Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 341. DAGUR ÁRSINS 2013 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Stundaði kynlíf með sjúklingi 2. Vændiskonur staðgenglar … 3. Lögreglumaður sakfelldur 4. Leiðréttingin ávísun á vonbrigði  Norræn kvikmyndagerð hlaut sér- stök heiðursverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Marrakech í Marokkó 4. desember sl. Á hátíðinni var fjöldi kvikmynda frá Norðurlönd- unum sýndur og tók einn leikstjóri frá hverju landi við hinum sameig- inlegu verðlaunum, Dagur Kári Pét- ursson fyrir Íslands hönd. Bandaríski leikstjórinn Martin Scorsese var forseti dómnefndar há- tíðarinnar og fór fögrum orðum um norræna kvikmyndagerð í opnunar- ræðu sinni. Þrjár íslenskar kvikmynd- ir voru sýndar á hátíðinni, 101 Reykja- vík eftir Baltasar Kormák, Nói albínói eftir Dag Kára og Borgríki eftir Ólaf Jóhannesson. Af einstökum gestum hátíðarinnar má nefna kvikmynda- stjörnurnar Noomi Rapace, Marion Cotillard og Mads Mikkelsen og leik- stjórann Susanne Bier. Morgunblaðið/Kristinn Dagur Kári tók við heiðursverðlaunum  Hinir ástsælu Spaðar halda tón- leika í kvöld kl. 22 á Café Rosenberg. Hljómsveitin varð þrítug á árinu og fagnaði því með útgáfu hljómplöt- unnar Áfram með smjörið. Í kvöld munu Spaðar m.a. leika lög af plöt- unni og þ. á m. „Þorláksmessukall“, fyrsta og eina jólalag hljómsveit- arinnar sem fjallar um hlutskipti þeirra sem eru undir áhrifum og lykta af skötu á Þorláksmessu, eins og Spaðar lýsa því. Spaða skipa Guð- mundur Andri Thorsson, Guðmundur Ingólfsson, Aðalgeir Arason, Þorkell Heiðarsson, Magnús Haralds- son, Guðmundur Pálsson og Sig- urður G. Val- geirsson. Feriltónleikar og jólalag hjá Spöðum FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 15-23 m/s og snjókoma um landið sunnanvert, hvassast syðst. Dregur úr vindi og úrkomu sunnanlands eftir hádegi. Austan 10-18 m/s í kvöld. Frost 0 til 10 stig síðdegis, mildast syðst. Á sunnudag Suðaustan 10-20 m/s með snjókomu en síðan slyddu eða jafnvel rigningu sunnan- og vestantil en úrkomulítið norðaustantil fram eftir degi. Snýst í suðvestanátt með éljum vestantil um kvöldið. Minnkandi frost, en hiti 1 til 4 stig með suðurströndinni. Mikið var um dýrðir í Costa do Sauipe í Brasilíu í gær þar sem dregið var í riðla fyrir heimsmeistarakeppnina í fótbolta sem fram fer þar í landi á næsta ári. Heimamenn leika upphafs- leikinn gegn Króatíu sem komst á HM með því að leggja Ísland í umspili, Englendingar eru í erfiðum riðli með Úrúgvæ og Ítalíu og Aron Jóhannsson mætir Cristiano Ronaldo. »1 Riðlarnir fyrir HM í Brasilíu klárir „Þetta hefur verið mikið æv- intýri hjá okkur síðan í haust,“ segir Alexander Stef- ánsson, blakmaður hjá sænska liðinu Göteborg Unit- ed, en hann og Ingólfur Hilm- ar Guðjónsson úr Íslands- meistaraliði HK á síðasta vori gengu til liðs við sænska liðið í byrjun október. Liði Göte- borg United hefur gengið flest í haginn og er þegar komið upp um deild. »4 Mikið ævintýri síð- an í haust Flest bendir til þess að landsliðs- markvörðurinn Guðbjörg Gunn- arsdóttir gangi í raðir þýska stórliðs- ins Turbine Potsdam. Guðbjörg æfði með liðinu í vikunni og fékk þau skilaboð frá forráðamönnum félags- ins að samningstilboð væri á leiðinni til hennar. Skrifi Guðbjörg undir samn- inginn mun hún ganga í raðir Potsdam í janúar og semja til eins og hálfs árs. »3 Guðbjörg fer líklega til eins besta liðs í heimi Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þú ert nú meiri jólasveinninn,“ er kunnugt orðatiltæki en sennilega hafa fáir fengið að heyra það eins oft og Hurðaskellir og Stúfur eða öðru nafni Magnús Ólafsson leikari og Þorgeir Ástvaldsson, útvarps- maður á Bylgjunni. Félagarnir hafa verið í jólasveina- bransanum í áratugi en byrjuðu saman 1982. „Við tókum við sem jólasveinar af Ómari Ragnarssyni, þegar hann sagðist ekki nenna þessu lengur,“ segir Magnús. Þor- geir bætir við að Ómar hafi verið í allt of mörgum hlutverkum í leikriti lífsins og beðið Gáttaþef að halda sig til hlés. „Þá stukkum við fram á sjónarsviðið.