Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 59
ÍSLENDINGAR 59 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013 fararstjóri í nokkur sumur á Grikk- landi, einkum í Aþenu og á Krít, og á Ítalíu, á Rimini og Riccione. Hlín rak sitt eigið leikhús, Al- heimsleikhúsið, og starfrækti eigið námskeiðahald í leiklist, Drama- smiðjuna. Hún var fastráðinn leik- stjóri við Borgarleikhúsið 1993-96, var listrænn ráðunautur við Þjóðleik- húsið 2004-2008 og er sérfræðinngur í leiklist fyrir Norræna menning- arsjóðinn frá 2010-2014. Á undanförnum árum hefur Hlín sinnt kennslu í ritlist, einkum við rit- un leikrita við HÍ og LHÍ. Hlín skrifaði leiklistargagnrýni í Helgarpóstinn 1984-85 og fyrir RÚV um skeið. Þá skrifaði hún um leiklist fyrir Morgunblaðið 1989-91 og var pistlahöfundur við Dag-Tímann. Hlín hefur skrifað á annan tug leikrita en þekktast þeirra er líklega Konur skelfa, sem var sýnt lengi í Borgarleikhúsinu og tekið upp fyrir sjónvarp. Þá hefur hún einnig skrifað fyrir útvarp og sjónvarp. Bækur eftir Hlín eru skáldsög- urnar Hátt uppi við Norðurbrún, útg. 2001, og Blómin frá Maó, útg. 2009, og sjálfsævisögulega bókin, Að láta lífið rætast, útg. 2003, sem var til- nefnd til Íslensku bókmenntaverð- launanna í flokki fræðibóka og bóka almenns eðlis. Hlín sat í stjórn Félags íslenskra leikstjóra 1992-94 og í stjórn Félags leikskálda og handritshöfunda 1999- 2004. Hún hlaut fyrstu verðlaun í leikritasamkeppni Landlæknisemb- ættisins um leikrit sem fjölluðu um alnæmi, árið 1993 (Alheimsferðir, Erna). Sérlegur Grikklandsvinur En á Hlín einhver önnur áhugamál en leikhúsið? „Já, já. En leikhúsið hefur alltaf verið stóra málið í mínu lífi. Það hafa því verið forréttindi að sinna því á margvíslegan hátt í gegnum tíðina. Ég hef verið að skrifa fyrir leikhús, leikstýra, verið ráðunautur og gagn- rýnandi og stunda nú kennslu á þessu sviði. Þetta er eitt af því sem gefur leikhúsinu gildi. Það er heill heimur út af fyrir sig sem má nálgast á margvíslegan hátt. Ég hef líka alltaf haft mikinn áhuga á bókmenntum almennt – skáldsögum, smásögum og ljóðum. Þá hef ég alltaf lagt mig mikið eftir tónlist og myndlist. Ég hef líka ferðast mikið, innanlands og utan og hef sérstaklega lagt mig eftir að kynna mér sögu, menningu og tungu- mál Grikkja. Þar stóð menningar- vagga Evrópubúa fyrir 2.500 árum. Loks hefur blundað með mér áhugi á arkitektúr og hönnun.“ Fjölskylda Sambýlismaður Hlínar á árunum 1974-79 var Haraldur Arngrímsson, f. 11.7. 1948, tannlæknir. Sambýlismaður Hlínar á árunum 1984-94 var Þorvaldur Ragnarsson, f. 6.2. 1953, d. 11.1 1998, lögfræðingur. Systkini Hlínar eru Edda, f. 13.5. 1950, kennari á Akranesi; Kjartan, f. 18.7. 1951, sjómaður á Seyðisfirði; Kolbeinn, f. 18.7. 1951, sjómaður á Seyðisfirði; Gyða, f. 10.3. 1955, skóla- ritari í Háteigsskóla; Ari, f. 29.9. 1960, tónlistarmaður. Foreldrar Hlínar: Jensey (Eyja) Stefánsdóttir, f. 19.2. 