Morgunblaðið - 07.12.2013, Page 31

Morgunblaðið - 07.12.2013, Page 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Ekta íslensk fönn Ljúf í gleði leika börnin sér í desember, úti í frosti og snjó, því að bráðum koma björtu jólin. Þetta glaðlega barn skemmti sér á góðum skafli í Laugardalnum. Golli Í heiminum eru um 17 þúsund háskólar. Á nýja Times Higher Education World University Rank- ings-listanum, sem birtur var fyrir nokkrum vikum, er Háskóla Ís- lands skipað í 269. sæti, og er á meðal þeirra 2% háskóla sem hæst eru metnir. Þetta er þriðja árið í röð sem Háskóli Íslands kemst á listann, en einungis er gerð op- inber röðun í 400 efstu sætin. Þessi árangur skiptir máli því hann ber vitni um alþjóðlega sam- keppnishæfni skólans og að almannafé sé vel varið. Þetta er hins vegar aðeins áfangi á lengri leið. Ísland er örsamfélag sem mun fyrst og fremst byggja framtíðarhagsæld á þekk- ingu. Grannt er fylgst með röðun háskóla á listan- um og við finnum glöggt fyrir breyttu viðhorfi í garð skólans á alþjóðavettvangi. Þar nýtur hann vaxandi trausts, leitað er til hans með nýjum hætti og stórkostleg tækifæri hafa skap- ast fyrir starfsfólk og stúdenta. Afraksturinn skilar sér til íslensks samfélags. Háskóli Íslands er í samstarfi við allmarga háskóla sem hæst eru metnir á Times- listanum, bæði hvað varðar rannsóknir og kennslu. Skólinn hefur auk þess gert samninga sem gera stúdentum mögulegt að taka hluta náms síns við þessa erlendu háskóla án greiðslu skólagjalda. Stefnt er að því að geta árlega boðið 100 stúdentum Háskóla Íslands slíkt nám við háskóla á borð við CalTech (Calif- ornia Institute of Technology), Stanford, Kaliforníuháskóla og Purdue. Þá eru ótaldir samningar við háskóla í öðrum heimshlutum, svo sem Japan og Kína. Þarna skapast ómet- anleg tækifæri, bæði fyrir stúdenta og íslenska menntakerfið, því það bæði stækkar og styrk- ist. Eftir því sem alþjóðleg staða skólans styrk- ist verða prófskírteini útskrifaðra stúdenta meira virði og opna þeim fleiri dyr. Þetta kem- ur m.a. fram þegar þeir sækja um framhalds- nám við erlenda háskóla í harðri samkeppni. Hvað ræður Times-gæðamati? Mælikvarðar sem notaðir eru til að meta há- skóla á Times-listanum eru vitaskuld ekki ein- hlítir. Hins vegar sækjast allir háskólar eftir að komast á listann og ríkisstjórnir taka alvarlega niðurstöðu sinna háskóla. Árið 2011 setti danska ríkisstjórnin markmið um að danskur háskóli yrði meðal 10 bestu háskóla fyrir árið 2020, og fylgdi eftir með auknum fjárveit- ingum. Á 10 ára afmæli háskólans í Lúxemborg á þessu ári setti skólinn sér markmið um að komast á Times-matslistann á næstu áratugum. Við einkunnagjöf er horft til fjölmargra þátta og árangurs- mælikvarða. Mjög mikilvægur þáttur í árangri Háskóla Íslands, eins og annarra háskóla á listan- um, er öflugt rannsóknasamstarf við aðrar stofnanir og fyrirtæki. Þyngst á metum vegna matsins fyrir HÍ er samstarf við Íslenska erfðagreiningu, Landspítala, Hjartavernd, Matís, o.fl. Þarna er gott dæmi um gildi sameinaðra krafta í fámennu samfélagi. Ein- kunnagjöf tekur mið af ólíkum hefðum í birtingu rannsóknaniðurstaðna milli fræðigreina og við sundurgreiningu er ljóst að öll fræðasvið Háskóla Íslands eiga hlut í heild- areinkunn skólans. Starfsfólk Háskóla Íslands hefur haldið fast við stefnu og markmið um árangur í rann- sóknum þrátt fyrir verulega aukið álag og stöð- ugan samdrátt í fjárframlögum ríkisins. Blásið hefur verið til sóknar í öflun erlendra rann- sóknarstyrkja sem koma inn í landið sem gjaldeyristekjur og skapa ný störf. Vís- indamenn skólans eru þannig aðilar að verk- efnum sem skila á fjórða milljarð króna í bein- um gjaldeyristekjum inn í hagkerfið. Glæðum neistann Af framansögðu er ljóst að alþjóðleg staða og samkeppnishæfni Háskóla Íslands skiptir miklu máli og brýnt er að halda sókninni áfram. Baráttan um að halda stöðu á Times- listanum er gríðarlega hörð. Flestir skólar sem við keppum við eru í löndum þar sem fjár- framlög hafa verið aukin markvisst til að styrkja samkeppnishæfni