Morgunblaðið - 17.12.2013, Page 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
Kaupi silfur
Vantar silfur til bræðslu og endur-
vinnslu.
Fannar verðlaunagripir.
Smiðjuvegi 6, rauð gata,
Kópavogi. fannar@fannar.is
s. 551-6488.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Húsviðhald
Tek að mér ýmis verkefni
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
✝ Steinþóra Sig-ríður Þór-
isdóttir fæddist á
Húsavík 3. apríl
1926. Hún lést á
Grund 8. desember
2013. Foreldrar
hennar voru hjónin
Þuríður Friðbjarn-
ardóttur, f. 18.
september 1900 á
Grímsstöðum, d.
11. febrúar 1932,
og Þórir Steinþórsson, f. 7. maí
1885 á Gautlöndum í Mývatns-
sveit, d. 5. júní 1972, bóndi og
skólastjóri í Reykholti, Borg-
arfirði. Seinni kona Þóris og
stjúpmóðir Steinþóru var Lauf-
ey Þórmundardóttir, f. 4. des-
ember 1908 frá Bæ í Bæj-
arsveit, d. 11. desember 1999.
Eldri bræður Steinþóru voru
Jón, f. 22. september 1920, d.
5. desember 2001, Steingrímur
nesi, d. 21. nóvember 2009.
Foreldrar hans voru Halldóra
Helgadóttir, f. 6. september
1875 á Háafelli í Hvítársíðu, d.
30. október 1964, og Einar
Ingjaldsson, f. 29. ágúst 1864 í
Nýlendu á Akranesi, d. 31. júlí
1940, bóndi og skipstjóri á
Bakka á Akranesi.
Dætur Steinþóru og Halldórs
eru Halldóra, f. 21. nóvember
1948, eiginmaður hennar er Je-
remy Adler, og Anna Birna, f.
26. ágúst 1955.
Eftir að Steinþóra giftist og
átti dæturnar einbeitti hún sér
að fjölskyldunni. Árið 1966 hóf
hún störf í Skyndimyndum sem
hún rak ásamt eiginmanni sín-
um allt þar til þau hættu
rekstri 1999. Hún tók virkan
þátt í störfum Kvenfélags
Lúðrasveitar Reykjavíkur, sem
eiginmaður hennar lék með, og
sá m.a. um flóamarkaði og
kökubasara. Hún var heið-
ursfélagi Lúðrasveitar Reykja-
víkur.
Útför Steinþóru verður gerð
frá Dómkirkjunni í dag, 17.
desember 2013, og hefst at-
höfnin kl. 15.
f. 15. júlí 1923, d.
16. september
2002. Yngri bróðir
hennar er Kristján
Þór, f. 28. janúar
1932. Systur Stein-
þóru, samfeðra,
eru Sigrún, f. 19.
desember 1936, og
Þóra, f. 8. febrúar
1944.
Fimm ára gömul
flutti Steinþóra
með foreldrum sínum frá Álfta-
gerði við Mývatn í Reykholt í
Borgarfirði og ólst hún þar
upp. Hún stundaði nám í Reyk-
holtsskóla, var mikið í íþróttum
og keppti í sundi fyrir Ung-
mennasamband Borgarfjarðar í
mörg ár.
Steinþóra giftist 4. desember
1949 Halldóri Einarssyni, ljós-
myndara og básúnuleikara, f.
1. mars 1926 á Bakka á Akra-
Í dag kveðjum við Lólu móð-
ursystur okkar sem lést 8. desem-
ber síðastliðinn. Lóla og Haddi
eiginmaður hennar, sem lést árið
2009, áttu stóran sess í lífi okkar
systra og það var alltaf gott að
koma til þeirra í Barmahlíðina.
Lóla var glæsileg kona og umvafði
allt sitt fólk mikilli hlýju. Hún var
einstaklega gestrisin og töfraði
fram veitingar þegar gesti bar að
garði. Fallegar tertur, gott
rækjusalat og einstaklega falleg-
ar smákökur minna okkur alltaf á
Lólu.
Lóla var elst þriggja systra og
þriðja elst sex systkina frá Reyk-
holti. Þegar þau Haddi stofnuðu
heimili í Reykjavík á fimmta ára-
tugnum áttu yngri systurnar og
aðrir fjölskyldumeðlimir alltaf at-
hvarf hjá þeim. Móðir okkar, Sig-
rún eða Budda eins og hún er köll-
uð, bjó hjá Lólu og Hadda á
menntaskólaárum sínum og á
góðar minningar frá þeim tíma.
