Morgunblaðið - 11.12.2013, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 11.12.2013, Qupperneq 24
Minntust Mandela í rigningunni Tugir þúsunda Suður-Afríkumanna létu rigningu ekki stöðva sig í að fjölmenna á minningarathöfn um Nelson Mandela, fyrrverandi forseta landsins, á íþrótta- leikvangi í Jóhannesarborg í gær. Á meðal þeirra sem fluttu ávörp voru Barack Obama, Bandaríkjaforseti, og Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Minningarathöfn um fyrrverandi forseta Suður-Afríku EPA 24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013 Brasilísk rannsóknarnefnd hefur fundið vísbendingar um að Juscelino Kubitschek, fyrrverandi forseti landsins, hafi verið myrtur af herfor- ingjastjórninni á 8. áratug síðustu aldar. Sao Paulo-sannleiksnefndin sem sett var á fót til að rannsaka dauða Kubitscheks, sem var forseti Bras- ilíu frá 1956 til 1961, kynnti skýrslu sína um málið í gær. Hún fór yfir um 90 sönnunargögn sem nefndin telur sýna fram á að um pólitískt samsæri hafi verið að ræða. Kubitschek lést hinn 22. ágúst árið 1976 í kjölfar þess sem talið var bíl- slys á hraðbraut á milli Rio de Jan- eiro og Sao Paulo. Upp frá því hefur verið orðrómur um að hann hafi ver- ið fórnarlamb tilræðis en hann hafði verið vinsæll leiðtogi stjórnarand- stöðunnar í landinu á miðju stjórn- málanna. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að hún hafi fundið fölsuð skjöl, mistök við meðferð málsins og misræmi. „Við velkjumst ekki í vafa um að Juscelino Kubitschek var fórnar- lamb samsæris, leynimakks og póli- tísks glæps. Það eru skjalfestar sannanir og veigamiklir vitnisburðir á fleiri en 29 blaðsíðum skýrslunn- ar,“ sagði Gilberto Natalini, einn nefndarmannanna, við fjölmiðla. Á meðal sönnunargagnanna er frásögn bílstjóra rútunnar sem ók á bíl Kubitscheks. Hann sagði rann- sóknarnefndinni að sér hefði verið boðið fé gegn því að gangast við ábyrgð á slysinu. Sannleiksnefnd á vegum brasil- íska þingsins rannsakar nú einnig dauða Kubitscheks og ýmis mann- réttindabrot sem framin voru í tíð herforingjastjórnarinnar í Brasilíu frá 1964 til 1985. Fórnarlamb póli- tísks samsæris  Fv. forseti Brasilíu var myrtur Samsæri? Kubitschek (fyrir miðju) var 73 ára gamall þegar hann lést. Stofnandi franska fyrirtækisins Poly Implant Prothese (PIP) sem framleiddi svikna brjóstapúða var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir fjársvik. Hinn 74 ára gamli Jean-Claude Mas var auk þess dæmdur af dómstóli í Marseille til að greiða sekt að jafnvirði rúmra tólf millj- óna króna og honum bannað að starfa að nýju í heil- brigðisþjónustu og að reka fyrirtæki. Fjórir aðrir fyrrverandi forsvarsmenn fyrirtækisins voru einnig dæmdir en fengu styttri dóma. PIP- brjóstapúðarnir komust í heimsfréttirnar fyrir tveimur árum þegar upplýst var að fyrirtækið hafði notað iðn- aðarsílíkon í þá. Þeir voru líklegri til þess að springa og þurftu þúsundir kvenna að leita til læknis af þeim sökum. FRAKKLAND Í fangelsi vegna PIP-brjóstapúðanna Jean-Claude Mas Bandaríski líffræðingurinn Randy Schekman, sem tók við Nóbelsverðlaunum í læknisfræði í gær, hefur lýst því yfir að hann ætli að hætta að senda greinar í vís- indatímaritin Nature, Cell og Science. Hann telur að tímaritin hafi skaðleg áhrif á vísindaleg vinnubrögð þar sem þrýstingur á að fá greinar birtar í svo nafn- toguðum ritum leiði til þess að víndamenn slái slöku við í rannsóknum sínum og sinni aðeins þeim vís- indum sem séu í tísku í stað þess að verja tíma sínum í mikilvægari störf. Þar við bættist að ritstjórar tíma- ritanna væru ekki starfandi vísindamenn og þeir hygluðu greinum sem væru líklegar til að vekja athygli. „Líkt og Wall Street verður að losna úr viðjum bónusgreiðslnamenningarinnar verða vísindin að losna undan harðræðisstjórn lúxustímaritanna,“ segir Schekman. VÍSINDI Losni undan harðstjórn vísindatímaritanna Randy Schekman Grænn markaður ehf. | Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | www.flora.is | Sími 535 8500 | info@flora.is Allt til gjafainnpökkunar Eingöngu sala til fyrirtækja Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is Þar sem gervihnattabúnaðurinn fæst YFIR 100 FRÍAR SJÓNVARPSSTÖÐVAR 25ÁRA 1988-2013

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.