Morgunblaðið - 03.12.2013, Page 27

Morgunblaðið - 03.12.2013, Page 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 ✝ Þorbjörn Rún-ar Sigurðsson fæddist í Reykjavík 25. desember 1945. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 23. nóvember 2013. Hann er sonur hjónanna Sigurðar Jóhanns Þorbjörns- sonar bifvélavirkja, f. 1926 og Svan- bjargar Sigurjónsdóttur hús- móður, f. 1929. Systkini Þor- björns Rúnars, eða Rúnars eins og hann var jafnan kallaður, eru Sigurjón Júlíus, f. 1948, Oddný, f. 1949, Hallgrímur Þór, f. 1952, Svala, f. 1954, Ásdís, f. 1957, Brynjar f. 2004. Börn Daða og Eydísar eru Baldur, f. 2001 og Arnaldur f. 2004. Rúnar bjó alla sína tíð í Reykjavík, fæddur við Sogamýr- arblett (nú Rauðagerði). Barn- æskunni varði hann í föð- urhúsum í Háagerði, bjó við Bergstaðastræti fyrstu búskap- arár sín og var meðal frum- byggja í Breiðholti þar sem hann bjó allt frá árinu 1970. Rúnar nam tannsmíði og starf- aði við þá iðn í fjóra áratugi áð- ur en hann skipti um starfsvett- vang og gerðist umsjónarmaður í Höfðatorgi við Borgartún. Rúnar stundaði stangveiðar, var virkur félagsmaður í SVFR og var um árabil í árnefnd Elliða- áa. Rúnar var náttúruunnandi, stundaði gönguferðir, skíði og hjólreiðar og var þaulkunnugur íslenskri náttúru og staðháttum. Útför Rúnars fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 3. desem- ber 2013, kl. 13. Sigrún, f. 1959 og Sigurður Baldvin f. 1965. Þann 25. maí 1968 kvæntist hann Kristrúnu Haralds- dóttur leikskóla- kennara, f. 26. nóv- ember 1947. Synir þeirra eru Har- aldur Þorbjörns- son, f. 18. desember 1968, kvæntur Kristínu Hrönn Þráinsdóttur, f. 15. júní 1965 og Daði Þorbjörns- son, f. 2. október 1973, sambýlis- kona hans er Eydís Salome Ei- ríksdóttir, f. 27. apríl 1972. Börn Haraldar og Kristínar eru Björk, f. 1997, Rúnar, f. 1999 og Hann fóstri er fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Kynni okkar spanna hátt í hálfa öld. Hann var ef til vill ekki allra en traustari vinur og félagi verður vandfundinn. Bóngóður með af- brigðum og ávallt tilbúinn að rétta hjálparhönd enda maður- inn laghentur mjög og hafði lausn á hverjum verkvanda. Tannsmíði varð hans ævifag en alltaf var stutt í bílstjórann og tel ég fullvíst að hann hefði ekki síður unað sér með hálendis- akstur að atvinnu. Að minnsta kosti voru ófáar ferðirnar sem voru farnar á þeim vettvangi og við nutum góðs af þekkingu hans og lagni, jafnt á landinu sem vélunum og engum var betur treystandi undir stýri en Rúnari. Þá var maður öruggur. Enda var þvælst á mismun- andi velbúnum jeppum út um allt og allir komu heilir heim, þó stundum þyrfti að nota síma- staur til að vega bíl upp úr drullu eða saga ofan af þúfum með járnsög sem er seinlegt verk og krefst þolinmæði, eink- um þegar veiðifélagar landa hverjum laxinum á fætur öðrum á meðan. Þar voru líka margar ánægjustundirnar, við veiðarn- ar. Ekki verður tölu komið á þær ferðir en þar sem annars- staðar reyndist Rúnar félagi góður. Það var talað um honnímún þegar við fórum tveir inn í Veiðivötn, rauðvín, kertaljós og alles. Hann var fjallfróður mað- ur og glöggur á landslag og vissi oftast betur svo sjaldan var við hann deilt. En tannsmíði