Morgunblaðið - 23.11.2013, Page 2

Morgunblaðið - 23.11.2013, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. kynntu þér málið! SIÐMENNT w w w . s i d m e n n t . i s Siðmennt styður trúfrelsi og aðskilnað ríkis og kirkju Trúfrelsi Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar var opnað almenningi í gær. Um þrjátíu manns biðu við stólalyftuna Fjarkann þegar hleypt var í hana kl. 16. Fjórir fyrstu farþegarnir fóru með forláta borða upp, en Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður svæðisins hafði látið útbúa borð- ann með viðeigandi dagsetningu. Frá vinstri eru Emil Þór Arnarsson, Einar Gunnlaugsson, Sæv- ar Andri Jóhannsson og Sigurandri Gunnarsson. Með forláta borða í fyrstu ferðinni með Fjarkanum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnað Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Efnahagsleg áhrif háskólanna í Borgarbyggð, Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands, eru að minnsta kosti um 965 milljónir króna á ári eða um 14% af öllum at- vinnutekjum á svæðinu. Fram kemur í mati Vífils Karls- sonar, hagfræðings hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, að efna- hagsleg áhrif Háskólans á Bifröst, með margfeldisáhrifum, nemi 465 milljónum króna á ári og að áhrif Landbúnaðarháskólans nemi 509 milljónum króna. „Efnahagsleg áhrif skólanna á samfélagið eru því mjög umtalsverð og þá einkum á Borgar- byggð,“ segir Vífill í samtali við Morgunblaðið. Innan menntamálaráðuneytisins eru hugmyndir uppi um að sameina Landbúnaðarháskólann Háskóla Ís- lands en rætt hefur verið um að há- skólastarfið á Hvanneyri falli undir verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ. Háskólar hafa aðdráttarafl Vífill og Magnús Birgir Jónsson, fyrrverandi rektor Landbúnaðarhá- skólans, hafa unnið samantekt fyrir Borgarbyggð þar sem þeir benda á mikilvægi dreifðs háskólanáms. Víf- ill segir að háskólar hafi jákvæð áhrif á mannfjöldaþróun svæða og að staðsetning þeirra geti virkað sem hvati fyrir ungt fólk til að vera um kyrrt eða setjast að heima í héraði. „Þá hafa háskólar alltaf bein og óbein efnahagsleg áhrif með starf- semi sinni þar sem nemendur og starfsmenn leiða til ákveðinna margföldunar- áhrifa sem neyt- endur og skatt- greiðendur.“ Dæmi um þetta sé flutningur og stofnun rann- sóknastofnana og fræðasetra í nágrenni háskóla. Vífill bendir enn fremur á að gæta þurfi að stöðu kvenna. „Ég sá það óvenjulega mynstur í doktorsritgerð minni að konur eru miklu næmari fyrir öllum áhrifaþáttum, svo sem lækkun launa og atvinnuleysi. Sé ekkert í boði fyrir þær eða betra annars staðar flytja þær brott og karlarnir fylgja þeim á eftir. Þar sem konur eru mun fleiri en karlar í há- skólanámi virðast þær veðja á að menntunin skili þeim þeirri velferð sem þær sækjast eftir,“ nefnir hann. Því sé ljóst að störf við háskóla henti konum. „Að einhverju leyti getur maður því sagt að byggðamál séu í raun jafnréttismál.