1929, húsfreyja í Reykjavík, og Agnar Jörgensson, f. 15.12. 1925, f. 15.1. 2009, sölumaður og bridsari. Úr frændgarði Hlínar Agnarsdóttur Hlín Agnarsdóttir Guðrún Þorbjörg Jónsdóttir húsfr. í Hnífsdal Jóhannes Elíasson járnsmiður í Hnífsdal Jensey Jörgína Jóhannesdóttir húsfr. á Akureyri Stefán Ásgrímsson iðnverkam. á Akureyri Jensey Jörgína Stefánsdóttir (Eyja) húsfr. í Rvík Sigurlaug Sigurðardóttir húsfr. í Fljótum Ásgrímur Sigurðsson vinnum. og b. í Fljótum Agnes Eiríksdóttir húsfr. á Akranesi Jón Ásmundsson húsasmíðam. á Akranesi Laufey Jónsdóttir húsfr. í Rvík Jörgen Guðni Þorbergsson tollvörður og glímukappi í Rvík Agnar Jón Jörgensson sölumaður og bridsari í Rvík Sigurveig Jónatansdóttir ljósmóðir á Litlu-Laugum Þorbergur Davíðsson b. á Litlu-Laugum í Reykjadal Leikhúsfræðingurinn Heima í stofu. Markús Bjarnason, skóla-stjóri Stýrimannaskólans íReykjavik, fæddist á Baul- húsum við Arnarfjörð 23.11. 1849. Hann var sonur Bjarna, útvegsb. á Baulhúsum Símonarsonar, skip- stjóra á Dynjanda í Arnarfirði Sig- urðssonar. Móðir Markúsar var Sig- ríður Markúsdóttir, pr. á Álftamýri í Arnarfirði Þórðarsonar, af Vig- urætt. Eiginkona Markúsar var Björg Jónsdóttir húsfreyja, dóttir Jóns Jónssonar, timburmanns á Tjörn á Skagaströnd, og k.h. Bjargar Þórð- ardóttur, b. á Kjarna við Eyjafjörð. Sonur Markúsar og Bjargar var Sig- urjón stjórnarráðsfulltrúi. Markús var einn sá merkasti af brautryðjendum í skipstjórn- armenntun hér á landi, en skortur á slíkri menntun varð mjög tilfinn- anlegur með þilskipaútgerðinni hér við land. Markús var kominn af merkum sjósóknurum, vandist sjálf- ur sjómennsku frá barnsaldri og var munstraður á þilskip er hann var að- eins sextán ára. Um það leyti fórst faðir hans í fiskiróðri, ásamt tveimur sonum sínum. Markús flutti til Reykjavíkur um tvítugt varð fljótlega stýrimaður á þilskipi í eigu Geirs Zoëga, lærði stýrimannafræði hjá Eiríki Briem prestaskólakennara en var síðan prófaður af sjóliðsforingjum á danska herskipinu Fyllu með ágæt- um vitnisburði. Markús sigldi síðan til Kaup- mannahafnar og lærði seglasaum 1973-74, enda mikill skortur á slíkri fagþekkingu við Faxaflóann. Markús var síðan skipstjóri hjá Geir Zoëga og stundaði seglasaum en sigldi aftur til Kaupmannahafnar og lauk þar hinu minna og hinu meira stýrimannaprófi 1881. Markús hóf að kenna stýri- mannafræði í Reykjavík 1882. Ári síðar festi hann kaup á Doktorshús- inu, (síðar Ránargötu 13) þar sem hann starfrækti skóla sinn. Stýrimannaskólinn í Reykjavík var síðan formlega stofnaður 1891 og var Markús skólastjóri hans til dauðadags. Markús lést 28. 6. 