Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Orkustofnun hefur veitt Landsneti leyfi til að leggja og reka Suðurnesja- línu 2, línu sem liggur að mestu sam- hliða núverandi línu á milli Hafnar- fjarðar, Reykjanesbæjar og Grindavíkur. Forstjóri Landsnets reiknar með að undirbúningur fram- kvæmda hefjist um leið og heimild til eignarnáms fæst. Suðurnesjalína 2 er 220 kV loftlína sem mun fyrst um sinn verða rekin á 132 kV spennu. Hún mun í framtíð- inni leysa af gömlu Suðurnesjalínu. Tilgangur framkvæmdarinnar er að auka afhendingaröryggi raforku til notenda á Reykjanesi. Hún mun einnig tengja núverandi og væntan- legar virkjanir á Reykjanesskagan- um við raforkukerfi landsins. Orkustofnun setur það skilyrði fyr- ir leyfi sínu að Landsnet setji fram áætlun um vöktun á áflugshættu fugla á raflínur á þremur stöðum, meðal annars við Fóelluvötn og Snor- rastaðatjarnir. Línurnar verði merkt- ar í þeim tilgangi. Jarðstrengir óhagkvæmari Í athugasemdum sem bárust í um- sóknarferlinu komu fram kröfur um að lagður yrði jarðstrengur á hluta leiðarinnar. Orkustofnun tekur undir rök Landsnets um að jarðstrengur sé óhagkvæmari en loftlína, miðað við 220 kV línu, og telur hvorki að umhverfissjónar- mið né annað í forsendum fram- kvæmdarinnar réttlæti þann kostnaðarauka. Landsneti tókst ekki að semja við alla landeigendur á Vatnsleysuströnd um heimildir til að leggja línuna. Í febrúar óskaði fyrirtækið eftir heim- ild atvinnuvegaráðherra til að taka eignarnámi það land sem ekki samd- ist um, meðal annars land Vatnsleysu og Landakots. Sú beiðni liggur óaf- greidd í ráðuneytinu og mun hafa verið beðið eftir niðurstöðu Orku- stofnunar um leyfi til að leggja lín- una. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, reiknar með að undirbún- ingur framkvæmda hefjist um leið og heimild til eignarnáms fæst. Vonast hann til að útboð geti farið fram í vet- ur og framkvæmdir hafist næsta sumar. Þeim myndi þá lokið á árinu 2015. helgi@mbl.is Beðið eftir heimild til eignarnáms  Veitt leyfi til að leggja Suðurnesjalínu Þórður Guðmundsson Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is SIEMENS Þvottavél WM 12B261DN Jólaverð: 104.900 kr. stgr. SIEMENS Þurrkari WT 44B5E0DN Jólaverð: 129.900 kr. stgr. BOSCH Matvinnsluvél MCM 2054 Jólaverð: 10.900kr. stgr. BOSCH Töfrasproti MSM 67PE Jólaverð: 14.700kr. stgr. Gigaset símtæki A120 Jólaverð: 5.310 kr. stgr. Stavanger Gólflampi Jólaverð: 14.900 kr. stgr. Stavanger Vegglampi Jólaverð: 6.900 kr. stgr. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Starfshópur á vegum forsætisráðu- neytisins hefur lagt fram tillögu um að opinberum gjöldum á aðfluttar vörur í póstþjónustu undir 2.000 krónum verði aflétt. Ef farið væri eftir tillögu hópsins myndi Ísland verða síðasta landið á EES-svæðinu til þess að samþykkja sambærilegar reglur. Tillöguna er að finna í skýrslu sem hópurinn lét frá sér í vikunni. „Kjarninn í þessum tillögum hópsins er að ríkið aflétti opinberum gjöldum af lágverðmætasendingum, til þess að Íslandspóstur verði ekki fyrir um- sýslukostnaði og þurfi ekki að rukka neytendur um hann. Þar með spar- ast neytendum bæði tími og pening- ar,“ segir Gísli Tryggvason, fráfar- andi talsmaður neytenda. Til þessa hafa neytendur mátt greiða aðflutningsgjöld af öllum upp- hæðum. Í ofanálag hefur Íslands- póstur