Morgunblaðið - 07.12.2013, Síða 4

Morgunblaðið - 07.12.2013, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það er mokveiði hérna við ísinn. Það var ufsi hérna framan af, svo hefur þetta verið blandað, þorskur, ufsi og karfi,“ sagði Erling Arnar Óskarsson, skipstjóri á frystitog- aranum Baldvini Njálssyni GK-400. Þeir voru í gær á Halamiðum, um 40 sjómílur norðvestur af mynni Ísa- fjarðardjúps. Ellefu togarar voru þar að veiðum í gær. „Við erum við ísinn og það eru alltaf einhverjar spýjur að koma. Við höfum verið í hálfgerðum vandræð- um út af ísnum. Þetta er búið að vera erfitt,“ sagði Erling Arnar. Hann sagði að það sé stöðug hreyfing á ísnum. Vestlægar áttir voru ríkjandi í marga daga. Þá var allt lokað á þessum miðum út af hafís. Í fyrra- dag skipti um og kom austanátt og þá opnaðist svæðið um tíma. „Við erum búnir að vera í darrað- ardansi hérna,“ sagði Erling Arnar um slaginn við hafísinn. Hann segir að þeir séu með góða ískastara til að nota á nóttinni og eins sjái þeir ísinn í ratsjá, en ísdreifin er erfið. Hann vonaðist til að það myndaðist ísrönd sem hægt væri að treysta. „Það hefur verið ótrúlega góð veiði hér á Vestfjarðamiðum þetta árið,“ sagði Erling Arnar. Hann seg- ir að þeir fiski ekki meira en vinnsl- an annar. „Við reynum að skammta okkur í vinnsluna til að vera með sem best hráefni. Það er ekkert í boði að vera með lélega vöru. Sem betur fer hef- ur orðið þróun í því og menn ganga vel um þetta.“ Fiskurinn er flakaður, roðflettur og frystur í neytenda- pakkningar sem eru tilbúnar á markað. Baldvin Njálsson GK er nú í síðasta túr ársins og er stefnt að því að hann komi í land 22. desember. Erling Arnar segir að það sé kom- in aðventustemning um borð. Búið er að skreyta borðsalinn og kokk- urinn fer að bjóða upp á konfekt og enn betri mat en þær kræsingar sem venjulega eru þar á borðum. Mikil hafísmyndun „Þetta er óvenjulega mikill hafís á þessum árstíma,“ sagði Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við Jarðvísinda- stofnun Háskóla Íslands. Ísinn var í gær um 20 sjómílur (37 km) frá landi þar sem næst var. Meðfylgjandi mynd var tekin úr gervihnetti í fyrradag, myndir í gær voru ógreini- legri vegna skýja og myrkurs. Ingibjörg sagði að afar mikil ís- myndun hefði átt sér stað á Græn- landssundi og norðar undanfarnar vikur. „Innan hafísbreiðunnar eru borgarísjakar úr Grænlandsjökli og einnig stórir hafísflekar frá fjörðum Austur-Grænlands. Næstu daga ætti ísinn að færast heldur frá landi en fylgjast verður vel með ísnum á næstunni vegna sjófarenda.“ Ljósmynd/Guðni Jónsson Fiskað í hafís Guðni Jónsson, yfirvélstjóri á Baldvini Njálssyni GK, tók mynd af Þerney RE að toga innan um ísinn í fyrradag. Í baksýn er tignarlegur borgarísjaki sem lónar innan um lagnaðarísinn. Darraðardans við hafís á Halanum  Hafísinn var um 20 sjómílur frá landi í gær  Nú er kominn óvenju mikill hafís miðað við árstíma Mynd MODIS/NASA greind á Jarðvísindastofnun, lögsögumörk Landmælingar Íslands Hafísinn Ísinn er um 20 mílur frá landi og kominn inn fyrir lögsögumörkin sem sýnd eru á myndinni. Mörk hafíssins er teiknuð með hvítri línu. Samninganefnd Starfsgreinasam- bandsins (SGS) ákvað í gær að vísa kjarasamningsviðræðum til ríkis- sáttasemjara. SGS hefur ákveðið að kalla saman aðgerðahóp, en Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, segir menn þurfa að huga að aðgerðum ef viðræður dragist framyfir áramót. Samninganefnd SGS átti fund í gær með Samtökum atvinnulífsins. Lítill árangur varð af fundinum. „Samtök atvinnulífsins vilja ekki ræða við okkur um krónutöluhækk- un. Það varð til þess að það slitnaði upp úr sameiginlegum viðræðum í gær. Við leggjum áherslu á blandaða leið, að laun hækki bæði um krónutölu og um prósentur. Það kemur okkar fólki best. Þeir vilja bara tala um prósentur og við erum ekki að tala um það háar pró- sentur að hækkun- in verður lítil þeg- ar hún leggst við lægstu launin. Það ber því of mikið á milli og við viljum fá einhvern til að