“ Samkvæmt fjárlagafrumvarpi eru fjárveitingar til Landbúnað- arháskólans og Háskólans á Bifröst skornar niður. Að sögn sveitarstjóra Borgar- byggðar hefur sveitarstjórnin fundað með þingmönnum kjördæmisins og þá hafa fulltrúar úr sveitar- stjórninni átt fundi með menntamála- ráðherra. Áhrifa háskólanna gætir víða  Efnahagsleg áhrif háskólanna í Borgarbyggð nema tæpum einum milljarði króna á hverju ári  Heimamenn mótmæla skertum framlögum til skólanna Vífill Karlsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Brim hf. hefur keypt hlut í græn- lensku sjávarútvegsfyrirtæki. „Okk- ur finnst spennandi að fara að vinna með Grænlendingum. Það hefur ver- ið mikill vilji hjá stjórnvöldum á Grænlandi og Íslandi að vinna meira saman,“ segir Guðmundur Krist- jánsson, framkvæmdastjóri Brims. Grænlenska fyrirtækið, Arctic Prime Production A/S og dóttur- félagið Arctic Prime Fisheries ApS, er með höfuðstöðvar í Qagortog á Suður-Grænlandi. Það rekur þrjár fiskverkanir og gerir út tvo línubáta og frystitogara. Guðmundur tekur fram að þetta sé ekki stórt sjávarút- vegsfyrirtæki á íslenskan mæli- kvarða, velta þess svari til rúmlega eins milljarðs króna. Stjórnandi fyr- irtækisins er aðaleigandi þess, en Brim eignast með kaupunum minni- hluta í félaginu. „Við höfum rekið fiskverkun í ára- tugi og teljum að við getum lagt gott til fiskvinnslunnar á Suður-Græn- landi. Svo er aukin fiskigengd við Grænland og vonast til að þorsk- kvótinn verði aukinn,“ segir Guð- mundur og segir að Brim vilji í sam- starfi við Grænlendinga stækka fyrirtækið og gera það öflugra til að fylgja eftir auknum fiskveiðum. Hann bætir því við að Íslendingar búi yfir tækni og verkþekkingu í fiskverkun sem örugglega sé hægt að nýta við uppbygginguna. Fyrstu kynni góð Guðmundur segir of snemmt að segja til um hvort verkefni verði fyr- ir skip Brims eða starfsfólk á Græn- landi. „Það á eftir að koma í ljós. Okkur líst vel á samstarfið og fyrstu kynni af fólki þarna eru góð. Mér sýnist að Grænlendingar og Íslend- ingar eigi margt sameiginlegt,“ segir Guðmundur. Vinna með Grænlendingum  Brim kaupir hluti í fyrirtæki í Qagor- tog í Eystribyggð Morgunblaðið/Golli Skálaberg Guðmundur Krist- jánsson tekur á móti nýju skipi. Ísfisktogarinn Helga María AK er á heim- leið eftir um- fangsmiklar breytingar og endurbætur sem gerðar voru á skipinu í Alkor skipa- smíðastöðinni í Gdansk í Póllandi. Er reiknað með því að heimsigl- ingin taki rúma fimm sólarhringa og gæti skipið því komið til hafnar í Reykjavík um miðja næstu viku. Stjórn HB Granda tók þá ákvörðun fyrr á þessu ári að láta breyta Helgu Maríu úr frystitog- ara í ísfisktogara og var skipið komið til Póllands um mán- aðamótin júní og júlí. Fram kemur á heimasíðu fyrir- tækisins að breytingarnar hafi verið umfangsmiklar, en helsta breytingin fólst í því að frystilest- inni var breytt í ísfisklest og stækkuð verulega með því að fjar- lægja frystivélarými og tvo síðu- tanka. Breytingunum er ekki að fullu lokið og enn mun því líða nokkur tími áður en skipið fer á veiðar. Meðal annars er eftir að setja nið- ur nýtt vinnsludekk í skipið. Það verk munu starfsmenn 3X Stáls sjá um en að auki koma fleiri fyr- irtæki að lokafráganginum á Helgu Maríu. Helga María AK á heimleið eftir breyt- ingar í Póllandi „Þetta var mjög fjölmennur fundur þar sem heimamenn sögðu sínar skoðanir á mál- efnum háskólanna í héraðinu. Það kom skýrt fram hversu stórt hlutverk þessir skólar leika hér í samfélaginu,“ segir Páll S. Brynjarsson, sveit- arstjóri Borgarbyggðar, en um 200 manns mættu á íbúafund síðastliðið fimmtudagskvöld. Á fundinum var skertum fram- lögum til háskólanna harðlega mót- mælt. Leika stórt hlutverk FJÖLMENNUR ÍBÚAFUNDUR Páll S. Brynjarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.