Morgunblaðið - 07.12.2013, Side 28

Morgunblaðið - 07.12.2013, Side 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Heimsbyggðin öll hefur grátið frelsishetjuna Nelson Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, frá því að fréttin af andláti hans breiddist út eins og eldur í sinu á fimmtudag. Mandela var einn virt- asti þjóðarleiðtogi sem uppi hefur verið og fyrirmynd fólks um allan heim vegna baráttu sinnar gegn aðskilnaðarstefnunni í heimalandi sínu. Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan heimili Mandela eftir að til- kynnt var um andlát hans til að votta honum virðingu sína, syngja og dansa. Jacob Zuma, forseti Suður- Afríku, segir að opinber minning- arathöfn verði haldin um Mandela í Soweto á þriðjudag. Lík hans mun svo liggja á viðhafnarbörum í höf- uðborginni Pretoríu í þrjá daga áð- ur en það verður flutt til þorpsins Qunu þar sem Mandela ólst upp. Þar fær hann opinbera jarðarför hinn 15. desember. Persónulegur innblástur Desmond Tútú, fyrrverandi erki- biskup Suður-Afríku, minntist vinar síns Mandela í gær. Klökkur lýsti hann Mandela sem „ótrúlegri gjöf“ til suðurafrísku þjóðarinnar sem reis ofar kynþætti og stétt. Hann hafi verið sameiningartákn frá augnablikinu þegar hann yfirgaf fangelsið eftir 27 ára vist. „Hann kenndi okkur ótrúlega lexíu um fyrirgefningu, samúð og sættir,“ sagði Tútú. F.W. de Klerk, síðasti forseti Suður-Afríku á meðan aðskilnaðar- stefnan var enn við lýði, sagðist trúa því að fordæmi Mandela muni lifa og halda áfram að hvetja Suður-Afríkumenn til þess að gera hugsjón hans um einingu kynþátta, réttlæti, mannlega reisn og jafn- rétti fyrir alla að veruleika. Leiðtogar heims hafa sömuleiðis hlaðið lofi á Mandela sem var 95 ára gamall þegar hann lést. Barack Obama, fyrsti þeldökki forseti Bandaríkjanna, lýsti því hvernig Mandela hefði veitt sér persónulegan innblástur. Hans fyrsti pólitíski gjörningur um ævina hafi verið að mótmæla aðskiln- aðarstefnunni í Suður-Afríku. „Ég nam orð hans og skrif. Dag- urinn sem honum var sleppt úr fangelsinu gaf mér innsýn í hvað manneskjur geta áorkað þegar von- in er leiðarljós þeirra en ekki ótt- inn,“ sagði Obama. David Cameron, forsætisráð- herra Bretlands, baðst árið 2006 af- sökunar á þeim mistökum sem Íhaldsflokkur hans hafði gert í við- brögðum sínum við aðskilnaðar- stefnunni í Suður-Afríku. Hann líkti dauða Mandela við bjart ljós sem hefði slökknað í heiminum. „Nelson Mandela var mikilmenni á okkar dögum, goðsögn í lífi og nú í dauða, sönn alþjóðleg hetja,“ sagði hann. „Ljós sem hefur slökknað“  Nelsons Mandela minnst um allan heim í kjölfar andláts hans  Var gjöf til þjóðarinnar  Opinber minningarathöfn á þriðjudag og útför annan sunnudag EPA Virðing Syrgjendur söfnuðust margir saman fyrir framan hús Mandela í Jóhannesarborg þar sem þeir vottuðu leið- toganum sem nú er liðinn virðingu sína með söng og dansi. Mandela verður borinn til grafar 15. desember nk. AFP Fyrirmynd Mandela var dáður og virtur um allan heim. Pakistönsk skóla- börn kveiktu á kertum á minningarstund um suðurafrísku frelsishetjuna. Stormurinn Xa- ver sem gekk yf- ir norðanverða Evrópu frá fimmtudegi olli miklum usla. Að minnsta kosti níu eru látnir auk þess sem hundr- uð þúsunda manna voru án rafmagns eða sátu fastir vegna samgönguraskana af völdum óveðursins. Flugsamgöngur voru í lamasessi víða og sjór flæddi upp á land af völdum veðurofsans og stór- streymis sem fór saman. Kepptust björgunarsveitarmenn við að rýma hafnarsvæði, koma fyrir sand- pokum við síki og gera við mann- virki sem skemmdust í óveðrinu. Flóðin voru þau mestu sem orðið hafa á Bretlandi frá árinu 1953 en þá létust um 2.000 manns í miklum flóðum í löndunum við Norðursjó. EVRÓPA Mannskætt óveður olli miklum usla Á Bretlandi flæddi sjór víða á land. Tunglfarið Yutu sem Kínverjar skutu á loft á mánudag komst á braut um tunglið í gær. Búist er við því að farinu verði lent á tunglinu um miðjan þenn- an mánuð til þess að rann- saka yfirborðið og leita að nátt- úruauðlindum. Takist Kínverjum ætlunarverk sitt verða þeir aðeins þriðja þjóð heims til þess að lenda könnunar- fari á tunglinu á eftir Bandaríkja- mönnum og Sovétmönnum. Kínverjar líta á geimferð- aráætlun sína sem tákn um vax- andi áhrif þeirra á alþjóðavett- vangi og tækniþróun. Markmið þeirra er að koma á fót varanlegri geimstöð fyrir árið 2020 og senda að lokum mannað geimfar til tunglsins. KÍNA Yutu komið á spor- braut um tunglið Farinu skotið á loft á mánudag. Franskir hermenn hófu eftirlitsferð- ir í Bangui, höfuðborg Mið-Afríku- lýðveldisins í gær. Frönsk stjórnvöld sendu meiri herstyrk til landsins á fimmtudag í kjölfar blóðugra átaka sem kostuðu 120 manns lífið í borg- inni eftir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafði gefið grænt ljós á hernaðaríhlutun í landinu. Afrískt friðargæslulið hefur verið að störfum í Mið-Afríkulýðveldinu með umboði SÞ en óttast er að koma muni til fjöldamorða á milli kristinna manna og múslíma. Uppreisnarlið sem styður Franco- is Bozize, fyrrverandi forseta lands- ins, er sagt hafa staðið að baki árás- inni á fimmtudag. Bozize var steypt af stóli í fyrra og við tók Michel Djo- todia, leiðtogi uppreisnarhóps músl- íma. Stjórn hans er sökuð um að hafa framið voðaverk gegn kristnum mönnum en þeir eru í meirihluta í landinu. Í kjölfarið hafa kristnir sett upp hersveitir á borð við þá sem lét til skarar skríða í fyrradag. AFP Íhlutun Franskir hermenn í Kamerún reiðubúnir að halda inn í Mið- Afríkulýðveldið. Fyrir voru 1.200 franskir hermenn í landinu. Frakkar byrjaðir að gæta Bangui  Óttast átök í Mið-Afríkulýðveldinu Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is Opið: mán.-fös. 8:30-18:00, helgar 11:00-16:00 Jólagjafirnar fást í Krumma Kíktu í vefverslunina Frí heimsending á jólagjöfum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.