Morgunblaðið - 17.12.2013, Síða 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013
Upplifðu4Gmeð
iPhone5s
Verð frá 6.790 kr. á mánuði*
Vodafone
Góð samskipti bæta lífið
* Samkvæmt 18 mánaða raðgreiðslusamningi.
Staðgreiðsluverð 109.990 kr.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þegar ég var að leggja ífyrstu atrennuna í ísklifr-inu sagði ég við krakkanasem voru með mér: „Ég
gæti verið heima að horfa á Love
actually, en nei, hér er ég í ísklifri,
mér er kalt á tánum og ég er með
kökk í hálsinum,“ segir Alfífa Ket-
ilsdóttir, alltaf kölluð Fífa, en hún
fór í jólaísklifursferð með Íslenska
Alpaklúbbnum um liðna helgi og
fannst það ekki sérlega auðvelt.
Fífa á vini sem eru í ísklifri og þeg-
ar henni var boðið með í jólaklif-
ursferðina hafði hún enga afsökun
til að segja nei. „Ég var ekki búin
að plana að kaupa jólagjafir eða
höggva jólatré og ég hafði fengið
allar græjurnar að láni, svo ég gat
ekki skýlt mér á bak við neitt og þá
sagði ég bara já, enda vissi ég að
ég yrði mjög hamingjusöm ef ég
yrði úti allan daginn.“
Klifrið sjálft ekki hræðilegt
Fífa segist hafa orðið frekar
kvíðin við tilhugsunina, en þegar
Jómfrúarferð Fífu í
ísklifri tók nokkuð á
Hún var ekki búin að plana að kaupa jólagjafir eða höggva jólatré og hafði fengið
allar græjurnar að láni, svo hún hafði enga ástæðu til annars en segja já, þegar
henni var boðið í ísklifursjólaferð um síðustu helgi. Erfiðast fannst henni að ganga
upp brekkuna að fossunum, þar sem voru skriður, snjór yfir öllu og mjög hált. En
þegar hún var komin í sigbeltið, með brodda á fótum og ísexi í hönd, var gaman.
Til í slaginn Fífa komin með ísexi í hönd og allt klárt.
Sundgreining er eitt af því sem fólk
getur nýtt sér til að ná betri tökum á
tækninni í skriðsungi. Þeir Jakob Jó-
hann Sveinsson og Ólafur Marteins-
son ætla að bjóða upp á sundgrein-
ingu næsta laugardag 21. desember
frá klukkan 14. Í sundgreiningunni er
notast er við myndavélar undir og yf-
ir vatnsyfirborði. Eftir nokkrar ferðir í
lauginni er svo sest niður yfir mynd-
bandinu og farið yfir tæknina og hvað
má betur fara. Greiningin tekur um
hálftíma og innifalið í verði er að-
gangur að sundlauginni og USB-lykill
með upptökunum á. Áhugasamir
geta haft samband á tölvupóst-
fangið: sundgreining@gmail.com eða
sent skilaboð á Facebook-síðu Sund-
greiningar: www.facebook.com/
sundgreiningar. Þeir félagarnir segja
að í tilefni jólanna verði hægt að
kaupa gjafabréf í sundgreiningu fyrir
þá sem eiga allt nema fullkomna
skriðsundstækni. Eftir stórhátíðirnar
er fólk jú frekar áhugasamt um að
taka sig á í hreyfingunni og þá gæti
verið gaman að prófa skriðsundið,
eitthvað sem allir kunna en vilja
kannski bæta sig.
Vefsíðan www.facebook.com/sundgreiningar
Morgunblaðið/Golli
Skriðsund Anton Sveinn McKee sló nýlega Íslandsmet í 400 m skriðsundi.
Sundgreining í skriðsundi
Skátarnir senda gömlum félögum og
velunnurum styrktarpinna skáta ár
hvert og gefa þannig fjölda eldri
skáta kost á að styðja við bakið á
skátastarfi ungmenna í landinu.
Skátafélög landsins eru að taka í
notkun nýja skátadagskrá sem gerir
skátastarfið bæði öflugra og
skemmtilegra og eykur möguleika
til að koma á fót skátastarfi enn
víðar en nú er.
Góðar undirtektir við sölu styrkt-
arpinnans síðustu daga gefa okkur
von um að hægt verði að gera sér-
stakt átak til þess að efla skáta-
starf á landsbyggðinni og stofna ný
skátafélög eða skátasveitir á þeim
fjölda staða þar sem ekkert skáta-
starf er í dag.
Með þessum stuðningi vonast
skátarnir til að geta veitt börnum
og ungmennum víða um land tæki-
færi til að taka þátt í skátastarfi og
bjóða upp á vandaða þjálfun fyrir
leiðtoga og skátaforingja til þess að
leiða það starf.
,,Það er virkilega gaman að sjá
hve margir hugsa ennþá hlýtt til
skátanna, borga pinnann og bera
hann stoltir,“ segir Hermann Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri skát-
anna.
Sala á styrktarpinnum til að efla skátastarf um allt land
Margir hugsa hlýtt til skátanna
Kátir skátar Það er heldur betur skemmtilegt að vera í skátunum.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.