Systurnar Lóla, Budda og Þóra
voru mjög samrýndar og bjuggu
til skemmtilegar hefðir sem eru
ennþá við lýði í fjölskyldunni.
Systurnar tóku slátur og bökuðu
margar sortir af smákökum fyrir
jólin. Laufabrauðsgerð á aðvent-
unni, sem hófst fyrir hálfri öld í
systrahópnum, er skemmtileg
fjölskylduskemmtun og sameinar
þrjár kynslóðir í dag. Jóladagur
hjá Lólu og Hadda þar sem við
fengum besta heita súkkulaði í
heimi var yndisleg hefð, sem við
systrabörnin tókum við fyrir ára-
tug og er það ennþá kallað Lólu-
súkkulaði.
Lóla og Haddi ráku Skyndi-
myndir í Templarasundi í áratugi,
allt til ársins 1999. Í minningunni
enduðu allar bæjarferðir okkar
systra ásamt móður okkar þar, og
má segja að Skyndimyndir hafi
verið nokkurs konar félagsmið-
stöð fyrir fjölskylduna frá Reyk-
holti, ættingja og vini Lólu og
Hadda.
Síðsumars árið 2007 fórum við
eftirminnilega ferð til Dóru, eldri
dóttur Lólu og Jerrys eiginmanns
hennar, sem búa rétt fyrir utan
London. Systurnar Lóla, Budda
og Þóra, Halldóra mágkona
þeirra, ásamt fimm dætrum og
einni tengdadóttur eyddu
ógleymanlegum dögum þar í góðu
yfirlæti þeirra hjóna.
Síðustu árin voru Lólu erfið
vegna heilsubrests en hún naut
góðs atlætis og mikillar hlýju á
Grund. Innilegar samúðaróskir til
Önnu Birnu, Dóru og Jerrys.
Minning um einstaka konu lifir í
hjörtum okkar.
Ólöf, Laufey, Sigrún
og fjölskyldur.
Nú er móðursystir okkar
Steinþóra, eða Lóla, fallin frá og
langar okkur systkinin að minn-
ast hennar. Lóla var glæsileg
kona, ávallt með lagt hárið og vel
til höfð. Hún var fyrirmynd systra
sinna og leituðu þær oft til hennar
þegar kom að bakstri og undir-
búningi fyrir veislur. Lóla skipti
aldrei skapi og hafði mikið jafn-
aðargeð og virtist ekkert hagga
henni þó að mikið gengi á til dæm-
is í hinum árlega laufa-
brauðsbakstri stórfjölskyldunnar.
Það var sama hvenær maður hitti
hana fyrir, það var alltaf tekið vel
á móti manni með sömu ljúf-
mennskunni. Ein af elstu minn-
ingum okkar um Lólu frænku er
úr Barmahlíðinni þá var skottast
yfir til hennar á sunnudögum til
að horfa á sjónvarpið þegar við
vorum í pössun hjá ömmu Lóu
sem bjó í sömu götu.
Aðalmálið var að hún átti lita-
sjónvarp og var barnatíminn tals-
vert meira spennandi í lit en í
svarthvíta sjónvarpinu hennar
ömmu. Lóla og Haddi ráku
Skyndimyndir í mörg ár. Þegar
farið var í bæinn eða beðið eftir
strætó á leið heim eftir skóla var
iðulega komið við og jafnvel napp-
aður einn og einn rauður opal sem
ávallt var á borðinu hjá frænku.
Þótti manni notalegt að hafa
þennan viðkomustað og á yngri
árum þótti okkur myndavélin sér-
staklega spennandi og voru
myndatökur vel þegnar. Svo lengi
sem við munum var alltaf hist á
jóladag í Barmahlíðinni hjá þeim
hjónum Lólu og Hadda. Tartalett-
ur, hnallþórur og fleira góðgæti
sem skolað var niður með hnaus-
þykku súkkulaði og rjóma lifir án
efa í minningu okkar allra sem
hittust hjá þeim á jóladag. Oft var
spilað, farið í leiki og leyst úr hin-
um ýmsu gestaþrautum sem bár-
ust frá útlöndum ásamt öðru dóti
til að sprella með.
Við munum ávallt minnast Lólu
með mikilli hlýju þegar við frænd-
systkinin og fjölskyldur hittumst í
„Lóluboði“ á jólunum og drekkum
súkkulaði lagað eins Haddi hefði
gert.
