Morgunblaðið - 23.01.2014, Síða 10

Morgunblaðið - 23.01.2014, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 Pólarolía góð fyrir líkamann Í nýlegri doktorsrannsókn Linn Anne Bjelland Brunborg kom í ljós að selolía, sem var gefin í gegnum sondu beint niður í skeifugörn, linar liðverki, dregur úr liðbólgum og hefur að auki jákvæð áhrif á þarmabólgu. Fæða áVesturlöndum inniheldur hlutfallsle- ga mikið magn af omega 6 fitusýrum í samanburði við omega 3 fitusýrur. Þetta getur orsakað ójafnvægi í líka- manum, sem að einhverju leyti getur útskýrt af hverju margt fólk þjáist af offitu og ýmsum lífsstílstengdum sjúk- dómum eins og hjarta- og æðasjúkdó- mum, sykursýki og krabbameini. Besta leiðin til að greiða úr þessu ójafnvægi er að auka neyslu á sjávarfangi sem almennt er auðugt af langkeðju omega fitusýru og samtímis að minnka neyslu á matvörum sem eru ríkar af omega fitusýrum. Þarmabólga og liðverkir Rannsókn Brunborgs á selkjöti bendir til að það sé bæði holl og örugg fæða. Selspikið er mjög ríkt af langkeðju omega fitusýrum sem hefur áhrif á staðbundin hormón, sem meðal annars eru mikilvæg fyrir bólguvið- brögð líkamans. Virkni selolíunnar á bólguviðbrögð var prófuð í klínískri tilraun á sjúklingummeð liðverki og IBD. IBD-sjúklingar hafa oft minnk- andi starfsgetu og lífsgæði vegan sjúk- dómsins og möguleikar á lækningu eru litlir. Lyf sem draga úr liðverkjum geta gert þarmabólguna verri. Brunborg sýndi með tilraunum að selolía, sem var gefin í gegnum sondu, linar liðbólgur, liðverki og hefur að auki jákvæð áhrif á þarmabólgu. Að neyta nægilegs sjávarfangs með omega fitusýrum getur haft fyrirbyggjandi áhrif þegar um þróun sjúkdóma eins og IBD og annarra bólgusjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma er að ræða. Selolía fæst í öllum helstu apótekum og heilsu-búðum og ber nafnið Polarolje. Linar verki og minnkar bólgurNý Polarolía Nýtt útlit-meiri virkni Selolía, einstök olía Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur Minn læknir mælir með Selolíu, en þinn? Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Selolían fæst í: apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og MelabúðSími 555 2992 og 698 7999 Nýtt! D-vítamínbætt Malín Brand malin@mbl.is Málþingið er það fyrstasem haldið er á þessuári hjá Geðhjálp enmarkmið félagsins er að berjast fyrir réttindum og bættri þjónustu fyrir fólk með geð- raskanir ásamt því að miðla fræðslu og vinna gegn fordómum í samfélaginu. Á málþinginu sem haldið verður á Grand Hótel Reykjavík frá klukkan 13 til 16:15 verður einkum fjallað um það við- kvæma mál sem frelsissvipting í formi nauðungarvistunar og sjálf- ræðissviptingar er, sem og þegar valdi er beitt í geðheilbrigðisþjón- ustunni. „Frelsið er grundvallarmann- réttindi. Með málþinginu viljum við vekja athygli almennings á því að frelsisskerðingar geðsjúkra tíðkast alla daga hér á landi,“ segir Anna Gunnhildur, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Svipting frá 48 stundum til lengri tíma Frelsisskerðing getur varað í 48 klukkustundir og er ein- staklingur þá vistaður á spítala í framhaldi af mati læknis. Nauð- ungarvistun á spítala sem sam- þykkt er af innanríkisráðuneytinu getur varað töluvert lengur eða allt að 21 dag. Sjálfræðissvipting er það þriðja í þessari upptalningu og getur hún verið í sex mánuði eða lengur og jafnvel ótímabundin, að sögn Önnu Gunnhildar. Ótíma- bundin sjálfræðissvipting er ekki algeng þegar geðsjúkir eiga í hlut en komi til hennar eru það dóm- stólar sem kveða úr um hana. „Við ætlum að vekja athygli á þessu og á málþinginu kemur fram sjónarhorn fólksins sjálfs og sjón- arhorn ættingja, fagfólks og lög- reglu sem stundum kemur að þess- um málum. Bæði viljum við vekja athygli á þessu og svo er þetta inn- legg í endurskoðun lögræðislag- anna í innanríkisráðuneytinu. Ég veit að farið hefur fram óformleg vinna í ráðuneytinu að undanförnu og brátt hefst formlegri vinna og við viljum að þetta sé innlegg í þá vinnu,“ segir Anna Gunnhildur. Í lögræðislögum nr. 71/1997 kemur fram að ættingjar geta farið fram á