varð hans fag og mér er til efs að þeir hafi verið til betri heil- gómasmiðirnir en hann. Það var unun að fá í hendurnar verkin hans og sjá hversu oft hann var búinn að létta manni vinnuna með útsjónarsemi og hagleik. Við unnum lengst af í sama stigagangi og var því umgengn- in afar náin. Oft á dag kom Rúnar til að fá sér kaffiskot, bara skot, ávallt með handklæði um öxl, tilbúinn í hvaða slag sem var. Auðvitað var margt rætt og ekki endilega sæst á allt en þarna myndaðist vinátta sem aldrei brást. Eftir að hann hætti í tannsmíðinni fékk hann sér starf sem húsvörður í boldangs ríkishúsi og er ég ekki fjarri því að þar hafi hann verið í essinu sínu því Rúnar var reddari í góðu lagi, altmuligt mand af gamla skólanum, sem er senni- lega stærsti kostur sérhvers húsvarðar. Bölvaður krabbinn gerir ekki mannamun og Rúnars verður mikið saknað. Þótt eitthvað hafi teygst á vináttunni hin síðari ár finnst mér að við höfum átt heil- mikið ógert. Mögulega getum við tekið upp þráðinn á öðrum vettvangi síðar. Allar góðar hugsanir fylgi þér fóstri minn. Far vel. Sigurður E. Rósarsson. Minning um bróður. Það var á jóladag árið 1945, sem frumburður kornungra for- eldra fæddist í húsi afa síns og ömmu í Sogamýrinni. Hinn ungi faðir og móðurbróðir þurftu að leita að ljósmóðurinni, sem var í jólaboði úti í bæ. Fljótlega fjölg- aði í hópnum, sem varð að átta börnum. Hann var stóri bróðir minn og Laukurinn eins og við sögðum oft. Það hefur örugglega verið erfitt að vera elstur í svo stórum hóp. Hann fór ungur að bera björg í bú, vann hjá H.Ben eins og móðurafi okkar, kom heim með sykursekki og hveiti. Í minningunni man ég eftir fal- legum pilti með briljantín í hárinu og vel burstuðum skóm. Það kom stundum í minn hlut að bursta skó eldri bræðra minna, og fékk þá aura að laun- um. Ungur hitti hann gullfallega stúlku, sem varð hans mesta gæfa í lífinu. Aldrei var annað nefnt á nafn, án þess að hitt kæmi á eftir. Það var bara Kristrún og Rúnar, en sam- heldni þeirra var einstök ásamt kímnigáfu og leikhæfileikum þeirra. Frásagnargáfan var bróður mínum í blóð borin og átti hann auðvelt með að bregða sér í hlutverk og vakti það oft kátínu okkar hinna. Þau Rúnar og Kristrún gerðu sér fallegt hreiður, sem bar vott um snyrtimennsku og auga fyr- ir fallegu og góðu handbragði. Íslensk náttúra með allri sinni fegurð heillaði hann og bar hann ómælda virðingu fyrir landinu sínu. Enginn var með fallegra jólatré en þau, sem val- ið var af næmni fyrir því sem fallegt er. Jólaboð þeirra hjóna á jóladag var fastur punktur í mörg ár hjá mér og mínum, en þegar fjölskyldur stækka koma nýjar hefðir. Ekkert var þeim hjónum eins dýrmætt og synirnir tveir, þeir Haraldur og Daði. Þeir bera foreldrum sínum gott vitni. Þegar tengdadæturnar og barnabörnin komu, voru þau svo sannarlega velkomin. Rúnar naut sín í afahlutverkinu með augasteinana sína fimm. Því miður fékk hann of stuttan tíma með þeim, en notaði tímann vel sem hann hafði. Missir barna- barnanna er sár og mikill. En minningarnar um afa munu lifa og veita þeim gleði í framtíð- inni. Synirnir syrgja föður sinn og munu hlúa vel að móður sinni um ókomin ár ásamt kon- um sínum. Að missa manninn sinn og besta