Morgunblaðið - 11.12.2013, Síða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013
✝ Halldóra Berg-þórsdóttir
fæddist í Reykjavík
10. febrúar 1948.
Hún lést á heimili
sínu 30. nóvember
2013.
Foreldrar henn-
ar eru Ólafía Sig-
urðardóttir, f. 1922
og Bergþór E. Þor-
valdsson heildsali,
f. 1914, d. 1976.
Halldóra er elst þriggja
systkina. Bróðir, Eyjólfur, f.
1950 og systir Nanna, f. 1958,
eiginmaður Ólafur Kjartansson,
f. 1959.
Eiginmaður Halldóru er
Andrés Andrésson, f. 1951. Þau
gengu í hjónaband 28. apríl
1973. Foreldrar Andrésar voru
Andrés Andrésson klæðskeri, f.
Erla soninn Erlend, f. 1998.
Halldóra fæddist á Lindargötu
42 í húsi afa síns Sigurðar
Ólafssonar rakara. Hún ólst
upp á Grettisgötu 4 fyrstu ævi-
árin og gekk í Miðbæjarskól-
ann. Halldóra fluttist 11 ára
gömul í Sólheima 22 og bjó þar
þangað til hún hóf sinn búskap
árið 1973. Hún gekk í Voga-
skóla og útskrifaðist þaðan sem
gagnfræðingur.
Halldóra vann í Útvegsbank-
anum og síðar Fiskveiðasjóði
áður en hún helgaði sig börnum
og heimili. Eftir að hún snéri
aftur á vinnumarkaðinn starf-
aði hún sem skrifstofustjóri hjá
Fimleikadeild Ármanns, sem
móttökuritari á Læknastöðinni
Mjódd og Heilsugæslunni í Hlíð-
unum. Halldóra starfaði á skrif-
stofu Tónmenntaskóla Reykja-
víkur um níu ára skeið áður en
hún lét þar af störfum. Síðustu
árin var hún heimavinnandi.
Útför Halldóru fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, miðviku-
daginn 11. desember 2013, og
hefst athöfnin kl. 15.
1887, d. 1970 og
Ingibjörg Stef-
ánsdóttir, f. 1915,
d. 1987.
Börn Halldóru
og Andrésar eru: 1.
Andrés, f. 1974, 2.
Íris, f. 1979 , kona,
Anna Rut Guð-
mundsdóttir, f.
1976. Þær eiga
saman Katrínu
Lóu, f. 2012. Fyrir
á Anna Guðrúnu Perlu, f. 2001,
Snædísi Blæ, f. 2004 og Róbert,
f. 2008, 3. Bergþór, f. 1980,
kona, Erla Björk Tryggvadótt-
ir, f. 1983. Sonur þeirra er Alex
Bjarki, f. 2012. 4. Fyrir á Andr-
és Jón Þór, f. 1969, kona, Erla
Erlendsdóttir, f. 1974. Þeirra
börn eru Nikulás Dagur, f. 2009
og Þórdís Lilja, f. 2011 Fyrir á
Nú ríkir kyrrð í djúpum dal,
þótt duni foss í gljúfrasal,
í hreiðrum fuglar hvíla rótt,
þeir hafa boðið góða nótt.
Nú saman leggja blómin blöð,
er breiddu faðm mót sólu glöð,
í brekkum fjalla hvíla hljótt,
þau hafa boðið góða nótt.
Nú hverfur sól við segulskaut
og signir geisli hæð og laut,
en aftanskinið hverfur fljótt,
það hefur boðið góða nótt.
(Magnús Gíslason)
Með ástar- og saknaðarkveðju.
Guð blessi þig.
Mamma.
Við köllumst á, þögnin og ég,
við köllumst á, tómið og ég.
Það er ekki mitt að efast um
máttarverkið stóra, um vilja Hans
sem öllu ræður. En þráin og sorg-
in toga mig til sín og tárin brjótast
fram í örvæntingu þess sem ekki
skilur, sem máttvana bíður þinna
líknandi handa og blíðra orða. Ég
bið aðeins um eitt andartak, eina
örlitla stund, til að tjá þér orðlaust
það sem hjarta mitt geymir, elsku
mamma mín.
