Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 ✝ Brynjar Bald-ursson, Baader- og viðgerðarmaður, Hvammi, Djúpa- vogi, fæddist að heimili sínu Hvammi, Djúpa- vogi, 17. janúar 1963. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 27. nóvember 2013. Foreldrar Brynjars eru Bald- ur Sigurðsson, sjómaður frá Djúpavogi, f. 9. júní 1937, og Stella Sigurbjörg Björgvins- dóttir, húsmóðir frá Seyðisfirði, sínum á Blika SU-84 frá 1981 og réru þeir feðgar saman nokkur sumur. Á haustin vann hann allt- af í sláturhúsinu og þá aðallega við fláningu. Brynjar var líka í um tvö ár á Mánatindi SU-95 frá Djúpavogi með Hermanni Har- aldssyni. Um 1987 kaupa þeir bræður, hann og Auðunn, Báru SU- 184 og gerðu þeir hana út til ársins 1990. Frá árinu 1990 til 2006 starfaði Brynjar hjá Smá- stáli ehf., hjá Karli Jónssyni mági sínum við járnsmíðar og vélaviðgerðir og smíðaði Brynj- ar ófá þvottakerin og ýmis fisk- vinnslutæki úr ryðfríu stáli. Frá árinu 2006 og til dauðadags starfaði hann sem Baader- og viðgerðarmaður hjá Vísi á Djúpavogi. Útför Brynjars fer fram frá Djúpavogskirkju í dag, 7. desem- ber 2013, og hefst athöfnin kl. 14. f. 2. október 1939. Systkini Brynjars eru: Björg, f. 7.4. 1958, Sigurður, f. 14.11. 1959, d. 15.9. 1973, Sólveig, f. 19.11. 1960 og Auð- unn, f. 5.12. 1964. Brynjar ólst upp á Djúpavogi og vann þar alla sína ævi. Hann lauk grunnskólanámi við Djúpavogsskóla. Ungur að árum byrjaði hann að vinna í frystihúsi Búlandstinds og eftir grunnskól- ann fór hann fljótlega að stunda sjómennsku. Fyrst með föður Elsku bróðir og minn besti vinur, það er margs að minnast þegar ég lít yfir farinn veg hjá okkur. Á unglingsárunum brölluðum við ótrúlega margt saman og mörg prakkarastrikin fram- kvæmd, með Kalla strandara og fleiri strákum. Ég man þegar við vorum með dúfur og gæsir í klettunum rétt fyrir ofan Hvamm og Brimnes. Þá fórum við í marga túra á mótorhjólun- um okkar, þú á Suzukinum þín- um. Eitt af okkar aðaláhugamálum frá því að við vorum smápollar var alls kyns veiðimennska. Fór- um við mikið í árnar í kringum Djúpavog og veiddum vel. Þá höfðum við líka mjög gaman af skotveiði og fórum mikið til rjúpna sem og á gæsaveiðar. Eitt það skemmtilegasta sem við gerðum saman, brói, var þeg- ar við keyptum okkur trillu sam- an, Báruna SU-184. Við beittum saman allar línur niður í beitn- ingaskúr, rérum svo á haf út og veiddum steinbít. Oft fiskaðist ótrúlega vel hjá okkur. Aðaláhugamál okkar í seinni tíð voru steinarnir, að fara og leita að þeim, bera þá heim af fjalli og síðan að vinna þá. Oft ræddum við við Ara Guðjónsson og fengum góðar ráðleggingar hjá honum um staði til að leita á. Uppáhaldssagan mín er þegar við fundum stóra steininn hjá Kelduskógum fyrir nokkrum ár- um. Eftir að við grófum steininn upp drógum við hann á trefja- plasthúddloki í þrjá daga niður að bílnum. Oft á þeirri leið var ég við það að gefast upp, en þú sagð- ir að það kæmi ekki til greina og við héldum áfram. Þegar við vor- um búnir að draga hann alla leið niður fórum við út á Djúpavog og náðum í aðstoð til að koma hon- um upp á pickup-inn. Þá var bara einn maður sem kom til greina, það var jaxlinn sjálfur, Kalli strandari. Úti á Djúpavogi vigt- uðum við steininn og vó hann 460 