vin, þegar starfs- lok eru á næsta leiti er ótrúlega sárt, en að vera elskaður og virtur af maka sínum og geta litið yfir farinn veg og glaðst við minningarnar er ómetanlegur fjársjóður. Að lifa barnið sitt er erfitt fyrir aldraða foreldra. Nú syrg- ir móðir frumburðinn sinn, sem hún ól aðeins sextán ára. Fað- irinn sýnir á sinn hátt sorg, þar sem minnið er orðið gloppótt. Nú er elsku stóri bróðir minn farinn á fund feðra sinna. Á jól- um um ókomin ár mun jóla- barnið hann bróðir minn ávallt eiga stað í hjarta mínu. Hafðu þökk fyrir allt og allt elsku bróðir minn. Þín systir, Svala. Í dag verður Þorbjörn Rúnar Sigurðsson til moldar borinn. Rúnar, eins og hann var alltaf kallaður, lést á líknardeild LSH þann 23. nóvember eftir skammvinn veikindi. Kynni okk- ar Rúnars hófust fljótlega eftir að Kristín, systir mín og Har- aldur, sonur hans, fóru að vera saman. Stundirnar sem við höfum átt saman hjá þeim Kristínu og Haraldi eru orðnar æði margar og að sama skapi ánægjulegar. Alltaf var jafn gaman að vera í návistum við Rúnar enda var hann einstaklega hlýr og hafði góða nærveru. Hann var auk þess launfyndinn og sagði skemmtilega frá. Rúnar hafði skoðanir á mönnum og málefn- um og þekkti ógrynni af fólki. Við deildum áhugamálum hvað varðar ferðalög, hann hafði un- un af því að ferðast og njóta ís- lenskrar náttúru. Gaman var að hlusta á ferðalýsingar hans enda hafði hann víða farið og hafði stálminni þegar kom að því að lýsa staðháttum. Hann naut sín vel í stangveiði og voru þau Kristrún og Rúnar búin að koma þeirri hefð á að fara ár- lega til veiða í Veiðivötn með stórfjölskylduna. Margar sögur hafa verið sagðar úr þessum ferðum og greinilegt að þær voru tilhlökkunarefni hjá öllum sem þátt tóku. Rúnar fór oft hjólandi til vinnu þó yfir hálfa borgina væri að fara enda var heilsufar Rún- ars almennt gott. Hann var hraustur og í góðu formi og því var það reiðarslag þegar það kom í ljós í vor að hann hefði greinst með krabbamein. Við tóku lyfjameðferðir sem sumar skiluðu árangri en aðrar ekki. Frá upphafi var ljóst að bar- áttan yrði erfið. Kristrún, syn- irnir og tengdadæturnar stóðu eins og klettur við hlið Rúnars uns yfir lauk. Þau Kristrún og Rúnar hafa í gegnum tíðina nær alltaf verið nefnd samtímis, enda voru þau einstaklega samrýmd og náin. Missir Kristrúnar er því mikill, hún er bæði búin að missa ást- úðlegan eiginmann og náinn vin. Nú þegar komið er að kveðjustund er mér efst í huga þakklæti, þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast góðum manni sem alltaf sýndi mér og mínum hlýju og væntumþykju. Minn- ingin um góðan mann mun lifa. Við í Stuðlaselinu sendum öll- um aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur. Ingibjörg Þráinsdóttir. Þorbjörn Rúnar Sigurðsson ✝ Elíeser Jónssonfæddist að Óspaksstaðaseli í Hrútafirði 20. apríl 1926. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð 24. nóvember 2013. Foreldrar hans voru Björnfríður Sesselja Björns- dóttir og Jón Val- geir Elíesersson. Fósturforeldrar hans voru Guð- laug Sæmundsdóttir og Eyjólfur Teitsson. Hálfbræður Elíesers eru Marinó og Sigurður. Elíeser kvæntist Ragnheiði Þorvarðardóttur og eignuðust þau soninn Reyni, f. 1950. Þau skildu. Reynir er kvæntur El- ísabetu H. Einarsdóttur, f. 1951. Börn þeirra eru Brynjar, Ívar Örn og Ragnheiður, tengdabörn- in eru þrjú og barnabörnin sex. Elíeser kvæntist Matthildi Sigurjónsdóttur 18. ágúst 1956, en hún lést 24.11. 