“ Handteknir 1982 Magnús segir að byrjunin hafi ekki lofað góðu. „Fyrsta árið ætl- uðum við að fara niður á Alþingi og gefa þingmönnunum epli,“ rifjar hann upp. „Það endaði með því að þangað komu tveir lögreglubílar og átta lögregluþjónar og ég var hand- tekinn.“ Þorgeir segir að hann hafi komist undan á hlaupum og komið sér upp í Útvarpshús á Skúlagöt- unni. „Ég náði varla andanum þegar Jón Múli Árnason kom og spurði frétta. Honum þótti sagan góð, breytti fréttatímanum og hóf lest- urinn með fyrstu frétt: „Sá fáheyrði atburður gerðist í Reykjavík nú laust eftir hádegið að þingverðir létu handtaka jólasveina …“ Félagarnir hafa skemmt víða saman og meðal annars gefið út þrjár jólaplötur. „Vinsælasta platan er Stúfur og Hurðaskellir staðnir að verki,“ segir Þorgeir. Þegar jólasveinar eru annars veg- ar hafa Magnús Ólafsson og Þorgeir Ástvaldsson alltaf komið fram sem Hurðaskellir og Stúfur. „Okkur fannst vaxtarlagið á okkur vera þannig, þegar við byrjuðum, Þor- geir svona lítill og ég svona stór og mikill, þegar ég var sem stærstur,“ segir Magnús. „Þetta eru miklar andstæður,“ segir Þorgeir. „Hurða- skellir er stórtækur í öllu, klaufi og hefur hátt, en Stúfur er samn- ingalipur og laginn og kemur ýmsu í kring. Hann er líka fljótari að hlaupa.“ Magnús áréttar að það sé mjög krefjandi að vera jólasveinn og þeir vandi vel til verka með vandaðri dagskrá. „Sumar helgar höfum við verið á fjórum til átta jólaböllum. Ein jólin stakk Þorgeir upp á því að við hefðum fugladansinn. Þá var Þorgeir með nikkuna uppi á sviði og ég sendur út í sal að dansa fugla- dansinn. Ég var rosalega feitur og mikill og var alveg búinn, að ég tali ekki um eftir átta skemmtanir sömu helgina. Þetta tók rosalega á en við gerum þetta alltaf af fullum krafti.“ Ekkert stöðvar jólasveinana  Magnús og Þorgeir saman í yfir þrjátíu ár Morgunblaðið/Ómar Alltaf vinsælir Þorgeir Ástvaldsson með nikkuna og Magnús Ólafsson þekkja Stúf og Hurðaskelli manna best. Þegar Þorgeir var í Mennta- skólanum í Reykjavík leitaði hann til fjalla með Gísla Baldri Garðarssyni, skólabróður sínum, til að bæta fjárhaginn. Síðan lá Stúfur í dvala í um áratug áður en hann tók aftur upp fyrri iðju. Í yfir 30 ár hefur Þorgeir sem Stúfur dreift jólapökkum á að- fangadag. Einu sinni mætti hann í barnaboð og ætlaði inn í húsið um þakglugga. „Ég var með full- an poka af pinklum og litla harmoniku á bakinu, en þegar ég náði þakbrúninni fauk stiginn og ég hékk á rennunni. Það varð mér til lífs að nágranni átti leið hjá og bjargaði mér.“ Öðru sinni hafði Stúfur boðað komu sína til vinar síns og mætti á tilteknum tíma. Hann bankaði án afláts en engin viðbrögð. Hann bankaði fastar og tók þá eftir hreyfingu innanhúss. „Ég tók í hurðina og hristi hana. Þá var opnað var- færnislega og ég sá fimm eða sex manna indverska fjölskyldu nær dauða en lífi af hræðslu. Þetta fólk hafði aldrei séð jóla- svein en vinur minn hafði gleymt að segja mér að hann væri flutt- ur.“ Indverjar nær dauða en lífi STÚFUR HEFUR STAÐIÐ Í STRÖNGU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.