Morgunblaðið - 03.12.2013, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 03.12.2013, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Eitthvað á eftir að koma þér svo á óvart að þú munt undrast þín eigin við- brögð. Farðu þér hægt og sérstaklega í fjár- málum. Þú færð alls kyns hugmyndir. 20. apríl - 20. maí  Naut Líttu vandlega í eigin barm áður en þú kennir öðrum um hvernig komið er. Losaðu þig við allt það sem þú þarft ekki lengur á að halda. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Endinn skyldi í upphafi skoða. Ef þér finnst einhver hegða sér undarlega, er líklegra en ekki að eitthvað sé á seyði. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Láttu það eftir þér að skvetta svolít- ið úr klaufunum en gættu allrar háttvísi. Vandamálin eiga ekki að vaxa þér í augum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Að tala of mikið dregur úr áhrifamætti boðskaparins. Aðeins nýjar staðreyndir eiga að koma þér á aðra skoðun. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Eitthvað sem þú framkvæmir vekur athygli á þér. Vandamál og tafir gera þér lífið leitt og fréttir sem þú færð draga þig niður. Nýttu kvöldið í dekur til að hressa þig við. 23. sept. - 22. okt.  Vog Náið samband étur þig upp eins og villi- dýr, og þú ræður ekkert við það. Endurskoð- aðu áætlun þína og breyttu henni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þó þér hafi gengið vel að full- komna venjur þínar þá er enn hluti af þér sem þú ert ekki sátt/ur við. Kannski að ein- hver sem þú þekkir þurfi að trúa þér fyrir einhverju. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er sjálfsagt að hlusta á til- lögur annarra þegar maður er að undirbúa ákvörðun í veigamiklum málum. Annars hlaðast þau bara upp og á endanum hefur þú ekki stjórn á neinu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Pólitík er einstaklega augljós. Drífðu í því að kalla fjölskyldu og vini saman og njóttu þess að eiga með þeim góða stund. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Haltu áfram að skipuleggja þig betur. Þig langar til þess að gera eitthvað sem eykur öryggi þitt til langs tíma litið. Sláðu til og ekkert nema jákvætt kemur út úr því. 19. feb. - 20. mars Fiskar Leggðu þig fram um að bæta sam- skiptin við vini og ættingja. Gerðu það upp við þig hvað þú vilt setja í forgang og biddu fólk um að sýna biðlund. Kerlingin hafði samband við migog sagði mér hvernig þeir kumpánar, karlinn á Laugaveginum og karlinn á Laugarnesinu, hefðu komið sér fyrir sjónir, þar sem þeir klöngruðust upp á Skólavörðuhól- inn: Býsn var að líta þá labbakúta leiðast upp á hól, þeir félagar minntu á föruhrúta á fengitíma um jól. Mér varð illa á í messunni í Vísna- horni 23. nóvember, þar sem ég eignaði Steingrími Baldvinssyni í Nesi þessa stöku og þóttist hafa fyrir því traustar heimildir: Hér við Laxár hörpuslátt harmi er létt að gleyma. Ég hef, finnst mér, aldrei átt annars staðar heima. Hið sanna er, að vísan er eftir Trausta Árnason Reykdal og er klöppuð á legstein hans í kirkju- garðinum í Nesi ásamt þessari vísu: Þýtur í stráum þeyrinn hljótt, þagnar kliður dagsins. Guð er að bjóða góða nótt í geislum sólarlagsins. Trausti var fæddur á Mýlaugs- stöðum, yngstur 12 systkina og missti föður sinn tveggja ára. Hann ólst upp á Hólmavaði til 15 ára ald- urs en var síðan á ýmsum stöðum, lengi búsettur á Akureyri og Siglu- firði og um skeið bóndi á Skaga. Karl Kristjánsson segir um hann í minn- ingargrein að hann hafi verið „vel gefinn maður, fríður sýnum, vinsæll, skáldmæltur. Hann unni æskustöðv- um sínum heitt og kom þangað oft til funda.