viðkomandi ríkja. Háskóli Íslands hefur sýnt skilning á því að íslenska ríkinu er þröngt skorinn stakkurinn. Skólinn hefur tekið á móti vaxandi fjölda stúd- enta og haldið rekstrinum innan ramma fjár- laga. Kröfur um árangur hafa verið hertar og starfsfólk skólans hefur náð mjög mikilvægum áfangamarkmiðum. Ljóst er að ekki verður haldið lengra án þess að geta styrkt innviði skólans og grunnstarf. Árangur Háskóla Ís- lands má þakka þeim neista sem býr í frábær- um kennurum og vísindamönnum. Þann neista verður að glæða. Eftir Kristínu Ingólfsdóttur » Grannt er fylgst með röðun háskóla á listanum og við finnum glöggt fyrir breyttu viðhorfi í garð skólans á alþjóðavettvangi. Kristín Ingólfsdóttir Höfundur er rektor Háskóla Íslands. Árangur skapar auðlegð Ein vinsælasta og mest selda kryddblanda á Íslandi um langt árabil er Season All, bandarísk kryddblanda sem milljónir manna nota reglu- lega víða um heim. Reglugerðafargan Evrópu- sambandsins, sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að fylgja í einu og öllu, hefur komið í veg fyrir innflutning kryddblöndunnar til Íslands. Eftirlitsiðnaðurinn framfylgir banninu í hvívetna. Ég skil hins vegar ekki af hverju bann- að er að flytja inn og selja Sea- son All hér á landi en vonandi geta sérfræðingar Mast út- skýrt það fyrir mér og neyt- endum. Ástæða innflutningsbannsins er sögð vera sú að kryddið innihaldi náttúrulegt lit- arefni (E 160) sem unnið er úr Annatto- fræjum. Þetta er undarleg ástæða innflutn- ingsbanns í ljósi þess að Annatto hefur ver- ið notað í matvæli öldum saman og er sannarlega notað í evrópsk matvæli sem heimilt er að flytja til landsins. Og það er fullkomlega heimilt er að nota Annatto í matvælaframleiðslu hérlendis. Íslenski Ma- ribó-osturinn fær sinn einkennandi appels- ínugula lit frá Annatto-fræinu samkvæmt upplýsingum á heimasíðu MS, en fyrirtækið notar litarefnið einnig í Cheddar-ostinn. Litarefnið sem notað er í Season All virðist ekki vera hættulegra en svo að löglegt er að nota það í lyf sem selja má hérlendis. Náttúrulega litarefnið úr Annatto fræinu er notað í fleiri matvæli en osta hér á landi. Íslensk matvælafyrirtæki nota litarefnið m.a. til þess að ná fram gullna litnum á brauðraspi sem löglegt er að selja í versl- unum. Íslensk matvælafyrirtæki mega flytja inn brauðrasp frá ESB-löndunum sem inniheldur Annatto og nota í unnar matvörur, svo sem kjöt eða fisk í raspi. Þetta er vægast sagt stórfurðulegt. Ekki er verið að verja neytendur með þessu inn- flutningsbanni, þó að eftirlitsiðnaðurinn hér heima haldi annað, það er ljóst. Íslendingar kunna ekki að meta það skerta vöru- framboð sem reglugerðafargan ESB kveð- ur á um, eru þeir ekki bara að passa upp á evrópska framleiðslu? Hérlendis er mikil eftirspurn eftir Season All. Það kom vel í ljós fyrir skömmu þegar við rákumst á eina pakkningu af kryddinu frá þem tíma sem það mátti selja krydd- blönduna hérlendis. Til að krydda tilveruna nú á aðventunni ákváðum við að gefa einum viðskiptavini verslunarinnar þessa forboðnu vöru. Við sögðum frá því á Facebook- síðunni okkar og yfir 3.500 viðskiptavinir okkar óskuðu eftir að eignast kryddbauk- inn. Það er óþolandi að stjórnvaldið í Brussel geti ákveðið hvaða krydd við notum á lambakjötið. Íslendingar vilja hafa val og þeir sakna þess að geta ekki keypt kryddið sem þeir hafa notað árum saman. Og nú spyr ég sérfræðinga Mast, skýtur það ekki skökku við að Íslendingum sé bannað að krydda kótelettuna með Season All af því að kryddblandan inniheldur Annatto en það sé í lagi að velta henni upp úr brauðraspi sem inniheldur þetta sama efni? Er kannski verið að skerða vöruúrvalið í íslenskum matvöruverslunum til þess að vernda evrópskan matvælaiðnað með við- skiptahindrunum? Svar óskast sem fyrst. Eftir Jón Gerald Sullenberger Jón Gerald Sullenberger » Það er óþolandi að stjórnvaldið í Brussel geti ákveðið hvaða krydd við notum á lambakjötið. Höfundur er eigandi Kosts. Yfir 3.500 manns vildu eignast Season All kryddið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.