2011. Börn þeirra eru Guðlaug Sóley, f. 1957, og Jón Eyjólfur, f. 1962. Matthildur átti fyrir tvíburana Jóhönnu Björk Jónsdóttur og Sigurjón Víði Jónsson, f. 1954, og gekk Elíeser þeim í föð- um í foreldra stað. Þau bjuggu að Hörpugötu 1 í Skerjafirði og þar bjó Elíeser þar til hann flutti í Garðabæinn með Möttu 2004. Síðustu fjögur árin dvaldi hann á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Elíeser gekk í Ingimarsskóla í vesturbæ Reykjavíkur. Hann vann sem unglingur við bygg- ingu Reykjavíkurflugvallar og kynntist þar bresku hermönn- unum og fluginu. Hann heillaðist snemma af fluginu enda búsett- ur í næsta nágrenni flugvall- arins. Elíeser lauk atvinnuflug- mannsprófi frá Air ServiceTraining í Bretlandi 1947. Hann ók leigubíl hjá BSR og Steindóri meðan lítið var að gera í fluginu. Elíeser, Matt- hildur og nokkrir vinir þeirra stofnuðu Flugstöðina árið 1963 og ráku hana til 2004. Á þessum árum stundaði hann ýmiss konar flug. Má þar nefna kennslu-, leigu-, sjúkra-, list- og loft- ljósmyndaflug bæði innan lands og utan. Matta fór stundum með honum, t.a.m. til Nepal, Asíu og Afríku. Seinni hluta starfs- ævinnar sérhæfði Elíeser sig í ljósmyndaflugi í sérútbúinni flugvél af gerðinni Rockwell Turbo Commander. Útför Elíesers fer fram frá Neskirkju í dag, 3. desember 2013, og hefst athöfnin kl. 13. urstað. Guðlaug býr í Danmörku og er gift Alain Knud- sen, f. 1953. Þau eiga Christinu, Matthildi, Davíð William, þrjú tengdabörn og eitt barnabarn. Jón er kvæntur Guðríði Sæmundsdóttur, f. 1968, og eiga þau Rakel og Klöru og fyrir átti Guðríður soninn Grét- ar Inga Steindórsson. Þau eiga tengdadóttur og tvö barnabörn. Jóhanna er gift Magnúsi Rúnari Kjartanssyni, f. 1946. Þau eiga börnin Andreu Þóreyju, Elísu Sóleyju, Guðrúnu Björk, Helga Ársæl, þrjá tengdasyni og fimm barnabörn. Sigurjón var áður kvæntur Sigrúnu Sigurð- ardóttur, f. 1955, og eiga þau saman synina Jóhann Pétur, Snorra, Birki og Hlyn og eitt barnabarn. Eiginkona Sigurjóns er Guðrún Ásta Árnadóttir, f. 1975, og eiga þau Matthildi Dís og Árna Snæ. Að fjögurra ára aldri ólst Elíeser upp í Óspaksstaðaseli en móðir hans lést 1929. Ári síðar gengu Guðlaug og Eyjólfur hon- Í dag kveðjum við tengdaföð- ur minn, Elíeser Jónsson. Ég hitti hann fyrst árið 1971 eftir að við Reynir fórum að búa í Reykjavík. Ég var svolítið feim- in við þennan glæsilega heims- mann og ævintýramann, sem hafði ferðast svo víða og átti eft- ir að halda á enn fleiri ævintýra- slóðir. Þetta hafði mikil áhrif á ferðalöngun barna okkar Reyn- is, sérstaklega þau Ívar Örn og Ragnheiði, en minni á Brynjar. Við töluðum alltaf um afa á flug- vellinum því börnin okkar Reyn- is áttu líka afa á Skaga (Akra- nesi) og afa í Eyjum (stjúpföður Reynis). Aðeins þriggja ára gamall missir Elíeser móður sína úr berklum og tveir yngri bræður hans dóu ári fyrr. Ári eftir móð- urmissinn ferðaðist faðir hans með drenginn á bakinu gangandi suður Holtavörðuheiði til Borg- arness og sjóleiðis