrir
fólk með skerta heilastarfsemi eða
heilabilun af völdum æðaþrengsla.
Auk þessara efna eru í hvönn einn-
ig efni sem draga úr bólgum en
bólgur eru mikilvægur þáttur í
æðakölkun.
Enn ein ástæða gleymsku og
minnisleysis eru aukaverkanir
lyfja. Mörg lyf geta haft slíkar
aukaverkanir. Margt eldra fólk
tekur mörg lyf og geta aðstand-
endur þá farið á netið og leitað
upplýsinga um slíkar aukaverkanir
í gagnagrunnum. Athyglisverðar
rannsóknir voru gerðar í Frakk-
landi á áhrifum lyfja á minni og
andlegt ástand hjá eldra fólki. Í
átta ár voru nokkur hundruð
manns gefin sérstök lyf, svonefnd
and-cholinerg lyf. Þeir sem fengu
þessi lyf voru líklegri til að sýna
merki um heilabilun, minnistap og
skerta hæfileika til að sinna ýms-
um almennum verkum án þess að
vera með Alzheimer-sjúkdóm.
Rannsóknin var gerð á fólki sem
ekki sýndi merki um heilabilun við
upphaf rannsóknarinnar. Það eru
mörg lyf sem hafa slík áhrif og
geta skert minnið svo sem lyf við
ofvirkri blöðru, verkjalyf, svefnlyf,
o.m.fl.
Minnisbælandi áhrif þessara
lyfja felast í því að hindra virkni
taugaboðefnisins með því að koma í
veg fyrir að boðefnið tengist við-
taka á taugaenda og beri boðin
áfram. Aukaverkanir slíkra lyfja
geta þá verið aukin gleymska og
skert minni. Vísindamenn hafa
bent á að algengasta orsök
gleymsku og aukins minnistaps hjá
eldra fólki sé aukaverkanir lyfja.
Fyrsta skrefið við athugun á auk-
inni gleymsku er að kanna auka-
verkanir lyfja sem notuð eru. Ef
lyf veldur minnistapi er oft unnt að
draga úr vandanum með því að
skipta um lyf eða minnka lyfja-
skammtinn en það verður að gera í
samráði við lækninn. Einnig er
unnt að forðast að taka mörg lyf
sem hafa slík áhrif.
Neytendum hefur verið bent á
að grænmeti og ávextir hafa efni
sem geta dregið úr gleymsku.
Þetta eru m.a. jurtir sömu ættar
og ætihvönnin. SagaMedica auð-
veldar aðgengi að slíkum efnum
með því að framleiða jurtaveigar
sem styrkja forvarnir gegn
gleymsku og minnistapi.
Hvernig má bæta minnið?
Eftir Sigmund
Guðbjarnason »Rannsóknir hafa
sýnt að blanda jurta-
veiga úr ætihvönn og
blágresi hefur marktæk
og jákvæð áhrif á minn-
ið.
Sigmundur
Guðbjarnason
Höfundur er prófessor emeritus.
En ekki hvarflaði það að mér á þeirri
stundu, að þetta væri síðasti heili dag-
urinn í lífi forsetans, eða síðasti dag-
urinn, síðasti möguleikinn til þess að sjá
„Jack“ forseta á lífi, Jack eins og hann
var kallaður af vinum sínum.
Ég heyrði svo í fréttunum að forset-
inn væri að fara til Dallas í Texas.
Manni fannst það nú ekki neitt sér-
staklega fréttnæmt enda alvanalegt að
heyra að forsetinn væri sífellt á ferðinni
milli hinna ýmsu staða og borga.
Daginn eftir var ég svo kominn til
Akureyrar. Þá var útvarpsdagskráin
skyndilega rofin með nýrri stórfrétt frá
Dallas í Texas og síðan kom hver fréttin
af annari frá Dallas um að þar væri eitt-
hvað stórkostlegt að gerast og allt í
uppnámi. Frétt barst um að skotið hefði
verið á bifreið forsetans, einhverjir orð-
ið fyrir skotum og svo kom frétt um það
að Kennedy forseti hefði orðið fyrir
skoti og væri verið að flytja hann í of-
boði á sjúkrahús. Loks kom svo frétt
um að Kennedy væri látinn og að Lynd-
on B. Johnson væri að taka við embætti
forseta Bandaríkjanna. Og framhaldið
vita svo allir enda var fátt annað í frétt-
um lengi á eftir.
Þegar ég hugsaði til baka þá fannst
manni þetta vera hreint alveg ótrúlegt.
Ég sá forsetann þarna þar sem hann
hljóp létt upp stigann að vélinni sem
unglingur væri og veifaði glaðlega til
sinna manna. En þetta reyndist vera
hans síðasta kveðja til sinna flokks-
félaga og til þjóðar sinnar í þessu lífi.
Nafni flugvallarins var svo breytt síð-
ar og ber hann nú nafnið John F. Ken-
nedy Airport á ensku, en við köllum
hann Kennedy-flugvöllinn við New
York.
Höfundur er fyrrverandi flugmaður og
forstjóri Norðurflugs á Akureyri.