Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 34
KÓPAVOGUR DAGA HRINGFERÐ 34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Félagar í Hjálparsveit skáta í Kópa- vogi eru ávallt reiðubúnir í hvaða aðstæðum sem er að leggja allt til hliðar til að koma öðrum til bjargar eða hjálpar. Þeir rjúka fram úr hlýju rúmi um miðja nótt, hlaupa af mikilvægum fundi í vinnunni eða leggja frá sér hnífapörin þegar verið er að snæða jólasteikina á að- fangadagskvöld. Það er aldrei spurt um stund né stað þegar kemur að útköllum. Hjálparsveit skáta í Kópavogi var stofnuð árið 1969, þar eru um 400 skráðir félagar, þar af eru um 120 sem sinna stærsta hluta starfs- ins og um 40% félagsmanna eru konur. Sveitin fer í 50-55 útköll á ári hverju. Enginn veit hvenær næsta útkall berst og því er ekki nóg að fé- lagar í sveitinni séu ávallt viðbúnir því að vera kallaðir út, tækjabún- aður þarf einnig að vera í fullkomnu standi öllum stundum. 6.000 tímar á ári í viðhald „Við verjum um 6.000 vinnu- stundum á ári í viðhald á tækjum þannig að þau séu alltaf útkallshæf,“ segir Stefán Jökull Jakobsson, einn félaga sveitarinnar. Um 120 félagar skipta með sér þessari vinnu og tækin sem Stefán vísar til eru fimm jeppar, snjóbíll og vörubíll til að flytja hann, fjórir vélsleðar, sér- útbúinn rústagámur til að skipu- leggja aðgerðir ef jarðskjálfti ríður yfir og tveir bátar, annar harðbotna og hinn slöngubátur. Tækjabúnaður er bæði sér- hæfður og dýr. Snjóbíl sinn fékk sveitin t.d. frá sænska hernum og síðan var hann lagaður að þörfum sveitarinnar. Hjálparsveitin hefur aðsetur sitt í nýrri björgunarmiðstöð við höfnina í Kópavogi. Sveitin hefur reyndar verið í þessu sama húsi nánast frá stofnun og hefur smám saman eignast stærri hluta af hús- næðinu. Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að því hörðum höndum að endurgera húsnæðið og var það vígt formlega fyrr í þessum mánuði. Ein af ástæðunum fyrir staðsetning- unni við sjóinn er 20 manna öflugur bátaflokkur sveitarinnar, en björg- unarsveitarmenn í þeim hópi þurfa að geta brugðist skjótt við þegar þeirra er þörf. Stefán sýnir blaða- manni og ljósmyndara Morgun- blaðsins annan af bátunum sem er níu metra langur og harðbotna. „Við sjósetjum bátinn á skömmum tíma, það tekur 10-15 mínútur að manna svona bát, koma honum í höfnina og út. Útkallstími í sjó er mjög skamm- ur, því lífstími fólks þar er stuttur og voðinn vís,“ segir Stefán. Fyrir utan það að sinna útköll- um, hvað felur það í sér að vera fé- lagi í björgunarsveit? „Það er ým- islegt. Það er starfsemi í gangi í húsinu alla daga vikunnar. Við erum t.d. með vinnukvöld einu sinni í viku og förum á reglulegar æfingar og námskeið.“ Um 25 í þjálfun á hverju ári Til þess að verða fullgildur fé- lagi í sveitinni þarf að gangast undir 18 mánaða þjálfun og lágmarksaldur er 18 ára. Margir félaganna eiga bakgrunn úr skátastarfi og Stefán segir mjög vel ganga að fá nýtt fólk til liðs. „Á hverju ári hefja um 25 þjálfunarferli og fimm árum síðar eru yfirleitt um tíu þeirra ennþá starfandi.“ Er það nægileg endur- nýjun? Já, það er það.“ Hafa nýlið- arnir raunsanna mynd af starfi björgunarsveita í byrjun? „Það er Enginn veit hvenær næsta útkall berst  „Þú mátt aldrei gleyma að þú ert að gera þetta af kærleik“ Björgunarmiðstöð Undanfarin tvö ár hefur sveitin unnið að endurgerð húsnæðisins, en fyrst hafði hún aðsetur í litlum hluta þess. Salurinn Allt hönnunarferlið miðaði að því að ná fram sem bestum hljómburði í tónleikasalnum. