Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Undir fyrirsögninni Ábyrgar veiðar fjallaði sjávarútvegsráðherra í lok ágústmánaðar um kvótasetningu nokkurra fisktegunda. Þar kom fram að hann myndi bráðlega setja af stað vinnu þar sem farið yrði yfir hvernig réttast verði staðið að því að setja makríl í kvóta og úthluta hlutdeild til einstakra skipa. Þessi vinna er hafin, en við stjórnun makrílveiða á síðustu árum hafa verið gefnar út fjölmargar reglugerðir sem byggjast m.a. á lög- um um stjórn fiskveiða og lögum um veiðar á úthafinu. Á sama tíma og þessi vinna er komin í gang gengur hægt í samningaviðræðum strand- ríkja um stjórnun veiða og skiptingu kvóta á næsta ári. Lítill árangur varð af fundi strandríkjanna í Írlandi í vik- unni og því er enn ósamið um veiðar úr stofninum. Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð, tók kvótasetningu makríls upp á þingi á mánudag og sagði að með kvótasetningu yrði makrílkvóti fram- seljanlegur og gríðarlega verðmæt- ur. Hún spurði Sigurð Inga Jóhanns- son sjávarútvegsráðherra hvað mælti gegn því að makríl- kvóti yrði boðinn upp? Höfðu tækifæri á síðasta kjörtímabili Ráðherra sagði að samráðshópur sem skipaður var í tíð síðustu ríkis- stjórnar og skilaði af sér í september 2010 hefði skoðað mismunandi leiðir, þar á meðal uppboðsleiðina. Nið- urstaðan hefði orðið að sú leið yrði ekki farin heldur ákveðin samn- ingaleið og í stað þess að greiða fyrir heimildir til að veiða í eitt skipti á uppboði yrði greitt fyrir þær með ár- legum leigugjöldum til tiltekins tíma. Núverandi ríkisstjórn hefði tekið þetta upp í stjórnarsáttmála sinn og samkvæmt því væri unnið. Hefði raunverulegur vilji verið til að fara aðrar leiðir hefðu tækifærin verið til staðar á síðasta kjörtímabili, en það hefði ekki verið gert. Ljóst hefði ver- ið í allnokkurn tíma að æskilegt væri að koma á framtíðarskipulagi á stýr- ingu makrílstofnsins. Nú væri til skoðunar í ráðuneytinu „að hlutdeild- arsetja makrílstofninn með sama hætti og við nýtum aðra stofna og á grundvelli þessarar niðurstöðu sam- ráðshópsins og samningaleið- arinnar,“ sagði ráðherra. Meðal þriggja mikilvægustu fiskstofna við landið Á aðeins nokkrum árum hefur makríll orðið meðal þriggja mik- ilvægustu fiskistofna við Ísland. Aldrei hefur meira af makríl mælst í íslenskri lögsögu heldur en síðasta sumar. Alls mældust 1.525 þúsund tonn í lögsögunni og er það heldur meira en mældist í fyrra og fjórða ár- ið í röð sem makríll mælist yfir millj- ón tonn í íslenskri lögsögu. Útflutningsverðmæti makríls síð- ustu ár hefur verið um og yfir 20 milljarðar króna á ári. Vinnsla til manneldis hefur stórlega aukist um borð í vinnsluskipum og allt í kring- um landið með uppbyggingu í landi og endurnýjun skipa og búnaðar með umtalsverðum kostnaði. Nú er svo komið að nánast allur makríll fer í frystingu og aðra vinnslu til mann- eldis. Mikið þróunarstarf hefur verið unnið á mörgum vígstöðvum og má þar nefna meðferð hráefnis, þróun afurða og sölustarf. Makríll frá Ís- landi hefur náð stöðu á erlendum mörkuðum. Árið 2005 veiddu íslensk skip 360 tonn af makríl og rúmlega fjögur þúsund tonn 2006, en þessi afli fékkst þá einkum sem meðafli í síldveiðum í flotvörpu fyrir Austurlandi. Fram að því hafði makríll gjarnan verið skil- greindur sem flækingur á Íslands- miðum, en göngur breyttust í kjölfar