Morgunblaðið - 03.12.2013, Page 24

Morgunblaðið - 03.12.2013, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 Jæja, þá er Stein- grímur J. að gefa út bók. Mér finnst að hann hefði átt að sleppa því. Ætla ég mér ekki að lesa hana af þeirri einföldu ástæðu að réttlætingarkokkteill- inn, fláræðið, sjálfs- hólið, afbökun á sann- leikanum, yrði slæm lesning. „Frá Hruni og heim“ heitir hún víst, en heim í hvað, heim í annað hrun, miðað við það stóra fjár- lagagat uppá litla 40 miljarða sem hann sjálfur, snillingurinn, og Jó- hanna skildu eftir sig. Það var nú öll snilldin, þrátt fyrir yfir 100 skattlagabreytingar, hækkanir og nýja skatta. Fjárlög síðasta árs voru loftbólufjárlög þar sem hluti tekjuöflunar var innistæðulaus ávísun. Hvað skyldi nú sjálft fjármála- séníið segja um þetta í bókinni – eða ekki segja? Heim í hvað, eða kannski heim í heyið fyrir norðan og er það ekki rétt að það var mesta ógæfa þess- arar þjóðar þegar Steingrímur J. slapp úr sveitinni og hélt yfir fjöllin suður, svo segir víst margra hugur. Skyldi Steingrímur nefna að það voru neyðarlögin frá 2008 sem björguðu þjóðinni og gera enn? Síðar eftir kosningarnar 2009 tók Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn meira og minna við stjórn efnahagslífsins og stýrði því næstu fjögur árin, með Steingrím í skottinu. Undir fjögurra ára stjórn Stein- gríms og Jóhönnu voru bornar út á gaddinn frá heimilum sínum að meðaltali þrjár fjölskyldur á dag. Þessi hryðjuverk þeirra gegn heim- ilunum í landinu verða þeirra svarti minnisvarði um alla framtíð. Aldrei hafa fleiri fjölskyldur flutt úr landi á einu kjörtímabili og gera enn, því slík hörmung var viðskiln- aður síðustu ríkisstjórnar við heim- ilin í landinu. Hvað skyldu margar línur fjalla um það í bókinni? Steingrímur J. gerði Landsbank- ann næstum gjaldþrota með óá- sættanlegum afarkostum fyrir bankann við erlenda kröfuhafa. En á undan því af- henti hann lánasöfn hinna bankanna er- lendum kröfuhöfum fyrir skiptimynt, sem hafa síðan hálf-aflífað þessa þjóð með mis- kunnarlausum inn- heimtuaðgerðum á þeim hæstu okurvöxt- um sem hvergi annars staðar finnast. Bókin fjallar hugsanlega um það, svínaríið og að sjálfsögðu eftir upp- skrift höfundar. Þegar Jóhanna og Steingrímur ætluðu sér að neyða Icesave- samningnum uppá þjóðina með bolabrögðum utan þings sem innan og gegn vilja þjóðarinnar varð mörgum af hörðustu kommúnist- unum í VG og Samfylkingunni nóg um og er hætt við að margir rauðir hafi þá farið kollhnís í gröfum sín- um. Og er nokkuð eðlilegra fyrir flokksforingjann en að kenna for- setanum um? Eins og maðurinn sem kenndi buxunum um gatið. Verður ekki hljótt um þann óskapnað á blaðsíðunum? Á kjörtímabilinu rústaði Stein- grímur J. flokki sínum með því að þverbrjóta grundvallarstefnuskrá flokksins í ýmsum málum og var svo duglegur við það að fylgið hrundi og margir úr forustusveit VG yfirgáfu sæluna. Hvað skyldi nú bókin segja um það? Þegar Steingrímur J. labbaði á nýjum lakkskóm og pressuðum buxum á gljáfægðu gólfi ESB- hallarinnar í Brussel, með umsókn- armöppuna undir vinstri hendinni, er gjörningur sem flestir komm- únistar á Íslandi koma seint til með að fyrirgefa honum. Hvernig í ósköpunum er hægt að leggja sig svona í duftið fyrir einn vesælan ráðherrastól? Hvernig skyldi sú réttlæting líta út í bókinni? Heilsugæslan og löggæslan voru í þokkalegu ástandi fram undir 2008, en ekkert umfram það, en í tíð ríkisstjórnar Steingríms og Jó- hönnu tókst þeim á fjórum árum algerlega að eyðileggja þessar nauðsynlegustu stofnanir þjóð- arinnar með stöðugum niðurskurði. Sá verknaður þeirra flokkast einn- ig