Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Um daginn las ég grein á netinu þar sem greint var frá því að svínshausum hafði verið dreift um lóð sem múslimum í Ís- landi hafði verið út- hlutað af borginni til að byggja mosku á. Burtséð frá þeim við- bjóði sem ég fann fyr- ir við að lesa þá grein leiddi lesturinn mig inn á facebook- síðu Mótmælum mosku á Íslandi og þá brotnaði ég niður. Ég hef alla tíð talið mig heppna að hafa alist upp í því fallega, litla samfélagi sem Ís- land er, því hér eru ekki þau átök á milli mismunandi trúar- bragða eða kynþátta, sem ég hef kynnst á ferðalögum mínum um heiminn. Það var enginn á Íslandi þeg- ar landnám var, við stálum ekki landinu af neinum eins og í mörgum öðrum löndum og samfélagsleg barátta kynþátta hef- ur ekki markað jafnstór spor í sögu Íslands og annars staðar. Það hafa ekki verið nógu stórir hópar til að stofna til átaka innan þessa litla samfélags vegna trúar. Þeir trúarhópar sem hafa sest að hér á landi eru margir og ólíkir. Þeir hafa ekki haft nein áhrif á hið dag- lega líf „hinna“ Íslendinganna og í þetta skipti læt ég hina endalausu umræðu um aðskilnað ríkis og kirkju algjörlega í friði. Það að fólk, sem býr í landi þar sem glæpatíðni er fáránlega lág í augum heimsins, þar sem stríð er eitthvað sem gerist í útlandinu og þar sem Gay Pride-gangan er fjöl- skylduhátíð, vilji búa til átök vegna sinnar eigin heimsku, óskil- greindrar reiði eða einfaldlega út af leiðindum er mér hulin ráðgáta. Ísland er með mjög strangt regluverk þegar kemur að innflytj- endum og ekki er samasemmerki milli þess að byggja mosku og þess að hundruð öfgasinnaðra múslima muni leggja land undir fót og setja stefnu sína á Ísland því hér sé svo gott að hefja heilagt stríð. Þeir at- burðir sem við höfum séð tengda íslam á Norðurlöndunum hafa ekki snert íslenskt samfélag og nokkrir múrsteinar munu ekki breyta því. Þetta er spurning um að trúar- hópur, sem hefur verið búsettur á Íslandi í mismörg ár og hefur iðkað sína trú í friði og ró án nokkurra vandræða, vill fá að nýta sér þann rétt sem er hluti af stjórn- arskrárbundnum rétti til trúfrelsis og rétt til að hafa aðsetur til þeirr- ar trúiðkunar. Undanfarin ár finnst mér ég hafa séð hatur aukast í Evrópu gagnvart mismunandi minni- hlutahópum og við skulum ekki gleyma að á Íslandi er þetta mikill minnihlutahópur. Til dæmis um slíkt má nefna Gyllta dögun í Grikklandi sem er í grunninn byggð á hugmyndafræði nýnasista. Þetta virðist í mínum augum að mestu leyti hafa að gera með efna- hagskreppu heimsins. Þegar allt er í góðu og „allir“ eiga pening fara ríkisstjórnir úti í heimi í stríð. Þeg- ar peningarnir síðan „hverfa“ leit- ar fólk að einhverju til að beina reiði sinni að, oft án þess að vita nákvæmlega af hverju reiðin bein- ist þangað. Ekki gleyma að það var hvíta, kristna fólkið sem setti okk- ur á hausinn og það er nú ekki eins og innflytjendur séu að stefna Ís- lendingum í útrýmingarhættu. Það má færa rök með og á móti því hvort mótmæli gegn byggingu mosku á Íslandi eigi rætur sínar að rekja til kreppunnar en við þurfum ekki nema að fletta næstu sögubók til að sjá tengslin milli efnahags- lægðar á síðustu öldum og haturs. Þurfum við ekki að fara að læra af sögunni? Af hverju að hata þegar það er ekkert til að hata? Af hverju að segja hreint „nei“ út af hlutum úti í heimi sem múslímar á Íslandi hafa ekki stjórn á? Auðvitað megum við vera reið út af ástandinu í landinu en það var nú ekki múslimum að kenna. Viljum við virkilega fara að feta í fótspor þýsku þjóðarinnar sem átti svo erfitt og vildi svo ota fingri að einhverjum að það leiddi hana til að styðja við bakið á Hit- ler? Erum við á okkur