Við vottum frænkum okkar,
Dóru og Önnu Birnu, samúð
vegna andláts móður þeirra. Inni-
legar samúðarkveðjur,
Svandís, Vilhjálmur
og Grétar Þór.
Ég átti tvær mömmur. Eina í
sveitinni minni og svo hana Lólu
frænku í borginni. Nú hafa þær
báðar kvatt á rétt rúmu ári.
Ég man ekki eftir mér öðruvísi
en að Barmahlíðin hafi verið mitt
annað heimili. Fyrst þegar ég var
að koma til Reykjavíkur sem barn
og unglingur bjó ég alltaf hjá Lólu
frænku og síðan eftir að ég flutti í
bæinn reyndist hún mér sem
besta mamma.
Hún var einstök kona hún
Lóla, stórglæsileg og alltaf svo vel
tilhöfð. Ég man þegar ég var barn
og hún fór í lagningu og svaf með
pappír vafinn um hárið til að halda
greiðslunni sem best. Það þótti
sveitabarninu fyndið. Hún átti
líka flottari varaliti en hin mamma
mín.
Hún var vandvirkasta mann-
eskja sem ég hef kynnst og því
kom það mér ekki á óvart þegar
hún var að baka á Grund fyrir síð-
ustu jól að smákökurnar hennar
voru þær allra flottustu, litlar,
sléttar og allar nákvæmlega jafn-
stórar. Þess vegna er ég líka stolt
af því að hafa um nokkur ár fengið
að fægja silfrið hennar fyrir jólin,
það var ekki á hvers manns færi.
Hún var höfðingi heim að sækja
og allir sem einhvern tíma komu í
jólaboðið í Barmahlíðinni á jóla-
dag muna hversu glæsilegt það
var. Það var alltaf allt svo fallega
fram borið hjá henni og mann
langaði til að smakka á öllu en það
var ómögulegt.
Maður sleppti nú samt aldrei
„Lólutertunni“. Þegar ég eignað-
ist dóttur mína ákvað ég að láta
hana heita Steinþóru í höfuðið á
Lólu frænku. Ég held að henni
hafi þótt vænt um það enda
reyndist hún Steinþóru minni sem
besta amma alla tíð. Ósjaldan
fékk sú stutta að gista hjá Lólu og
Hadda þegar hún var yngri og ég
get sagt ykkur að það var ekki í
kot vísað. Það var til mikið af
skemmtilegu dóti í Barmahlíðinni
og Lóla var óþreytandi að snúast í
kringum hana nöfnu sína.
Það er með söknuði en líka
miklu þakklæti sem ég kveð Lólu
frænku mína. Söknuði eftir því
sem áður var en líka þakklæti fyr-
ir allt sem hún gerði fyrir mig og
hana Steinþóru mína.
Elsku Anna Birna, Dóra og
Jerry, ykkur sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Minning yndislegrar konu lifir í
hjörtum okkar.
Kolbrún Jónsdóttir
(Dolla) og fjölskylda.
Lólu kynntist ég árið 1943 er
ég hóf nám í Reykholtsskóla. Þar
eignaðist ég vinkonu fyrir lífstíð.
Varla leið sú vika næstu sjötíu ár-
in að við hefðum ekki samband.
Tveimur árum síðar fluttist ég frá
Keflavík til Reykjavíkur til frek-
ara náms. Lóla leigði þá herbergi
á Vesturgötunni til móts við
Garðastræti og bauð mér að leigja
með sér sem ég þáði með þökkum.
Það var gaman að vera ungar í
Reykjavík á þessum tíma. Dans-
leikir voru haldnir á Hótel Borg
og í Mjólkurstöðinni á sunnudags-
eftirmiðdögum og á fimmtudags-
kvöldum. Það var stundum farið á
hraðferð niður Fischersundið til
að mæta snemma á Borgina með
Hildi vinkonu okkar sem bjó á
Stýrimannastíg. Svo hitti Lóla
hann Halldór sinn og ástin tók
völdin. Þau leigðu saman íbúð á
Hringbrautinni og fóru að búa.
Það var ekki annað tekið í mál en
að ég borðaði kvöldmat hjá þeim.