stjórna viðræðum,“ sagði Björn í samtali við mbl.is Björn segir að SGS sé búið að skipa aðgerðahóp. Hann sé að fara yfir stöðuna og hvar helstu sóknarfæri séu í sambandi við aðgerðir ef viðræð- ur dragist framyfir áramót. Í tilkynningu frá SGS segir að lögð hafi verið til blönduð leið og að lægstu laun myndu hækka um 20.000 krónur. Því hafi SA hafnað. Í kjölfarið ákvað samninganefnd Starfsgreinasam- bandsins að freista þess að fara í við- ræður við SA í samfloti við önnur landssambönd undir hatti samninga- nefndar ASÍ. „Nú er komið í ljós að SA leggst ennþá eindregið gegn til- raunum til að hækka lægst launaða fólkið á vinnumarkaði með krónutölu- hækkunum og við það getur hvorki samninganefnd ASÍ né samninga- nefnd SGS unað,“ segir í tilkynningu. Viðræður til sáttasemjara  Starfsgreinasambandið vill blandaða leið krónu- og prósentuhækkunar  Lítill árangur af fundi með SA Björn Snæbjörnsson Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að vísa til Alþingis frumvarpi Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur innanríkisráðherra um breytingu á lögum um nauðung- arsölu. Frumvarpið er liður í þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin kynnti um nýliðna helgi vegna skulda- vanda heimilanna. Gert er ráð fyrir að tillögurnar verði komnar til framkvæmda um mitt árið 2014. Því hefur innanrík- isráðherra lagt fram frumvarp sem felur í sér að nauðungarsölum verður frestað fram yfir mitt næsta ár. Þannig gefst almenningi kostur á að meta þau áhrif sem aðgerðirnar hafa á skuldastöðu viðkomandi og eftir þörfum óska eftir því að nauðungarsölu- aðgerðum verði frestað fram yfir 1. júlí 2014. Í tilkynningu frá innanríkis- ráðuneytinu er tekið fram að frumvarpið feli ekki í sér sjálf- virka frestun á nauðungarsölu, heldur þurfi gerðarþoli að óska eftir slíkri frestun. Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram á Alþingi á næstu dögum. Hagsmunasamtök heimilanna sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem framtaki innanrík- isráðherra var fagnað. Nýtt frumvarp frestar nauðungarsölum í hálft ár Hanna Birna Kristjánsdóttir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt lögreglumann sem var ákærður fyrir líkamsárás vegna handtöku á Laugavegi í júlí sl. Lögreglumaðurinn var dæmdur til greiðslu 300.000 króna sektar fyrir að hafa farið offari við hand- tökuna og beitt meira valdi en nauðsyn bar til. Hann var jafn- framt sakfelldur fyrir líkamsárás í opinberu starfi. Ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur lögreglumanninum fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi í ágúst sl. Myndband af lögreglumanninum handtaka konu í miðborg Reykja- víkur í júlí fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Í kjölfarið var hann leystur frá störfum. Við aðalmeðferð málsins sagði lögreglumaðurinn að um fumlausa handtöku hefði verið að ræða. Í október var konan dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hrækja á lögreglumanninn sem handtók hana. Konan játaði ský- laust brot sitt. Samkvæmt niðurstöðu dómsins mátti lögreglumanninum vera ljóst að konan væri svo ölvuð að hún myndi ekki veita mikla mótspyrnu. Því hefði ekki verið nauðsynlegt að snúa hana niður. „Þetta er þess eðlis að það er nauðsynlegt að fá endurmat. Dómurinn er þannig og röksemdafærsla dómarans er afar hæpin,“ segir Grímur Hergeirsson, lögmaður lögreglumannsins. Hann segir að tekið sé fram í dómnum að lögreglumaðurinn hafi beitt réttmætum aðferðum. Hins vegar segi að honum hafi mátt vera ljóst að konan var svo ölvuð að hún myndi ekki veita mikla mótspyrnu. Grímur telur að þetta hljóti að þýða breytt vinnubrögð hjá lögreglu þegar glímt er við ölv- að fólk. Lögreglumenn megi ekki búast við því að mjög ölvað fólk, hvort sem það er karl eða kona, veiti mótspyrnu. Lögreglumaður sakfelldur  Þótti hafa farið offari við handtöku síðastliðið sumar Handtaka Myndband náðist af handtöku konunnar í miðbænum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.