Morgunblaðið - 17.12.2013, Qupperneq 43
ingar. Hann var bókavörður við Hér-
aðsbókasafnið í Mosfellsbæ til 2000
en hefur síðan sinnt ritstörfum.
Ritverk Jóns Kalmans
Bækur Jóns: Með byssuleyfi á ei-
lífðina, ljóðabók, 1988; Úr þotu-
hreyflum guða, ljóðabók, 1989; Hún
spurði hvað ég tæki með mér á eyði-
eyju, ljóðabók 1993; Skurðir í rign-
ingu, skáldsaga, 1996; Sumarið bak-
við brekkuna, skáldsaga, 1997;
Birtan á fjöllunum, skáldsaga, 1999;
Ýmislegt um risafurur og tímann,
skáldsaga, 2001; Snarkið í stjörn-
unum, skáldsaga, 2003; Sumarljós,
og svo kemur nóttin, skáldsaga,
2005; Himnaríki og helvíti, skáld-
saga (trílógía), 2007; Harmur engl-
anna, skáldsaga (trílógía), 2009;
Hjarta mannsins, skáldsaga (trí-
lógía), 2011, og Fiskarnir hafa enga
fætur, skáldsaga, 2013.
Þýðingar Jóns eru Charles Buk-
owski, ljóð eftir Charles Bukowski,
útg. 1996; Paradísareplin, níu smá-
sögur eftir danska skáldið Martin A.
Hansen, útg. 2000; Umskipting-
urinn, Bortbytingen eftir Selmu
Lagerlöf, útg. 2002; Loftskeytamað-
urinn, skáldsagan Sværmere, eftir
Knut Hamsun, útg. 2007; Undir
vernd stjarna, ljóð átján skálda úr
ýmsum heimshornum, útg. 2913.
Verðlaun og viðurkenningar
Verk Jóns hafa m.a. verið þýdd á
þýsku, ensku og Norðurlandamál.
Þrjár af bókum hans hafa verið til-
nefndar til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs, 2001, 2004 og
2007. Hann hlaut Íslensku bók-
menntaverðlaunin 2005 fyrir skáld-
söguna Sumarljós, og svo kemur
nóttin, og Hjarta mannsins var til-
nefnd til Íslensku bókmenntaverð-
launanna 2011. Þá fékk hann verð-
laun Rithöfundasjóðs Ríkisútvarps-
ins 2006, Bókmenntaverðlaun starfs-
fólks bókaverslana fyrir Himnaríki
og helvíti sem bestu skáldsögu árs-
ins 2007, og Per Olov Enquist-
bókmenntaverðlaunin í Svíþjóð fyrir
Himnaríki og helvíti, 2011.
Fjölskylda
Kona Jóns Kalmans er María Kar-
en Sigurðardóttir, f. 12.4. 1969, safn-
stjóri Ljósmyndasafns Reykjavíkur.
Hún er dóttir Sigurðar Vésteins-
sonar, f. 28.1. 1944, fyrrv. starfs-
manns Járnblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga, og Hafdísar Karvel-
sdóttur, f. 6.2. 1946, sjúkraliða.
Börn Jóns og Maríu eru Bekan
Sigurður Kalmansson, f. 14.11. 1998,
og Védís Kalmansdóttir, f. 16.6.
2003.
Albróðir Jóns er Þráinn Stefáns-
son, f. 29.11. 1961, símvirki og bú-
fræðingur í Reykjavík.
Hálfsystkini Jóns, samfeðra, eru
Bergljót Sif Stefánsdóttir, f. 8.5.
1971, húsfreyja í Reykjavík, og
Kristvin Stefánsson, f. 28.11. 1975,
búsettur í Reykjanesbæ.
Foreldrar Jóns voru Stefán Frí-
mann Jónsson, f. 5.4. 1938, d. 27.3.
2011, múrari í Reykjavík, og Berg-
ljót Kristín Þráinsdóttir, f. 28.11.
1938, d. 19.10. 1969, húsfreyja í
Reykjavík.
Úr frændgarði Jóns Kalmans
Jón Kalman
Stefánsson
Sigurbjörg Helgadóttir
húsfr.