“ Stökuna um hörpuslátt Lax- ár orti hann á Hólmavaði á seinni ár- um sínum. Við útför Trausta í Nesi kvaddi Steingrímur Baldvinsson hann fyrir hönd æskuvina með ljóði og er þetta fyrsta erindið: Ungur fórstu heiman úr æskudalnum, Trausti, – innsta þráin kvaddi sinn draum við gatnamót. Nú vitjar þú hans aftur, eins og litverpt lauf á hausti leitar hinstu hvíldar við ættarmeiðsins rót. Þá er rétt að leiðrétta það líka, að ég sagði í sama pistli að þessi staka hefði fundist á náttborði Steingríms að honum látnum: Fiskur er ég á færi í lífsins hyl, fyrr en varir kraftar mínir dvína. Djarfleg vörn mín dugar ekki til dauðinn missir aldrei fiska sína. Hið rétta er Steingrímur orti vís- una nokkru fyrir andlát sitt, en hann var orðinn veill fyrir hjarta, og varð hún strax fleyg. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Trausta Reykdal og Steingrími í Nesi Í klípu HLUTLÆG ATFERLISMEÐFERÐ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞAÐ ER TILBOÐ HJÁ OKKUR Í DAG. KAVÍAR EINS OG ÞÚ GETUR Í ÞIG LÁTIÐ, FYRIR 57.000 KRÓNUR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að eiga mynd af honum síðan hann var smábarn. LÍFIÐ ER ERFITT OG FÓLK ER FÍFL. ÞÚ ÞARFT BARA AÐ ÁKVEÐA HVORT ÞÚ ÆTLAR AÐ LÁTA EINS OG SMÁBARN OG VÆLA ÚT AF ÞVÍ, EÐA HVORT ÞÚ ÆTLAR AÐ GYRÐA ÞIG Í BRÓK OG STANDA ÞIG. ÞÚ ERT Í STÓLNUM MÍNUM. ÉG SIT Í KATTAHÁRI! ÞAÐ ER REFSING VIÐ HÆFI! EKKI HREYFA ÞIG SNÖGGLEGA! HANN HEFUR ALLTAF VERIÐ DÁLÍTIÐ ÆSTUR. Víkverji hefur ekki skemmt sérbetur í háa herrans tíð en á tónleikum Skálmaldar, Sinfóníu- hljómsveitar Íslands og þriggja kóra í Hörpunni um helgina. Allt gekk þar upp og verða tónleikarnir lengi í minnum hafðir. Þegar Vík- verji var að fikra sig út úr húsinu í mannþrönginni komst hann ekki hjá því að heyra á mál tveggja manna fyrir aftan hann. „Þetta var geggjað maður,“ sagði annar. „Já, heldur betur,“ sagði hinn. „En jafnast samt ekki á við Græna hattinn.“ Á þessu augnabliki fann Víkverji til smæðar sinnar en hann hefur ekki ennþá orðið svo frægur að sækja tónleika á Græna hattinum á Akureyri sem er orðinn einn vin- sælasti tónleikastaður landsins. Hafi Skálmöld hljómað betur þar en í Eldborginni þarf Víkverji greinilega að bæta úr þessu hið fyrsta. x x x Talandi um Græna hattinn þáhefur Víkverji verið að fletta ljósmyndabók þremenninganna Daníels Starrasonar, Skapta Hall- grímssonar og Þórhalls Jónssonar um þennan merka stað. Auk þess að innihalda fjölmargar frábærar ljósmyndir er bókin, sem einfald- lega heitir Græni hatturinn, ein- stök heimild um íslenskt tónlistar- líf undanfarinn áratug. Enginn er maður með mönnum nema hann hafi troðið upp á Græna hattinum. Vel gert, piltar! x x x Forvitnileg heimildarmynd varfrumsýnd í Bretlandi um helgina, The Class of ’92. Hermir þar af sexmenningunum Ryan Giggs, Paul Scholes, David Beck- ham, Nicky Butt og Gary og Phil Neville, sem komu saman upp úr unglingaliði Manchester United um þær mundir og unnu síðar frækna sigra á öllum mögulegum sparkmótum, innanlands og utan. Samtals hafa þessir menn unnið 50 Englandsmeistaratitla og enn gæti bæst í safnið, því einn þeirra, Giggs, er ennþá að. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Þá er þeir mötuðust, tók Jesús brauð, þakkaði Guði, braut það og gaf lærisveinunum og sagði: Takið og etið, þetta er líkami minn. (Matt. 26, 26.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.