Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013 Það hefur vakið at- hygli að undanförnu að til eru sérstakar reglur um verðmerk- ingar útstillinga í gluggum. Meira að segja hefur einhver bí- rókrati það að atvinnu að gera könnun á hvernig þessum mál- um er háttað hjá verslunum. Er í fréttatilkynningum bí- rókratans og stofnunar hans til fjölmiðla, sem settar eru fram til að sýna að þar fari fram einhvers- konar starfsemi, talað um „ástand verðmerkinga í sýningargluggum“. Ja, það er meira ástandið. Ugg- laust setur einhvern hljóðan við fréttirnar og á illt með svefn. Neyt- endur hljóta að vera í stórhættu. En að öllu gamni slepptu hljóta slík lög að vekja furðu. Ef viðkomandi stofnun hefur ekkert annað að gera verður ekki hjá því komist að taka undir sjónarmið sumra að hún sé óþörf. Hvers vegna þurfa verslunareig- endur að verðmerkja vörur sem þeir hafa til sýnis í gluggum? Rök- in að baki setningu laganna voru þau að slíkt væri til að auðvelda neytendum að gera verðsam- anburð. Hvílík rökleysa. Af hverju þurfa að vera til lög um það? Lög eiga að vera sett fram af illri nauð- syn, engu öðru. Ef verslanir telja sig vel settar í verðsamanburði hljóta þær að mega auglýsa slíkt, enda mikil samkeppni um að ná viðskiptum neytenda til sín. En að knýja það fram með lögum er dæmi um offram- leiðslu laga og reglna. Hvar eru þá lögin um að verð skuli koma fram í auglýsingum? Í mörgum tilvikum eru gluggaútstillingar listaverk. Sérstök leið til að höfða til ákveð- inna tilfinninga, þó sérstaklega fag- urfræðilegra. Sýning- argluggar verslana eru andlit þeirra út á við, sem í raun gætu verið málverk á vegg eða slíkt. Til eru þeir sem teljast til sérfræðinga í þessari list sem á ensku kallast „window dress- ing“. Hlutverk gluggans er að vekja áhuga fólks á því sem fyrir innan er, kryddið sem kemur mögulegum viðskiptavini á bragðið. Hvort hann svo láti slag standa og fari inn í verslunina er hans mál. Viðskiptin fara svo ekki fram nema báðir að- ilar telji sig hafa hag af þeim. Sekt- ir og annar kostnaður lendir á neytendum, engum öðrum. Látum skynsemina ráða. Burtu með óþarfa lög og reglur. Verðmerkingalöggan Eftir Sigmund Sigurgeirsson Sigmundur Sigurgeirsson »Hlutverk gluggans er að vekja áhuga fólks á því sem fyrir inn- an er, kryddið sem kem- ur mögulegum við- skiptavini á bragðið. Höfundur er framkvæmdastjóri og áhugamaður um frjálsa verslun. Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.