undir hryðjuverk. Um það skemmdarverk verður trúlega hljótt í bókinni. En þeir AGS-menn sem eru nú þrátt fyrir þeirra alvarlegu og oft á tíðum flóknu og vanmetnu verk- efni, bara skrambi kómískir menn. Þeir höfðu aldrei fyrr fengið eins vaskan og undirgefinn með- reiðarsvein og Steingrím J. Sigfús- son. Þegar skattabreytinga- og ný- skattahamagangurinn var hvað mestur í Steingrími þá gátu þeir ekki annað en gantast í öllum göslaganginum og nefndu að það væri nú sniðugt að senda Stein- grím með næstu flugvél til Grikk- lands til að koma Grikkjum til hjálpar. En Steingrímur misskildi skens- ið, lyftist allur upp um að minnsta kosti tvær hæðir og byrjaði að líta á sig sem bjargvætt Grikkja í þeirra hörmungum ásamt því að læða því í fjölmiðla að Grikkland yrði hans næsti viðkomustaður á eftir Íslandi. Og auðvitað fjaraði þessi vit- leysa út í buskann fyrr en varði. Auðvitað þarf ekki Steingrím J. til að kenna Grikkjum að hækka skatta, eða búa til nýja, þeir eru alveg fullfærir um það sjálfir. Geta menn séð fyrir sér andlitið á t.d. Popotopolus og Étagratís við ímyndaða komu Steingríms til Aþenu þegar hann stígur út úr flugvélinni með hausinn á Indriða upp úr bakpokanum, bjargvætt- irnir eru mættir. Höfum ekki þá vitleysu lengri. En hins vegar hefðu Grikkir getað kennt Steingrími eitt mjög mikilvægt og sem er smám saman að mjaka þeim úr kreppunni og það er að fækka ríkisstarfs- mönnum, afætunum fer ört fækk- andi úr gríska bákninu. En það passar ekki Steingrími, þær eru aldrei nógu margar, þar liggja at- kvæðin. Heyið heima og gríska ævintýrið Eftir Jóhann L. Helgason » Á kjörtímabilinu rústaði Steingrímur J. flokki sínum með því að þverbrjóta grund- vallarstefnuskrá flokks- ins í ýmsum málum. Jóhann L. Helgason Höfundur er húsasmíðameistari. Við fyrstu sýn virð- ist ekki mikill menn- ingarlegur eða póli- tískur skyldleiki með þessum tveimur lönd- um. Það aðskilja þau einhverjar þúsundir kílómetra. Menning þeirra og tungumál, saga og atvinnuhættir eru gjörólík. Þó má finna samlíkingu milli landanna. Þau liggja bæði við ysta jaðar ESB. Þá eru þau bæði illa stödd fjárhags- og efnahagslega. Ísland fór illa útúr kreppunni og virðist eiga langt í land með að komast á lappirnar. Aflands- og innlandsvandi krón- unnar læsir landið inni í vítahring verðtryggðrar verðbólgu og gjald- eyrishafta. Úkraína á langa þrautasögu að baki sem sovéskt lepp- hérað. Hvergi voru útrýmingar Stalíns og arðrán grimmilegri. Landið hóf sjálfstæða göngu sína sem þjóð- ríki sárafátækt og vanþróað. Úkraína þarf opna markaði, frjáls viðskipta- sambönd og nánari efnahagsleg og póli- tísk tengsl við háþró- uð lýðræðislönd til að geta þróast sjálft. Án nánari tengsla við ESB mun hún eiga af- ar erfitt með að þróast til velmeg- unar og réttarris. Núverandi vald- hafar, sem naumast verða ásakaðir um að vera hallir undir ESB, hafa fyrir allnokkru áttað sig á því, að þróunarvalkostirnir landsins eru ekki margir. Annað hvort nánara samstarf og tengsl við Evrópu- sambandið með inngöngu að mark- miði eða faðmlag við Rússland. Það seinna þekkja þeir af langri biturri kúgunarsögu. Rússland er óþróað auðlindaríki með pólitískt réttarkerfi og brothætt sýnd- arlýðræði. ESB eða Rússland Það kom sumum á óvart að Rússar létu skína í vígtennurnar, þegar þeir horfðust í augu við að Úkraína var að nálgast ESB. Þeir eru sagðir hafa hótað að skrúfa fyrir olíu- og gaskrana auk þess að gera útflutningi Úkraínumanna erfitt fyrir, en Rússland er stærsta einstaka viðskiptaríki þeirra. Í skyndingu var hætt við að undirrita viðskipta- og sam- starfssamning við ESB, honum slegið á ótímbundinn