Hulda Einarsdóttir Markan
húsfr. í Rvík
Sveinbjörn Hannes Þráinn Sigfússon
málari í Rvík
Bergljót Kristín Þráinsdóttir
húsfr. í Rvík
Kristín Jónsdóttir
húsfr.
Sigfús Guðmundur Sveimbjörnsson
prentari og fasteignasali í Rvík
María Hallgrímsdóttir
húsfr. á Steinnesi
Sveinbjörn Sveinsson
b. á Steinnesi í Mjóafirði
Margrét Jóhanna Sveinbjörnsdóttir
húsfr. í Nesi
Jón Benjamínsson
útvegsb. og skipstj. í Nesi í Norðfirði
Stefán Frímann Jónsson
múrari í Rvík
Ólöf Stefánsdóttir
húsfr. á Ímastöðum
Gréta Sigfúsdóttir
skáld og rithöfundur
Einar Einarsson Markan
söngvari og listam. í Rvík
María Markan
óperusöngkona
Pétur Östlund
tónlistarmaður
Benjamín Jónsson
b. á Ímastöðum í Vöðlavík
Björn Jónsson
b. á Ímastöðum
Guðjón Björnsson
rennismiður
Réttarholti í Garði
Þóranna
Guðjónsdóttir
húsfr. í Rvík
Eiður
Guðnason
fyrrv. alþm.,
ráðherra og
sendiherra
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Afmælisbarnið Jón Kalman.
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013
Baldur fæddist í Köldukinn áÁsum 17.12. 1919, en ólstupp á Blönduósi og ná-
grenni. Foreldrar hans voru Pálmi
Jónsson, bóndi á Álfgeirsvöllum í
Skagafirði, og Margrét Kristófers-
dóttir, saumakona á Blönduósi og í
Reykjavík.
Baldur kvæntist 1950 Guðnýju
Sesselju Óskarsdóttur, f. 1925, d.
1990, húsfreyju. Sambýliskona hans
var síðan Guðrún A. Jónsdóttir, f.
1916, d. 2008. Hann var barnlaus og
einbirni.
Baldur lauk verslunarskólaprófi
1938. Hann var bókari hjá G. Helga-
syni og Melsteð hf. 1939-45 og rit-
stjóri Frjálsrar verslunar 1946-49.
Baldur varð fulltrúi á skrifstofu
útvarpsráðs 1947 og starfaði síðan
við Ríkisútvarpið til 1981. Hann var
lengst af fulltrúi í dagskrárdeild og
dagskrárgerðarmaður en hann sá
lengi um barnatíma Ríkisútvarpsins
og síðan um kvöldvökur og bók-
menntaþætti. Hann varð síðar vara-
dagskrárstjóri og dagskrárstjóri
Ríkisútvarpsins.
Margir útvarpshlustendur sem
komnir eru yfir miðjan aldur muna
eflaust eftir upplestrum Baldurs úr
nýútgefnum bókum fyrir jól. Hann
var áhugamaður um skáldskap,
fjallaði um ljóðagerð og tók saman
ljóðaþætti. Þá sendi hann frá sér eft-
irfarandi ljóðabækur: Hrafninn flýg-
ur um aftaninn, útg. 1977; Björt mey
og hrein, útg. 1979, og Á laufblaði
einnar lilju (til minningar um föður
hans, Pálma Jónasson), útg. 2000.
Auk þess þýddi hann og orti söng-
texta og þýddi m.a. Æskuminningar
Alberts Schweitzers, læknis og trú-
boða, 1965.
Baldur sat í stjórn Versl-
unarmannafélags Reykjavíkur,var
fyrsti ritstjóri Ásgarðs, blaðs BSRB,
söng í kór Hallgrímskirkju frá upp-
hafi, 1941-87, söng allmörg ár í Tón-
listarfélagskórnum, sat í stjórn
beggja kóranna og var formaður
Kirkjukórasambands Reykjavík-
urprófastsdæmis. Hann var gjald-
keri Skáksambands Íslands, formað-
ur Starfsmannafélags Ríkisútvarps–
ins og heiðursfélagi þess.
Baldur lést 11.9. 2010.
