Morgunblaðið - 11.12.2013, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013
Aðeins 2 hitaeiningar og
0,5 g kolvetni í 100 ml.
Koffín, guarana og ginseng... virkar strax!
15 kraftmiklar freyðitöflur í einum stauk. Skellt út í
vatn nákvæmlega þegar þér hentar – heima, í vinnunni,
skólanum, í ræktinni, í golfinu...
Handhægt, bragðgott og frábært verð
Vertu alltaf með orkuna við höndina og gríptu einn
stauk af FOCUS í næstu verslun .
Fæst í Fjarðarkaup og helstu apótekum um land allt
brokkoli.is
FOCUS
Kraftmikill og frískandi
orkugefandi drykkur án sykurs!
Vantar þig aukna orku fyrir jólin?
„Þetta hófst ekkert, það var bara fyll-
erí, þetta var í marga daga. Þetta var
neyslufyllerí.“ Svona svaraði Stefán
Logi Sívarsson þegar hann var
spurður hvenær samkvæmi sem fór
fram í íbúð í Breiðholti hófst. Þangað
má rekja upphaf málsins á hendur
Stefáni Loga, Stefáni Blackburn og
þremur öðrum en þeim er gefið að
sök að hafa svipt tvo menn frelsi sínu
og misþyrmt þeim. Þar frétti Stefán
Logi af því að barnsmóðir hans og fv.
kærasta hefði hitt annan karlmann.
Og samkvæmt ákæru hófst ofbeldið
þar.
Annar dagur aðalmeðferðar í
Stokkseyrarmálinu fór fram í gær.
Fyrir dóminn kom m.a. barnsmóðir
Stefáns Loga, foreldrar hennar og
yngri systir. En einnig ung kona sem
stödd var í nefndu samkvæmi í Breið-
holtinu 30. júní síðastliðinn. „Þeir
fóru að rífast um þessa stelpu og
þennan vin hans sem átti að hafa sofið
hjá henni,“ sagði hún um upphafið að
málinu og ástæðu þess að ofbeldið
hófst. „Það voru allir búnir að vera á
djamminu í viku. Hann [Stefán Logi]
var bara að tuska hann til, aðeins að
taka í hann.“
Þar er átt við karlmann sem var í
samkvæminu á sunnudagskvöldi og
greindi frá því að annar maður, kunn-
ingi hans, hefði sofið hjá barnsmóður
Stefáns Loga. Var sendiboðinn svipt-
ur frelsi og beittur ofbeldi vegna þess
að Stefán Logi taldi að hann hefði átt
að vera búinn að greina honum frá
þessu áður. Samkvæmt því sem kom-
ið hefur fram í málinu gerðist það
fjórum mánuðum áður að kunninginn
hitti barnsmóðurina.
„Hélt að ég væri að deyja“
Nánar spurð út í atvik sagði konan:
„Hann [Stefán Logi] sleit af honum
gullkeðju og sló hann með henni. […]
Hann var aðeins að slá hann til. Þetta
voru ekki alvarlegar barsmíðar,“
sagði hún og bar til baka svo gott sem
allt sem hún hafði sagt hjá lögreglu,
m.a. um að hafa séð manninn stung-
inn með sprautunálum og að hann
hefði verið skorinn með dúkahníf.
„Þeir voru að þvinga mig til að segja
meira en var. Þeir komu illa fram við
mig og gerðu mig að skotmarki.“
Spurð hvort hún hefði verið undir
áhrifum fíkniefna þegar hún gaf
skýrslu í nokkur skipti hjá lögreglu
sagði konan: „Já já, nóg af þeim.“
Stefán Logi er einnig ákærður fyr-
ir að hafa vafið belti af baðslopp um
háls barnsmóður sinnar og dregið
hana um íbúð hennar á beltinu þann-
ig að henni lá við köfnun. Sagt er að
hann hafi losað takið þegar hún var
að kafna en hert svo aftur að. „Hann
leyfði mér að anda í smátíma, þegar
hann hélt að ég væri að deyja. Svo
hélt hann áfram. Ég grátbað hann
um að fara en hann fór ekki. […] Ég
var mjög hrædd við hann. Hann hót-
aði að drepa hana líka á meðan hann
var að reyna að drepa mig,“ sagði
konan og átti þar við að Stefán Logi
hefði hótað því að drepa barnunga
dóttur þeirra.
Drifnir áfram
af taumlausri
vímuefnaneyslu
Samkvæmi sakborninga hafði engan
upphafspunkt og gekk í raun látlaust
Morgunblaðið/Rósa Braga
Í járnum Komið með Stefán Loga.
Framhald aðalmeðferðar
» Aðalmeðferðin hófst í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur á mánu-
dag. Reiknað var með að hún
stæði í þrjá daga og lyki í dag
með málflutningi.
» Það hefur breyst og er ljóst
að henni lýkur ekki fyrr en eftir
miðjan mánuð.
» Meðal annars er það vegna
vitna sem stödd eru erlendis
og þarf að bíða þar til þau skila
sér til landsins.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Illugi Gunnarsson mennta-
málaráðherra tók í gær við undir-
skriftalista sem rúmlega 10 þúsund
manns höfðu skrifað undir. Var
þess krafist að horfið yrði frá nið-
urskurði og uppsögnum starfs-
manna í nýjum fjárlögum.
Einnig kom stjórn RÚV saman á
fundi í gær. Að sögn Ingva Hrafns
Óskarssonar, formanns stjórn-
arinnar, fengu stjórnarmenn kynn-
ingu á nýjum dagskrárramma á
Rás 1 sem er í vinnslu sem og á
framkvæmd hagræðingartillagna.
Hann segir engar ákvarðanir hafa
verið teknar á fundinum og engar
tillögur hafa verið settar fram.
Ingvi segir að næsti stjórnarfundur
verði eftir rúma viku.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Rúm 10 þúsund skrifuðu-
nafn sitt undir listann
Vilja að hætt verði við niðurskurð og uppsagnir á RÚV
Snjór Unnendur RÚV létu snjókomu ekki aftra sér og mættu fyrir utan
Stjórnarráðshúsið, vopnaðir regnhlífum og hlýjum fatnaði.
Listi Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra tekur við undirskriftalista við Stjórnarráðshúsið í gær.