Morgunblaðið - 03.12.2013, Side 32

Morgunblaðið - 03.12.2013, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 ✝ GuðbjörgMagnúsdóttir fæddist á Kross- árbakka í Bitru- firði 29. nóvember 1927. Hún lést á Dvalarheimilinu Eir 26. nóvember 2013. Foreldrar henn- ar voru hjónin Vil- borg Magn- úsdóttir húsfreyja, f. 11.7. 1901, d. 12.10. 1977 og Magnús Sturlaugsson, f. 2.3. 1901, d. 2.1. 1979, bóndi á Krossárbakka og Hvammi í Dölum, síðan verkamaður í Reykjavík. Systkini Guðbjargar: Har- aldur, f. 8.4. 1929, Ásta Svan- laug, f. 13.12. 1932, Sigfríður Dúfa, f. 18.12. 1933, d. 29.7. 1935, Ragnar, f. 19.6. 1935. Hálfsystkini sammæðra: Knút- ur, f. 21.4. 1924, d. 3.12. 1996 og Brynhildur, f. 24.9. 1925, d. 12.4. 2007. Sonur Guð- bjargar er Magnús Sturla Stefánsson, f. 12.8. 1952, sjó- maður. Kona hans er Lilja Kristín Kristinsdóttir, f. 27.7. 1950. Synir þeirra eru Kristinn Guðjón, f. 5.8. 1969, kona hans er Linda Mae Kirker, sonur hans er Illugi Þór, f. 28.11. 1991. Stefán Hrafn, f. 18.5. 1973 og Ágúst Torfi, f. 22.4. 1980, sonur hans er Sindri Robert, f. 21.8. 2004. Árið 1972 giftist Guðbjörg Jóni Gunnlaugssyni vélstjóra, f. 25.9. 1908, d. 10.12. 1986. Útför Guðbjargar fer fram frá Fossvogskapellu í dag, 3. desember 2013, og hefst at- höfnin kl. 11. Gugga, eins og ég kallaði hana, kom inn í líf mitt árið 1972 er hún giftist Jóni Gunn- laugssyni frá Klaufabrekkukoti í Svarfaðardal. Hún hafði sleg- ist við lungnaþembu frá barns- aldri og kynntist Nonna, eins og hann var kallaður, á Vífils- stöðum þegar þau voru þar bæði að slást við veikindin sín. Nonni hafði áður verið kvæntur föðursystur minni og nöfnu, Ólafíu Pálínu Helgadótt- ur, sem lést árið 1958 einungis 36 ára gömul. Þau eignuðust tvö börn, Þóru sem giftist Har- aldi Guðbergssyni og eignuðust þau einn son. Þóra og Haraldur eru bæði látin, og Hafliða Helga, kvæntan Naremon Jónsson frá Tælandi. Þau eiga 3 syni, Helga Þór, Jón Grímkel og Arinbjörn. Þau hafa búið í Bandaríkjunum frá árinu 1982. Helgi og Naremon komu heim í sumar og náðu að hitta Guggu og voru fagnaðarfundir. Syn- irnir þrír komu allir til Íslands árið 2011 og fóru að sjálfsögðu að hitta ömmu Guggu eins og þeir kölluðu hana. Hún var svo ánægð að hitta þá. Gugga eignaðist einn son, Magnús Sturlu Stefánsson. Hann er kvæntur Lilju Krist- insdóttur og eiga þau 3 syni, Kristin Guðjón, Stefán Hrafn og Ágúst Torfa. Barnabörnin eru tvö, Illugi Þór og Sindri Róbert. Maggi og Lilja hafa búið á Seyðisfirði í tæp 40 ár og því langt að fara ef eitthvað kom uppá hjá Guggu. Það var mikil blessun fyrir Nonna að kynnast Guggu. Þau voru ákaflega samrýnd og miklir höfðingjar heim að sækja. Ég kom til Reykjavíkur árið 1978 í sjúkraliðanám og ætlaði alltaf að snúa heim til Siglu- fjarðar aftur en eftir námið fór ég að vinna í Reykjavík og sneri ekki aftur norður nema sem gestur. Gugga og Nonni tóku mér opnum örmum, um- vöfðu mig ást og umhyggju og gat ég alltaf leitað til þeirra og treyst á þau. Þegar ég kynntist manninum mínum, Björgvini Sigurðssyni, tóku þau honum líka opnum örmum. Nonni lést 10. desember 1986. Gugga var hjá okkur öll jól og aðra hátíðisdaga eftir það. Þegar hún veiktist og fór á spítala kynnti hún mig alltaf sem stjúpdóttur sína. Við vorum svo heppin að búa fyrstu árin í Skipholti 44 og því var stutt á milli okkar og Guggu þar sem hún bjó áfram í Hátúninu eftir að Nonni lést. Við heyrðumst daglega í síma og hittumst þess á milli. Börnin mín Kata, Guðjón og Sigrún þekktu hana sem ömmu Guggu og var hún þeim sönn amma. Kom færandi hendi með nýbakaðar lummur, pönnukök- ur og að sjálfsögðu færði hún þeim handprjónaða vettlinga og sokka sem hún gerði. Þau munu sakna hennar sárt. Litlu ömmustelpurnar mínar voru farnar að kalla hana langömmu Guggu. Gugga fluttist í þjónustuíbúð