Morgunblaðið - 17.12.2013, Page 52

Morgunblaðið - 17.12.2013, Page 52
ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 351. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Ásdís Rán breytir um stíl 2. Interpol leitar til almennings 3. Ekkja skömmu eftir brúðkaupið 4. Samtals 426 milljóna gjaldþrot »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjart- ansson er einn tíu myndlistarmanna frá átta löndum sem eru tilnefndir til hinna virtu bresku myndlistar- verðlauna Artes Mundi. Listamenn- irnir tíu, þar af eitt tvíeyki, voru vald- ir úr hópi 800 tilnefndra frá 70 löndum og er þetta því mikil upphefð fyrir Ragnar. Hinir listamennirnir sem komust á stuttlista tilnefndra eru Carlos Bunga frá Portúgal, Karen Mirza og Brad Butler frá Englandi, Omer Fast frá Ísrael, Theaster Gates frá Bandaríkjunum, Sanja Ivekoviæ frá Króatíu, Sharon Lockhart frá Bandaríkjunum, Renata Lucas frá Brasilíu og Renzo Martens frá Hol- landi. Verðlaunin eru veitt á tveggja ára fresti og verður sýning á verkum hinna tilnefndu opnuð í National Museum of Art í Cardiff hinn 25. október á næsta ári og stendur hún fram í febrúar 2015. Verðlaunin verða afhent 22. janúar 2015 og fær verð- launahafi 40.000 sterlingspund, jafnvirði um 7,6 milljóna króna. Morgunblaðið/Eggert Ragnar tilnefndur til Artes Mundi  Íslensk- austurríski kvik- myndatökumað- urinn Birgit Guð- jónsdóttir hlaut 6. desember sl. heið- ursverðlaun stofnunarinnar Women’s int- ernational Film & Television Showcase, WIFTS, fyrir bestu kvikmyndatöku. Birgit hefur búið í Þýskalandi sl. 12 ár og m.a. unnið við kvikmyndirnar The Bourne Supremacy og Our Grand Despair sem tilnefnd var til Gullbjarnarins á kvikmyndahátíðinni í Berlín 2011. Hlaut verðlaun fyrir kvikmyndatöku Á miðvikudag Suðvestan 10-18 m/s, hvassast syðst, en lægir síð- degis. Éljagangur og vægt frost víða á landinu, en bjart með köfl- um norðaustanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi austanátt, 13-20 m/s, og slydda eða snjókoma, en síðar rigning sunnanlands, en hægara og þurrt norðanlands fram undir kvöld. Frost yfirleitt 1 til 12 stig. VEÐUR Lærimeyjar Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar í heims- og ólympíu- meistaraliði Noregs áttu ekki í vandræðum með að slá út Íslandsbanana í Tékk- landi í 16 liða úrslitum HM í handknattleik í Serbíu í gærkvöld. Noregur vann tíu marka sigur, 31:21, og alls skoruðu þrettán af fjórtán útileikmönnum liðsins í leiknum. Norðmenn mæta Serbíu í 8 liða úrslitum. »1 Þórir með Noreg á flugi í 8 liða úrslit Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðs- fyrirliði í handknattleik, segir að hann sé ekki undir neinni pressu að semja við nýtt félag eftir að hann ákvað að hætta hjá Kiel eftir þetta tímabil. „Í þeim efnum er ljóst að peningarnir skipta ekki öllu máli heldur frekar hvar ég telji að fjöl- skyldu minni líði vel,“ segir Guðjón Valur. »2 Skiptir mestu máli hvar fjölskyldunni líður vel Íslendingaliðin þrjú sem voru í pott- inum þegar dregið var í 32 liða úrslit, sem og 16 liða úrslit Evrópudeild- arinnar í knattspyrnu í gær voru öll nokkuð heppin með drátt og sluppu við leik gegn stærstu liðunum. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Tottenham mæta Dnipro Dnipropetrovsk frá Úkraínu en þyrftu svo líklega að kljást við Benfica í 8 liða úrslitum. »3 Greiðfært fyrir Íslend- ingana í 8 liða úrslitin ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Núna erum við að draga kæstu stykkin – eitt af öðru – upp úr kör- unum og skötuveislurnar eru raunar þegar hafnar. Eru fjarri því bundn- ar við Þorláksmessu, þótt flestar séu þær á þeim degi. Þessu fylgja svo ýmsir siðir og ákveðin stemning. Margir koma hingað í búðina aðeins á aðventunni til að verða sér úti um skötu og mörgum finnst þá tilheyra að ég finni til bitana,“ segir Stein- grímur Ólason, fisksali í Fiskbúð- inni við Sundlaugaveg í Reykjavík. Leyfa sér mátulega mikið Eitt helsta inntak jólaföstunnar er samkvæmt gömlum siðum að leyfa sér mátulega mikið í mat, fyrir veisluhald jólanna. Fiskurinn fylgdi föstunni og lakasta fiskmetið skyldi vera á Þorláksmessu. Fyrr á tíð var gjarnan bitið í horaðan harðfisk á Þorláksmessu á sunnanverðu land- inu en í skötu fyrir vestan enda veiddist hún helst á miðunum þar. Vestfirðingum tókst hins vegar að matbúa skötuna þannig að lystug þætti og því breiddist siðurinn út – og nær nú til landsins alls. „Maður byrjar strax í janúar að draga að sér skötu fyrir Þorláks- messuna og fær hana víða frá, en fyrir desembervertíðina þarf ég rúmlega eitt tonn. Gráskata veiðist frá Reykjanesi og austur að Vest- mannaeyjum, tindabikkjan fyrir vestan og náskatan er úti fyrir Norðurlandi. Þegar skatan er komin í hús er hún sett í frost og geymd þar fram í sept- ember. Er þá þídd upp, sett í kör og látin kæsast í eigin safa sem er nokkurra vikna ferli,“ segir Steingrímur sem hefur rekið Fiskbúðina við Sundlaugaveg í bráðum þrjátíu ár. „Margir taka salt- fisk jafnhliða skötunni. Ég fæ alltaf hnoðmör vestan úr Bolungarvík og raunar kemur skatan alltaf að veru- legu leyti að vestan.“ Rammur þefur Ýmsar hefðir sem fylgja skötunni lifa fólks á meðal. Margir miðla fróðleik til fisksalans sem segir marga nefna það húsráð að strá kanil á eldvélarhelluna meðan skat- an mallar í potti. Sjálfur segist fisk- salinn ekki hafa mikla trú á slíkum kúnstum, kanilsykur brenni við á hellunni og slái síður en svo á þá stæku lykt sem skötunni fylgi. Til að losna við hana gildi að láta suðuna rétt koma upp og taka þá stykkin úr pottinum og þrífa hann strax. Fær náskötu að norðan  Þorláksmessu- stemning við Sundlaugaveg Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skötumaður „Maður byrjar strax í janúar að draga að sér skötu fyrir Þorláksmessuna,“ segir fisksalinn góðkunni, Steingrímur Ólason, sem útvegað hefur borgarbúum soðningu og margvíslegt annað fiskmeti í bráðum þrjátíu ár. „Ammoníakslykt af kæstri skötunni er sterk, það er frekar þröngt í þessu timburhúsi og hér fyrir utan eru bensíntankar. Nei, ég tek ekki þá áhættu að vera með skötu á Þorláksmessu því færi allt á versta veg myndi loga hér stafna á milli,“ segir Stefán Þormar Guðmundsson, veitingamaður í Litlu Kaffistofunni í Svínahrauni. Kaffistofugestir ganga að kjötsúpunni vísri í hádeginu. „Já, það hef- ur sannarlega gerst að fólk hafi samband á Þorláksmessu og spyrji hvort kjötsúpunni sé nokkuð sleppt þann daginn. Aðrir spyrja hins veg- ar eftir skötunni svo þú heyrir að þetta er alveg sitt á hvorn veginn. Sjálfum líkar mér hins vegar skatan alveg ljómandi vel, ólst upp við að hún væri á borðum á Þorláksmessu og hef haldið í þann sið fram til þessa dags.“ Myndi loga stafna á milli TEKUR EKKI ÁHÆTTU MEÐ SKÖTU Stefán Þormar Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.