Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013 ✝ Jóhanna Jó-hannsdóttir fæddist á Hamars- heiði 13. nóvember 1914. Hún andaðist á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands 18. nóvember 2013. Hún var dóttir hjónanna á Ham- arsheiði Jóhanns Kolbeinssonar bónda og Þorbjargar Erlends- dóttur ljósmóður. Jóhanna var fjórða í röðinni af sex systkinum. Elstur var Kolbeinn, f. 1909, d. 1990, Sigríður, f. 1910, d. 2001, Erlendur, f. 1913, d. 2001, Krist- Sif. Haraldur, f. 27. maí 1971, Sverrir, f. 27. maí 1983, maki Eygló Rún Karlsdóttir, þau eiga Stefán Karl. Fyrir á Sverrir Daníel Sindra. Anna Margrét, f. 14. september 1987. Maki Berg- sveinn Breiðfjörð Theodórsson, þau eiga saman Baltasar Breið- fjörð. Fyrir átti Haraldur fjórar dætur sem Jóhanna gekk í móð- urstað. Þær eru Jóhanna Mar- grét, f. 1937, d. 1994, Áslaug, f. 1939, Ragnheiður, f. 1939, d. 1996, Guðrún Stefanía, f. 1943. Jóhanna ólst upp á Hamars- heiði þar til hún fluttist að Haga í Þjórsdárdal 1945. Jóhanna og Haraldur ráku myndarlegt fjár- og kúabú ásamt heilmikilli bíla- útgerð. Jóhanna stóð alltaf fyrir stóru og mannmörgu heimili þar sem marga bar að garði. Útför Jóhönnu fer fram frá Stóra-Núpskirkju í dag, 23. nóv- ember 2013, klukkan 14. ín, f. 1917, d. 1996 og Ingigerður, f. 1923, d. 1992. Jóhanna giftist Haraldi Georgssyni, f. 14. janúar 1909, d. 19. október 1992, bónda í Haga. Þau giftust 9. júní 1945 og eignuðust eina dóttur Jóhönnu, f. 23. janúar 1949. Maki Rúnar Andrésson, f. 17. ágúst 1948, börn þeirra eru Jó- hann Þór, f. 10. júní 1970, Maki Hrönn Arnardóttir, þau eiga saman Rúnar Leví og Teit. Fyrir á Hrönn Ragnar Örn og Sesselju Elsku amma. Að ná því að verða 99 ára er ekki sjálfgefið en þú náðir því. Þú veiktist og varst ákveðin í því að það ætti ekki að framlengja líf þitt með lækningu og hjálpartækjum. Þú sagðist sjálf hafa átt góða ævi og það slokknaði á kerti þínu sl. mánudag. Mikið er nú gott að við höfum átt þig sem ömmu. Við systkinin komum nokkuð oft sem börn með rútunni aust- ur að Haga til þín og afa. Ekki leið á löngu þar til við fengum annaðhvort nýbakað brauð með smjöri (sem þér fannst ómiss- andi), rabarbarasultu og osti eða nýbakaðar pönnukökur sem voru blautar af sykri. Uppá- haldspönnukökurnar okkar. Ekki sparaðir þú heldur rjómann út á skyr og alla grauta. Nonni var tvö sumur sem vinnumaður hjá ykkur. Hann kom sem drengur af mölinni og vissi lítið um sveit og ef eitthvað bjátaði á varst þú alltaf fyrst til hjálpar. Við systkinin stækkuðum og breytingar urðu í sveitinni. Afi kvaddi þennan heim fyrir 21 ári og þá var gerð lítil sæt íbúð á loftinu í Haga fyrir þig, þá varstu „amma á loftinu“. Við stofnuðum fjölskyldur og börnin okkar vissu alveg hvar bestu pönnukökurnar var að fá. Við viljum þakka þér fyrir að segja við hana móður okkar að það væru nógu margar grasþúf- ur í Hagalandinu til að hafa un- aðsreit og er þessi staður í dag Undraland. Þar höfum við átt margar góðar stundir sem eiga eftir að verða fleiri. Takk fyrir allt, elsku amma Margrét Ásta, Jón B. og fjölskyldur. Elsku amma, ég get ekki talið pönnukökurnar og öll ísblómin sem ég hef borðað hjá þér. Allt sem þú hefur kennt mér og það sem við höfum brallað saman er ómetanlegt. Þú