á Dalbraut 27 og bjó þar í tæp 10 ár en þá gaf heilsan sig al- veg og eftir að hafa verið á Landakoti í nokkra mánuði fluttist hún á Eir hjúkrunar- heimili þar sem hún lést þriðju- daginn 26. nóvember. Það verða tómleg jól án ömmu Guggu. En ég veit að hún er komin til Nonna og þau eru ánægð saman. Elsku Maggi, Lilja og fjöl- skylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Elsku Gugga, þakka þér fyr- ir allar þær stundir sem við höfum átt saman. Guð blessi minningu ykkar Nonna. Þín stjúpdóttir, Ólafía Ragnarsdóttir (Didda). Guðbjörg Magnúsdóttir Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Atvinnuhúsnæði Skrifstofuherbergi til leigu Lítil og meðalstór skrifstofuherbergi með aðgangi að interneti, kaffistofu og wc, miðsvæðis í Reykjavík. Upplýsingar í síma: 899-3760. Verslunarhúsnæði til leigu Laust strax! Húsnæði í Borgartúni. Verslunargluggi og inngangur sem snýr að götu. WC í sameign. Leiga 100.000 með hita og rafm. Uppl. í síma 694 4166. Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is s. 551-6488. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt                    !          Skólavörðustíg 42 · 101 Reykjavík Sími 861 4142 · www.coffee4you.org   ÍSLANDI Nýtt frá BIRKENSTOCK Teg. Santiago Nýkomnir hinir frábæru inniskór frá BIRKENSTOCK. Sérstaklega mjúkir. Tveir litir. Stærðir: 36-42. Verð: 14.885. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán. - fös. 10 - 18, laugardaga 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. JÓLANÆRFÖTIN KOMIN Teg. Vivienn - Nýr litur af þessum frábæra haldara, fæst í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 10.990. Teg. ELODIE - Glæsilegur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 10.990. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18. Opið á lau. 10-14. Þú mætir - við mælum og aðstoðum. www.misty.is - vertu vinur Bátar Ferðaþjónusta – „Water-Taxi” – hvalaskoðun Hraðskreiðasti farþegabáturinn á Íslandi, Technomarine Rib-bátur, 700 hestöfl, gengur 50 mílur. 12 metra Rib-bátur með öllum siglinga- tækjum, 20 sæti, 20 gallar, tvær 350 hestafla Yamaha 2007, Saltwater series XL V-8 four stroke, nýyfirfarnir, aðeins 608 tímar á vélunum. Til sýnis í Kópavogshöfn um næstu helgi. Uppl. í síma 820 5181. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Glerjun og gluggaviðgerðir Lása- og hurðaviðgerðir ásamt öðrum smíðaverkefnum. Kortaaðgangskerfi fyrir húsfélög/ sameignir - engir lyklar. Glugga- og hurðaþjónustan, s. 895 5511, smidi.is Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Neðst á for- síðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skila- frest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skila- frests. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einn- ig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir grein- unum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent má senda myndina á netfangið minning@mbl.is og gera um- sjónarfólki minningargreina við- vart. Minningargreinar Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ARNHILDAR HELGU GUÐMUNDSDÓTTUR, Aratúni 32, Garðabæ. Gunnar Gunnlaugsson, Gunnar Gunnarsson, Harpa Karlsdóttir, Irma Mjöll Gunnarsdóttir, Guðjón G. Bragason, Drífa Lind Gunnarsdóttir, Davíð Ketilsson, Þuríður Elín Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, GUÐMUNDAR SIGURÐSSONAR, Vallarbraut 6, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar 11G á Landspítala og D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir góða umönnun. Sesselja (Stella) Ingimundardóttir, Inga Benný, Azzan Kanan, Sigurður J. Guðmundsson, Svanborg K. Magnúsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Valdimar Sigurjónsson, Einar M. Guðmundsson, Guðbjörg F. Guðmundsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.