Við vorum saman í sauma-
klúbbi ásamt fleiri vinkonum. Það
myndaðist líka stór vinahópur,
sem við vorum hluti af, um tugur
hjóna sem fór alltaf saman að
skemmta sér á nýjárskvöld og
hittist gjarnan við ýmis önnur
tækifæri. En lífið heldur áfram og
við sem eftir erum lifum á minn-
ingum um góða og elskulega vini
og allt það skemmtilega sem
gerst hefur í lífinu. Ég er mjög
þakklát fyrir sjö áratuga langa
vináttu sem aldrei bar skugga á.
Eftir að Lóla varð veik talaði
ég oft við hana í síma. Hann Hall-
dór hennar var ekki langt frá
henni. Ég var að segja henni að ég
þyrði ekki út á hálkuna. Þá sagði
hún mér að Halldór færi á bak við
hús og næði í bílinn og legði hon-
um fyrir neðan tröppurnar. Þá fór
hún niður stigann og beið efst á
útidyratröppunum. Svo kom hann
og hjálpaði henni niður að bílnum.
Ég vissi því að hún var í öruggum
höndum. Halldór er nú látinn fyr-
ir nokkrum árum.
Nú veit ég að Lóla er laus úr
viðjum alzheimers-sjúkdómsins
og ég veit að þessir elskulegu vin-
ir okkar Haralds eru saman á ný.
Dóra og Anna Birna, missir ykkar
er mikill. Mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur,
Agnes Jóhannsdóttir.
Kveðja frá Lúðrasveit
Reykjavíkur
Það er félögum í Lúðrasveit
Reykjavíkur ljúft og skylt að
kveðja Steinþóru Þórisdóttur
með virðingu og þakklæti fyrir
áratuga liðveislu hennar við sveit-
ina. Eiginmaður Steinþóru, Hall-
dór Einarsson ljósmyndari, sem
lést 2009, starfaði með sveitinni í
60 ár og var formaður hennar ár-
um saman; ávallt óvenjuöflugur
félagi sem ætíð vildi veg Lúðra-
sveitar Reykjavíkur sem mestan
og naut þar ótvíræðs stuðnings
eiginkonu sinnar. Í lífi sínu, bæði
leik og starfi, voru þau Halldór og
Steinþóra ákaflega samhent, og
því reyndist hún sveitinni öflugur
liðsauki um áratuga skeið. Stein-
þóra var glæsileg kona, sem hafði
til að bera þá alúð í framkomu og
viðmóti sem hvarvetna ávann
henni vináttu og virðingu. Þegar
Lúðrasveit Reykjavíkur heim-
sótti Vestur-Íslendinga 1972 og
1975 urðu margir þeirra góðir
vinir okkar í LR. Eftirtektarvert
var hve vel þeim Halldóri og
Steinþóru varð þarna til vina, og
þá ekki síður hve vel þau ræktu
þá vináttu áratugum saman og
endurguldu frændum okkar og
vinum þá gestrisni sem okkur var
sýnd þar vestra. Þá sem ávallt
voru þau sannarlega góð heim að
sækja.
Við vorum svo lánsamir fé-
lagarnir í Lúðrasveit Reykjavíkur
að eiginkonur okkar létu sér ekki
aðeins lynda að við værum að
heiman við æfingar í Hljómskál-
anum á síðkvöldum, heldur
studdu okkur með ráðum og dáð
við að gera veg sveitarinnar sem
mestan. Það gerðu þær með ýms-
um hætti. Framan af voru veit-
ingar á kvöldvökum og þorrablót-
um aðalverkefnið, en er tímar liðu
sýndu þær við fjáröflun ótrúlega
snilli hinnar hagsýnu húsmóður.
Aðferðirnar voru æði fjölbreytt-
ar, allt frá veitingasölu til flóa-
markaðar. Allt sem þær snertu á
varð að gulli, sem rann til sveit-
arinnar með einum eða öðrum
hætti. Til búningasauma, glugga-
tjalda, félagsfána o.fl., að
ógleymdum ferðasjóði.
Þótt góður hugur til Lúðra-
sveitar Reykjavíkur væri svo
sannarlega til staðar sem samein-
ingartákn hefði „Kvenfélagið“
varla lifað lengi, ef ekki hefði
komið til sú innilega vinátta, sam-
vinna og virðing þeirra á milli sem
óx og dafnaði áratugum saman.
Þarna komu margar góðar konur
við sögu, en á þessum degi hugs-
um við til Steinþóru með söknuði
og þökk fyrir hennar góða starf
og einstakan dugnað og hvatn-
ingu.
Sverrir Sveinsson.
