Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það er markmið kínverskra stjórn- valda að veltan af viðskiptum ESB- ríkjanna og Kína verði komin í þús- und milljarða bandaríkjadala 2020. Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, gerði þetta að umtalsefni í grein sem hann ritaði í Daily Tele- graph í tilefni af 16. fundi kínverskra stjórnvalda og forystumanna ESB í Peking fyrir helgi. Ræðir við leiðtoga Evrópu Var þar m.a. rætt um undirbúning að samkomulagi sem ætlað er að stórauka fjárfestingu Kínverja í Evrópu annars vegar og Evrópu- manna í Kína hins vegar. Li fylgir fundinum eftir með heim- sókn til Evrópu þar sem hann mun hitta að máli forsætisráðherra 16 ríkja í Austur- og Mið-Evrópu í Búk- arest. Fram kemur í frétt Financial Tim- es að þótt ESB-ríkin hafi verið stærsti útflutningsmarkaður Kína í níu ár samfleytt og Kína verið annar helsti útflutningsmarkaður ESB- ríkjanna, hafi fjárfesting ESB- ríkjanna í Kína verið lítil og öfugt. Segir blaðið að líklega verði gengið frá samkomulagi sem greiði fyrir gagnkvæmum fjárfestingum eftir tvö til þrjú ár. Samkomulagið verði það fyrsta sinnar tegundar af hálfu ESB síðan Lissabon-samkomulagið veitti forystumönnum ESB heimild til að ráðast í slíka samningsgerð. Fríverslunarviðræður eru hins vegar í biðstöðu Hefur blaðið jafnframt eftir evr- ópskum diplómötum að forystumenn ESB séu hins vegar ekki reiðubúnir til að ganga frá fríverslunarsamningi að sinni. Koma deilur um meintar niðurgreiðslur kínverskra stjórn- valda á sólarsellum þar við sögu. Aðeins 2-4% af erlendri fjárfest- ingu ESB-ríkjanna fer til Kína og fer hlutfallið eftir því hvort Hong Kong er talið með eða ekki. Að sögn Financial Times er fjár- festingarsamkomulaginu ætlað að auka vægi ESB í augum kínverskra ráðamanna, þeir kjósi frekar að semja milliliðalaust við evrópsk ríki. Hefur blaðið eftir heimildarmanni að heimsókn Li til Búkarest hafi valdið titringi meðal forystu ESB. Beinar viðræður kínverskra stjórnvalda við evrópsku forsætisráðherranna séu túlkaðar sem viðleitni til að „deila og drottna“ í Evrópu. Kína fjárfesti meira í Evrópu  Forsætisráð- herra Kína boðar stóraukin viðskipti AFP Evrópsk tækni í Kína Airbus A320 farþegaþota í smíðum í hafnarborginni Tianjin. Airbus bárust nýverið pantanir frá Kína í 43 slíkar farþegaþotur. Gufumökkur stígur frá gíg nýrrar eyju sem risið hefur úr hafinu um hálfan kílómetra suðaustur af Nishinoshima-eyju, um 1.000 km suður af Tókýó. Nýja eyjan er um 200 metrar í þvermál og er gígurinn tengdur eldfjalli í nágrenni Nishinoshima- eyju. Japanska strandgæslan hvet- ur sjófarendur til að gæta ýtrustu varúðar, en fram kemur á vef Jap- an News að annar gígur gæti myndast í eldgosi á hafsbotni. Nishinoshima-eyja er 650 metra löng og 200 metra breið og er hluti af Ogasawara-eyjaklasanum. Nýja eyjan hefur ekki fengið nafn. Eyja rís úr hafi JAPAN AFP Úr sjó Eyjan hefur ekki fengið nafn. Baldur Arnarson Guðmundur Sv. Hermannsson „Þetta er í skáksögulegu samhengi á við uppgang til dæmis Mikhaíls Tals fyrir 1960 og uppkomu Garrís Kasp- arovs og Anatólís Karpovs. Að sumu leyti minnir þetta jafnvel á uppgang Bobby Fischers. Það má segja að þetta sé með dramatískustu at- burðum skáksög- unnar,“ segir Helgi Ólafsson stórmeistari í til- efni af því að Norðmaðurinn Magnus Carlsen varð í gær heims- meistari í skák. Carlsen tryggði sér titilinn með því að gera jafntefli við Indverjann Viswanathan Anand í 10. skák þeirra um heimsmeistaratitilinn. Endaði Carlsen með 6,5 vinninga en Anand 3,5 vinninga. Carlsen, sem er 22 ára, er 20. heimsmeistarinn í skák og fyrsti Norðurlandabúinn í þeim hópi. Þetta var í fyrsta skipti frá árinu 1921 sem Rússi eða Sovétmaður var ekki í úrslitum heimsmeistaramótsins. Maður óvenjulegra hæfileika Helgi segir það vera athyglisvert. „Carlsen kemur úr umhverfi þar sem skák var ekki jafn mikið í háveg- um höfð og hjá ýmsum stórþjóðum. Þetta er því magnað. Ég vil hins veg- ar taka fram að Norðmenn hafa ávallt átt marga góða menn í skákinni, sem héldu merkileg mót, eins og Arnold Eikrem (1932-96).“ – Er þetta til vitn- is um að skákheimurinn sé að breyt- ast? „Kannski má draga af þessu víð- tækar ályktanir. Við lifum á allt öðr- um tímum núna. Skákin er grein sem snýst um upplýsingar. Að taka á móti miklum upplýsingum og velja það besta er sérstakur hæfileiki sem er greinilega til staðar hjá Magnus Carl- sen fyrir utan alla aðra hæfileika sem eru óvenjulegir. Ferill hans er mjög sérstakur, að hann skuli spretta upp og leggja heiminn að fótum sér. Þetta heimsmeistaraeinvígi staðfestir það sem hefur verið að gerast undanfarin ár að Carlsen er gjörsamlega að rúlla mönnum upp.“ – Hvað gerir hann óvenjulegan? „Carlsen hefur mjög sérstaka hæfileika. Hann er með frábæra ein- beitingarhæfni og reiknigetu sem er mjög mögnuð. Svo er hann líka með magnað keppnisskap. Þótt hann sé gerólíkur Fischer er hann líkur hon- um að því leyti að hann teflir allar skákir í botn og gerir engar mála- miðlanir. Þetta hefur einkennt Carl- sen sérstaklega á síðari árum. Hann er mikill bardagamaður. Það er engin spurning. Anand var engin fyrirstaða. Ég átti von á að hann yrði miklu öflugri í þessu einvígi. Hann átti í raun og veru ekki möguleika. Carlsen tókst að þröngva sínum skákstíl upp á Anand og hann komst aldrei frá því. Ég er sannfærður um að Carlsen ákvað að velja ekki besta leikinn í einni stöðu til þess að tryggja sér stöðu sem hann vissi að hann gæti ekki tapað.“ Sá langsterkasti í heiminum Að sögn Helga er kynslóð Anands víkjandi og önnur kynslóð að taka við með Carlsen í broddi fylkingar. Norðmaðurinn sé í sérflokki. „Það er engin spurning að Carlsen er langsterkasti skákmaður heims í dag og ótvíræður heimsmeistari. Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir Nor- eg að eignast svona afreksmann.“ – Sérðu einhvern sem mun hafa roð við Carlsen á næstu árum? „Ég held að fram komi talsvert ungur maður að fást við Carlsen, ekki nema Kasparov snúi aftur. Hann hef- ur boðið sig fram sem forseti Al- þjóðaskáksambandsins en maður veit aldrei,“ segir Helgi. „Með dramatískustu atburðum“  Helgi Ólafsson stórmeistari segir heimsmeistaratitil Magnus Carlsen stórtíðindi í skákheiminum  Carlsen óvenjuhæfileikaríkur  Sigurgangan minni á uppgang helstu skáksnillinga sögunnar AFP Yfirburðir Anand og Carlsen við skákborðið í gær. Helgi Ólafsson segir Anand ekki hafa átt möguleika. Helgi Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.