Morgunblaðið - 11.12.2013, Qupperneq 29
Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 551 6646
Opið virka daga frá 10-18, laugard. frá 11-18, sunnud. frá 13-16
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013
Er á Facebook
Jurtir í jólagjöf
Slakandi olían er
góð fyrir húðina og
himnesk í baðið!
– Lena
Lenharðsdóttir
www.annarosa.is
Slakandi olían
hefur róandi
áhrif og er
frábær nudd-
og húðolía.
Eftir að ég fór að nota
24 stunda kremið hurfu
þurrkblettir í andliti
alveg og ég er ekki eins
viðkvæm fyrir kulda og
áður. Það gengur mjög
vel inn í húðina og mér finnst það
frábært í alla staði.
– Sigþrúður Jónasdóttir
24 stunda kremið er einstak-
lega rakagefandi og nærandi
fyrir þurra og þroskaða húð.
Fótakremið er silkimjúkt,
fer fljótt inn í húðina
og mér finnst það alveg
æðislegt.
– Magna Huld
Sigurbjörnsdóttir
Fótakremið er kælandi og
kláðastillandi, mýkir þurra
húð, græðir sprungur og
ver gegn sveppasýkingum.
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum
(Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum.
Skólamenn og -kon-
ur bíða ávallt spennt
eftir niðurstöðum úr
PISA. Oftar en ekki
valda þær von-
brigðum. Eftir síðasta
PISA-áfall sagði
menntamálaráðherra
m.a. að skoða þyrfti
aðferðir við lestrar-
kennsluna. Kennsla
yngstu nemenda
grunnskólans kom upp í huga mér
og aðferðirnar tvær sem aðallega
eru notaðar í lestrarkennslu,
hljóðaaðferð og byrjendalæsi. Þær
taka báðar á öllum þáttum lestrar
og lokamarkmiðið með báðum er
að börn geti lesið sér til skilnings.
Hvernig og í hvaða röð er fengist
við þekkingar- og þjálfunaratriðin
er hins vegar ólíkt ásamt lesefni
byrjendanna. Það hefur lengi ver-
ið áleitin spurning hvort önnur að-
ferðin reynist vænlegri til árang-
urs en hin.
Hljóðaaðferðin var tekin upp í
Skóla Ísaks Jónssonar árið 1926
og þróaðist svo áfram í takt við
tímann. Lesefnið sem börnin
spreyta sig á í byrjun eru stutt,
auðveld orð og textar sem þau
geta þrætt sig í gegnum af eigin
rammleik þegar þau eru orðin
örugg á hljóðum stafanna. Byrj-
endalæsi mótaði Rósa Eggerts-
dóttir, sérfræðingur á skóla-
þróunarsviði HA. Í byrjendalæsi
eru lestextanir frá upphafi yfir-
leitt þyngri en flestir nemendur
ráða við að lesa.1)
Árið 2005 var byrjað að kanna
lesskilning barna í lok 2. bekkjar í
Reykjavík (Rvk.). Í lok prófsins er
einnig kannaður áhugi á lestri.
Byrjendalæsi var
kynnt til leiks eftir að
niðurstöður lágu fyrir
árið 2005. Rök sem
talsmenn færðu fyrir
því að taka upp byrj-
endalæsi voru t.d. þau
að þeim fyndist
hljóðaaðferðin leið-
inleg, slakur árangur
í lesskilningi og
áhugaleysi barna á
lestri. Byrjendalæsið
átti að breyta árangri
og áhuga barnanna.
Væntingar skólastjóra og kennara
til nýju aðferðarinnar voru miklar.
Innleiðingin í Rvk. og á landinu
öllu gerðist hratt þrátt fyrir millj-
óna kostnað hvers skóla (styrktir
úr sjóðum ríkis og sveitarfélaga),
þrátt fyrir hrunið og mikinn nið-
urskurð og fjársvelti skóla í kjöl-
farið. Nú hafa rúmlega 80%
grunnskóla í Rvk. tekið upp byrj-
endalæsi. Árið 2010 voru það nær
50% skólanna.
Framfarir í lesskilningi voru
hins vegar ekki sýnilegar hjá
börnum sem hófu skólagöngu
haustið 2010 í Rvk. því í lok 2.
bekkjar vorið 2012 birtust nið-
urstöður um lesskilning þeirra.
Þær voru þær slökustu sem sést
höfðu frá árinu 2005. Um 63%
barnanna gátu lesið sér til gagns
sem þýðir að 37% gátu það ekki.
Ánægja barna með lestur reyndist
svipuð, óháð kennsluaðferð.
Ég lít svo á að báðar aðferðir
geti verið jafnárangursríkar svo
fremi sem þær eru í höndum
flinkra kennara sem kunna lestr-
arfræðin og láta þarfir barnanna
vera í fyrirrúmi, t.d. hvað lesefni
varðar. Það er líklegt að nið-
urskurður í grunnskólum eftir
hrun eigi hlutdeild í slakri lestrar-
stöðu annarsbekkinga sl. vor. Það
hlýtur t.d. að hafa áhrif á kennslu
þurfi skólstjórnendur að klípa af
kennslukostnaði til að kynda og
lýsa skólana.2) Fjölbreyttur
nemendahópur þarfnast fjölbreyti-
legrar nálgunar. Skerðing á fé til
skóla breytir því. Kennarar þurfa
ýmsar bjargir sér til halds og
trausts, s.s. sérkennslufræðinga,
stuðningsfulltrúa, skiptitíma, not-
hæfan tölvukost og skjávarpa.
Skólar þurfa að geta keypt lesefni
við hæfi allra lesenda innan sömu
bekkjardeildar, einnig það sem
gefið er út á almennum markaði
en fé til þess er langt innan við
10% af fé til kaupa á námsefni.