nauðungarvistun eða sjálf- ræðissviptingu og hefur það valdið ósætti innan margra fjölskyldna, eðli málsins samkvæmt. „Lengi vel var í flestum sveitarfélögum al- gengast að ættingjar óskuðu eftir sjálfræðissviptingu eða nauðung- arvistun og þá varð oft trúnaðar- brestur á milli þess sem var nauð- ungarvistaður eða sjálfræðissviptur og viðkomandi ættingja sem var kannski var jafnframt nánasti að- standandi og hefði átt að vera stuðningsaðili. Þetta hefur valdið því að fólk hefur fjarlægst og jafn- vel ekki talast við svo áratugum skiptir. Þetta hefur klofið fjöl- skyldur,“ segir Anna Gunnhildur. Með mannvirðingu að leiðarljósi Í dag er það orðið algengara að sveitarfélögin fari fram á sjálf- ræðissviptingu eða nauðungar- vistun. Anna Gunnhildur segir að markmið Geðhjálpar séu skýr: „Við viljum að mannvirðing sé alltaf höfð að leiðarljósi og það sé hlustað á viðkomandi og áhersla lögð á að það séu samtalsmeðferðir í staðinn fyrir lyf og þannig að frelsisskerðing sé ekki nema bara í algjörum undantekningartilvikum og það sé allt annað reynt áður,“ segir hún. Nauðungarvistuð í fjórgang Einn af fyrirlesurum mál- þingssins í dag er Ágústa Karla Ís- leifsdóttir. Bera fór á geðröskunum hjá henni um tvítugt en í dag er hún fjörutíu og fjögurra ára og hef- ur á rúmum tuttugu árum verið nauðungarvistuð fjórum sinnum og gefið frá sér uppeldi barna sinna fjögurra. „Ég var lögð inn í fyrsta skipti árið 1992. Ég lenti í ástarsorg, varð þunglynd og var óhuggandi,“ segir Ágústa sem var þar inni í nokkrar vikur. „Þá byrjaði í raun þetta ferli, að vera inn og út af geðdeild í gegnum árin.“ Í mörg ár barðist hún gegn því að fara á örorkubætur og reyndi að stunda vinnu þrátt fyrir veikindin. Árið 2003 fór hún á örorkubætur. Sem fyrr segir er Ágústa móð- ir fjögurra barna. Hún sveiflast á Ættingjar óski ekki eftir nauðungarvistun Geðhjálp heldur í dag málþing undir yfirskriftinni Hvers virði er frelsið? Fjallað verður um sjálfræðissviptingu, nauðung og valdbeitingu í geðheilbrigðisþjónustu. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Geðhjálpar og telur hún brýnt að mannvirðing sé höfð að leiðarljósi í málefnum geðsjúkra. Undir það tekur Ágústa Karla Ísleifsdóttir sem sjálf hefur verið nauðungarvistuð fjórum sinnum. Morgunblaðið/Kristinn Geðhjálp Markmið félagsins er að berjast fyrir réttindum og bættri þjón- ustu fyrir fólk með geðraskanir og miðla fræðslu og vinna gegn fordómum. Þessari áhugaverðu vefsíðu er haldið úti af ungum eðlisfræðingi sem vann hjá NASA við að búa til róbóta. Á hverjum þriðjudegi birtast á síðunni svör við ýmiss konar spurningum um eðlisfræði og hann kemur með áhugaverða hlið á þeim. Í þessari viku er spurt hvað myndi gerast ef öllum heimsins veirum væri safnað saman á einn stað. Hversu mikið pláss tækju þær og hvernig myndu þær líta út. Þessu leitast eðlisfræðingurinn við að svara og máli sínu til stuðnings og skýringa notast hann við einfaldar teikningar. Lesendur geta sent inn spurningar gegnum vefinn og vafrað um og lesið eldri svör. Í síðustu viku var þeirri áhugaverðu spurningu varpað fram um hvað myndi gerast ef allir jarðar- búar myndu hoppa á sama augna- bliki. Vefsíðan www.what-if.xkcd.com Hvað ef ...? Jörðin Ótal eðlisfræðispurningum er svarað á síðunni á hverjum þriðjudegi. Í dag klukkan 16 verður gengið um Hólavallakirkjugarð með leiðsögn sem fróðir annast. Mæting er við inngang Þjóðminjasafnsins og það- an verður gengið yfir í garðinn. Sól- veig Ólafsdóttir og Heimir Janusar- son velta því fyrir sér upphátt með öðrum í göngunni hvað verði um Hólavallagarð, þennan gamla garð við Suðurgötuna í Reykjavík. Um þessar mundir eru einmitt 175 ár frá því að fyrsta gröfin var tekin í garðinum. Sjónum verður beint að sérstöðu garðsins og einkennum í fortíð, nú- tíð og framtíð ásamt því að setja hann í vítt og breitt menningar- sögulegt samhengi. Allir eru velkomnir í gönguna um garðinn og þátttaka er ókeypis. Endilega ... ... gangið um Hólavalla- kirkjugarð Morgunblaðið/Billi Fræðsla Sérkenni garðsins eru mörg. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.