frest. Kænu- garðsstjórnin var beitt þvingunum, til að vernda pólitískt tangarhald Rússa á landinu. Fengur Úkraínu af nánara pólitísku og efnahaglegu samstarfi við ESB-ríkin er aug- ljós. Úkraína hefði fengið aðgang að kröfuhörðum stórum markaði, eins konar aukaaðild sem styrkt hefði efnahag þess, lýðræðisþróun og réttarfar. Samningurinn hefði haft jákvæð áhrif á afkomu og póli- tíska stöðu almennings. Það sem hangir á spýtunni hjá Rússum er að koma í veg fyrir að landið teng- ist Evrópu og verði með tímanum hluti af henni. Það myndi að þeirra mati veikja valdastöðu Rússlands í Evrópu. Ákvörðun Rússa heldur Úkraínu í óbreyttu fari sýnd- arlýðræðis og efnahagslegra þreng- inga með afar óvissri framtíð. Ísland og ESB En af hverju að rekja þessa sögu frá fjarlægu landi? Í sögunni er sterkur snertiflötur við Ísland. Með tilkomu nýrrar íslenskrar rík- isstjórnar var umsóknarferli að ESB, einnig hér, slegið snarlega útaf borðinu, án þess að vitað væri um nokkurn verulegan ágreining í viðræðunum. Sú ákvörðun var valdapólitísk eins og hjá Rússum. Hermisvar stjórnarliða er að aðild þjóni ekki hagsmunum landsins. Engin frekari rök, sama hvar mað- ur leitar. Ljóst var, af því sem lek- ið hefur út, að margt benti til þess að við fengjum þar viðunandi lausnir bæði varðandi landbúnað og sjávarútveg. Ástæða ákvörðunar nýrrar ríkisstjórnar um slit á við- ræðum hlýtur því að leynast í póli- tískri hagsmunagæslu stjórn- arflokkanna. Skyldu þeir vera að vernda innanlands tök þeirra, sem ráða yfir auðlindum landsins? Ann- ars vegar til að festa pólitísk áhrif útgerðarmanna, sem sitja vilja í einokunarstöðu yfir fiskiauðlind- inni, þar sem kvótakerfi og fjár- festingarbann á útlendinga tryggir þeim fáheyrðan, ódýran einkarétt. Á að sama skapi að tryggja bænd- um samkeppnislausa framleiðslu til frambúðar með innflutningsbanni á öllum landbúnaðarvörum og láta vaxtapíndan almenning borga eitt hæsta þekkjanlegt búvöruverð á jarðríki? Þar er sennilega á ferð- inni eina alvöru heimsmet okkar. Samningar við ESB um landbún- aðarmál væru betri og hagfelldari kjarabót en varhugaverð skuldanið- urfelling. Það þjónar allavega ekki hagsmunum þjóðarinnar að hætta viðræðum við ESB og sitja utan- dyra. Þegar átökin voru um NATO-aðild, um miðja síðustu öld, voru rök þeirra sem studdu aðild m.a. þau , að hún myndi skipa Ís- landi á bekk með vestrænum lýð- ræðisríkjum, deila örlögum með þeim, en hafna faðmlagi við Rússa. Þá vildu margir vopnlaust, hlut- laust land án þess að taka þátt í bandalagi vestrænna ríkja. Nú stöndum við frammi fyrir sambæri- legri spurningu. Hvar eru pólitísk heimkynni þjóðarinnar meðal þjóð- anna? Sú heimssýn, sem ýmsir að- hyllast, að Ísland verði forysturíki (hegemon) á norðvesturhorni Atl- antshafsins, er ekki bara óraunhæf heldur glæfraleg, því hún býður heim hættu einangrunar og árekstra við önnur ríki. Guð forði okkur frá því, svo umorðuð sé þekkt tilvitnun. Úkraína og Ísland Eftir Þröst Ólafsson » Við stöndum frammi fyrir sambærilegri spurningu. Hvar eru pólitísk heimkynni þjóð- arinnar meðal þjóð- anna? Þröstur Ólafsson Höfundur er hagfræðingur. Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 FASTEIGNASALA FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN Vantar allar stærðir og gerðir eigna á skrá .... Hafðu samband Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Tilboðsverð kr. 106.900 Jólagjöfin í ár! fy heita sú kriftarbó VD diskur lgja með Lífstíðareig ð fylgir Vitamix sle jarmál og sv k og ar ig ps D Me p r n! ávexti, gr nánast hvað y klaka og alla noð d Bý

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.