Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 33
áhuga kvenna í Kópavogi og ná- grenni að fá heilsulindina í nær- umhverfið. Heilsubar fyrir bæði kyn Á nýja staðnum verður karl- mönnum í fyrsta sinn boðið inn í helgidóminn en þó ekki lengra en inn í anddyri, þar sem til stendur að opna heilsubar. Þar verður boð- ið upp á heilsudrykki og létta rétti. „Húsnæðið er öðruvísi að því leyti að þarna verður allt á einni hæð. Þetta er þannig í dag að við erum á tveimur hæðum og það er mikið um ranghala, þannig að þetta er hálfgert völundarhús,“ segir Linda um Brautarholtið. Það eru ASK arkitektar sem sjá um hönnunina á nýja rýminu en Guðlaug Jónsdóttir, arkitekt í Los Angeles, hannar útlitið. „Við flytjum notalegu stemn- inguna með okkur en útlit stað- arins verður glæsilegt í alla staði. Það verður mikið í bronslitum og dökkbrúnum og kremuðum og mikill glamúr í allri hönnun,“ segir Linda. Eitt helsta sérkenni staðarins verður torg þar sem reistur verður bronslitur skúlptúr í anda Chanel- rósarinnar, 3-4 metrar að ummáli, en inni í rósinni verður logandi ar- inn. Engin afsökun lengur Á nýja staðnum verða þrír æf- ingasalir og einn tækjasalur en tækjabúnaður Bað- hússins var end- urnýjaður fyrr á árinu. „Við erum með glænýjan sal frá Technogym, sem eru ítölsk tæki og nýjungin er m.a. sú að í upphitunarlínunni er skjár í hverju tæki og þú getur tengst netinu, farið á Facebook og Twitter t.d., auk þess að getað hlustað á útvarpið og valið úr fullt af sjónvarpsstöðvum. Þannig að nú er engin afsökun lengur fyrir að fara ekki í ræktina,“ segir Linda og hlær. Hún segir hvers kyns jóga- tíma njóta sívaxandi vinsælda og á nýja staðnum verði boðið upp á einkatíma í jóga og tíma í hug- leiðslu. „Við tökum andlegu rækt- ina inn í þetta líka, sinnum bæði líkamanum og sálinni. Við höfum alltaf verið á þeirri línu og munum fara lengra í þá áttina,“ segir Linda. Snyrti- og nuddstofan verð- ur á sínum stað og guðdómlegt spa, eins og Linda kemst að orði. Hún segist hlakka til að taka á móti gömlum og nýjum við- skiptavinum í Kópavogi, þegar Baðhúsið verður opnað þar í byrj- un janúar, og býður allar konur velkomnar. Rós Líkan af bronsrósinni er til sýnis í Baðhúsinu. 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Fólkið okkar fer út um allan heim og hefur náð árangri bæði þar og heima,“ segir Baldur Sæ- mundsson, áfangastjóri verknámsgreina í Hótel- og matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi. Það er eini staðurinn á landinu þar sem hægt er að læra matreiðslu, hvort sem fólk ætlar að gerast skipskokkar eða Michelin-stjörnumatreiðslumeist- arar. Baldur segir námið byggjast upp á grunn- þáttum matreiðslunnar en það tekur fjögur ár. Nemendur geta svo sérhæft sig eftir því á hvaða stað þeir fara í starfsnám. „Markmiðið með náminu er að nemendur nái sterkum grunni og í framhaldi af því geti þeir mætt öllum aðstæðum. Menn eiga greiða leið út um heim og hafa svo jafnvel komið heim með nýjungar og fleira,“ segir Baldur. Námið orðið viðameira Námið færðist í Kópavog á haustdögum árið 1996 eftir að Hótel- og veitingaskólinn, sem þá var og hét, var lagður niður en hann var til húsa á Suð- urlandsbraut í Reykjavík. Síðan þá hefur Kópavog- urinn verið höfuðstaður íslensks matreiðslunáms. Baldur segir að námið hafi tekið ýmsum breyt- ingum á þessum tíma. Áður hafi menn til dæmis dregið einn rétt á fimm rétta matseðli í sveinsprófi sínu og þá gátu réttirnir sem þeir þurftu að reiða fram verið miserfiðir eftir því hvað þeir drógu. Einn hafi fengið eftirréttinn en hinn aðalrétt til dæmis. „Það má segja að verkefnin séu núna orðin viðameiri. Nemendur vinna nú allir sömu verkefnin og þau hafa orðið jafnari á milli einstaklinga og að sama skapi kannski meira krefjandi,“ segir hann. Setja upp grunnþætti námsins víðar Á sínum tíma voru menn hræddir við samein- ingu skólans við MK en Baldur telur að mjög vel hafi tekist til með hana og námið frekar vaxið en hitt. Skólinn sé vel búinn og aðstaðan sem boðið sé upp á sé frábær til allra verka. Hótel- og matvælaskólinn vinnur nú með fram- haldsskólum um allt land að því að setja upp grunn- brautir í matreiðslu á fleiri stöðum. „Þetta er fjöreggið. Við berum mikla ábyrgð og ekki má gleyma hlut vinnustaðanna. Sem betur fer höfum við metnaðarfulla matreiðslumenn og veit- ingastaði svo nemendur fá gott nám sem er mikils metið, ekki síst erlendis,“ segir Baldur. Hótel- og matvælaskólinn í Menntaskólanum í Kópavogi Mekka matreiðslunnar Morgunblaðið/Ómar Matseld Matreiðslunemarnir Broddi Ottesen, Denis Grbic og Theodór Páll Theodórsson leika listir sínar.  Eini staðurinn á landinu þar sem hægt er að læra til kokks – enn sem komið er Heimsþekktar gæðavörur sem allir þekkja Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi Desire Jucer(safapressa)Verð kr. 13.900 DesireSlice & GoVerð kr. 8.990 STEEL TOUCH KetillVerð kr. 12.530 STEEL TOUCHBrauðristVerð kr. 10.900 STEEL TOUCH KaffivélVerð kr. 13.230 Þessi verð gilda til jóla, fæst í öllum Húsasmiðjuvwerslunum um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.