hlýnunar sjávar. Beinar makrílveiðar hófust 2007 og var aflinn þá tæp 37 þúsund tonn. Árið 2008 fór makrílafla íslenskra skipa vel yfir 100 þúsund tonn í fyrsta skipti og er talið að að- eins hafi rúm 5% farið til vinnslu til manneldis. Dýrmæt veiðireynsla Veiðar á makríl í lögsögunni voru upphaflega frjálsar öllum íslenskum skipum, en uppsjávarskipin, sem stundað höfðu veiðar á loðnu, síld og kolmunna, riðu á vaðið, náðu tökum á veiðunum og öfluðu sér dýrmætrar veiðireynslu. Með reglugerð frá því í mars 2009 var í raun fyrsta reglu- gerðin gefin út um stjórn makrílveiða og ákveðnari böndum var komið á veiðarnar. Með heimild í reglugerð- inni voru gefin út leyfi til veiðanna. Sjávarútvegsráðherrar á síðasta kjörtímabili, Steingrímur J. Sigfús- son og Jón Bjarnason, hvöttu til þess að sem mest af makrílnum yrði unnið til manneldis. Með frystingu og manneldisvinnslu á annan hátt eykst verðmæti afurða og hefur það verið verkefnið allar götur síðan. Mikið veiddist af makríl sumarið 2009, en aðeins um 18% fóru í frystingu og langstærstur hluti aflans fór því til mjöl- og lýsisvinnslu. Gegn ólympískum veiðum Um haustið var samþykkt ályktun á aðalfundi Landssambands ís- lenskra útvegsmanna þar sem lögð er áhersla á „að til þess megi ekki koma að makrílveiðar verði með „ólympísku“ fyrirkomulagi á næstu vertíð. Með því móti væri miklum verðmætum kastað á glæ. Afar mik- ilvægt er að útgerðum verði gert kleift að skipuleggja veiðarnar og gera þannig sem mest verðmæti úr veiddum afla. Til þess að svo megi verða þarf að setja aflamark á skip. Jafnframt verði tryggt að nýir aðilar geti komið að þessum veiðum og að hluti aflamarksins verði ætlaður þeim,“ sagði í ályktun LÍÚ. Mikil deigla var í umræðum um stjórn veiðanna veturinn 2009-10. Í reglugerð um stjórn makrílveiða fyr- ir árið 2010 var vikið frá fyrri reglum um frjálsa sókn innan viðmiðunar um tiltekinn hámarksafla. Með reglu- gerðinni var mælt fyrir um heimild Fiskistofu til að stjórna veiðum með veiðileyfum sem tóku mið af mismun- andi flokkum skipa. Í reglugerðinni fólst sú breyting að aflaheimildum var ráðstafað á ein- stök skip. Þau sem sótt höfðu af mestum krafti í „ólympískum veið- um“ sátu að stærstum hluta að þeim árangri þegar aflareynsla var metin. 15 þúsund tonnum var ráðstafað til skipa sem komu ný að veiðunum, en um leið fór hlutur uppsjávarflotans úr 99,99% í 86% af heildaraflanum. Í reglugerð var hvorki stuðst við hug- tökin aflamark eða aflahlutdeild heldur var orðið „aflaheimild“ notað þar sem rætt var um úthlutun á hvert skip. Í reglugerðinni 2010 voru settar verulegar takmarkanir við framsali hámarksafla milli einstakra skipa og útgerða. Sérstakt veiðiskylduákvæði var einnig sett, en í reglugerðinni var ekki mælt fyrir um skyldu ein- stakra fiskiskipa til að landa tilteknu hlutfalli makrílafla til manneldis. Fulltrúar ráðuneytisins og LÍÚ gengu hins vegar frá sameiginlegri viljayfirlýsingu 22. júní 2010 með fyr- irsögninni „Manneldisvinnsla á mak- ríl á vertíðinni 2010“, þar sem talað er um „sameiginlegt markmið stjórn- valda og útgerða um að vinna sem mestan hluta makrílaflans til mann- eldis sem og að skapa sem mest verð- mæti úr aflanum“. Ekki varð kapphlaup Í ársskýrslu stjórnar LÍÚ 2009- 2010, segir m.a. að „ekki varð kapp- hlaup um að ná aflanum, með tilheyr- andi kostnaði og sóun, og því reynd- ist unnt að vinna stóran hluta aflans til manneldis og skapa þannig mun meiri verðmæti.