Móðir mín var tilbúin að berjast
og faðir minn stóð eins og klettur
henni við hlið. Tvisvar áður, fyrir
meira en aldarfjórðungi, hafði læ-
víst og illvígt mein gert sig heima-
komið en verið hrakið út af þeim
krafti og æðruleysi sem móðir mín
bjó yfir. Móðir mín komst til fullr-
ar heilsu og fékk notið þess að sjá
börnin sín vaxa úr grasi, þrjár
tengdadætur auðga fjölskylduna,
börnin sem þeim fylgdu og börnin
sem inn í hana fæddust. Móður
sína, bróður og systur elskaði hún
af heitu hjarta og var ávallt um-
hugað um velferð þeirra og ham-
ingju. Minningu föður síns hafði
hún alltaf í heiðri. Systurbörnin
voru sem hennar eigin. Yngstu
móðursystur sinni var hún sem
dóttir.
Það fór sér að engu óðslega,
það bjó um sig, óx og dafnaði í ár-
anna rás. Það nærðist á lífsþrótti
og þreki. Það laug og blekkti,
bærði burt hugsunum um sig uns
sannleiksstundin rann loksins
upp. Áfallið var mikið. Það var að-
eins í örmum föður míns sem móð-
ir mín lét hugfallast. Fyrir okkur
hinum beygði hún aldrei af. Það
var ekki sjúkdómurinn illvígi sem
kallaði fram tár frammi fyrir mér,
heldur hlýja, kærleikur, og stuðn-
ingur föður míns: „Hann er svo
góður við mig.“ Eins og ástfang-
inn unglingur bar faðir minn móð-
ur mína á höndum sér í þeim erf-
iðleikum sem við blöstu.
Ég hljóp eins hratt og fæturnir
gátu borið mig upp stigana og inn í
hjónaherbergið. Síðast þegar ég
hafði litið þar inn hafði faðir minn
verið með móður mína í fanginu
og strokið henni ljúflega. Lyfja-
meðferðin var farin að taka sinn
toll, þótt nýhafin væri, og faðir
minn reyndi að hlúa að móður
minni eins og honum var einum
lagið.
Móðir mín sat upp við dogg,
bróðir minn studdi við hana og
sagði henni grátklökkur að berj-
ast. Faðir minn var í símanum að
ítreka að um bráðatilfelli væri að
ræða. Ég tók um axlir hennar og
undir örvæntingafullt ákall bróð-
ur míns. Faðir minn birtist. Síð-
asta andvarpið. Við reyndum allt
hvað við gátum, en móðir mín var
horfin inn í ljósið meðan rökkrið
lagðist yfir líf okkar.
Móðir mín var hlý, fögur og
góð. Hún var kærleikur og hún
var birta, ekki einungis í mínu lífi,
heldur allra þeirra sem nutu
þeirrar blessunar að kynnast
henni.
Góður Guð hefur kallað móður
mína til sín, í náðarfaðm sinn og til
nýrra verka. Ég minnist hennar
með þökk, engilsins sem bar mig
inn í þetta líf og bar mig á vængj-
um sér út sína jarðnesku tilveru.
Elsku besta mamma mín, ég
kveð þig, fullur sorgar og trega.
Minningarnar ylja mér og gæska
þín er mér smyrsl á sálartetrið.
Það er svo erfitt að missa þig, svo
ósköp sárt að hafa þig ekki nærri.
Guð blessi þig og varðveiti um alla
eilífð.
Andrés.
Elsku mamma mín.
Venjulega myndi ég hringja í
þig og spyrja hvað þér fyndist um
orðavalið en nú get ég það ekki.
Við töluðum saman á hverjum
degi. Ég stóð mig oft að því að
vera með símann í hendinni tilbúin
að svara því ég vissi að ég ætti von
á hringingu frá þér. Eftir að þú
veiktist snérist það við, ég hringdi
í þig. Mig langar svo elsku
mamma að fá að heyra röddina í
þér einu sinni enn til að fylla
hjarta mitt á ný. Ég get ekki sætt
mig við að þú sért farin. Þó þrek
þitt hafi minnkað síðustu vikur þá
var aldrei inni í myndinni að þú
myndir kveðja okkur. Þú hlakk-
aðir svo til að hafa alla ungana
þína hjá þér á aðfangadag og litlu
ömmugullin þín. Nú verða jólin
aldrei aftur eins, aldrei verður
neitt eins án þín. Við munum
reyna að raða jólaskrautinu eins
og við vitum að þú myndir vilja
hafa það en það mun aldrei standa
eins. Þú hafðir nefnilega sérstakt
lag á að hafa hlutina akkúrat eins
og þeir áttu að vera. Við skulum
ekki einu sinni byrja að ræða jóla-
tréð. Þegar pabbi þóttist viss um
að ekki væri hægt að koma serí-
unni og skrautinu betur fyrir á
trénu þá gekkst þú alltaf nokkra
aukahringi í kringum það og lag-
færðir aðeins hér og þar. Ég er
viss um að gráu hárunum hafi
fjölgað hjá pabba á Þorláksmessu
ár hvert.
