Morgunblaðið - 17.12.2013, Side 12

Morgunblaðið - 17.12.2013, Side 12
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Nokkur einkafyrirtæki og sveitar- félög vinna nú í sameiningu að hag- kvæmnisathugun á háhraðalest frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. Fyrsta áfanga, eða frumkönnun, verkefnisins er lokið og hefur fyrir- tækið Ráðgjöf og verkefnastjórnun, undir forystu Runólfs Ágústssonar, forgöngu um 2. áfanga athugunar- innar. Lýkur hon- um með birtingu skýrslu um verk- efnið í lok janúar. Að sögn Run- ólfs áttu Reitir fasteignafélag frumkvæðið að málinu. „Við skiluðum þeim frumskýrslu í lok október. Niðurstöðurnar voru það jákvæðar að menn ákváðu að skoða þetta frekar, að fá fleiri að mál- inu. Þetta mál er núna drifið áfram af fjórum fyrirtækjum: Reitum, fyrir- tækjasviði Landsbankans, Eflu og Ís- taki, ásamt Reykjavíkurborg og Sam- bandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Isavia og Kadeco – Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. Síðan höfum við kynnt þetta fyrir nágrannasveitarfélögunum og fengið góðar viðtökur ásamt Vegamála- stjóra og fleiri aðilum. Einnig er fyrirhugaður fundur með innan- ríkisráðherra um málið. Við erum á kafi í þessari vinnu núna, mönnum fannst rétt að reikna sig í gegnum þetta og svo kemur í ljós í janúar hvort það er eitthvert vit í þessu eða ekki. Það liggur fyrir mjög gróf kostnaðaráætlun vegna framkvæmd- arinnar upp á 106 milljarða en nú er verið að reikna rekstrarkostnaðinn. Þegar þessir tvær þættir eru komnir saman er hægt að fara að skoða hvort það er eitthvað vit í arðseminni í einkaframkvæmd.“ Á skipulagi hjá Reykjanesbæ „Sú leið sem við erum að skoða núna sem valkost A er um 47 km leið frá Leifsstöð og að endastöð í mið- borg Reykjavíkur. Lestarleið er á skipulagi hjá Reykjanesbæ, sem hef- ur sýnt mikla framsýni í þeim málum. Það er tiltölulega einföld leið frá flug- stöðinni út fyrir bæjarmörk Reykja- nesbæjar og að Hafnarfirði. Leiðin snýst um að lágmarka umhverfis- röskun með því að leggja hana sam- síða til að mynda Reykjanesbraut eða annarri sambærilegri leið. Þessi hluti leiðarinnar er mjög þægilegur út frá lestarsamgöngum, þ.e.a.s. þetta er tiltölulega slétt og að mestu leyti óbyggt land. Þegar kemur til Hafnarfjarðar skapast hins vegar ýmis vandamál. Þá eru tvær útfærslur mögulegar ofanjarðar. Sú fyrri felst í að draga verulega úr hraðanum niður í 80 km á klst. Það myndi lengja ferðatímann mikið. Sá kostur að fara með hraðlest í gegnum byggð er ekki góður hvað skipulag varðar. Lestir kljúfa byggð- ina nánast í sundur. Síðari kosturinn sem við erum að skoða er að fara í göngum frá Straumsvík og að endastöð. Það eru nokkrar leiðir í skoðun og ekki tíma- bært að nefna þær. Það eru fyrst og fremst þrjár leiðir sem við höfum skoðað. Það er auðvitað bein leið und- ir sjóinn eða undir flóana. Hún er styst en henni fylgir hætta á leka. Síðan eru mögulegar leiðir með- fram landinu. Það eru ákveðin tæki- færi í því fólgin að geta lagt göng þannig að þau gætu nýst sem stofn- kerfi fyrir almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu til að mynda með línu undir Strandgötuna í Hafnarfirði, miðbæ Garðabæjar og Hamraborgina í Kópavogi, svo eitt- hvað sé nefnt. Umferðarásinn Reykjavík/Hafnarfjörður er mjög þungur. Eitt er hvað er tæknilega hægt og annað hvað er hagkvæmt. Það er tæknilega mögulegt að ná ferðatíma frá Keflavíkurflugvelli í Vatnsmýri niður undir 15 mínútur. Það eru hins vegar tengsl milli hraða