1900. Merkir Íslendingar Markús F. Bjarnason Laugardagur 95 ára Elín Jónsdóttir 90 ára Kristján Hjörtur Gíslason Sveinbjörn Kristjánsson 85 ára Aldís Albertsdóttir Kristín Ólafsdóttir 80 ára Hreiðar Jónsson Sveinn Klemens Andrésson 75 ára Andrés Grímólfsson Auður H. Hagalín Erla María Andrésdóttir Guðrún Böðvarsdóttir Knútur Valmundsson Ægir Einarsson 70 ára Gísli R. Sigurðsson Guðrún Þ. Ólafsdóttir Herdís Eiríksdóttir Sif Sigurðardóttir Sigríður Bogadóttir Sigurður G. Björgvinsson Vilborg Guðjónsdóttir Þórunn G. Pétursdóttir 60 ára Árni Júlíus Friðbjarnarson Gísli Jónsson Guðbjörg Vestmann Guðný S. Guðlaugsdóttir Guðríður Katrín Pétursdóttir Guðrún Vilhelmsdóttir Hugrún Ingibjörg Eggertsdóttir Jóna Guðný Alexandersdóttir Magnús Pálsson Michael Dean Óðinn Pollock 50 ára Ari Grétar Björnsson Bjarni Gunnlaugur Bjarnason Guðni Björn Guðnason Guðný Jóna Einarsdóttir Gústaf Vífilsson Hólmfríður M. Konráðsdóttir Hólmfríður Sigríður Jónsdóttir Ragnar Þ. Þóroddsson Steinunn Pétursdóttir Víðir Leósson Þórhallur Ingi Hrafnsson Þórir Bjartmar Harðarson 40 ára Einar Kristján Jónsson Eiríkur Magnús Jensson Elías Rúnar Kristjánsson Evelin Aracelis Peralta Friðþóra Arna Sigfúsdóttir Hafdís Gerður Gísladóttir Matthías Ásgeirsson Ragnar Lúðvík Rúnarsson Særós Tómasdóttir 30 ára Adam Guzewicz Einar Hafþór Heiðarsson Erna Jóhannesdóttir Gunnar Örn Rögnvaldsson Halldór Atli Þorsteinsson Magnús Filip Sævarsson María Björk Gunnarsdóttir Marta Kristín Jónsdóttir Óskar Jónsson Óskar Örn Arnarson Steinunn Björg Gunnarsdóttir Telma Ýr Friðriksdóttir Watcharakorn Sophakam Sunnudagur 90 ára Árnína Jónsdóttir Unnur Benediktsdóttir 85 ára Ásta Guðlaugsdóttir 80 ára Gunnar Svanur Hafdal Ingibjörg Pétursdóttir Kolbrún Valdimarsdóttir Kristjana Jónsdóttir Rafn Sigurbergsson Þóra Júlíusdóttir 75 ára Ari Hallgrímsson Ástríður Oddný Gunnarsdóttir Einar Jónasson Sigurdór Sigurdórsson 70 ára Valdimar Jónsson 60 ára Árni Stefán Georgsson Birna Guðjónsdóttir Björn Halldórsson Einar Ágústsson Guðfinna M. Sigurðardóttir Hrafnhildur Baldursdóttir Ingveldur Haraldsdóttir Jón Geir Jónatansson Oddur Jósep Halldórsson Sigurður Ingi Geirsson 50 ára Arnar Einarsson Elís Kjartansson Emilía Dröfn Jónsdóttir Guðrún Gréta Benjamínsdóttir Jerzy Klimiuk Kristín Helga Gunnarsdóttir Mowafaq Jawdat Jameel El Misri Nalini Swarna Kanthi Dandunnage Pétur Steinþór Gunnarsson Svava Þórhildur Hjaltalín Sævar Haraldsson Vignir Júlíusson Örn Guðlaugur Guðmundsson 40 ára Bjarki Birgisson Guðlaugur Ari Karvelsson Heiðveig Helgadóttir Hrafnhildur Heimisdóttir Margrét Björnsdóttir Sigríður Jónasdóttir Steinunn Halldórsdóttir Valdimar Halldórsson Þórður Sigfús Ólafsson 30 ára Genelyn Jane Donguiz Trinidad Guðjón Ingi Gunnlaugsson Jóhannes Haraldsson Mark Wesley Johnson Nína Björk Surban Fatalla Piotr Jan Mrozek Rakel Magnúsdóttir Sif Vilhjálmsdóttir Sigurður Sölvi Svavarsson Tabitha Rose Jonsson Til hamingju með daginn Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660 Gullhringur 14K, 3 punkta demantur 65.000,- Gullhringur 14K, 5 punkta demantur 47.000,- Gullhringur 14K, 3 punkta demantur 48.000,- Gullhringur 14K, Rubin 98.000,- Gullhringur 14K, 3 punkta demantur 65.000,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.