Morgunblaðið - 03.12.2013, Side 21

Morgunblaðið - 03.12.2013, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 Gert er ráð fyrir að umdeilt frum- varp, sem m.a. þyngir verulega refs- ingar vegna uppljóstrana ríkis- leyndamála, verði að lögum í Japan í vikunni. Skoðanakannanir sýna að meirihluti japönsku þjóðarinnar hef- ur efasemdir um frumvarpið og þá hafa bandalag japanskra lögfræð- ingasamtaka og yfir 2.000 fræði- menn, þeirra á meðal Nóbelsverð- launahafinn Toshihide Masukawa, lýst sig mótfallin nýju lögunum. Samkvæmt frumvarpinu munu stjórnmálamenn geta farið fram á að hvers konar upplýsingar er varða varnarmál, utanríkismál, njósnir og baráttuna gegn hryðjuverkum verði flokkaðar sem ríkisleyndarmál. Í frumvarpinu er hvergi gert ráð fyrir óháðu eftirliti með ferlinu en gagn- rýnendur segja að það muni auð- velda stjórnvöldum að breiða yfir mistök og stinga óþægilegum upp- lýsingum undir stól. Takao Takeda, búddamunkur og forsvarsmaður trúarsamtakanna Shukyosha Kyujo-no-wa, segir frumvarpið áþekkt lögum frá 1925, sem heimiluðu handtökur þeirra sem mótmæltu ríkisvaldinu, en sam- kvæmt bandalagi japanskra lög- fræðingasamtaka er hætt við því að borgaraleg mótmæli og tjáning ein- staklingsbundinna skoðana falli und- ir skilgreiningu laganna á hryðju- verkum. Umdeilt frumvarp um ríkis- leyndarmál líklega að lögum  Fjöldi fólks er uggandi um skorður gegn tjáningarfrelsinu Náttúruverndarsamtök vöruðu við því í gær að fílum í Afríku gæti fækkað um allt að 20% næsta ára- tuginn að óbreyttu. Sérfræðingar og ráðherrar Afríkuríkjanna funda nú í Gaborone í Botswana og ræða leiðir til að dragar úr veiðiþjófnaði en talið er að 22.000 fílar hafi verið drepnir í heimsálfunni á síðasta ári. Um hálf milljón fíla er eftir í Afr- íku en þeir voru 1,2 milljónir 1980 og 10 milljónir um aldamótin 1900. Fíl- arnir eru drepnir vegna skögultanna sinna en eftirspurn eftir fílabeini hefur varið vaxandi í Asíu síðustu misseri. Ráðamenn horfa meðal annars til þess að viðskipti með fílabein verði skilgreind sem alvarlegur glæpur og að gripið verði til þyngri refsinga. Hvað forvarnir áhrærir, hefur verið rætt að vopna betur þær stofnanir sem eiga að sjá um verndun dýranna og reyna að draga úr eftirspurninni eftir fílabeini. Sérfræðingar telja að aukinn veiðiþjófnað megi m.a. rekja til fá- tæktar þeirra 35-38 Afríkuríkja þar sem fílarnir halda til og vanmátts stjórnvalda til að taka á málum. Þeir segja að ef ekki dragi úr drápunum, verði þess ekki langt að bíða að fíll- inn verði útdauður í heimsálfunni. Bróðurparturinn af fílabeininu sem er smyglað frá Afríku ratar á markað í Taílandi og Kína. Talið er að ágóði af smyglinu endi í vasa hryðjuverkahópa í Sómalíu, Úganda og Súdan. holmfridur@mbl.is Fílunum gæti fækkað um 20%  Leita ráða gegn veiðiþjófnaði AFP Grimmd 22.000 fílar voru drepnir af veiðiþjófum í Afríku í fyrra. Að minnsta kosti níu létu lífið og 32 slösuðust þegar lögregluþyrla brot- lenti á kránni The Clutha í Glasgow á föstudagskvöld. Tólf voru enn á sjúkrahúsi vegna slyssins í gær en óttast var að fleiri myndu finnast látnir eftir að brak þyrlunnar var flutt af vettvangi. Þrír hinna látnu voru farþegar í þyrlunni; flugmaður og tveir lög- regluþjónar. Þá létu sex kráargest- ir lífið en talið er að í kringum 120 manns hafi verið á The Clutha þeg- ar slysið átti sér stað. Samkvæmt BBC voru orsakir slyssins enn ókunnar í gær en rannsókn stendur yfir. Yfirvöld sættu nokkurri gagn- rýni í gær vegna þess hve hægt björgunaraðgerðir gengu en Nicola Sturgeon, fulltrúi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, sagði mikilvægt að þyrlan væri fjarlægð þannig að virðingu þeirra sem létu lífið væri við haldið og án þess að setja björgunarfólk í óþarfa hættu. Níu létu lífið þegar lögregluþyrla hrapaði AFP Harmleikur Flak lögregluþyrlunnar var flutt af vettvangi í gær. Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar Aðeins 2.150 kr. á mann Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200 www.gjofsemgefur.is P IP A R \T B W A • S ÍA • 102985

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.