til Reykjavík- ur. Þar fór litli drengurinn í fóst- ur hjá vinkonu móður hans og hennar manni í Bjarkardal sem seinna varð Hörpugata 1. Þau reyndust honum vel og sáu um að hann gæti farið í flugnám. Heimili Ella, eins og hann var oftast kallaður, og Möttu var notalegt og ýmsir framandi hlut- ir voru þar innandyra. Ísbjarn- arfeldurinn, orgelið og græn- lensku tupilakarnir áttu sinn stað á Hörpugötunni og ýmsir útskornir munir. Oftar en ekki heyrði maður flugvélagný frá Reykjavíkurflug- velli. Ekki skrýtið að flugið hafi heillað hann. Elli og Matta höfðu frá ýmsu skemmtilegu og merki- legu að segja. Þau héldu oft jólaboð fyrir af- komendurna og stundum voru fleiri. Matta var snilldarkokkur og reiddi fram kræsingar eins og lítið væri haft fyrir þeim. Ég man líka eftir kettinum Angusi, sem Matta dekraði við, og einnig áttu þau hundinn Kol, sem Elli hafði mikla ánægju af. Kolur varð frægur þegar birtist mynd af honum á forsíðu dagblaðs þar sem hann vildi fá eina með öllu í Pylsuvagninum í Austurstæti. Garðurinn þeirra á Hörpugöt- unni var líka fallegur og með há og myndarleg tré og runna. Eftir að viðbyggingu á Hörpugötunni var lokið 1987 buðu þau okkur Reyni, Jóni og smíða-Jónunum ásamt eiginkon- um þeirra til Glasgow á TF- ERR eða Errinu eins og Rock- wellinn var oftast nefndur og var það mjög skemmtileg ferð. Þau bjuggu lengst af á Hörpugötunni en fluttu á Strandveginn í Garðabænum 2004. Þá var heilsa Ella orðin nokk- uð léleg, sérstaklega eftir að hann fótbrotnaði við lagfæringar á Hörpugötunni. Heyrnin versn- aði og háði það honum verulega. Þau fengu að dvelja um tíma í Ásbúð eftir að Matta fótbrotn- aði. Hann var um tíma á Landa- koti uns þau fengu bæði inni á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Eftir að Matta dó 2011 hvarf lífslöngunin alveg. Starfstúlkurnar sögðu þó ánægjulegar sögur af honum, m.a. þegar hann talaði ensku við starfsstúlkurnar eins og ekkert væri eðlilegra. Nú hefur hann fengið þá hvíld sem hann þráði og hittir þá sem gengnir eru á undan. Við fjölskyldan þökkum sam- fylgdina og blessuð verið minn- ing Ella og Möttu. Elísabet H. Einarsdóttir. Elíeser Jónsson ✝ Hjartkær eiginkona mín, HALLDÓRA BERGÞÓRSDÓTTIR, Litlahjalla 1, lést á heimili sínu laugardaginn 30. nóvember. Andrés Andrésson. ✝ Ástkær dóttir okkar, móðir og systir, BERGLIND HEIÐA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést af slysförum laugardaginn 30. nóvember. Bjarnheiður Einarsdóttir, Guðmundur Sigursteinsson, Bjarnheiður Ninja Sigmundsdóttir, Sæunn Árný Sigmundsdóttir, Kristján Már Hilmarsson, Helga Nanna Guðmundsdóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÁRNÍNA ÁRNADÓTTIR, Skarðshlíð 13c, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 28. nóvember. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju föstudaginn 13. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heimahlynningu á Akureyri og Dvalarheimilið Hlíð. Ingvi Rafn Flosason, Árni Guðnason, Amalía Guðnason, Anna Guðrún Guðnadóttir, Rúnar Egilsson, Berglind S. Guðnadóttir, Indriði Jóhannsson, Jóhannes Rafn Guðnason, Karlína Sigríður Ingvadóttir, Marinó Marinósson, ömmu- og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.