hefur alltaf verið góð fyrirmynd. Minntir mig á að standa bein, borða hollt og hreyfa mig. Það eru margar minningarnar sem ég man eins og hafi gerst í gær. Manstu þeg- ar þú vildir tefla við mig? Ég var ekki lengi að stilla upp og þú mátaðir mig, það var heima- skítsmát. Við tefldum aldrei aft- ur. Og þegar við tókum fram „eina krónu dallinn“ og spiluð- um lomber með mömmu og Knút langt fram á kvöld? Ég var orðin ansi góð og var farin að standa vel í ykkur þó að ég væri ekki há í loftinu. Sat á dív- aninum hans afa með kodda undir mér til að sjá eitthvað. Þér fannst nú aldrei leiðinlegt að fá fólk í kaffi. Enda voru pönnukökurnar þínar alltaf mjög góðar og rjómaterturnar. Þú varst alltaf svo dugleg að baka og hafa fínt í kringum þig. Alltaf svo hreint og fínt hjá þér og þú sjálf alltaf flott í tauinu og vel greidd. Mér leið alltaf svo vel hjá þér. Það var eins og að tíminn stoppaði þegar maður kom upp til þín. Allt annað skipti bara engu máli. Hluti af jólunum hjá mér var að koma til þín eftir hádegi á aðfangadag eftir að við fluttum á Selfoss. Eftir það máttu jólin koma. Þér var alltaf svo annt um að öllum liði vel, það fór enginn svangur af loftinu. Ég á eftir að fletta myndunum þínum í mörg ár og framkalla síðustu filmuna. Þar er mynd af okkur saman, daginn sem þú lagðist inn á spítala. Þessi veikindi komu upp svo snögglega og allt gerðist svo hratt. Það var svo gaman að geta komið og haldið upp á 99 ára afmælið þitt á Blesastöðum. Við áttum svo góðan dag 13. nóvember sl. Ég er svo þakklát og það var svo gott að geta kvatt þig á spítalanum þó að það hafi verið erfitt. Ég á aldrei eft- ir að gleyma okkar síðustu sam- skiptum. Þegar ég kom til þín á sjúkrahúsið í Reykjavík. Þú opnaðir augun þegar þú vissir að við Sverrir bróðir værum komin og brostir. Þetta bros sagði svo mörg orð, svo lokaðir þú augunum aftur og ég sat og hélt í höndina á þér. Kvaddir okkur svo og bauðst góða nótt. Það var svo gott að vera hjá þér, þín nærvera er og var alltaf svo góð. Þú kvaddir þennan heim að morgni, sátt við að vera að fara. Við hittumst í himnaríki einn daginn. Ég veit að þú átt eftir að passa mig og Baltasar litla. Anna Margrét. Elsku amma. Það voru for- réttindi að eiga þig að og hlusta á frásagnir þínar frá fyrri tíð. Náttúran var þér alltaf ofarlega í huga og var eins og að þú sæktir þér kraft frá Heklu og Þjórsá sem mér fannst vera vin- konur þínar. Eins var engu lík- ara en tröllkonurnar lifnuðu við í Líkni og Búrfelli í frásögnum þínum, svo innilega var sagt frá. Eins fannst mér merkilegt hvernig þú gáðir að fjöllunum eins og þú leist eftir dýrunum, rétt eins og þú værir að gá hvort þau væru ekki örugglega á sínum stað, Núpurinn, Skarðs- fjall, Þríhyrningur, Búrfell og Hekla. Ég hélt orðið að Hekla gæti sagt þér hvenær hún myndi gjósa og spurði ég þig fyrir nokkrum árum hvort hún myndi gjósa á næstunni, þá sagðir þú, að þú vissir það bara ekki. Það var þá fyrst sem mér varð ljóst að það væri ekki hægt að tala við fjöll. Þú varst virki- lega góð amma og á ég margar skemmtilegar minningar úr æsku með þér úr fjósinu og út um fjöll og firnindi. Eftirminni- leg eru ömmu-brauðin sem komu nánast daglega heit úr ofninum, drekkt í smjöri og mik- ið magn af