kg. Þú varst ótrúlega vandvirkur og handlaginn við að smíða ýmsa hluti og græjur sem tengdust steinunum. Sumt af því hélt ég að væri ekki hægt að búa til, en það gast þú. Þú stóðst alltaf með mér í öllu, varst mín stoð og stytta. Takk fyrir allt, elsku brói. Ég vil að lokum koma fram kæru þakklæti til allra starfs- manna fjórðungssjúkrahúsanna á Akureyri og í Neskaupstað fyr- ir hlýju og góða umönnun í veik- indunum þínum. Auðunn bróðir. Mig langar í nokkrum orðum að minnast mágs míns, Brynjars Baldurssonar, sem dó langt um aldur fram þann 27. nóvember sl. úr krabbameini. Brynjari kynntist ég sumarið 1980 og þá gómaði Sólveig systir hans mig í þokunni. Brynjar vann ýmis störf, en síðustu 23 árin vann hann við járnsmíðar, vélaviðgerðir og Baaderstörf. Binni var hógvær, kurteis og grandvar maður. Hann var sífellt starfandi, mætt- ur fyrstur á morgnana og síðast- ur heim á daginn. Frítíminn fór í að saga og slípa steina eða laga hluti fyrir fjölskyldu og vini. Þannig maður var Binni, vildi allt fyrir alla gera, en svo mátti eng- inn gera neitt fyrir hann. Þegar Binni varð fimmtugur fyrr á þessu ári, ætlaði ég að flytja hon- um brag. Hann sagði við mig: „Ef þú verður með einhver fífla- læti í mínu afmæli, þá labba ég út.“ Sem sagt: Braginn flutti ég aldrei. Helstu áhugamálin voru sil- ungs- og laxveiði, eða fara til rjúpna eða á gæs. Aðaláhugamál Binna síðustu árin hefur verið að slípa og saga steina, sem bróðir hans Auðunn hefur safnað að langmestu leyti. Hann átti líka þó nokkra steina sem prýða „Steinasafn Auðuns“, en þarna sannast vel samvinna þeirra bræðra. Auðunn frumkvöðullinn að fara á fjöll og finna þessa eð- alsteina, Binni sagaði steinana, setti þá síðan í ótal tommlur til að fága þá og slípa. Hann gerði mikið fyrir for- eldra sína, lagaði gamlar drátt- arvélar og gerði þær sem nýjar. Smíðaði nokkrar kerrur, allt fyr- ir föður sinn. Hann var einstak- lega natinn við móður sína. „Mamma mín, vantar þig ekki eitthvað?“ var yfirleitt viðkvæð- ið, „á ég ekki að keyra þig upp í búð, eða eigum við að taka rúnt inn á Hamar, já mamma, hvað segir þú um það?“ Svona var Binni alltaf boðinn og búinn að gera greiða. Samband þeirra Stellu og Binna var alveg ein- stakt, lík í skapi og lunderni, blíð og góð, þau eiginlega gátu ekki verið líkari. Skjólbrekka var honum líka kær og ég held varla að það hafi liðið sá dagur að Binni hafi ekki komið við hjá Björgu systur, rétt labbaði inn, fékk sér smábita og var svo farinn á rúntinn, já og með hverjum, auðvitað Auja bróður, hverjum öðrum. Þeir bræður voru ekki einungis bræð- ur, heldur miklu frekar sem tví- burar, svo nánir voru þeir og síð- ast en ekki síst þá voru þeir líka bestu vinir. Flest brölluðu þeir saman, frá því þeir voru pollar. Aui verður aldrei samur mað- ur að hafa misst sinn besta vin og bróður, hvað þá foreldrar hans, systur hans og fjölskyldur þeirra allra. Það verður erfitt að fylla það skarð sem hann skilur eftir. En Brynjar var karlmenni, ekki brotnaði hann niður, þegar hann sagði móður sinni og bróður á Akureyri að hann væri dauðvona, nei ekki Binni, heldur sagði hann: Þið verðið að vera sterk, þetta er bara svona og lífið held- ur áfram hjá ykkur. Já, það er rétt hjá þér, Binni: Lífið heldur