rukkað umsýslugjald að upphæð 550 krón- ur fyrir einstak- linga og 3.500 krónur ef viðtak- andi er lögaðili. Fram kemur í skýrslu hópsins að Íslandspóstur hafi afgreitt 27.732 sendingar með tollverð upp að 2.000 krónum árið 2012. Tæpar 12 milljónir króna innheimtust í aðflutningsgjöld fyrir svo lágar upphæðir en rúmar 15 milljónir króna í umsýslugjald. Kostnaðarsamt samfélaginu Ýmis rök eru tiltekin til stuðnings niðurfellingu á gjöldunum undir 2.000 krónum. Er þar meðal annars tekið fram að hefð sé fyrir slíkri nið- urfellingu í öðrum löndum. Þá séu ekki tekin aðflutningsgjöld ef um er að ræða hraðsendingu til virðisauka- skattsskyldra aðila undir 2.000 krón- um. Eins eru færð rök fyrir því að innheimta svo lágra gjalda sé kostn- aðarsöm fyrir samfélagið auk þess sem það tefur fyrir móttöku vara hjá neytendum. Þá er það nefnt að ekki séu innheimt aðflutningsgjöld á þá sem kaupa sambærilega vöru er- lendis og því þurfi að skapa jafnræði á milli þeirra sem kaupa vöru í póst- verslun hérlendis annars vegar og á erlendum vettvangi hins vegar. Seg- ir í skýrslunni að áhrif á innlenda verslun séu óveruleg. Kemur þar fram að fulltrúar Neytendasamtak- anna og talsmanns neytenda hafi mælst til þess að þröskuldurinn yrði hærri. Þannig mætti veita íslenskum verslunum mikilvæga samkeppni. Er meðal annars bent á það að í Nor- egi er ekki tekið gjald ef verðmætið er undir um 4.000 kr. Kom fyrst upp árið 2008 Að sögn Gísla Tryggvasonar á málið rætur að rekja til ársins 2007 en það kom á borð fjármálaráðu- neytisins í ágúst 2008. Ekkert varð úr áformum í kjölfar efnahagshruns. Málið var svo tekið upp að nýju í október í fyrra en samráðshópur kom saman í apríl. „Ég sé fyrir mér að þetta eigi við um allan löglegan innflutning nema áfengi, tóbak og lyf. Meðal annars bækur, tónlist, föt og kvikmyndir, svo dæmi sé nefnt,“ segir Gísli sem lætur af embætti Umboðsmanns neytenda öðrum hvorum megin við helgi. Verða verkefni sem voru á herðum embættisins hjá Neytenda- stofu hér eftir. Gjöldum á póstsendingar verði aflétt Morgunblaðið/Kristinn Aflétt Lögð er til aflétting á aðflutningsgjöldum á vörur undir 2.000 kr.  Starfshópur leggur til að aðflutningsgjöldum á póstsendingar undir 2000 kr. verði aflétt  Ísland yrði síðasta landið á EES-svæðinu til að samþykkja afléttingu gjalda  Myndi ná yfir bækur, föt og tónlist Gísli Tryggvason Morgunblaðið/Golli Stígamót afhentu í gær viðurkenningar til sjö aðila vegna framlags þeirra í baráttunni gegn kynferðisof- beldi. Þeir sem voru heiðraðir voru Erna Agnarsdóttir og María Haraldsdóttir, fréttaskýringaþátturinn Kast- ljós, Hildur Fjóla Antonsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Stefán Ingi Stefánsson hjá Unicef, vefmiðillinn Knúzið, Theodóra Þórarinsdóttir og Bryn- hildur Björnsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir fyrir forvarnarátakið Fáðu já. Þá var í gær formlega stofnaður Sannleikssjóður Stíga- móta en stofnfé sjóðsins, 100 þúsund krónur, var gjöf ónefndrar konu sem sagði m.a. þetta í bréfi til samtak- ana: „Ég er fulltrúi þeirra sem er bæði ljúft og skylt að láta fé af hendi rakna til þess að standa vörð um kyn- frelsi kvenna, frelsið til að greina frá reynslu sinni og afleiðingum ofbeldis.“ Stígamót heiðra baráttufólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.