Morgunblaðið - 11.12.2013, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013
Malín Brand
malin@mbl.is
Jana María stundaði leiklist-arnám í Glasgow í Skotlandi.Sönginn lærði hún bæði hérheima og úti og hefur gjarn-
an tvinnað leik og söng saman í
störfum sínum. Stuttu eftir útskrift
lék hún hlutverk Janet í Rocky Hor-
ror sem sýnt var margoft fyrir fullu
húsi hjá Leikfélagi Akureyrar. Því
næst fór hún með hlutverk Sheilu í
Hárinu sem Silfurtunglið setti upp í
Hörpu.
Jólahugur í Jönu
Það sem færri vita er að Jana
María beinlínis elskar jólin og þar að
auki hefur hún sérstakt dálæti á
gamalli tónlist. Rúsínan í pylsuend-
anum er að Jana María er djass-
geggjari og allt getur þetta nú vel
farið saman. Jólin, djass og gömul
tónlist. Þetta kristallast í tónleikum
hennar í kvöld en þeir bera yfir-
skriftina Jólahugur.
„Að búa til jólahug er meðal
annars fólgið í því að halda tónleika
þar sem við erum að upphefja þessi
gömlu jólalög frá sjötta og sjöunda
áratug síðustu aldar. Það er í raun
mín leið til að finna jólaandann og ég
tengi mjög vel við gamla tímann,“
segir Jana María sem nýtur þess að
koma öðrum í jólaskap.
„Til viðbótar við lögin sem við
flytjum og sögurnar sem við segjum
er smá góðgæti fyrir bragðlaukana
og kannski eitthvað fyrir lyktar-
skynið líka þannig að fólk geti upp-
lifað gamaldags jólaanda gegnum
skynfærin,“ segir Jana María en
sjálf byrjaði hún að hlusta á jólalög í
Byrjar að hlusta á
jólalög á haustin
Söng- og leikkonan Jana María Guðmundsdóttir veit fátt betra en að hlusta á
jólalög og undirbúa jólahátíðina í rólegheitum. Sjálf laumast hún til að hlusta á
jólalög á haustin en gerir það þó oftast þegar aðrir heyra ekki til. Í uppáhaldi eru
gömul bandarísk jólalög, gjarnan útsett fyrir stórsveit. Hún ætlar að flytja mörg
þessara laga ásamt hljómsveit á Café Rósenberg í kvöld í sannkölluðu jólaskapi.
Ljósmynd/Héðinn Eiríksson
Jólasöngfugl Jana María byrjar oft að hlusta á jólalögin, gjarnan gömul
amerísk, í september og lætur ekki á sig fá þótt fólk hneykslist á henni.
Aldrei er of oft minnt á hann Júlla á
Dalvík sem heldur úti vefsíðunni julli-
.is, en þar má finna sérstakan jólavef
sem heitir Jólavefur Júlla. Júlli hefur
sankað að sér miklu efni um jólin,
þarna er mikill fróðleikur og skemmt-
un, m.a. jólasöngtextar, saga jóla-
sveinsins, jólaminningar, margar jóla-
sögur, jólauppskriftir, saga jólakorta,
fjölmargar myndir af gömlum kort-
um, allt um Grýlu, jólaköttinn og svo
mætti lengi telja. Sannarlega gull-
kista sem hægt er að leita í á aðvent-
unni við undirbúning jólanna. Tilvalið
að lesa jólasögur fyrir börnin.
Vefsíðan www.julli.is/jol/jolayfirlit
Morgunblaðið/Eggert
Grýla Hún er skrautleg en skemmtileg kerling og Júlli veit margt um hana.
Allt um jólin á jólavef Júlla
Hvað á að gera við afa? nefnist fyrirlestur sem fluttur verður í dag kl. 12-13 í
Þjóðminjasafninu við Suðurgötu í Reykjavík. Þetta er síðasti fyrirlestur Félags
þjóðfræðinga á þessu ári en hann flytur sjálfur formaðurinn, Kristín Einars-
dóttir, aðjunkt í þjóðfræði. Hún ætlar að fjalla um hlátur, húmor og tengsl
þeirra fyrirbæra við samfélagið. Allir er velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Endilega …
… fræðist um hlátur og húmor
Morgunblaðið/Ernir
Í tengslum við jólasýninguna í Lista-
safni Árnesinga í Hveragerði verður
efnt til dagskrár á morgun, fimmtu-
dag, kl. 17-18 fyrir börn á öllum aldri.
Jólasýningin er unnin út frá kvæða-
kverinu Jólin koma, eftir Jóhannes úr
Kötlum. Stekkjarstaur verður nýkom-
inn til byggða og líklegt að hann
komi við, einkum ef hann fréttir af
því að þar geti hann skoðað teikn-
ingar af foreldrum sínum, sjálfum sér
og átt spjall við góða gesti. Anna Jór-
unn Stefánsdóttir syngur jólasveina-
vísur Jóhannesar úr Kötlum við lag
tengdamóður sinnar, Ingunnar
Bjarnadóttur, og ungur afkomandi
þeirra, Pétur Nói Stefánsson, bregð-
ur á leik. Fjallað verður um skáldið
Jóhannes úr Kötlum, teiknarann
Tryggva Magnússon og tónskáldið
Ingunni Bjarnadóttur. Í fjöldasöng
verða önnur ljóð úr kverinu sungin.
Boðið verður upp á heitt súkkulaði
og piparkökur. Föstudag 13. des. og
helgina 14. og 15. des. má líka búast
við jólasveinum hvers dags í heim-
sókn upp úr kl. 17. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir.
Jólafjör í Listasafni Árnesinga
Jólasveinar skoða myndir
af sjálfum sér og gantast
Teikning /Tryggvi Magnússon úr kvæðakverinu Jólin koma.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Þegar Jana María er spurð út í
hvað jólaandinn sé stendur ekki á
svörum. Þegar hún hlustar á
gömlu góðu jólalögin fer hún
gjarnan að dunda við eitthvað jóla-
tengt eins og að búa til jólakort og
skrifa á þau. Hún segir mikilvægt
að njóta hvers augnabliks: „Bara
það að sitja og finna ilminn af kan-
il og negul og jafnvel mandarínum
og njóta stundarinnar.“ Í huga
Jönu Maríu eru jólin ekki bara há-
tíðin sjálf heldur vikurnar fyrir og
eftir. „Mér finnst undirbúningurinn
jafnmikilvægur og jólin. Aðventan
og tíminn á undan jólunum finnst
mér jafnmikil jól og hátíðin sjálf.
Þess vegna reyni ég að vera komin
í jólaskapið fyrr af því mig langar
að lengja upplifunina á jólunum,“
segir hún og minnir á að aðal-
atriðið sé að gera sitt besta til að
gleðja aðra á þessum árstíma.
Það er andi jólanna.
Kanill, negull og mandarínur
SKILGREINING JÖNU MARÍU Á JÓLAANDANUM