Morgunblaðið - 11.12.2013, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013
11 -12-13 er óskastund Unnar Guðrúnar Pálsdóttur sem er43 ára í dag. Hún er af flestum kölluð Lukka og rekurveitingastaðinn Happ á Höfðatorgi í Reykjavík. Þar er
hollustumatur á borðum, en að mati Lukku er óæskilegt hráefni rót
margra nútímasjúkdóma, svo sem bólgna, meltingartruflana,
hjarta- og æðasjúkdóma og krabbameins. „Vitund fyrir heilbrigði
og góðu mataræði verður sífellt sterkari. Uppistaðan í okkar mat-
seðli er grænmeti sem og hnetur og fræ – og svo hreinar og ferskar
afurðir svo sem fiskur og kjöt,“ segir Lukka sem ýtti starfsemi
Happs úr vör fyrir sex árum.
„Þetta verður væntanlega góður afmælisdagur. Maðurinn minn,
Magnús Stefánsson, er flugstjóri hjá Icelandir og ég ætla með hon-
um síðdegis til Boston. Það er alltaf gaman að fara til Bandaríkj-
anna, þar sem foreldrar mínir búa stóran hluta ársins, en nú förum
við skötuhjúin til að eiga skemmtilega stund saman. Svo er mikill
plús að bæta fjórum klukkustundum við sólarhringinn og vera í
fluginu utan þjónustusvæðis, hvorki tengd síma né tölvu. Þegar
maður er með eigin rekstur eru það nánast hlunnindi og þú getur
með vísan til nafnsins míns kallað þetta lukkustundir,“ segir Lukka
– Unnur Guðrún Pálsdóttir, sem með eiginmanni sínum á tvo syni.
Þeir eru Páll Stefán, fimmtán ára, og Jakob Þór, þremur árum
yngri. sbs@mbl.is
Unnur Guðrún Pálsdóttir er 43 ára í dag
Happ „Vitund fyrir heilbrigði og góðu mataræði verður sífellt sterk-
ari,“ segir Lukka sem fer í frí vestur um haf síðdegis í dag.
Lukkustundir í
Bandaríkjaflugi
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Ólafsfjörður Óli Björn fæddist 8. apríl
kl. 13.41. Hann vó 4.074 g og var 55
cm langur. Foreldrar hans eru Björk
Óladóttir og Þorvaldur Sveinn Guð-
björnsson.
Nýir borgarar
Grindavík Jóhann Jakob fæddist 20.
apríl kl. 23.27. Hann vó 3.010 g og var
51 cm langur. Móðir hans er Sigríður
Jóhannsdóttir.
I
ngimar Erlendur fæddist á
Akureyri 11.12. 1933 en
flutti með fjölskyldunni til
Reykjavíkur er hann var
fimm ára. Hann var í Mið-
bæjarskólanum, Austurbæjarskól-
anum, lauk landsprófi frá Ingi-
marsskóla og prófum frá
Kennaraskóla Íslands 1957.
Ingimar Erlendur var blaðamað-
ur við Morgunblaðið 1959-62, var
ritstjóri og ábyrgðarmaður
Frjálsrar þjóðar 1962-63 en hefur
helgað sig ritstörfum síðan.
Ritverk Ingimars Erlendar
Rit Ingimars Erlendar: Sunnan-
hólmar, ljóð, 1959; Hveitibrauðs-
dagar, smásögur, 1961; Borgarlíf,
skáldsaga, 1965; Íslandsvísa,
skáldsaga, 1967; Ort á öxi, ljóð,
1973, 2. útg. 1978; Undirheimur,
skáldsaga, 1974; Fiskar á fjalli,
ljóð, 1974; Íslandsvísa, norsk út-
gáfa, 1975; Grasið hefur grænar
hendur, ljóð, 1975; Veruleiki
draumsins, ljóð, 1976; Göngustafur
vindsins, sögur, 1977; Fjall í þúfu,
ljóð, 1978; Núvist, ljóð, 1980;
Helgimyndir í nálarauga, ljóð,
1982; Ljóð á Lúthersári, 1983;
Ljósahöld og myrkravöld, ljóð,
1985; Hvítamyrkur, ljóð, 1993, 2.
útg. 1997; Hvítvoðungar, ljóð, 1997,
2. prentun 1998; Hvítblinda, ljóð,
2000; Hvítalogn, ljóð, 2001; Hvítu-
vötn, ljóð, 2002; Hvítelfur I., ljóð,
2003; Hvítelfur II., ljóð, 2003,
Hvítakista, ljóð, 2008.
Á afmælisdaginn fær Ingimar
Erlendur í hendur fyrstu eintök
nýrrar ljóðabókar sem ber heitið
Ljóðdómur – einskonar ævisaga,
Ingimar Erlendur Sigurðsson rithöfundur – 80 ára
Gömul fjölskyldumynd Ingimar Erlendur og Margrét með börnum sínum, Sigríði Freyju og Sigurði Vífli, árið 1985.
Ljóðskáld við Elliðavatn
Skáldið við vatnið Ingimar býr við Elliðavatn en á sumarhús í Hvalfirði.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
MIKIÐ ÚRVAL AF SMUREFNUM OG OLÍUM FYRIR
ALLAN IÐNAÐ. KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
SMUROLÍUR
OG SMUREFNI
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.