litla, örugga landi svo tilbúin til að hata að við ætlum að beina því að einhverju sem er „auðvelt“ að hata í staðinn fyrir að stíga skref til baka og hugsa: Ef ég sýni hatur mitt með orðum og „like-um“ á facebook, hvar munu börnin mín hata? Og er ég þá ekki að ala upp kynslóð sem verður holdgervingur þess sem ég kýs að hata núna? Mótmælum mosku á Íslandi? Eftir Rannveigu Rúnu Guðmunds- dóttur Saari Rannveig Rúna Guð- mundsd. Saari »Ég hef alla tíð talið mig heppna að hafa alist upp í því fallega, litla samfélagi sem Ís- land er. Höfundur er matreiðslumaður og listakona. Núvitund er ástand þar sem maður hefur athygli í núinu á opinn og virkan hátt. Núvit- und snýst um að vakna til vitundar og taka eftir öllu því sem við sjáum, heyrum, brögð- um á og snertum. Hér fyrir neðan eru nokkr- ar æfingar sem hægt er að gera til að efla núvitund sína: 1. Kaffi- eða tedrykkja Flest drekkum við kaffi eða te daglega án þess að hugsa. Breyttu því í dag. Byrjaðu á því að finna kaffibolla og taktu eftir handfang- inu, stílnum, hvernig hann er á litinn o.s.frv. Taktu eftir ilminum og hlust- aðu á kaffivélina eða teketilinn sjóða vatnið. Finndu gufuna streyma upp þegar þú hellir í bollann og taktu eft- ir lyktinni af hunanginu sem þú hrærir saman við drykkinn þinn. Finndu hvernig þú heldur á boll- anum og hvernig munnurinn bíður eftir fyrsta sopanum. Taktu eftir bragðinu og finndu hitann í kokinu og drykkinn renna niður melting- arveginn. 2. Uppvaskið Eftir kaffibollann daginn áður er komið að uppvaskinu, sem er frábær leið til að vekja skynfærin til vit- undar. Taktu eftir hljóði vatnsins þegar þú skrúfar frá krananum. Leyfðu höndunum að hreyfast í heita vatninu, taktu inn lyktina af uppþvottaleginum og handfjatlaðu hvern bolla og disk fyrir sig. Taktu eftir áferðinni og gefðu þér tíma til að hreinsa hvern einasta hlut í fullri vitund. 3. Kyrrð þagnarinnar Finndu stað þar sem þú getur ver- ið fyllilega laus við símann, tölvur, sjónvarpið, útvarpið og samtöl ann- arra. Komdu þér þægilega fyrir og hringdu síðan bjöllu. Hlustaðu á tón- ana fjara út og leiða þig inn í djúpa þögnina. Vertu meðvitaður/-vituð um andardráttinn og finndu hvernig hugurinn hægir á sér. Taktu eftir hugsunum þínum þegar þær birtast og settu þær síðan til hliðar. 4. Appelsínan Haltu á appelsínu og taktu eftir áferð hennar og þyngd. Hugsaðu um fræin, sólina og rigninguna sem leiddu til þess að appelsínan varð til. Taktu börkinn af og finndu ilminn. Skiptu appelsínunni í smærri bita og kreistu nokkra dropa á tunguna; finndu hvernig tungan bregst við. Bíttu í appelsínubita og finndu hvernig bitinn kremst í munninum. Borðaðu appelsínuna hægt og í fullri vitund. 5. Andardrátturinn Gefðu þér tíma til að njóta gjafar andardráttarins. Komdu þér vel fyr- ir á rólegum stað, leggstu á bakið, settu hendurnar á magann og and- aðu hægt og rólega inn um nefið og út um munninn. Beindu athyglinni að önduninni og fylltu lungun af eins miklu súrefni og hægt er með því að anda djúpt inn, alveg niður í maga. Finndu hvernig brjóstkassinn lyftist og þenst út. Að lokum er gott að huga að þess- um fallegu orðum Sigurbjörns Þor- kelssonar: Vertu á meðan þú ert því það er of seint þegar þú ert farinn. Að efla núvitund sína Eftir Ingrid Kuhlman Ingrid Kuhlman »Núvitund snýst um að vakna til vitundar og taka eftir öllu því sem við sjáum, heyrum, brögðum á og snertum. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. ÍSLENSK HÖNNUN ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA ÁLAFOSS Álafossvegur 23, Mosfellsbær Opið: Mánud. - Föstud. 09:00 - 18:00 Laugard. 09:00 - 16:00 www.alafoss.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.