Morgunblaðið - 17.12.2013, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Ef iðnaðar- og viðskiptaráðherra
veitir Landsneti heimild til að taka
land eignarnámi gætu framkvæmdir
við Suðurnesja-
línu 2 hafist sum-
arið 2014 og línan
risið árið 2015.
Von er á úrskurði
ráðherra á fyrri
hluta næsta árs.
Landsnet hef-
ur samið við 129
af 144 landeig-
endum sem eiga
um 75% lands á
leið línunnar.
Ekki hafa náðst samningar við eig-
endur þriggja jarða og hluta af eig-
endahópi þriggja jarða til viðbótar,
samtals 15 eigendur, samkvæmt
upplýsingum frá Landsneti. Rétt er
að taka fram að ekki er verið að taka
jarðirnar eignarnámi, einungis rétt-
inn til að fara með línuna um svæðið.
Nú þegar nemur kostnaður
Landsnets vegna samninga við land-
eigendur um 150 milljónum króna.
Suðurnesjalína 2 verður 32,4 km
löng og mun að mestu liggja sam-
síða Suðurnesjalínu 1, þ.e. frá Hafn-
arfirði að Rauðamel, sunnan Njarð-
víkur. Nýja línan verður með 220 kV
spennu og er áætlað að heildar-
kostnaður við hana nemi 2,2 millj-
örðum króna.
Taka tillit til pólitískrar stefnu
Línulögnin hefur verið umdeild
og hafa andstæðingar hennar lýst
yfir miklum vonbrigðum með
ákvörðun Orkustofnunar 5. desem-
ber sl. um að veita Landsneti leyfi
fyrir framkvæmdinni.
Það var mat Orkustofnunar að af-
hendingaröryggi á Suðurnesjum
yrði ekki aukið nema með því að
tengja Suðurnesin með annarri línu
en þeirri sem er fyrir. Deilan um lín-
una snýst þó ekki um hvort þörf sé á
nýrri línu heldur frekar um hversu
burðarmikil línan á að vera; hvort
hún eigi að geta borið 220 kV
spennu eða hvort 132 kV spenna
nægi og hvort hægt sé að leggja
hana í jörðu.
Til að byrja með verður Suður-
nesjalína 2 rekin á 132 kV spennu og
slík lína myndi duga lengi, ef ekki
stæði til að reisa virkjanir og álver á
Suðurnesjum.
Orkustofnun tekur í ákvörðun
sinni frá 5. desember fram að taka
þurfi tillit til langtímasjónarmiða við
línulagnir. „Þó að ekki sé fyrirséð að
þörf sé fyrir alla þá flutningsgetu
sem felst í Suðurnesjalínu 2, þ.e. 220
kV loftlínu, á allra næstu árum
nema til komi orkufrekur iðnaður,
ber að hafa í huga að slíkur orku-
frekur iðnaður hefur verið pólitískt
stefnumarkaður til atvinnuuppbygg-
ingar á Suðurnesjum af þar til bær-
um stjórnvöldum auk aukinnar
orkuframleiðslu á Reykjanesi sam-
kvæmt rammaáætlun,“ segir í
ákvörðun Orkustofnunar.
Þórður Guðmundsson, forstjóri
Landsnets segir að verði ekki af
orkufrekum iðnaði suður með sjó
verði hægt að reka línuna lengi á
132 kV en um árafjöldann sé ekki
hægt að segja.
„Það getur í sjálfu sér verið ansi
lengi. Það ræðst af því hvernig mál
þróast. Stefna Landsnets hefur allt-
af verið sú að byggja færri línur
með meiri flutningsgetu til að ekki
þurfi að byggja fleiri línur en nauð-
synlegt er,“ sagði hann í samtali við
Morgunblaðið. Um leið væri mikil-
vægt að hafa hugfast að öll mann-
virki í flutningskerfinu væru byggð
til að sinna hlutverki sínu, fyrir alla
raforkukaupendur, um áratuga
skeið.
Í gögnum sem Landsnet lagði
fram hjá Orkustofnun er minnt á að
samkvæmt rammaáætlun séu á
Reykjanesi virkjanakostir með 280
MW uppsett afl sem falla í nýting-
arflokk og virkjunarkostir með 100
MW uppsett afl í biðflokki, auk nú-
verandi virkjana sem eru með 175
MW afl. „Landsnet verður í áætl-
unum sínum að gera ráð fyrir að
þessir kostir komi til framkvæmda í
framtíðinni og í ljósi langrar end-
ingar háspennulína og óverulegs
kostnaðarmunar á 132 kV og 220 kV
er skynsamlegt að byggja 220 kV
línu,“ segir í ákvörðun Orkustofn-
unar.