mjólk drukkið beint úr fjósinu. Feitt kjöt, kartöflur með smjöri og rjómi var að þinni sögn mesta hollusta, en ekki hafa spekingar heimsins allir verið sammála þér en þú stóðst á þínu í 99 ár og gera ei margir betur. Þú hefur kennt mér að fylgja sannfæringu minni með jafnað- argeði. Ég bar oft undir þig ýmsar hugmyndir sem mig langaði að framkvæma og tókstu alltaf vel undir þær og hvattir mig áfram, „þú ert fram- kvæmdamaður líkt og afi þinn“ sagðir þú. Stríðin varstu og lést mig ósjaldan hlaupa 1. apríl, þú tókst líka stríðni vel og er eft- irminnilegt þegar ég fór með þig á 90 ára afmælinu þínu á Selfossflugvöll og flaug með þig um allt Suðurland, það var ómetanlegt að sjá svipinn á þér þegar við tókum dýfu og flugum metra fyrir ofan bæjartúnið. Þegar við lentum var ég spennt- ur hvort ég hefði getað hrekkt þig en á þér var enga hræðslu að sjá, heldur varstu hæstánægð með þetta stórkostlega útsýn- isflug. Hvað þú varst dugleg og já- kvæð í öllum augnaðgerðunum sem við fórum saman í og fylltir mig stolti að ganga við hlið 98 ára konu sem arkaði inn teinrétt í baki með staf upp á punt. Þú varst prinsessan úr Þjórsárdal þetta var þitt himnaríki. Ár og fossar í fjallasal fagurt úr þínum kíki. Nú ertu farin á annan stað búin að skila þínu. En fyrir mig þú merktir vað til að lifa lífi mínu. Takk fyrir allar ógleymanleg- ar stundir sem ég fékk að njóta með þér og mun ég koma áfram til minna barna þeim fróðleik og visku sem þú kenndir mér. Þinn Sverrir. Elsku amma, nú hefur þú kvatt okkar jarðríki södd líf- daga. Þú hefur lifað tímana tvenna og eru ófáar minning- arnar sem streyma um hugann. Ég ólst upp á hlaðinu hjá þér, þú klipptir hárið á mér og ég veit að ég sat ekki alltaf kyrr. Þú lánaðir mér hestinn þinn, reiðst út með mér, sagðir sögur, lékst á orgelið og spilaðir á spil og ef ég kom í heimsókn á kvöldin stóðst þú í glugganum og fylgdir þú mér heim í myrkr- inu þar til ég var komin niður eftir. Þú kenndir mér að baka pönnukökur og 100 g kökuna, elda fiskisúpu og silfurtæra kjötsúpan þín var sko ekkert slor. Þú tókst mig með í fjósið og fjárhúsin og að taka þátt í störfum þínum. Eitt sinn, þegar við vorum á leið í fjárhús, sást þú hvar kind lá undarlega úti á túni og baðst mig að skjótast og athuga með kindina. Ég gerði það en var með pínulítinn hnút í maganum. Þá var kindin afvelta og hafði hornbrotnað og blæddi úr. Mörgum árum seinna sagðir þú mér, og hafðir gaman af, að þig hefði skort kjark sjálfa til að athuga með kindina og því sent mig. Því allt aumt var ekki þín sterka hlið. Og það veit Guð, amma, að þarna kenndir þú mér að það sem ekki drepur mann, það herðir. Þú hefur alveg talið mér trú um að feita kjötið, smjörið, rjóminn og mjólkin sé það sem haldi í okkur lífinu að ógleymdum sykrinum, ég held að ég sjái það best á þér sjálfri sem náðir 99. aldursárinu, hraust, teinrétt og alltaf vel til- höfð, það gera fáir betur. Það urðu kaflaskil hjá okkur báðum þegar þið afi létuð búið ykkar í Haga í hendur okkar Krist- mundar. Fyrir það er ég ykkur ævinlega þakklát. Þá fluttir þú upp í risíbúðina þína sem þú kallaðir Himnaríki og við flutt- um á hæðina með börnin okkar. Sambúðin í húsinu stóð í rúm tuttugu ár og er okkur ómet- anleg. Á þeim tíma