Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 24
HRINGBORÐSUMRÆÐUR REYKJANES
DAGA
HRINGFERÐ
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013
Ásgeir Eiríksson
’
Suðurnesin sækja styrk í orkuna, fiskinn og nálægðina
við Keflavíkurflugvöll. Hér eru tækifæri á hverju strái.
En það vantar herslumuninn til að leysa aflið úr læðingi.
Sigrún Árnadóttir
’
Lögreglan er í mjög góðum tengslum við samfélögin á Suður-
nesjum. Hverfislögreglan hefur skilað miklum árangri. Það er
forvarnarstarfið sem mestu skiptir, einkum meðal barna og unglinga.
Böðvar Jónsson
’
Umskiptin á samræmdu prófunum í haust byggjast á
markvissu starfi í grunnskólunum á undanförnum árum.
Hér eru allir mjög stoltir af því hvernig til hefur tekist.
Heilbrigðisþjónustan á Suður-
nesjum er góð svo langt sem hún
nær, en íbúar telja sig hlunnfarna í
opinberum fjárveitingum. Um
þetta eru menn sammála við hring-
borðið. „Ríkið lætur okkur finna
fyrir því hve nálægt höfuðborginni
við búum. Menn eru að skera
grimmt niður,“ sagði Böðvar Jóns-
son. Tölur sýna að Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja fær lægst
framlag af þeim stofnunum sem
eru í nálægð við höfuðborgar-
svæðið. Hlutur hennar er 43,1% af
því sem Heilbrigðisstofnun Vest-
urlands fær.
Ásgeir Eiríksson benti á að
heilsugæslan í Vogum á Vatns-
leysuströnd væri aðeins opin hálf-
an dag í viku, en annars stæði hús-
næðið autt og ónotað. Sigrún
Árnadóttir sagði sömu sögu úr
Sandgerði. Þar er enginn fastur
læknir og nýbyggð heilsugæslustöð
stendur ónotuð. Bót væri í máli að
skólahjúkrunarfræðingur væri á
staðnum.
Áhersla á forvarnir
Sigrún talaði um mikilvægi þess
að leggja áherslu á forvarnir. Taka
þyrfti á heilbrigðisvandamálum áð-
ur en þau versnuðu. Það væri gert
í Skotlandi með góðum árangri
eins og sveitarstjórnarmenn hefðu
séð í kynnisferð þangað fyrir
stuttu.
Magnús Stefánsson kvaðst hafa
áhyggjur af framtíð Heilbrigð-
isstofnunar Suðurnesja (HSS).
Fjárveitingar til hennar hefðu ver-
ið ónógar. Reykjanesbær hefur
ákveðið að semja við Hrafnistu í
Reykjavík um rekstur nýs hjúkr-
unarheimilis Suðurnesja. HSS, sem
rekur önnur hjúkrunarheimili á
svæðinu, telur sig verða fyrir fjár-
hagslegum skaða vegna þessa og
hefur mótmælt ákvörðuninni.
„Gallinn við umræðurnar um
heilbrigðisþjónustuna hér á Suð-
urnesjum er að menn byrja ekki á
því að spyrja hvaða þjónustu er
þörf. Einblínt er á framboðshliðina,
störf lækna og hjúkrunarfólks,“
sagði Kjartan Þór Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri Þróunarfélagsins á
Keflavíkurflugvelli.
Telja sig vera
hlunnfarna í
fjárveitingum
Suðurnesjamenn finna fyrir nið-
urskurðinum í heilbrigðisþjónustu
Morgunblaðið/RAX
Heilbrigðisþjónusta Suðurnesjamenn eru ósáttir við fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Framlag til
hennar sé lægst af þeim stofnunum sem eru í nálægð við höfuðborgarsvæðið.
Ánægja ríkir með öfluga löggæslu
á Suðurnesjum. „Við erum með eitt
besta lögreglulið landsins,“ sagði Ás-
geir Einarsson við hringborðið. Lög-
reglan stæði hins vegar frammi fyrir
þeim vanda að verkefni hennar hefðu
stóraukist vegna mikillar fjölgunar
erlendra ferðamanna. Fjárveitingar
hefðu ekki tekið nægilegt tillit til
þeirrar þróunar. Ásgeir, sem er sveit-
arstjóri í Vogum, nefndi að með sam-
stilltu átaki hefði tekist að uppræta
glæpagengi sem kosið höfðu sér bú-
setu í sveitarfélaginu og varpað
skugga á staðinn.
„Lögreglan er í mjög góðum
tengslum við samfélagið hér,“ sagði
Sigrún Árnadóttir. Hún sagði að kom-
ið hefði verið á fót hverfislögreglu í
byggðunum á Suðurnesjum sem
beitti sér einkum að forvörnum með-
al ungs fólks. Hefði það starf skilað
góðum árangri. Magnús Stefánsson
tók undir það. „Það er mikil ánægja
með hverfislögregluna,“ sagði hann.
Böðvar sagði að skynsamlegt hefði
verið að sameina lögregluumdæmin á
svæðinu á sínum tíma. En mikilvægt
væri að aukin verkefni löggæslunnar
vegna ferðamannastraumsins í Leifs-
stöð drægju ekki úr þjónustu við al-
menna borgara á Suðurnesjum. Bryn-
dís nefndi að aukinn akstur um
Suðurstrandarveg kallaði einnig á
aukið eftirlit lögreglu, en mannafla
skorti í því skyni.
Morgunblaðið/Ernir
Löggæsla Verkefnum lögreglu á Suðurnesjum hefur fjölgað vegna aukins
ferðamannastraums til landsins.
Aukin verkefni lögreglunnar
vegna fjölgunar ferðamanna
Draghálsi 14 - 16
110 Reykjavík
Sími 4 12 12 00
www.isleifur.is