áfram hjá okkur, þó það verði aldrei eins og það var, þá verðum við í sameiningu fjöl- skyldur þínar að standa saman og stappa stálinu hvert í annað. Blessuð sé minning þín. Hvíl þú í friði. Magnús, Sólveig og börn. Það var okkur systkinunum mikið áfall þegar við fengum fregnir af því þann 2. október sl. að þú, Binni frændi, hefðir greinst með krabbamein. Frá því að greiningin kom ágerðist sjúk- dómurinn hratt og lífslíkurnar dvínuðu jafnt og þétt. Á rétt tæp- um tveimur mánuðum og eftir hetjulega baráttu hafði hinn ill- vígi sjúkdómur betur. Eins og þín var von og vísa tókst þú á við veikindin af miklu æðruleysi, dróst athyglina frá sjálfum þér og stappaðir stálinu í okkur að- standendurna. Þannig varst þú, tókst ávallt líðan annarra fram yfir þína eigin. Við eigum svo ótrúlega erfitt með að sætta okkur við að þú sért farinn svo snögglega. Það sem styrkir okkur eru allar ljúfu minningarnar um þann góða mann sem þú hafðir að geyma. Okkur systkinunum í Skjól- brekku reyndist þú alltaf ótrú- lega vel. Þú varst einstaklega góðhjartaður, hjálpsamur, fórn- fús og greiðvikinn. Þú gafst okk- ur alla þína athygli og sýndir gjörðum okkar og viðfangsefnum á hverjum tíma ætíð mikinn áhuga. Við hlökkuðum alltaf til að koma heim og kíkja inn í Hvamm til að heilsa upp á ykkur afa, ömmu og Auja. Ófáar stund- irnar áttum við saman við eld- húsborðið í Hvammi þar sem hin ýmsu mál voru rædd. Sérstaklega eru minnisstæðar allar veiðiferðirnar sem þið Aui fóruð með okkur á árum áður inn í Hamarsá, Geithellnaá og aðrar ár í kringum Djúpavog. Oft var veitt vel og í þeim kviknaði áhugi okkar á stangveiði. Á haustin og veturna var svo farið í gæsa- og rjúpnaveiði. Þá varstu duglegur að bjóða okkur á rúntinn í gamla Volvo-inum sem og Benz-anum. Ávallt varstu boðinn og búinn að aðstoða okkur ef við þurftum á einhverri aðstoð að halda. Það var aldrei neitt vandamál, það var bara gengið í hlutina. Í seinni tíð áttu steinar, steinatínsla og svo hið glæsilega steinasafn allan hug ykkar Auja. Allan mögulegan frítíma nýttuð þið í að saga, slípa til steinana og koma þeim svo upp á safninu. Handlagni og ná- kvæmni þín var einstök, sem sýndi sig m.a. í því að þú smíð- aðir sumar vélarnar sem þið notuðuð. Við höfum með miklu stolti borið út góðan hróður safnsins og þeirra glæsilegu steina sem þar er að finna. Þú varst ótrúlega fróður um hvað eina sem við kom steinum. Þeim fróðleik varstu duglegur að miðla áfram til okkar sem og barnanna okkar. Elsku Binni frændi, við þökk- um fyrir allar þær ánægjulegu og notalegu stundir sem við átt- um saman í gegnum tíðina. Við þökkum fyrir alla þá vináttu og þann áhuga sem þú sýndir okk- ur. Þá þökkum við fyrir allt það sem þú kenndir okkur og allt það góða veganesti sem þú skil- ur eftir handa okkur. Þú varst frábær. Sigurborg Ósk, Sigurður, Sólveig og Jón. Það er margt sem kemur upp í hugann nú þegar þú ert farinn frá okkur, elsku Binni. Sama hvað við vorum að gera hverju sinni þá komst þú og varst alltaf tilbúinn að hjálpa okkur. Þú vildir allt fyrir okkur gera. Oft kíktir þú við í Skjól- brekkunni, til að spjalla um daginn og veginn. Þá varst þú duglegur að rúnta með Björgu í fjörurnar til að tína steina. Í gamla daga fórst þú oft með Kalla í