var oft glatt á hjalla og mikið um að vera, þú tókst þátt í því sem þú vildir og varst alltaf til taks ef á þurfti að halda og fyrir börnin okkar hvort sem var við nám eða leik. Síðustu tíu árin varst þú hjá okkur á aðfangadagskvöld, sast fyrir á árlegri jólamyndatöku með krökkunum og áttum við jóladagsmorgunkaffið hjá þér í staðinn sem stóð oft fram að há- degi. Við yljum okkur við ylinn af öllum minningunum, takk fyr- ir að gefa okkur svona mikið af þér og þiggja hjá okkur það sem við gátum gefið þér. Nú ert þú ferðbúin fín og strokin og hefur fengið stafinn gylltan. Í minningu þína ætla ég að baka pönnukökur sykraðar og sætt kaffi. Hafðu þökk fyrir allt. Sigrún Guðlaugsdóttir. Elsku amma uppi. Ég veit varla hvar ég á að byrja og ég get ekki annað gert en að brosa að öllum ómetan- legu minningunum sem ég á um þig. Ég gæti þulið upp í marga daga allt það sem þú hefur kennt mér. Svo margt sem ég tek sem svo sjálfsagðan hlut í dag en þegar ég hugsa til baka, þá ert þú við hliðina á mér að leiðbeina mér. Það allra stærsta er trúlega að þú kenndir mér að koma fram við alla sem jafn- ingja, bæði menn og skepnur, og auðvitað að íslenska mjólkin sé sú besta í heimi. Þú alræmdi njólabani sem fórst út í hlöðu í körfubolta með mér og bakaðir þínar heims- frægu pönnukökur í tonnavís. Mikið sem ég er þakklát fyrir að hafa haft þig alltaf til að vaka yfir mér úr glugganum úr Himnaríki, eins og þú kallaðir loftið, meðan ég bardúsaði hjá hestunum tímunum saman. Þú kannski hélst að þú værir voða lúmsk, en það var orðinn hluti af rútínunni minni sem lítil stelpa að kíkja upp í glugga til að vera viss um að þú hefðir auga með mér, svo ég færi mér nú ekki að voða. Það verður skrýtið að koma heim í vor og hlaupa ekki beint upp á loft til að geta kysst þig og gefið þér knús og tilkynnt þér í enn eitt skiptið að Kaninn hafi ekki gleypt mig, farið svo í gullskálina, fengið mér mola og slúðrað við þig. Ég kveð þig með söknuði, elsku amma, og ég get lofað þér því að ég mun ekki þurfa að geyma servíettu í glugganum mínum með nafninu þínu á, því amma; ég mun aldrei gleyma þér og kveð þig eins og þú kvaddir mig alltaf: Vertu sæl og blessuð. Þín Heiðrún Kristmundsdóttir. Elsku amma. Við sitjum sam- an uppi í himnaríki og lesum saman dönsku. Ég er á ung- lingsaldri og við erum nýbyrjuð að búa saman undir sama þaki. Við erum rétt byrjuð að venja ferðir okkar saman og þú hjálp- ar mér að takast á við dönsk- una, en tungumálin eru mér erf- ið. Eitt kvöldið erum við að lesa saman texta á dönsku þar sem þýða þurfti orð sem langömmur eru ekkert að segja að óþörfu. Með miklum kinnroða af okkar beggja hálfu staulumst við í gegnum orðin, typpi, píka, hommi, kossar ásamt fleiri orð- um af svipuðum toga. Stundin var okkur vandræðaleg en við lok textans flissuðum við og hlógum að þessu öllu, komumst að því að utanaðkomandi þættir ættu ekki að stýra því hvernig okkur liði saman. Þessi kvöld urðu ansi reglubundin og hluti af þeim þroska sem ég tók út sem unglingur, það voru fá mál- efnin sem við gátum rætt án þess að móðga hitt frá þessari stundu. Nokkrum árum síðar á minni háskólagöngu er ég í útvarps- viðtali í forsvari fyrir samkyn- hneigða stúdenta. Þegar ég geng út úr útvarpshúsinu