Morgunblaðið - 17.12.2013, Page 31

Morgunblaðið - 17.12.2013, Page 31
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013 www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu HÁRBEITT SKEMMTISAGA „Ný Íslendingasaga. Launfyndin og víða sprenghlægileg samfélagsskoðun, uppfull af gæsku og gamansemi ...“ PÁLL BALDVIN BALDVINSSON HHHH FRÁSAGNARGLEÐI, NÆMI, GRÁGLETTNI. „SÖGUSVIÐIÐ ER HLÍÐARDALUR ... DALURINN ER UNDARLEGA LÍKUR FLJÓTSHLÍÐINNI.“ SKAFTI Þ. HALLDÓRSSON / MORGUNBLAÐIÐ Eftir að ákveðið var að loka alla vetrar- mánuðina veginum milli Skriðdals- og Berufjarðar, sem er í 530 m hæð á ill- viðrasömu og snjó- þungu svæði, hníga öll rök að því að fram- kvæmdir við tvíbreið Norðfjarðargöng eigi fullan rétt á sér og við Dýrafjarðargöng 2014. Á meðan fyrirhuguð veggöng norð- an Reyðarfjarðar og á Vestfjörðum hafa forgang skiptir líka miklu máli að undirbúningsrannsóknum á jarðgangagerð milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða verði flýtt vegna hafnaraðstöðunnar fyrir Norrænu og fiskflutninganna yfir Fjarðar- heiði eftir að Alþingi samþykkti á síðasta ári tillögu Arnbjargar Sveinsdóttur. Það snýst um að við- komustaður ferjunnar fái allt árið um kring öruggari vegasamgöngur við Egilsstaðaflugvöll og stóra Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaup- stað eftir að Seyðfirðingar voru án nokkurs tilefnis sviptir allri lög- gæslu í þeim tilgangi að drukknir ökumenn mættu fara eftirlitslaust út í umferðina til að auka slysa- hættuna. Jarðgöng undir Lónsheiði verður líka að setja í samgöngu- áætlun til þess að vegfarendur losni endanlega við hætturnar á grjót- hruni, aurskriðum og snjóflóðum sem verða aldrei til friðs í Hvalnes- og Þvottárskriðum. Þar hafa alltof margir flutningabílstjórar og ferða- menn hvað eftir annað lent í sjálf- heldu án þess að þeir hafi verið varaðir við þessum hættum. Í aust- anverðum Berufjarðardal getur sama vandamálið líka komist í fréttirnar ef ákveðið yrði að fara með nýjan veg sem Kristján Láru, þáver- andi samgöngu- ráðherra, lofaði Djúpa- vogsbúum upp í bratta fjallshlíðina fyrir neð- an Miðhjalla og Mannabeinahjalla. Þar breytist slysahættan ein og sér ekkert, hvort sem þetta veg- stæði í fjallshlíðinni fyrir ofan Beitivelli verður valið eða vegurinn í brekk- unni upp Háuöldu yrði endur- byggður alla leið að brúnni á Hemru. Í næstu brekku fyrir ofan sleppur nýi vegurinn aldrei við mikla veðurhæð, grjóthrun, snjó- dýpt og hálku sem fimmfaldar slysahættuna. Þessi vegur, sem sveitarstjórn Djúpavogs var lofað fyrir sex árum, lendir áfram á ill- viðrasömum og snjóþungum svæð- um þar sem reynt er að komast fram hjá Vagnabrekku, Hænu- brekku, Háubrekku og Þrívörðu- hálsi. Stuðningsmenn Axarvegar vita ósköp vel að eltingaleikurinn við snjólétt svæði í meira en 500 m hæð á Öxi snýst fyrirvaralaust upp í andhverfu sína þegar fárviðri minnir óvænt á sig þvert á allar veðurspár. Seint á síðasta ári bár- ust fréttir af því að veðurhæð í Hamarsfirði og á Öxi hefði náð 70 metrum á sekúndu. Yfirmenn Vegagerðarinnar og fulltúar fjár- veitingavaldsins voru í fullum rétti þegar þeir settu hnefann í borðið og tóku rétta ákvörðun um að veg- inum á stystu leiðinni milli Beru- fjarðar og Skriðdals yrði lokað alla vetrarmánuðina til að forðast alltof háan kostnað við samfelldan snjó- mokstur. Spurningin er hvað það kostar að senda út björgunarsveitir til að leita að erlendum ferðamönn- um sem geta sett sig í sjálfheldu án þess að þekkja íslenskt veðurfar. Sjálfgefið er það ekki að björgunarsveitarmenn finni týnda ferðamenn á illviðrasömum og snjó- þungum svæðum í 500-600 m hæð þegar erfitt er að treysta veð- urspánum. Best væri fyrir sveit- arstjórn Djúpavogs að svara því fyrst hvort ekki sé skynsamlegra að ljúka framkvæmdum við nýjan veg og tvíbreiða brú í botni Beru- fjarðar áður en röðin kemur að nýj- um vegi um Öxi. Í Framkvæmda- fréttum frá Vegagerðinni var því slegið föstu 30. júní 2008 að ráðist yrði í framkvæmdir við þennan veg árið 2009 og að þeim yrði lokið 2011. Enn hefur ekkert gerst. Eng- ar fréttir berast af því hvort útboð vegarins sé í sjónmáli. Enginn veit hver stefna þingmanna Norðaustur- kjördæmis er í þessu máli. Auð- veldara væri að minnka slysahætt- una með því að skoða möguleika á öðru vegstæði í 100-200 m hæð undir Víðineshjalla í vestanverðum Berufjarðardal í stað þess að fara með þennan veg upp í bratta fjalls- hlíðina fyrir ofan Beitivelli. Ákveðum Lónsheiðargöng strax. 70 metra veðurhæð á Öxi Eftir Guðmund Karl Jónsson » Stuðningsmenn Axarvegar vita ósköp vel að eltingaleik- urinn við snjólétt svæði í meira en 500 m hæð á Öxi snýst fyrirvaralaust upp í andhverfu sína. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. HÁGÆÐA ÚTIVISTARÚR SEM PASSA VEL Í PAKKA Útsölustaðir: ARC-TIC Iceland Laugavegi 18b, Gilbert úrsmiður Laugavegur 62, Gullbúðin Bankastræti 6, Epal Harpa, Meba Kringlan/Smáralind, Guðmundur Hannah Akranesi, Karl úrsmiður Selfossi og Bláa Lónið Grindavík. www.arc-tic.com - www.facebook.com/ArcticIceland - info@arc-tic.com - Sími: 571 1177

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.