mjólkurbílnum til að fara á rjúpna- og gæsaveiðar, áður en þú fékkst bílprófið. Þú varst mikill veiðimaður og varst bú- inn að fara eftir flestum skurð- um í Álftafirðinum. Þú vannst lengi hjá okkur í Smástáli, fyrst á verkstæðinu á Hamri og svo á Djúpavogi. Þú varst fljótur að læra alla skap- aða hluti, t.a.m. rafsuðu þegar við vorum að smíða stokkana og breytingartrektirnar í bílskúrn- um í Skjólbrekkunni. Þú slóst aldrei slöku við, varst handlag- inn, duglegur og nákvæmur. Okkur hefur fundist rosalega gaman að fylgjast með því hvernig steinasafnið hjá ykkur Aua hefur vaxið og dafnað. Við í Skjólbrekkunni eigum þér svo ótrúlega margt að þakka. Það væri efni í heila bók að telja það allt upp. Björg Baldursdóttir og Karl Jónsson (Kalli). Brynjar Baldursson ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is útfararstjóri útfararþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson útfararþjónusta Jón Bjarnason útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson útfararþjónusta G Þorsteinn Elíasson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar móður minnar, ömmu okkar og langömmu, ÓLAFÍU STEFANÍU ÍSFELD, Engihjalla 3, Kópavogi, og sendum starfsfólki hjartadeildar Landspítalans 14 E þakklæti fyrir hlýtt viðmót og góða hjúkrun. T. Sigríður Herbertsdóttir Ísfeld, Guðjón Bjarni Sigurjónsson, Íris Hrönn Sigurjónsdóttir, Guðmundur Ingi Kjerúlf, Rúnar Geir Guðjónsson, Kamilla Kjerúlf, Andri Kjerúlf, Fannar Kjerúlf. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu, dóttur, systur og mágkonu, LINDU KONRÁÐSDÓTTUR, Seljabraut 82, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Karitas og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Magnús Valdimarsson, Sara Barðdal Þórisdóttir, Hákon Víðir Haraldsson, Alexander Úlfur Hákonarson, Konráð Adolphsson, Edda Gunnarsdóttir, Hilmar Konráðsson, Sigrún Bjarnadóttir, Bergur Konráðsson, Inga Lóa Bjarnadóttir. ✝ Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og allan hlýhug við fráfall ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ÞÓRDÍSAR ÞORLÁKSDÓTTUR, Lindargötu 57, Reykjavík, áður til heimilis á Siglufirði, sem lést 16. nóvember. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á A2 á hjúkrunarheimilinu Grund fyrir alla alúð og góða umönnun. Þorlákur Ásgeir Pétursson, Guðrún Helga Skowronski, Ágústa Inga Pétursdóttir, Jónas Hallgrímsson, Þórdís Kristín Pétursdóttir, Þorsteinn Vilhelm Pétursson, Þuríður Bogadóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar og sonar, GAUTA GUNNARSSONAR bónda, Læk, Flóahreppi. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi fyrir einstaka umhyggju og umönnun. Guðbjörg Jónsdóttir, Gísli Gautason, Jón Gautason, Eyrún Gautadóttir, Gunnar Mar Gautason, Sigríður Guðjónsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR PÉTURSDÓTTUR, Bugðulæk 12, Reykjavík. Kærar þakkir til allra þeirra er önnuðust hana í veikindum hennar. Þorsteinn Ólafsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Friðrik Jónsson, Pétur Þorsteinsson, Kristín Ármannsdóttir, Jóna Þorsteinsdóttir, Sveinn Jóhannsson, Heiðdís Þorsteinsdóttir, Pálmi Egilsson, Þorsteinn Ólafur Þorsteinsson, Svana Berglind Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.