hring- ir þú í mig, öll uppveðruð og ánægð með hvernig ég stóð mig í viðtalinu en með því hafði ég komið út úr skápnum gagnvart þér. Viðbrögð þín mun ég alltaf muna en þú varst einstaklega jákvæð og stolt frá fyrstu stundu. Næst þegar við hittumst varst þú hrein og bein gagnvart mér, spurðir mig um ýmislegt sem þú hafðir hugsað með sjálfri þér og við héldum samtal- inu lifandi eftir það. Síðustu árin vorum við farin að taka loforð hvort af öðru nokkuð reglulega og yfirleitt til þess að gera að gamni okkar. Oftar bar á því að ég stæði ekki við mín loforð en þú stóðst æv- inlega við þín. Eitt af síðustu loforðum þínum strengdir þú í haust þegar þú lofaðir með sem- ingi að ná 99 ára aldri en bættir við að það yrðu ekki margir dagar til viðbótar. Í framhaldinu þótti þér eðlilegt að rifja upp sáttmálann okkar, örugglega til þess að taka upp léttara spjall við mig eða til þess að minna þig á að þú varst orðin sátt við dauðann. Sáttmálinn okkar snerist um það hvað við tökum til bragðs í næsta lífi, því þú, amma, varst ekki búin að fá nóg af lífinu. Í næsta lífi hittumst við hress, við ætlum að vera bænd- ur á tveimur stórum og aðliggj- andi jörðum með góðu útsýni og hlunnindum en til viðbótar ætlar þú að vera augnlæknir að auka- starfi ásamt því að vera ávallt fjalldrottning og til þess hlakkar þú mikið. Ég sé þig næst amma, það verður gaman að alast upp á næsta bæ og eignast traustan vin í þér. Sæl og blessuð amma, heyri í þér. Guðlaugur Kristmundsson. Amma Jóhanna. „Þegar upp er staðið þá ert það þú sjálf sem ræður mestu um það hvernig fer,“ sagði amma í Haga við mig 17 ára þegar ég sagði henni af fyrirætlunum mínum varðandi sumarvinnu og óttaðist að hún tæki ekki vel í þær. „Ef þú ákveður að fara inn á braut sem þú innst inni veist að er ekki góð þá verður þú að taka afleið- ingum þess. Vertu sjálfri þér trú og þá verður allt í lagi.“ Hlutverk hennar í lífinu hefur örugglega ekki alltaf verið auð- velt. Að giftast ekkjumanni með fjórar ungar dætur og tengda- móður sína á heimilinu er örugglega erfiðara en við nú- tímafólkið getum sett okkur inn í. Hennar beið líka mikil vinna sem örugglega hefur tekið á þol- inmæðina. „Ef þú reiðist, Gunna mín, skaltu bara telja dálítið áð- ur en þú svarar. Stundum þarf að telja dálítið lengi,“ bætti hún svo við. Ég gæti trúað því að hún hafi stundum þurft að telja lengi í gegnum árin. Hún lagði mér lífsreglurnar á svo einfaldan hátt. „Þú þarft að Jóhanna Jóhannsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma. Við vorum mjög tengd út af áhuga okkar á hestum og hestamennsku. Þú spurðir mig alltaf út í hestana mína og mundir alltaf hvað þeir hétu. Þú sagðir mér oft hvað þú værir stolt af mér og sagðir mér fallegar sög- ur af þér og rauðblesótta hestinum þínum honum Neptúnusi. Ég ætla að vera áfram duglegur í hesta- mennsku, hugsa vel um dýrin og halda áfram að gera þig stolta af mér. Kveðja, Daníel Sindri. ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir erfidrykkjur Grand Hótel Reykjavík Sigtúni 38, sími: 514 8000 erfidrykkjur@grand.is www.grand.is Hlýlegt og gott viðmót Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum Næg bílastæði og gott aðgengi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.