Morgunblaðið - 17.12.2013, Page 8

Morgunblaðið - 17.12.2013, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is STIGAR OG TRÖPPUR Á 20% AFSLÆTTI* ÁLHJÓLA PALLAR OG -VEGGJA PALLAR AFSLÁTTUR* 25% * Sorpkvarnir AF BRIMRÁSAR STIGUM OG TRÖPPUM *Tilboðin gilda til áramóta eða á meðan birgðir endast Styrmir Gunnarsson segir á Evr-ópuvaktinni:    Dellan í kringumIPA-styrkina leiðir hugann að því að það er ekki stjórn- arandstaðan, sem er að gera ríkisstjórn og stjórnarflokkum erf- itt um vik.    Það eru stjórnarflokkarnir sjálfir,sem eru að gera vitleysur, sem koma þeim í koll.    Stjórnarandstaðan reynir svo einsog hún mögulega getur að not- færa sér þær vitleysur.    Hugmyndir um skerðingu barna-bóta eru skýrt dæmi um þetta.    Annað og jafn skýrt dæmi er sú fá-ránlega hugmynd, að ríkis- stjórn, sem segist ætla að ljúka aðild- arferlinu, taki upp á því að „skoða réttarstöðu sína“ vegna þeirrar ákvörðunar Evrópusambandsins að hætta greiðslum IPA-styrkja.    En þeir styrkir eru eins og kunn-ugt er ætlaðir til að greiða fyr- ir aðlögun regluverks umsóknar- ríkja að kerfi Evrópusambandsins.    Nú nærist stjórnarandstaðan einsog skiljanlegt er á vitleysis- gangi af þessu tagi.    Hvað verður næst?“    Deila má um kenninguna um aðhætta skuli leik þá hæst fram fer. En síður um að hverfa skuli frá leik sem lokið er. ESB-umsókn var úr sögunni á kosninganótt. Styrmir Gunnarsson Einfalt stórmál gert flókið STAKSTEINAR Veður víða um heim 16.12., kl. 18.00 Reykjavík -3 skýjað Bolungarvík -1 skýjað Akureyri -9 léttskýjað Nuuk -7 skýjað Þórshöfn 6 skýjað Ósló 7 skýjað Kaupmannahöfn 7 súld Stokkhólmur 7 skýjað Helsinki 5 súld Lúxemborg 6 heiðskírt Brussel 10 heiðskírt Dublin 5 skýjað Glasgow 6 skúrir London 12 léttskýjað París 8 heiðskírt Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 10 léttskýjað Berlín 7 heiðskírt Vín 0 þoka Moskva -6 alskýjað Algarve 16 léttskýjað Madríd 16 heiðskírt Barcelona 12 skýjað Mallorca 16 skýjað Róm 12 heiðskírt Aþena 10 skýjað Winnipeg -11 snjókoma Montreal -18 skafrenningur New York -2 heiðskírt Chicago -9 alskýjað Orlando 12 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:19 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 12:06 14:53 SIGLUFJÖRÐUR 11:51 14:34 DJÚPIVOGUR 10:58 14:50 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Farbanni af hrossum í þjálfunar- miðstöðinni á Hólaborg á Suðurlandi verður aflétt á morgun. Hrossin hafa verið undir sérstöku eftirliti héraðs- dýralæknis og þurftu að lúta sér- stökum smitvörnum til 18. desember. „Ekki hefur borið á neinu óeðli- legu hjá hrossunum og ekki hefur orðið vart við að neitt hafi borist til landsins. Því verður farbanninu af- létt,“ segir Sigríður Björnsdóttir dýralæknir. Flutti inn notuð áhöld Ástæðan er sú að 18. nóvember sl. járnaði Steven O. Grady, dýra- læknir og járningameistari, hest sem var á stöðinni og notaði til verksins notuð járningaáhöld, hanska, svuntu og vinnuskó, sem innflutningur er bannaður á. Bannað er að flytja inn notuð járningaáhöld og annan búnað sam- kvæmt íslenskum lögum um dýra- sjúkdóma og varnir gegn þeim. Þar af leiðandi voru allir hestar settir undir aukið eftirlit og kröfur gerðar um sérstakar smitvarnir á þjálfunarstöðinni sem í hlut átti. Eng- inn hestur mátti fara frá stöðinni án samþykkis héraðsdýralæknis og gilti sú ráðstöfun í að minnsta kosti fjórar vikur eða þar til hægt var að staðfesta að smit hefði ekki borist í hestana. Farbanni verður aflétt af hrossunum  Ekki borið á neinu óeðlilegu hjá hrossunum, að sögn dýralæknis Morgunblaðið/Árni Sæberg Smitvarnir Farbanni aflétt. Færeysk stjórnvöld hafa hafnað til- boði sem Maria Damanaki, sjávar- útvegsstjóri Evrópusambandsins, lagði fram í síðustu viku til lausnar makríldeilunni í heimsókn sinni til Færeyja. Fram kemur á fréttavefn- um Portal.fo að greint hafi verið frá því í fjölmiðlum að Damanaki hafi boðið Færeyingum 11,9% makríl- kvótans sem er það sama og hún mun hafa boðið íslenskum stjórn- völdum. Fram kemur á fréttavefnum að Jacob Vestergaard, sjávarútvegs- ráðherra Færeyja, hafi krafist þess að Færeyingar fengju stærri hlut- deild en Íslendingar. Hann segir í svarbréfi til Damanaki sem sent var í gærkvöldi samkvæmt fréttinni að hann geti ekki samþykkt lausn í makríldeilunni sem þýði að Fær- eyjar fái sömu framtíðarhlutdeild og Ísland. Þá ítrekar hann fyrri kröfu um að Færeyingar fái 15% makríl- kvótans. Þess má geta að Færeyingar hafa áður hafnað því að fá sömu hlutdeild og Íslendingar. Þá hermdu fréttir í haust að Evrópusambandið ætlaði að bjóða Færeyingum 12% makríl- kvótans en Íslendingum 11,9%. Færeyingar höfnuðu til- boði ESB  Vilja fá meira en Íslendingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.