Morgunblaðið - 23.01.2014, Page 2

Morgunblaðið - 23.01.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Nýjar umbúðir – sama innihald Náttúruolía sem hundar elska Við Hárlosi Mýkir liðina Betri næringarupptaka Fyrirbyggir exem Betri og sterkari fætur Polarolje „Hundurinn minn var búinn að vera í meðferðum hjá dýralækni í heilt ár vegna húðvandamála og kláða, þessu fylgdi mikið hárlos. Hann var búinn að vera á sterum án árangus. Reynt var að skipta um fæði sem bar heldur ekki árangur. Eina sem hefur dugað er Polarolje fyrir hunda. Eftir að hann byrjaði að taka Polarolje fyrir hunda hefur heilsa hans tekið stakkaskiptum. Einkennin eru horfin og hann er laus við kláðann og feldurinn orðinn fallegur.“ Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi Sími 698 7999 og 699 7887 Baldur Arnarson baldura@mbl.is ,,Við endurtökum nú það sem við gerðum fyrir tveimur árum og bjóð- um háskólastúdentum iPad-tölvur með áskrift að Morgunblaðinu fyrir 2.990 krónur á mánuði, sem greiðast án vaxta á 30 mánuðum,“ sagði Ósk- ar Magnússon, útgefandi Morgun- blaðsins. Hafa verið á vaktinni Óskar rifjar upp að síðast þegar stúdentum var gert slíkt tilboð seld- ist allt upp á augabragði og ný send- ing sem fékkst nokkru síðar seldist líka upp. ,,Við höfum verið á vaktinni og beðið eftir nýjum tækj- um og nú höfum við fengið nýjustu iPad-tölvuna, iPad Air, í tak- mörkuðu magni,“ sagði Óskar. ,,Ég geri ráð fyrir að það falli í frjóan jarðveg að verðið er óbreytt á þess- um dögum þegar kröfur eru gerðar um að verð sé ekki hækkað. Samt er nýja tölvan fullkomnari.“ IPad Air er þannig 20% þynnri, 28% léttari og 80% hraðvirkari en fyrri gerðir iPad. Rafhlöður eru sagðar endast í tíu tíma. Þráðlaust net er líka hraðvirkara en í eldri gerðum. Nýja tölvan, iPad Air, leys- ir af hólmi fjórðu kynslóð, iPad 4. Hefur alltaf selst upp Háskólanemum stóð þetta fyrst til boða í maí 2012. Tilboðið var endurtekið í lok sama mánaðar og seldist tækið þá aftur upp. Almenn- um áskrifendum bauðst svo að fá iPad á sérkjörum í september 2012 og var magnið þá líka takmarkað. Sem fyrr er nú enginn lántökukostn- aður og er takmarkað magn í boði. Háskólanemum býðst á ný að fá iPad á sérkjörum Óskar Magnússon  Fylgir með áskrift Morgunblaðsins  Sama verð og 2012 Þorsteinn Ásgrímsson Baldur Arnarson Forsvarsmenn Eykon, kínverska orkufyrirtækisins CNOOC og norska olíufélagsins Petoro fengu af- hent leyfi til olíuleitar og -vinnslu í dag, en um er að ræða síðasta leyfið af þremur í annarri úthlutun á Drekasvæðinu. Sendiherra Kína og fulltrúi sendiherra Noregs voru við- staddir undirritunina, en hún mark- ar tímamót eftir að samskipti ríkjanna hafa verið stirð síðustu ár. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, segist binda miklar vonir við rannsóknirn- ar. Aðkallandi sé að halda áfram að undirbúa stjórnsýslu og regluverk fyrir mögulega vinnslu. Ragnheiður Elín sagði þennan dag vera stóran dag fyrir íslenskan iðnað og nú hæfist mikil vinna við leit og rannsóknir. Hún sagði mikilvægt að í þriðja leyfinu fengi íslenskt fyrirtæki sterka, alþjóðlega sam- starfsaðila sem veittu verkefninu mikinn styrk. Átti hún þar við CNO- OC, en það er eitt stærsta fyrirtæki í heimi, markaðsverðmæti þess er 80- 90 milljarðar bandaríkjadala. Heiðar Már Guðjónsson, einn eig- enda Eykon, segir samstarfið við kínverska fyrirtækið tryggja metn- aðarfullar rannsóknir og sterkan bakhjarl þegar kemur að borunum. Næstu fjögur til átta ár muni fara í rannsóknir, en að því loknu verði vonandi hægt að fara í boranir. Vill stofna ríkisolíufélag Með því að fá stór og sterk fyrir- tæki að verkefninu segir Ragnheiður að tekist hafi að ýta því úr vör án nokkurrar áhættu fyrir almenning. „Við erum búin að tryggja íslenska hagsmuni þar sem við erum ekki að leggja út í mikinn kostnað, áhættan er hjá þeim fyrirtækjum sem fara að leita og það er gríðarlega kostnaðar- samt,“ segir hún, en bendir á að stór hluti mögulegs hagnaðar af olíu- vinnslu renni til íslenska ríkisins. Næsta skref í olíuleit sé að undir- búa stjórnsýsluna betur og sækja þekkingu og reynslu til annarra landa. Nefnir hún Norðmenn í því samhengi, þeir hafi reynst Íslend- ingum afar hjálplegir. Þá sé í smíð- um frumvarp um ríkisolíufélag að norskri fyrirmynd, sem ráðherra segir stefnt að því að leggja fram í vor. Miklar deilur urðu hér á landi þeg- ar Huang Nubo ætlaði að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum. Þá er erlendum ríkisborgurum ekki heim- ilt að eiga meirihluta í íslenskum út- gerðum. Aðspurð hvort hún telji þörf á að endurskoða löggjöf um ís- lensk kolefnisfyrirtæki segir Ragn- heiður að ólíklegt sé að íslensk fyr- irtæki hafi burði í slík verkefni án erlendrar aðstoðar. „Þetta er svo gríðarlega fjárfrekt að það er ekki fyrir íslensk fyrirtæki af okkar stærðargráðu að takast á við slík verkefni. Við þurfum því að vera í er- lendu samstarfi.