Morgunblaðið - 11.12.2013, Síða 11

Morgunblaðið - 11.12.2013, Síða 11
Morgunblaðið/Ómar Jólastemning Hljómsveitin sem kemur fram með Jönu Maríu í kvöld er skipuð miklum djassgeggjurum. lok október sem er ívið seinna en vanalega. „Stundum hef ég stolist til að hlusta í september. Kannski einu sinni eða tvisvar og við látum það nú alveg duga,“ segir Jana María sem hefur fengið ákúrur fyrir frá vinum og fjölskyldu. Dásamleg lög Þau lög sem Jana María mun flytja eru mörg vel þekkt en sum minna þekkt og verða þau kynnt fyr- ir áheyrendum með dálitlum fróð- leik. „Þetta eru lögin sem Frank Si- natra, Bing Crosby og Dean Martin sungu. Svo flytjum við lög á borð við A Christmas Heart sem söngkonan June Christy flutti á sjöunda ára- tugnum. Svo ætlum við að lauma einu íslensku jólalagi inn sem er eft- ir Samúel Samúelsson, hljómsveit- arstjóra og básúnuleikara. Hann sagði eitt sinn að sér þætti áhuga- vert að semja lag á borð við White Christmas. Lag sem allir þekkja og allir syngja á jólunum. Hann samdi lag fyrir fimm árum og við ætlum að flytja það í kvöld,“ segir hún. Það verður dálítið „swing“ í tón- listinni en eins og Jana María út- skýrir þá voru jólalögin flest ball- öður á þessum árum. „Á þessum tíma voru þetta mest ballöður en svo spiluðu stór- sveitir stundum með og það er verð- ug áskorun fyrir okkur í kvöld því sum lögin sem við völdum voru oft- ast í Big Band-útsetningum og þá er auðvitað áskorun að einfalda þær svo fjögurra manna hljómsveit og einn söngvari geti flutt tónlistina,“ segir Jana María. Hljómsveitin sem Jana María hefur fengið með sér er skipuð ein- valaliði tónlistarmanna. Magnús Tryggvason Eliassen trommuleikari og Andri Ólafsson bassaleikari eru báðir í hljómsveitinni Moses High- tower, Högni Magnússon er gítar- leikari hljómsveitarinnar Valdimar og við þennan góða hóp bætist trompetleikarinn Eiríkur Rafn Stef- ánsson. Tónleikarnir hefjast klukk- an 21 í kvöld á Café Rósenberg við Klapparstíg þar sem angan jólanna mun eflaust finnast í næsta ná- grenni. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013 Glerárgata 7, Akureyri, sími 462 1415 www.tonabudin.is Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340 www.hljodfaerahusid.is Presonus heimastúdíó 39.990 FenderCD60 þjóðlagagítarm. stillitæki DVDo.fl. frá 26.990 Klassískir gítarar frá 18.990 Landsinsmesta úrval af trommusettumYAMAHAHljómborð frá 39.990 Blásturshljóðfæri fráYAMAHAogOdyssey Næsta föstudag, 13. des., ætla nem- endur úr fyrsta bekk Stóru-Vogaskóla og börn af Staðarborg, elstu deild leikskólans Suðurvalla, að opna sýn- inguna Hafið bláa hafið kl. 10 í Hlöð- unni við Egilsgötu 8 í Vogum við Vatnsleysuströnd. Í nóvember komu börnin saman í hópum og unnu hlið við hlið að báta- smíði. Rætt var við börnin um fisk- veiðar við ströndina í Vogunum og á Vatnsleysuströndinni og þeim sýndar myndir af bátum fyrr á tímum. Þau sáu einnig myndir af ýmsum farkost- um á hafi við strendur Íslands og rætt var um hlutverk hvers og eins; skútur, trillur, skuttogarar, farþega- ferjur, flutningaskip, hvalveiðiskip og varðskip. Útgáfur skipanna voru eins margar og börnin sem tóku þátt. Nú þegar bátasmíðinni er lokið bjóða þátttakendur og aðstandendur til sýningar á bátunum í Hlöðunni. Allir þeir sem tóku þátt í verkefn- inu og forstöðumenn stofnananna munu hittast við opnun sýning- arinnar. Boðið verður upp á veitingar fyrir gesti, þátttakendur og aðstand- endur þeirra. Að endingu munu bátarnir síðan rata aftur í hendur þeirra sem smíð- uðu þá og munu vonandi vekja góðar minningar um þær stundir sem þau vörðu saman við gerð þeirra. Verkefnið var unnið með það í huga að styrkja sambandið milli grunn- og leikskóla í Vogunum og er styrkt af Menningarsjóði Sambands sveitarfé- laga á Suðurnesjum. Ungir báta- og skipasmiðir opna sýningu Skipasmiðir Börnin voru niðursokkin í verkefnið og allir tóku þátt í því. Hafið bláa hafið í Hlöðunni Vanda sig Flottur við skipamálun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.