Steinþóra
Þórisdóttir
Þann 5. desember sl. tók ég
kaldar hendur lítillar stelpu og
huldi þær í mínum og blés í
þær hita. Um leið hugsaði ég til
þín elsku afi minn og mundi
elskuna í augunum þínum frá
því ég var sjálf lítil og með
kalda fingur. Þetta var rétt áð-
ur en ég fékk fréttirnar. Þessi
dagur var þó ekki öðruvísi en
hver annar og engin tilviljun
sem réði að mér varð hugsað til
þín. Þó landfræðilega væri
kannski langt á milli okkar þá
varstu og ertu mér alltaf svo
nærri og þið bæði, þið amma.
Hendur þínar hafa mér alltaf
þótt svo merkilegar því stærri
og hlýrri hendur er vart hægt
að hugsa sér. Hendur sem lýsa
þér svo vel, stórar, hrjúfar og
sterklegar vinnuhendur, sem
voru þó svo óhræddar við að
sýna væntumþykju. Alltaf fékk
ég stroku á kinn, falleg orð og
hlýlegt augnaráð þegar við hitt-
umst eða kvöddumst.
Skemmtilegri sögumann er
vart hægt að hugsa sér, þvílík
gleði og innlifun sem hreif
mann með. Húmorinn var held-
ur aldrei langt undan og þá síst
í sögunum þínum. Smjörbitill
og Glottintanni, mín uppáhalds.
Þar skein húmor þinn og gassa-
gangur í gegn. Ógleymanlegt
er þegar við fórum til Hergils-
eyjar fyrir nokkrum árum og
þú fórst með kvæðið, Hergils-
eyjarbóndann, af mikilli innlif-
un.
Nærvera þín var einstök og
þannig leið manni með þér, ein-
stökum. Þú gafst þér tíma með
okkur krökkunum, sagðir okk-
ur sögur, fórst með kvæði og
sagðir misfyndna brandara.
Það var samt aldrei annað
hægt en að hlæja með þér því
Einar
Guðmundsson
✝ Einar Guð-mundsson
fæddist í Hergilsey
á Breiðafirði 19.
maí 1931. Hann lést
5. desember 2013.
Minningarathöfn
um Einar var hald-
in í Áskirkju í
Reykjavík 11. des-
ember 2013. Jarð-
arförin fór fram frá
Brjánslækjarkirkju
á Barðaströnd 14. desember
2013.
gleði þín og hlátur
var smitandi. Best
var ef hægt var að
fá ömmu til að
hneykslast örlítið,
ohh Einar sagði
hún þá og ég er
ekki frá því að við
höfum hlegið meira
fyrir vikið.
Ég var svo
heppin að fá að
alast upp í mikilli
nálægð við ykkur ömmu og
minningarnar um þig eru ótelj-
andi. Mér efst í huga er þó allt
þetta hversdagslega, brosið
þitt, hláturinn, tónninn í rödd-
inni og kröftuglegt fas og eng-
inn sagði jæja eins og þú. Þú
varst maður skoðana, ákaflega
réttsýnn og máli þínu og fasi
fylgdi ávalt mikill eldmóður. Þú
komst alltaf vel fram og barst
virðingu fyrir mönnum og dýr-
um.
Samband ykkar ömmu var
ákaflega fallegt og til fyrir-
myndar fyrir okkur afkomend-
ur ykkar, 63, heilt Alþingi eins
og Hannes hafði á orði í minn-
ingarorðunum um þig. Ég gæti
trúað að þú hafir haft gaman af
því. Arfleið þín, heilt Alþingi og
ekkert minna.
Ég hef kviðið þessum degi
frá því ég áttaði mig á að fólk
myndi einhvern tíma kveðja
þennan heim. En nú liggur
óskiljanleg ró yfir brjóstinu.
Ég þarf ekki annað en loka
augunum augnablik til að sjá
þig eða heyra. Og þó tárin
renni eins og ósjálfkrafa er ég
þakklát og glöð í hjartanu fyrir
að hafa átt þig að eins lengi og
ég mátti.
Fyrir stuttu síðan áttum við
góða stund saman og í síðasta
sinn fékk ég að njóta hlýjunnar
frá höndunum þínum. Nú ylja
ég mér við minninguna um fal-
legan og góðan afa.
Elsku hjartans afi minn, ég
brosi til þín á hverjum degi og
man þig þar sem sólin gyllir
sæinn.
“Hönd þín snerti sálu okkar.
Fótspor þín liggja um líf okkar allt.“
Höf.óþekktur.
Þín, afastelpa.
Íris.