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Á menningartorfunni í Kópavogi er m.a. að finna Gerðarsafn, Náttúru- fræðistofu Kópavogs, Bókasafn Kópavogs, Tónlistarskóla Kópavogs og Salinn, tónlistarhús Kópavogs. Sal- urinn var opnaður í janúar 1999 og var fyrsta sérhannaða tónleikahús Ís- lendinga. Í upphafi, þegar unnið var að skipulagi á torfunni, stóð til að Sal- urinn yrði einfaldlega 100 manna sal- ur, þar sem tónleikar og fyrirlestrar gætu farið fram, en að áeggjan Jón- asar Ingimundarsonar, píanóleikara og tónlistarráðunautar Kópavogs, og fleiri var ákveðið að ráðast í byggingu tónleikahúss. Í dag rúmar Salurinn 300 manns í sæti. „Í öllu hönnunarferlinu var fyrst og fremst lögð áhersla á hljómburð- inn og hvernig hann yrði sem bestur. Sætin eru t.d. þannig að hljómurinn breytist ekki hvort sem salurinn er fullsetinn eða ekki,“ segir Aino Freyja Järvelä, forstöðumaður Sal- arins. „Salurinn er hannaður með klassíska kammertónleika í huga þó svo rafmagnaðir tónleikar hljómi þar vel og njóti mikilla vinsælda, meðal annars vegna þeirrar einstöku ná- lægðar sem myndast milli flytjenda og áheyrenda,“ segir hún en fyrstu tíu árin eða svo var hryggjarstykkið í starfseminni tónleikaröðin Tíbrá. Þegar mest var stóð Kópavogs- bær árlega fyrir allt að 40 tónleikum í Salnum en Aino Freyja segir að kjöl- far bankahrunsins 2008 hafi verið gerðar breytingar á starfseminni og tónleikasalurinn í auknum mæli leigður út. Salurinn tók sjálfur yfir Tíbrá, sem ber nú nafnið Klassík í Salnum, en lista- og menningarráð Kópavogs hefur m.a. veitt listamönn- um styrki í formi niðurgreiddrar leigu og gerði nýverið þriggja ára samning við Björn Thoroddsen um djass- og blúshátíð Kópavogs, sem mun eiga heimili í Salnum. 20.000-30.000 gestir á ári Aino Freyja segir tónleikagesti Salarins hafa talið á milli 20.000 og 30.000 á ári en þar fer fram ýmis önn- ur starfsemi en tónleikahald. „Tón- listarskólinn hefur aðgang að salnum á mánudögum og til að halda sína nemendatónleika og svo eru haldnar hér ráðstefnur og fundir og brúðkaup og erfidrykkjur,“ segir hún. Hún seg- ist ekki merkja að tilkoma Hörpu hafi haft teljandi áhrif á rekstur Salarins; aðsókn hafi a.m.k. ekki minnkað. Hins vegar hafi orðið vart ákveðinnar mettunar á markaði í vor, þegar sprenging varð í framboði tónleika. Á dagskránni í vetur eru auk klassísku tónleikaraðarinnar hádeg- istónleikar og úrval jólatónleika. „Markmiðið með Klassík í Salnum er að bjóða upp á bestu tónleikana í klassíska geiranum og þar eru gæðin í fyrirrúmi,“ segir Aino Freyja. „Svo bjóðum við upp á hádegistónleika einu sinni í mánuði og sú röð vex með hverjum tónleikum hvað áhorf- endafjölda viðkemur.“ Hún segir tón- leikaröð Jóns Ólafssonar, Af fingrum fram, einnig njóta mikilla vinsælda en meðal þeirra listamanna sem efna til jólatónleika í Salnum í ár má nefna KK og Ellen, Gissur Pál og Árna Heiðar, Borgardætur og Stefán Hilmarsson. Hannaður fyrir klassíska kammertónleika Fyrsta sérhann- aða tónleikahús Íslendinga Viðburðir Salurinn er leigður út fyrir brúðkaup, erfidrykkjur og ráðstefnur. „Maður er útkalls- hæfur og tilbúinn 365 daga ársins, 24 tíma á sólarhring. Hvenær sem er. Út- köllin berast á öllum tímum sólarhrings og á öllum dögum. Frá því að ég byrjaði fyrir 15 árum hefur tvisvar sinnum verið kallað út á að- fangadagskvöld. Í bæði skiptin var það leit að fólki. Þá er ekkert annað að gera en að leggja frá sér hnífapörin,“ seg- ir Stefán Jökull. Útkall á aðfangadagskvöld 365 DAGAR ÁRSINS - 24 TÍMAR Á SÓLAHRING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.