Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 58
58 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013 Það er nóg að gerahjá MargrétiÞórisdóttur, iðn- aðarverkfræðinema og fótboltaþjálfara hjá KR, þessa dagana enda styttist óðum í prófin. Hún ætlar þó að gera sér dagamun í tilefni dagsins og segist að- spurð eiga von á fjöl- skyldunni í hádegisverð um daginn og vinunum um kvöldið. „Ætli ég reyni ekki einnig að læra smá þar sem próf- in byrja í þarnæstu viku,“ segir hún. – Ertu mikið afmæl- isbarn? „Já, mér finnst mjög gaman að eiga afmæli og held upp á það á hverju ári fyrir vinina og oftast fyrir fjölskyld- una. Samt ekkert form- legt, bara fyrir þá sem vilja koma og hafa tíma.“ Þegar kemur að afmælisgjöfum segir hún að sig vanti ekki neitt en að skemmtilegustu gjafirnar séu þær óvæntu. Spurð um eft- irminnilegustu afmælisgjöfina nefnir hún Scarpa gönguskóna sem hún fékk frá foreldrum sínum þegar hún var tólf ára. „Ég var mjög ánægð með þá en krökkunum í skólanum fannst fáranlegt að fá gönguskó í tólf ára afmælisgjöf. Þeir eru í toppstandi enn þann dag í dag og fylgja mér í hvert sinn sem ég fer út á land,“ segir hún, en fjölskyldan hefur alltaf verið dugleg að ferðast innanlands. Margrét er á fyrsta ári í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands en hún útskrifaðist sem stúdent af eðlisfræðideild Menntaskólans í Reykjavík í vor sem leið. „Námið gengur mjög vel. Það er mikið að gera, enda námið krefjandi, en mjög skemmtilegt.“ Það er ekki nóg með að hún stundi námið af fullum krafti, heldur þjálfar hún 5. og 7. flokk kvenna KR í knattspyrnu. „Það er mjög góð vinna með skóla auk þess sem það er virkilega gefandi og skemmtilegt að vinna með börnum,“ segir hún að lokum. kij@mbl.is Margrét Þórisdóttir er tvítug í dag KR-ingur Margrét hefur mikið dálæti á fót- bolta en KR er hennar lið hér heima. 12 ára afmælisgjöf- in enn í toppstandi Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reyðarfjörður Þuríður Björk fæddist 13. mars kl. 5.07. Hún vó 3.866 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Helga Sturludóttir og Jón Kristinn Auðbergsson. Nýir borgarar Reykjavík Óskar Máni fæddist 30. mars kl. 10.47. Hann vó 3.795 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Ágústa Þórunn Jóelsdóttir og Birgir Agnar Sigurðsson. H lín fæddist á Landspít- alnum í Reykjavík og ólst upp við Braga- götu og Brávallagötu. Þá var hún tvö sumur í sveit hjá úrvalsfólki á Felli í Tálkna- firði. Hlín var í Vesturbæjarskóla, Mela- skóla, Kvennaskólanum, MH, lauk stúdentsprófi frá MT 1973 og stund- aði síðan nám í leiklistarfræðum við Uppsala- og Stokkhólmsháskóla og lauk þaðan fil.kand.-prófi 1979, stundaði leikstjórnarnám við Drama Studio London og lauk prófi þar 1988, lauk síðan MA-prófi í almennri bókmenntafræði frá HÍ 2010. Hlín kenndi einn vetur í Grunn- skólanum á Reyðarfirði, 1973-74. Hún hefur lengst af unnið við leikhús sem leikstjóri og höfundur, en auk þess verið dramatúrg eða leiklist- arráðunautur og kenndi leiklist við MH og KHÍ 1982-1985. Þá var Hlín Hlín Agnarsdóttir, leiklistarfræðingur og rithöfundur – 60 ára Foreldrar og systkini Talið frá vinstri: Agnar, Kolbeinn, Gyða, Edda, Hlín, Kjartan og Eyja með Ara í fanginu. Lífið er leikhús hjá Hlín Unnið við leiðsögn Hlín og Þorvaldur Ragnarsson saman í Kóatíu árið 1987. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is VÖNDUÐ RÚM AUKIN SVEFNGÆÐI • BETRI LÍÐAN Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is • Fjaðrandi rúmbotn sem eykur blóðflæði • Hliðargrindur fylgja legufleti við hreyfingu F A S TU S _H _3 5. 10 .1 3 Hliðargrindur fylgja með sem staðalbúnaður, en auðvelt er að fella þær undir botn, ef ekki þarf að nota þær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.