Óhagkvæmari hér á landi
Landsnet benti fyrir sitt leyti á að
ekki væri hægt að gera kröfu um að
fyrirtækið leggi fram fullnægjandi
og raunhæfan samanburð á lagn-
ingu loftlína og jarðstrengja. Ekkert
í löggjöf eða aðstæðum að öðru leyti
krefjist þess að slíkt liggi fyrir. „Þá
er vandséð hvaða tilgangi það þjóni
að gera grein fyrir kostnaði við
lagningu 132 kV línu í jörð þegar
fyrir liggur að slík framkvæmd
myndi ekki uppfylla markmið um
framtíðarflutningsgetu,“ segir í
gögnum Landsnets.
Orkustofnun féllst á rök Lands-
nets. Um jarðstreng segir Orku-
stofnun að hagkvæmni jarðstrengs
á Íslandi út frá endingarkostnaði
virðist ekki jafn mikil og í öðrum
Evrópulöndum, þar sem orkuverð á
Íslandi væri lágt en vaxtastig hátt.
Þá hefðu útreikningar jarð-
strengjanefndar frá janúar á þessu
ári staðfest að verulegur kostn-
aðarmunur væri á jarðstrengjum og
loftlínum með 220 kV spennu.
Greiða 150 milljónir vegna lands
Landsnet fær leyfi til að reisa Suðurnesjalínu 2 fyrir 220 kV Reka línuna á 132 kV til að byrja
með Orkustofnun bendir á að pólitísk stefnumótun geri ráð fyrir orkufrekum iðnaði og virkjunum
Heimild: Landsnet
50 m
132 kV - SN1
Stálröramastur,
stagað
220 kV - SN2
Stálröramastur,
stagað
Suðurnesjalína 2
Lengd: 32,4 km
Spenna: 220 kV
Kostnaður: 2,2 milljarðar
Munur á 132 kV og 220 kV línu
Kostnaður á km
vegna 132 kV línu
41milljón
Kostnaður á km
vegna 220 kV línu
59milljónir
Landsnet með leyfi Orkustofnunar fyrir Suðurnesjalínu 2
220 kV lína er 44%dýrari en 132 kV lína
Meðalhæð:
16,5 m
Meðalhæð:
23 m
Þórður
Guðmundsson
Helena Mjöll Jóhannsdóttir,
formaður Náttúruverndar-
samtaka Suðvesturlands, seg-
ir líklegt að samtökin kæri
niðurstöðu Orkustofnunar til
úrskurðarnefndar umhverfis-
og auðlindamála. Um það hafi
þó ekki verið tekin endanleg
ákvörðun.
Náttúruverndarsamtök Suð-
vesturlands og landeigendur
sem ekki vilja fá línuna um
land sitt hafa mótmælt
áformum Landsnets um Suð-
urnesjalínu 2 harðlega.
Náttúruverndarsamtökin hafa
m.a. bent á að sjónræn áhrif
hafi verið verulega vanmetin
og að ekki sé þörf á 220 kV
línu, enda fullnægi 132 kV lína
kröfum um afhendingaröryggi
til almennings. Þá krefjast
samtökin þess að línan verði
lögð í jörðu og hafa gagnrýnt
Landsnet fyrir að meta ekki
kostnaðinn við lagningu 132
kV strengs, enda sé í raun
ekki þörf fyrir burðarmeiri
línu.
Í yfirlýsingu sem Nátt-
úruverndarsamtökin sendu frá
sér um helgina segir að Orku-
stofnun hafi ekki sinnt eftir-
litshlutverki sínu og látið
Landsnet mata sig á upplýs-
ingum sem henti markmiðum
fyrirtækisins. Stofnunin hafi
m.a. það hlutverk að gæta
þess að ekki séu reist flutn-
ingsmannvirki sem ekki sé
þörf á. Stofnunin hafi ekki
lagt sjálfstætt mat á þörfina
og þar með hafi hún ekki
sinnt lögbundnu eftirlits-
hlutverki sínu.
Brugðist
hlutverki sínu
GAGNRÝNA ORKUSTOFNUN
HEYRNARSTÖ‹IN
Þjónusta Heyrnarstöðvarinnar gengur út á aukin lífsgæði. Við bjóðum ókeypis
heyrnarmælingu, hágæða heyrnartæki og margvíslega sérfræðiþjónustu og ráðgjöf.
Kynntu þér þjónustu okkar á heyrnarstodin.is og vertu í sambandi.
Við tökum vel á móti þér. Heyrumst.
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Akureyri
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Bráðum koma
blessuð jólin...
14cm 4 stk.
695
Jólatré 120 cm
750
Einnig til 150 cm
1.250
7cm 12 stk.
498
10cm 6 stk.
290
Margir litir
10cm 6 stk.
390
Margir litir
10cm 6 stk.
290
Margir litir
Jólakrans 30 cm
295
ALLAR JÓLAKÚLUR
=ÞRÍR FYRIR EINN
Þú tekur 3
pakka og
greiðir
fyrir 1