Það var svo auðvelt að gleðja
þig, elsku mamma, og þú gladdist
svo innilega yfir velgengni og
hamingju annarra. Þú varst alltaf
fyrsta manneskjan sem ég hringdi
í ef mér hafði gengið vel í ein-
hverju því einhvern veginn varð
allt gott margfalt betra við gleðina
og hamingjuóskirnar frá þér. Það
var líka einstakt hvernig þú lýstir
upp allt í kringum þig. Þú varst
svo glæsileg og ungleg, svo björt
og geislandi. Allir sem kynntust
þér höfðu orð á því. Fyrir rúmum
15 árum, á afmælisdaginn þinn,
var ég spurð út í systur mína, „já
systir þín eða frænka“ endurtók
viðkomandi þegar hún sá svipinn á
mér. Ég svaraði því til baka að
þetta væri mamma mín og hún
væri fimmtug í dag. Ég man bros-
ið sem kom á þig þegar ég sagði
þér frá þessu og þú lyftist öll upp
og sagðir: „Ohh Íris, þetta er
besta afmælisgjöfin mín.“ Við átt-
um eftir að brosa oft yfir þessu.
Mér finnst lífið svo ósann-
gjarnt, elsku mamma, og skil ekki
af hverju það var lagt svona mikið
á þig. Tvisvar reyndi meinið að
hafa betur en þú varst svo mikil
baráttukona og leyfðir því ekki að
sigra þig. Þriðja meinið reyndist
þér of erfiður andstæðingur þó að
þú hafir ætlað að sigra það líka.
Ekkert getur sefað sorgina og
söknuðinn en það er huggun
harmi gegn að þú fékkst að fara á
þeim stað þar sem þér leið best,
heima og umvafin ást. Missir
pabba er ólýsanlegur því þú varst
akkerið í lífi hans. Ömmugullin þín
munu alast upp við dásamlegar
sögur og minningar sem þú skilur
eftir í hjörtum okkar. Ég minnist
þín, elsku mamma mín, sem fal-
legustu, björtustu og yndislegustu
mömmu sem barn getur átt. Ég er
svo þakklát fyrir allt sem þú gafst
mér og verð ríkari fyrir lífstíð að
hafa átt þig að. Þú lýstir upp líf
allra sem þekktu þig og nú er him-
inninn bjartari því stjarna þín skín
skærust.
Þín dóttir,
Íris.
Það er svo undarlegt að fá ekki
hringingu frá þér, mamma. Ég bíð
og vona að síminn hringi og það
sért þú að athuga hvernig Alex
Bjarki hafi það, hvort hann sé far-
inn að gera eitthvað nýtt, hvort ný
tönn sé komin og auðvitað segja
mér fréttir af Katrínu Lóu, Írisi,
pabba og Andrési. Þetta var það
sem þú gerðir, mamma, passaðir
upp á að við vissum allt það helsta
sem var að gerast hjá okkur. En
ég veit að þú hringir ekki aftur.
Mig langar ekki að trúa því og á
ofboðslega erfitt með að sætta mig
við það. Hvernig á ég að geta bara
kvatt þig og haldið áfram? Kvatt
konuna sem kenndi mér á kopp-
inn, kenndi mér að reima skóna
mína, kenndi mér að lesa og
skrifa? Kvatt þig sem var svo annt
um börnin þín að þú gerðir allt
sem þú mögulega gast til að hlífa
okkur þegar þú barðist við þennan
andstyggilega sjúkdóm í fyrsta og
annað skiptið. Og tókst þér það
svo vel að við, þín tvö yngstu, viss-
um ekki af veikindunum fyrr en
áratugum seinna. Við vorum á átt-
unda og níunda aldursári í seinna
skiptið og þér hafði ekki verið
hugað líf. Það er í raun og veru
kraftaverk að við fengum 24 ár
með þér til viðbótar.
Ég á erfitt með að sætta mig
við að barnabörnin þín, börnin
sem þú ert búin að vera að bíða
svo lengi eftir, fái ekki að alast upp
með ömmu sinni, þessari einstöku
konu sem gaf svo mikið af sér,
hefði veitt þeim svo mikla ást og
alúð og hlýju. Mér finnst svo sárt,
mamma, að þú fáir ekki að njóta
litlu gullmolanna þinna. Ég sé það
fyrir mér að hefðir verið fyrst til
þess að mæta á íþróttakeppnir
þeirra, eins og þú varst alltaf hjá
okkur systkinunum, og verið stolt-
asta amman á svæðinu.
