Morgunblaðið - 11.12.2013, Page 21

Morgunblaðið - 11.12.2013, Page 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013 Vertu vinur okkar á Facebook www.facebook.com/WeledaÍsland Weleda óskar öllum gleðilegra jóla! Láttu þér líða vel um jólin, og þeim sem þér þykir vænt um með vörunum frá Weleda. Weleda vörurnar veita vellíðan og eru fyrir alla fjölskylduna. Þær innihalda engin gervi ilm-litar eða rotvarnarefni. Fæst í apótekum og heilsubúðum um allt land − Í samhljómi við mann og náttúru. www.weleda.is 3. Hafþyrnis jólapakki sem inniheldur Body lotion og sturtusápu(án sápu). Hafþyrnirinn verndar og nærir húðina, frískandi ávaxtailmur. 1. Lavender jólapakki sem inniheldur húðolíu og sturtusápu(án sápu). Slakandi lavender dekrar við húðina og kemur ró á líkama og sál. 2. Granatepla jólapakki sem inniheldur Body lotion og handáburð. Granateplin eru andoxunarrík og styrkja líkamann gegn utanaðkomandi áhrifum. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Dreglar og mottur á frábæru verði! Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Margar stærðir og gerðir Breidd: 1 metri Verð pr. lengdarmeter 1.795 Ódýrar mottur 40x60 cm frá kr. 399 PVC mottur 50x80 cm 1.490 Breidd: 66 cm Verð pr. lengdarmeter 1.495 Sýslumanninum í Kópavogi ber að færa heiti dánarbús Sigurðar Krist- jáns Lárussonar Hjaltested sem eig- anda á blað í fasteignabók fyrir jörð- ina Vatnsenda í Kópavogi á grund- velli þinglýsingar á dómi Hæsta- réttar 3. maí 2013. Þetta er niður- staða Hæstaréttar í fjölskyldudeilu sem hefur staðið um jörðina árum saman. Þorsteinn Hjaltested er því ekki þinglýstur eigandi jarðarinnar líkt og Héraðsdómur Reykjaness komst að í byrjun nóvember sl. Það var niðurstaða héraðsdóms að staðfesta ákvörðun sýslumannsins í Kópavogi frá því í júní um að hafna beiðni skiptastjóra dánarbús Sigurð- ar Hjaltested um að dánarbúið yrði skráður þinglýstur eigandi jarðar- innar Vatnsenda í Kópavogi. Var Þorsteinn því áfram þinglýstur eig- andi Vatnsenda samkvæmt niður- stöðu héraðsdóms. Þessari niður- stöðu hefur Hæstaréttur nú snúið við og er dómurinn endanlegur. Þrír dómarar dæmdu í málinu. Úrskurður Héraðsdóms Reykja- ness frá 7. nóvember var kærður til Hæstaréttar 20. nóvember sl. Sóknaraðilarnir kröfðust þess að sýslumanninum í Kópavogi yrði gert að afmá eignarheimild Magnúsar Sigurðar Hjaltested úr þinglýsinga- bók vegna jarðarinnar Vatnsenda á grundvelli dóms Hæstaréttar frá 30. maí 1969 í máli nr. 99/1968 og leyfi Kristrúnar Ólafar Jónsdóttur frá 19. janúar 2000 til setu í óskiptu búi. Sóknaraðilar fóru einnig fram á að sýslumanni yrði gert annars vegar að afmá úr þinglýsingabók vegna sömu jarðar eignarheimild Þorsteins Hjaltested samkvæmt skiptayfirlýs- ingu 21. nóvember 2000 og hins veg- ar að færa dóm Hæstaréttar 3. maí 2013 í máli nr. 701/2012 sem eign- arheimild dánarbús Sigurðar Hjalte- sted að jörðinni. Í dómi Hæstaréttar kemur m.a. fram að í dómi réttarins frá 3. maí 2013 hafi verið kveðið á um að dán- arbú Sigurðar Hjaltested nyti beins eignarréttar yfir jörðinni Vatns- enda. Við þinglýsingu endurrits af þeim dómi hafi sýslumanni borið að gæta að þeirri meginreglu 1. mgr. 25. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978 að sá njóti þinglýstrar eignarheimildar, sem þinglýsingabók nefnir eiganda á hverjum tíma, og færa þannig heiti dánarbúsins í reit fyrir nöfn eigenda á blaði fyrir jörðina í fasteignabók. Það var því niðurstaða Hæstarétt- ar að sýslumanni bæri að breyta færslu í fasteignabók jafnhliða því að gera þar að eigin frumkvæði nauð- synlegar leiðréttingar samkvæmt 1. mgr. 27. gr. þinglýsingalaga á eldri færslum um eignarheimildir yfir jörðinni, þannig að ekki orkaði tví- mælis að réttindi á grundvelli dóms réttarins frá 30. maí 1969 væru óbein eignarréttindi og sá sem færi með þau væri ekki þinglýstur eigandi hennar í skilningi 1. mgr. 25. gr. lag- anna. Ber að skrá dánarbúið sem eiganda Vatnsenda  Dómur Hæstaréttar er endanlegur  Margra ára deilur Morgunblaðið/Árni Sæberg Vatnsendasvæði Hart hefur verið deilt um eignarréttinn á Vatnsenda. Enginn árangur varð af fundi strandríkja um veiðar á norsk-íslenskri síld á næsta ári, en fundurinn var haldinn í London í gær. Til næsta fundar verð- ur boðað í janúar, að því er fram kemur í frétt frá sjávarútvegsráðuneyt- inu. Færeyingar juku verulega síldarkvóta sinn á þessu ári og síðsumars tóku gildi viðskiptaþvinganir af hálfu Evrópusambandsins gagnvart Fær- eyingum. Í dag ræðir Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, síldar- og makríldeiluna við færeysk stjórnvöld í Þórshöfn í Færeyjum. Fjallað verður um veiðar á kolmunna á næsta ári á fundi strandríkja í London í dag. aij@mbl.is Enginn árangur af síldarfundi í London

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.