Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 11
fjórar íbúðir í hverju húsi sem er um 300 fermetrar. Þar er reiknað með að geti verið sjö hundruð manns,“ segir Árni Björn. Heita vatnið lykillinn Á svæðinu í Ölfusi þar sem Árni Björn hefur fengið vilyrði fyrir landi er bæði heitt og kalt vatn. „Ég hef líka átt í viðræðum við Orkuveituna og fyrirhugað er að leggja yfirfallsrör frá Hellisheiðarvirkjun til sjávar og það verður 85 gráða heitt og það verður hægt að nýta sem forhitun fyrir sundlaugarnar og annað því það verður náttúrlega heitt þarna inni.“ Auk þess hafa landeigendur á svæð- inu heimilað að borað verði eftir heitu vatni. Árni Björn hefur nú þegar feng- ið tilboð í þök frá fyrirtæki í Norfolk á Englandi en það sama fyrirtæki byggði Eden Project í Cornwall í sama landi. Þar er fjölbreytt flóra og sömuleiðis dýralíf í trópísku loftslagi innan kúlulaga gróðurhúsa. Nokkrir fjárfestar hafa gengið til liðs við Árna Björn en hann segir að því fleiri sem komi að verkinu með fjármagn, þeim mun meiri líkur séu á því að hægt sé að hefjast handa. „Ég reikna með að við förum bara í gang þegar það liggur fyrir og svo er reiknað með að það taki þrjú ár að byggja þetta.“ Hann hefur fundað með sveit- arstjórn Ölfuss og segir vel hafa verið tekið í hugmyndirnar. Hugmyndin er áhugaverð og verður gaman að fylgjast með fram- gangi mála. Aðspurður af hverju eng- inn hafi gert neitt sambærilegt hér á landi segist Árni Björn hreinlega ekki skilja það. „Kannski finnst mönnum þetta dálítið stórtækt og að þetta sé einum of, en málið er það að þessi þróun sem orðið hefur í ferða- mannabransanum núna sýnir okkur að það verður að fjárfesta. Öngþveitið á helstu ferðamannastöðum er orðið það mikið að færri komast að en vilja og þá þarf að fjárfesta,“ segir Árni Björn Guðjónsson, hugmyndasmiður Aqua Islandia. Aqua Islandia Þrívíddarlíkan af svæðinu séð framan frá. Þrjú ár tek- ur að reisa byggingarnar. Drög Árni Björn teiknaði þessi drög að hugmyndinni árið 2011. Síðan þá hefur hann unnið hörðum höndum að því að fá fjárfesta með sér í lið. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013 Svindlandi mölur nefnist stór- skemmtilegt og tiltölulega ein- falt spil fyrir alla fjölskylduna. Sagt er að spilið sé fyrir sjö ára og eldri en þó er ljóst að yngri krakkar sem fljótir eru að læra geta vel spilað þetta spil. Til þess að spilið gangi upp er bráðnauðsynlegt að láta eitt og eitt spil hverfa – sem auðvitað er stranglega bannað í venjulegum spilum, en þetta er ekki alveg venjulegt spil. Markmiðið með spilinu er að losa sig við sem flest af hendi án þess að andstæðing- arnir taki eftir. Hér reynir því á kænsku og lymskubrögð. Sá elsti af leikmönnunum fær það hlut- verk að vera varðlús. Í því felst að hann á að fylgjast mjög vel með hegðun annarra leikmanna. Spil vikunnar Svindlandi mölur Spil fyrir þau yngri þar sem má og á að svindla Ef hann sér einhvern svindla þá er að sjálfsögðu refsing við því eins og í öðrum almennilegum spilum. En á meðan varðlúsin sér ekki til er um að gera að nýta tækifærið vel, annaðhvort með því að lauma spilunum undir borðið, henda þeim yfir öxlina eða fela þau uppi í erminni. Aldur 7+ Verð frá 2.699 kr. Kostir Spennandi, fjörugt og margir geta verið með. Gallar Það getur verið þreytandi fyrir þann elsta að gegna alltaf hlutverki varðlúsarinnar en um það hlýtur að vera hægt að semja við aðra leikmenn. Sölustaðir Hagkaup og www.nordicgames.is nazar.is · 519 2777 LÚXUSFRÍ FYRIR ALLA! ÍSLENSKIR BARNAKLÚBBAR Á 0 KR. Swim a’hoy! Hér lærir barnið að synda í sumarfríinu Dance Stars Núna geta bæði þú og börnin lært að dansa í fríinu! Sjóræningja- klúbbur Barnaklúbbur með sjóræningjaskemmtun Chillout Klúbbur Griðarstaður Ungling- anna með allskonar afþreyingu 20.000kr. afsláttur á mann, ef þú bókar fyrir 30 nóv. 2013* FJÖLSKYLDUPARADÍS Eitt okkar vinsælasta hótel með 10.000 m2 sundlaug Á Pegasos World er ein stærsta sundlaug Miðjarðarhafsins og einnig glæsilegur sundlaugargarður með frábærum vatnsrennibrautum. Stutt er á ströndina, en íslenskir barnaklúbbar og íslensk fararstjórn er á hótelinu. Ís er í boði allan daginn og úrvalið í „allt innifalið“ er ótrúlegt. Allt innifalið frá 155.000,- Börn undir 16 ára aldri frá 79.000,-  BEINT FLUG FRÁ KEFLAVÍK TIL TYRKLANDS * Afslátturinn gildir ekki á ódýru barnaverðin okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.