Merkir Íslendingar
Baldur
Pálmason
101 árs
Elísabet Reykdal
90 ára
Aðalbjörg Magnúsdóttir
Jón Geirmundur Krist-
insson
85 ára
Bjarney Guðrún Ólafsdóttir
Esther Jósefsdóttir
80 ára
Einar Grétar Þórðarson
Guðrún J. Valgeirsdóttir
Inga Magnúsdóttir
Svanhildur Guðmunds-
dóttir
75 ára
Eyþór Þórisson
Finna Ellý Bottelet
Magnús Bjarnason
Sveinn Sigurgeir Guð-
mundsson
Valgerður Guðmundsdóttir
Vífill M. Magnússon
Þórður Þórðarson
70 ára
Ásgeir Kristjánsson
Bergljót Hermundsdóttir
Katrín Eyjólfsdóttir
Ragnar Thoroddsen
Ragnheiður Brynjólfsdóttir
Valgeir J. Rögnvaldsson
60 ára
Anna Ólafsdóttir
Ásdís Þórarinsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
Rakel Pétursdóttir
Sigrún Sigríðardóttir
Þórður Guðni Sigurvinsson
50 ára
Bryndís Erlingsdóttir
Elín Dóra Elíasdóttir
Erla Lárusdóttir
Hugrún Jónsdóttir
Jóhann Hjaltason
Katrín Guðbjartsdóttir
Kjartan Þór
Guðmundsson
Libor Pechmann
Matthildur Birgisdóttir
Ólafur Þór Guðjónsson
Petrína Hallgrímsdóttir
Steindór Valur Reykdal
Þóra Árnadóttir
40 ára
Alma Sigríður Gylfadóttir
Carla Suzanne Evans
Heimir Líndal Sveinsson
Helga Þórdís Jónsdóttir
Hlöðver Helgi Sigurðsson
Óskar Júlíus Bjarnason
Óskar Rúnar Harðarson
Páll Erlingsson
Sólveig Hrönn
Gunnarsdóttir
30 ára
Davíð Jóhannsson
Freyja Þórsdóttir
Gunnar Ingiberg Guð-
mundsson
Hai Anh Thi Nguyen
Helga Hrönn
Gunnarsdóttir
Ingunn Ósk Árnadóttir
Íris H. Klein
Til hamingju með daginn
30 ára Herdís ólst upp á
Dalvík og stundar nú nám
í lögfræði við HÍ.
Maki: Brynjar Smári Þor-
geirsson, f. 1972, fram-
kvæmdastjóri.
Stjúpbörn: Alexander, f.
1993; Halla Margrét, f.
2004, og Harpa Lind, f.
2006.
Foreldrar: Brynjar Að-
alsteinsson, f. 1959, bif-
vélavirki, og Guðrún
Hrönn Tómasdóttir, f.
1962, starfsm. á leikskóla.
Herdís Björk
Brynjarsdóttir
40 ára Kristján ólst upp á
Vopnafirði, er þar búsett-
ur og starfar við uppsjáv-
arfrystingu hjá H.B.
Granda á Vopnafirði.
Maki: Elísa Joensen, f.
1977, starfsmaður við
frystihúsið.
Börn: Almar Logi, f. 1998,
og Ásta Ísfold, f. 2000.
Foreldrar: Guðjón Jós-
efsson, f. 1946, og Ísfold
Helga Kristjánsdóttir, f.
1953, bændur í Strand-
höfn.
Kristján Eggert
Guðjónsson
40 ára Linda ólst upp á
Ólafsfirði, er búsett á Ak-
ureyri og er iðþjálfi frá
Heilsuháskólanum í Jön-
köping í Svþjóð.
Maki: Arnar Friðriksson,
f. 1974, starfsm. hjá Nor-
landair.
Börn: Tinna, f. 1999;
Bjarki, f. 2002, og Emma,
f. 2007.
Foreldrar: Hulda Gerður
Jónsdóttir, f. 1948,og Að-
alsteinn Gunnar Frið-
þjófsson, f. 1941.
Linda
Aðalsteinsdóttir
Hægt er að senda
mynd og texta af
nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is
Börn og
brúðhjón
Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur
LEGUR
Í BÍLA OG TÆKI
www.falkinn.is
Það borgar sig að nota það besta!
th
or
ri@
12
og
3.
is
/3
1.
31
3
TRAUSTAR VÖRUR
...sem þola álagiðKúlu- ogrúllulegur