“ Stærstur hluti makrílaflans árið 2010 fór í frystingu eða um 60%, þar af var 33% fryst um borð í vinnslu- skipum og 27% í landi. Um 40% aflans fór í bræðslu. Það var umtals- verð breyting frá 2009 þegar 80% aflans fór í bræðslu. Viðmiðun leyfilegs heildarafla sumarið 2011 var 154.825 lestir og var skipt á milli fjögurra flokka. Í reglugerð um veiðarnar fólust tvær meiriháttar breytingar. Annars veg- ar var mælt fyrir um að útgerðir skyldu ráðstafa mánaðarlega 70% af makrílafla einstakra skipa til vinnslu. Hins vegar var ákveðið að auka heimildir vinnsluskipa í allt að 33.325 lestir. Heimilt var að flytja heimildir á milli skipa í eigu sömu útgerðar. Makríllinn kvótasettur í vetur  Fjölmargar reglugerðir um stjórnun makrílveiða  Nánast allur makrílafli er unninn til manneldis Yfirlit um þróun makrílveiða 2007-2013 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Aflareynsluskip 36.500 112.353 116.147 103.987 111.186 101.778 92.903 Skip án aflareynslu Án vinnslu: 16.678 7.330 8.162 8.547 Með vinnslu: 34.532 34.846 31.554 Lína/handfæri 179 304 1.099 4.678 Strandveiðileyfi 4 0 3 0 Samtals: 36.500 112.353 116.147 120.848 153.352 145.888 137.682 Sérstakt veiðigjald á hvert þorsk- ígildiskíló í uppsjávarveiðum er nú 38,25 kr., en 7,38 kr. á hvert sér- stakt þorskígildiskíló í botnfisk- veiðum. Almennt veiðigjald er 9,50 kr. á hvert sérstakt þorskígildis- kíló. Gert er ráð fyrir að almennt veiðigjald skili alls tæplega fimm milljörðum króna í ár, en sérstaka veiðigjaldið tæpum þremur millj- örðum af botnfiski og rúmlega 4,2 milljörðum af uppsjávarafla. Alls verði álögð veiðigjöld tæplega 9,8 milljarðar þegar tekið hefur verið tillit til lækkunar vegna skulda vegna kaupa á aflahlutdeild og frí- tekjumarks. Veiðigjald fyrir makríl í Fær- eyjum var í ár 16 krónur íslenskar á hvert kíló og var reiknað með að það gæti gefið um tvo milljarða króna, að því er kom fram í Fiski- fréttum í sumar. Í ár veiddu Fær- eyingar um 142 þúsund tonn af makríl. Undanþegnir gjaldinu voru botnfisktogarar, línubátar og strandflotinn. 4,2 milljarðar af uppsjávarafla SÉRSTAKT VEIÐIGJALD Ljósmynd/Börkur Kjartansson Mörg handtök Um borð í Lundey. Í fimmtu grein laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands segir: „Um veiðar utan lögsögu Íslands úr stofnum, sem veiðast bæði innan og utan hennar, íslenskum deili- stofnum, skulu gilda ákvæði laga um stjórn fiskveiða eftir því sem við getur átt, sbr. þó ákvæði þessarar greinar. Sé tekin ákvörðun um að takmarka heild- arafla úr slíkum stofni sem sam- felld veiðireynsla er á skal afla- hlutdeild einstakra skipa ákveðin á grundvelli veiðireynslu þeirra miðað við þrjú bestu veiðitímabil þeirra á undangengnum sex veiðitímabilum.“ Í níundu grein laga um stjórn fiskveiða frá árinu 2006 segir m.a. um veiðireynslu að verði veiðar takmarkaðar „á tegundum sjávardýra sem samfelld veiði- reynsla er á, en ekki hafa áður verið bundnar ákvæðum um leyfðan heildarafla, skal afla- hlutdeild úthlutað á grundvelli aflareynslu síðustu þriggja veiði- tímabila“. Byggt á veiðireynslu LÖG UM DEILISTOFNA VELKOMINN Í BATA SMÁRALIND Skoðið úrvalið á bata.is Vertu vinur á LEVIS HERRASKÓR, FLOTTIR Í JÓLAPAKKAN 27.790.- 27.790.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.