En maður má ekki bara hugsa
um það sem aldrei verður. Minn-
umst heldur allra þeirra yndislegu
stunda sem við áttum saman. Þá
er hugurinn fljótur að reika í
Þjórsárdalinn, paradísina okkar,
þaðan eigum við svo ofboðslega
margar og góðar minningar, þar
leið öllum svo vel.
En það eru líka litlu hlutirnir
sem koma upp í hugann á mér.
Hvernig þú varst vön að taka
sængina mína og breiða yfir þig
þegar þú varst að horfa á sjón-
varpið á kvöldin. Ég man hvað
mér fannst alltaf notalegt að hafa
„mömmulykt“ af sænginni minni.
En það eru líka orð sem koma
upp í hugann þegar ég hugsa til
þín, mamma, skrítin orð sem bara
fjölskyldan fattar, gubbugæng,
múlú púlú og bebe, en eru svo dýr-
mætur partur af fjölskyldusög-
unni.
Það berst svo um í mér,
mamma, hvað ég hefði viljað hafa
lengri tíma með þér. Þú ætlaðir að
sigrast á þessu, alveg eins og í hin
skiptin. En jafnvel þótt sú barátta
hefði verið vonlaus, þá hélt ég að
við ættum lengri tíma eftir, þú
varst bara nýbyrjuð í lyfjameð-
ferð. En hugsanlega var þetta
besta leiðin fyrir þig að fara, bæði
fyrir okkur og þig, heima í faðmi
okkar feðga, kannski var þetta al-
veg eins og þú hefðir viljað sjálf.
Það orð sem kemur hvað oftast
upp í hugann á mér þegar ég
hugsa um þig mamma er „fegurð“.
Þú ert fegursta manneskja sem ég
hef kynnst, svo björt og falleg og
mun ég hafa það að leiðarljósi þeg-
ar ég lýsi þér fyrir barnabörnun-
um þínum. Takk fyrir mig,
mamma.
Bergþór.
Ástkær systir og mágkona er
látin, allt, allt of snemma. Dóra
Halldóra
Bergþórsdóttir
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGRÍÐUR ÁRNÍNA ÁRNADÓTTIR,
Skarðshlíð 13c,
Akureyri,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn
28. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju
föstudaginn 13. desember kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Heimahlynningu á Akureyri og
Dvalarheimilið Hlíð.
Ingvi Rafn Flosason,
Árni Guðnason, Amalía Guðnason,
Anna Guðrún Guðnadóttir, Rúnar Egilsson,
Berglind S. Guðnadóttir, Indriði Jóhannsson,
Jóhannes Rafn Guðnason,
Karlína Sigríður Ingvadóttir, Marinó Marinósson,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Okkar áskæra systir, mágkona, frænka og
vinkona,
SESSELJA ELÍSABET JÓNSDÓTTIR
frá Seljanesi,
Reykhólasveit,
lést að heimili sínu Skálatúni fimmtudaginn
28. nóvember.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Innilegar þakkir til Skálatúnsheimilisins fyrir frábæra umönnun
og ást.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sveinn, Magnús Viggó og Jón Hjálmar Jónssynir.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ERNA HREINSDÓTTIR
frá Hrísey,
lést á Droplaugarstöðum laugardaginn
30. nóvember.
Útförin fór fram föstudaginn 6. desember,
í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Guðrún Svansdóttir, Sigurður Svavarsson,
Geir Svansson, Irma Erlingsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐLAUG RÓSA GUNNLAUGSDÓTTIR,
Hornbrekkuvegi 12,
Ólafsfirði,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 7. desember.
Útför hennar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju
laugardaginn 14. desember kl. 14.00.
Ingi Vignir Gunnlaugsson, Ása Jóhanna Ragnarsdóttir,
Róslaug Gunnlaugsdóttir, Helgi S. Þórðarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
PÉTUR JÓHANNSSON,
Lindarbraut 10,
Seltjarnarnesi,
lést á Landakotsspítala föstudaginn
6. desember.
Útför hans fer fram frá Seltjarnarneskirkju
miðvikudaginn 18. desember kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Slysavarnarfélagið Landsbjörg.
Kristín M. Guðmundsdóttir,
Auður Pétursdóttir,
Jóhann Pétursson, Margrét Lilja Magnúsdóttir,
Brynja Pétursdóttir,
Baldvin Búi Wernersson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐNÝ S. SIGURÐARDÓTTIR,
Goðheimum 26,
Reykjavík,
lést á Landakotsspítalanum sunnudaginn
1. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Við þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og hlýhug.
Þórhallur Björnsson, Anna Janyalert,
Karl Björnsson, Katrín I. Karlsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.