Tómleiki skólabókasafna af bókum
og mannauði eftir hrun vinnur
gegn læsi.
Áðurnefnd 37%, sem ekki skilja
það sem þau lesa, þurfa lestrar-
kennslu þar til þau hafa náð tök-
um á því sem á vantar, hvort sem
það er lestrartækni (umskráning),
lesfimi eða lesskilningur. Það
reynist erfitt í skólum að koma við
lestrarþjálfun þeirra sem standa
höllum fæti. Ef ásættanleg lestr-
arfærni fyrir lok grunnskóla hefur
forgang getur þurft að vega og
meta hvað megi víkja af öðru
námsefni til að koma því við. Það
er viðkvæmt mál.
Það eru fjölbreyttar ástæður
fyrir fallandi gengi unglinga í
PISA-könnunum hér og annars
staðar á Norðurlöndunum. Veiga-
mikil er sú að bóklestur mætir af-
gangi í samkeppni við tölvuleiki og
samfélagsmiðla og ástundun
áhugamála eftir skóla. Hvatning
til lestrar er „foreldra- og kenn-
aranöldur“ sem fer inn um annað
eyrað og út um hitt. Það er líka
spurning hversu móttækilegir
unglingar eru fyrir sagnaarfinum
á þessum aldri og hvort hann geri
þau enn frábitnari bóklestri.
Með sameiginlegu átaki skóla,
heimila og unglinga hefur tekist
að breyta óæskilegu hegð-
unarmynstri eins og reykingum og
drykkju. Það vekur vonir um að
sömu aðilar geti snúið við blaðinu
hvað varðar lestrariðkun. Þar þarf
skólinn að hafa frumkvæðið.
1) Skíma 2, 2007 bls. 19.
2) Skólavarðan, 2. tbl. 13. Árg. 2013 b. 26.
Eftir Rannveigu
Lund » Fjallað er um nýjar
niðurstöður úr les-
skilningskönnun í 2.
bekk í Reykjavík og
PISA.
Rannveig Lund
Höfundur rekur Lestrarsetur Rann-
veigar Lund.
Af hverju hrakar lesskilningi í 2. og 10. bekk?
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Sveit Sigurðar Njálssonar fer
best af stað í Gullsmáranum
Eftir 4 umferðir í sveitakeppni
félagsins, þar sem 14 sveitir taka
þátt er staða efstu sveita:
Eldri borgarar Stangarhyl
Fimmtudaginn 5. desember var
spilaður tvímenningur hjá brids-
deild Félags eldri borgara, Stang-
arhyl 4, Reykjavík.
Spilað var á 12 borðum.Meðal-
skor 216. Efstu pör í N/S:
Hallgrímur Jónsson - Örn Isebarn 279
Helgi Samúelss. - Sigurjón Helgason 252
Bjarni Þórarinss. - Ragnar Björnsson 251
Helgi Hallgrímss. - Ægir Ferdinandss.
244
A/V
Jón Þ. Karlsson - Björgvin Kjartanss. 271
Albert Þorsteinsson - Bragi Björnss. 246
Axel Lárusson - Bergur Ingimundars. 239
Magnús Jónsson - Gunnar Jónsson 237
Sveit Sigurðar Njálssonar 90 stig
Sveit Arnar Einarssonar 75 stig
Sveit Þórðar Jörundssonar 73 stig
Sveit Hermanns Guðmundssonar 69 stig
Sveit Guðrúnar Hinriksdóttur 67 stig
Spilamennsku verður framhaldið
næsta mánudag.
Ljósbrá og Matthías
Íslandsmeistarar
Hjónin Ljósbrá Baldursdóttir og
Matthías Þorvaldsson sigruðu í Ís-
landsmótinu í Butlertvímenningi
sem fram fór sl. laugardag.
Sigur þeirra var öruggur en
lokastaða efstu para varð þessi:
Ljósbrá Baldursd. – Matthías Þorvaldss.
68
Sigurður Vilhjálmss. – Júlíus Sigurjónss.
46
Gunnar B. Helgas. – Magnús Magnúss. 44
Guðm. Sveinsson – Egill R. Guðjohnsen 36
Ómar Olgeirsson – Ragnar Magnússon 33
Jón og Sigurbjörn unnu
Íslandsmótið í sagnkeppni
Jón Baldursson og Sigurbjörn
Haraldsson unnu Íslandsmótið í
sagnkeppni. Þeir fengu 2.440 stig
af 3.000 mögulegum sem jafngilti
81,5%. Í 2. sæti, aðeins 10 stigum á
eftir, voru Helgi Sigurðsson og
Haukur Ingason. Jafnir í þriðja
sæti með 2.170 stig voru Stefán
Jónsson og Hermann Friðriksson
og Ragnar Magnússon og Ómar
Olgeirsson.
Alls tóku 14 pör þátt í mótinu.
Jólatvímenningur
á Suðurnesjum
Hafinn er þriggja kvölda jólatví-
menningur þar sem tvö efstu
kvöldin gilda til úrslita.
Nýkrýndur stórmeistari, Gunn-
laugur Sævarsson, tyllti sér í efsta
sætið ásamt umsjónarmanni þátt-
arins með 56% skor. Karl G. Karls-
son og Svala K. Pálsdóttir eru í
öðru sæti með 53,3% og Ingimar
Sumarliðason og Sigurður Davíðs-
son þriðju með 53%.
Spilað er í félagsheimilinu á
Mánagrund á fimmtudögum kl. 19
og er nóg pláss fyrir fleiri spilara,
bæði heimamenn og lengra að
komna. Akstur úr Hafnarfirði tek-
ur einungis 25 mínútur og spila-
mennsku er alltaf lokið fyrir kl. 23.