og kostnaðar og eitt af því sem er ver- ið að skoða er hvar sá skurðpunktur liggur,“ segir Runólfur en ef lestin færi 47 km leið á 15 mínútum væri meðalhraðinn 188 kílómetrar á klukkustund. Horft til fjölgunar ferðamanna – Af hverju ætti lest að borga sig þegar flugrútan getur flutt fólk? „Það er framundan og hefur verið mikil fjölgun á erlendum ferðamönn- um til og frá landinu. Þessi sam- göngumáti þekkist auðvitað víða í kringum okkur. Margir ferðamenn sem koma á alþjóðaflugvelli vilja komast sem fyrst í miðborg. Núver- andi ferðatími er tæp klukkustund. Það eru auðvitað verðmæti í því fólg- in að vera 15-20 mínútur í lest í stað- inn fyrir að sitja klukkutíma í rútu. Við þetta má bæta að framkvæmd sem þessi yrði afar þýðingarmikil fyr- ir Suðurnes og myndi tengja suðvesturhornið saman sem eitt atvinnusvæði. Þá myndi slíkt einnig skapa veruleg sóknarfæri fyrir innan- landsflugið með styttri tengitíma milli innan- og millilandaflugs.“ Háhraðalest fari í jarðgöng  Hugmyndir um nokkurra kílómetra jarðgöng frá Straumsvík í Vatnsmýri eða á Kringlusvæðið  Háhraðalest gæti flutt farþega frá Keflavíkurflugvelli til miðborgar Reykjavíkur á um 20 mínútum AFP TGV-háhraðalest Úr innanrými fyrstu háhraðalestarinnar milli Frakklands og Spánar. Hún var vígð í vikunni. Hraðlest milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur* Leiðin yrði um 40-50 km eftir útfærslu og ferðatíminn 20 mín. Grunnkort/Loftmyndir ehf. Straumsvík Gangamunni Valkostur 1: Endastöð Vatnsmýri Lest gengur neðanjarðar Valkostur 2: Endastöð Kringlan Hafnarfjörður Álftanes Garðabær Kópavogur Reykjavík *Dæmi um hvernig leiðin gæti litið út samkvæmt grófri lýsingu aðstandenda verkefnisins. Lest gengur ofanjarðar Keflavíkurflugvöllur Reykjavík Runólfur Ágústsson 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013 Guðjón Auð- unsson, forstjóri Reita – fasteigna- félags, sem er stærsta félagið sinnar tegundar á markaðnum, seg- ir félagið hafa ákveðnum skyld- um að gegna varðandi hugmyndavinnu um framtíðarskipulag byggðar. Með því að stuðla að hagkvæmnis- athugun á háhraðalest leggi fé- lagið lóð á þær vogarskálar. „Það er ekki gefið að slík endastöð verði í Vatnsmýri. Á hún að vera í Kringlunni á svæði sem Reitir eru stórir eigendur að? Auðvitað myndi umferð gesta í Kringluna aukast mikið. Þá eru ónefnd óbein áhrif á virði nýrra eigna ef það yrði byggt hótel eða skrifstofubyggingar með góðu aðgengi að slíkum samgöngum … Ef það væri ger- legt að komast milli Keflavíkur og Reykjavíkur á 15 og 20 mín- útum eru engar rekstrarlegar eða pólitískar forsendur fyrir því að halda úti rekstri á innanlands- flugvelli í Reykjavík. Hann færi þaðan og yrði hugsanlega sér- stök innanlandsflugstöð á Kefla- víkurflugvelli,“ segir Guðjón. Reykjavíkur- flugvöllur færi ÁHRIF LESTAR YRÐU MIKIL Guðjón Auðunsson VIRB Elite Hasarmyndavél Innbyggður skjár, 2000mAh rafhlaða, 16Mp myndflaga, GPS skráir hraða og hæð, WiFi tenging við síma og margt annað setur Garmin hasarmyndavélarnar í sérflokk. VIRB FRÁ 54.900 PI PA R\ TB W A • SÍ A Forerunner 620 Hlaupaúr Hvíldartími, súrefnisupptaka, skrefafjöldi, skreftími og sendir þráðlaust á Garmin Connect með WiFi. HLAUPAÚR FRÁ 23.900 Monterra Útivistartæki Android, Vídeó, FM útvarp, netvafri, tölvupóstur, myndavél og margt annað spennandi. ÚTIVISTARTÆKI FRÁ 29.900 Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is | Opið kl. 10-18 fram að jólum. Kl. 10-12 á aðfangadag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.