“ Því sé skynsamlegt að nýta sér reynslu og þekkingu erlendra fjár- festa í þessum efnum. Sendiherrann var erlendis Athygli vakti að Dag Wernø Hol- ter, sendiherra Noregs á Íslandi, skyldi ekki vera viðstaddur athöfn- ina. Per Roald Landrö, menningar- fulltrúi norska sendiráðsins, sagði það eiga sér eðlilegar skýringar. Holter hefði verið erlendis vegna ráðstefnunnar Arctic Frontiers í Tromsö. Því hefði Marit Lillealtern, sendiráðsritari, verið fulltrúi sendi- ráðsins. Lillealtern sé að jafnaði staðgengill sendiherrans. Fjarvera Holters tengist því ekki á þeim stirðleika sem hafi verið í samskiptum Kína og Noregs, í kjöl- far þess að kínverska andófsmann- inum Liu Xiaobo voru veitt friðar- verðlaun Nóbels 2010. Ljósmynd/Petra Steinunn Sveinsdóttir Eftir undirritun samkomulagsins Marit Lillealtern, staðgengill sendiherra Noregs á Íslandi, Ma Jisheng, sendi- herra Kína, Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri. Nýr kafli hefst í olíuleitinni  Kínverski orkurisinn CNOOC, Eykon og norska olíufélagið Petoro fá leyfi til að leita að olíu á Drekasvæðinu  Við taka fjögur til átta ár af rannsóknum á svæðinu Nokkrir tugir mótmælenda söfnuðust saman við Þjóðmenningarhúsið í gær og kröfðust þess að hætt yrði við olíuleit. Sendu þeir frá sér sameig- inlega yfirlýsingu þar sem sagði m.a.: „Undirrituð samtök krefjast þess að ríkisstjórn Íslands og Alþingi hætti tafarlaust við allar áætlanir um vinnslu olíu innan efnahagslögsögu landsins. Íslensk stjórnvöld myndu með því sýna ábyrgð og senda skýr skilaboð um allan heim að Ísland ætli sér að vera í fararbroddi í loftslags- málum.“ Undir yfirlýsinguna eru skrifuð félögin Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði, Breytendur – Changemaker Iceland, Grugg – vefrit um umhverfisvernd, Eldvötn, Fuglavernd, Framtíðarlandið, Landvernd, Lofts- lag.is, NSÍ, Náttúruverndarsamtök Suðurlands, Nemendafélagið Gaia (við Háskóla Íslands) og Ungir umhverfissinnar. UMHVERFISSINNAR MÓTMÆLA Mótmæli Umhverfissinnar við Þjóðmenningarhúsið í gær. Morgunblaðið/Golli Hætt verði við olíuleit Nýskráningar nýrra fólksbifreiða voru 259 á tímabilinu frá 1. til 20. þessa mánaðar og því nákvæmlega jafnmargar og sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í samantekt starfsmanna Umferðarstofu sem gerð var að beiðni Morgunblaðsins. Sú breyting hefur orðið í bílasölu á milli ára að í byrjun þessa árs fór BL að bjóða vaxtalaus bílalán. Í kjöl- farið buðu Brimborg og Toyota á Ís- landi sambærileg vaxtakjör. Þá má nefna að gengi krónu er nú talsvert sterkara en í fyrra. Evran kostaði 171 krónu 22. janúar 2013 en tæpar 157 kr. í gær. Ætti það að koma fram í lægra innkaupsverði og þar með söluverði á nýjum tegundum, líkt og dæmi eru um, t.d. hjá Bílabúð Benna. baldura@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Umferð Á annasömum degi. Bílasalan er nákvæmlega jafnmikil Atvinnuleysi í desember var 4,4%, borið sam- an við 5,5% at- vinnuleysi í des- ember 2012 og 5,9% atvinnuleysi í sama mánuði ársins 2011. Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðskönnun Hagstofu Ís- lands. Atvinnuþátttaka var áætluð 80,9% í desember sl., 80,1% árið áð- ur og 79,4% í desember 2011. Þá er áætlað að 8.200 hafi verið án vinnu í síðasta mánuði, samanborið við 9.900 árið áður og 10.500 í desember 2011. Samkvæmt Hagstofunni var at- vinnuleysið því meira en Vinnu- málastofnun áætlar. Skráð atvinnu- leysi hjá Vinnumálastofnun í des- ember 2013 var 4,2%, en að meðaltali voru 6.829 atvinnulausir í mánuð- inum, samkvæmt skránni. baldura@mbl.is Atvinnu- leysið er áætlað 4,4% Úr miðbæ Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.