Morgunblaðið - 23.01.2014, Page 44

Morgunblaðið - 23.01.2014, Page 44
Óhætt er að segja að Jón Gnarr sé óvenjulegasta tegund af borgar- stjóra sem Reykvíkingar hafa haft frá því að embættið var stofnað fyr- ir rúmlega hundrað árum. Hafa uppátæki hans og ýmis ummæli ekki aðeins vakið mikla athygli hér innanlands heldur einnig utan land- steinanna. Menn ýmist lofa hann eða lasta. Nú hefur hann ákveðið að draga sig í hlé og sennilegt er að arftaki hans, hver sem hann verður, kjósi að endurvekja hefðbundið vinnulag og stíl embættisins. Breyt- ingarnar sem hann hefur gert á borgarstjórastarfinu ganga þá væntanlega til baka. Dagur vinsælastur Samkvæmt könnun Félagsvís- indastofnunar fyrir Morgunblaðið í lok nóvember nýtur Dagur B. Egg- ertsson, oddviti Samfylkingarinnar, mests fylgis í borgarstjórastólinn meðal kjósenda. Nefndu rúmlega 33% þátttakenda sem afstöðu tóku nafn hans. Eru það mun fleiri en hyggjast kjósa Samfylkinguna. Nýj- an oddvita sjálfstæðismanna, Ísfirð- inginn Halldór Halldórsson, nefndu um 12%. Hinn opinberi arftaki Jóns Gnarrs, S. Björn Blöndal aðstoðar- maður borgarstjóra og væntanlegur oddviti Bjartrar framtíðar, fékk hins vegar ekki mikinn stuðning í könnuninni. Aðeins um 7% vildu fá hann í embættið. Dagur B. Eggertsson hefur áður gegnt embætti borgarstjóra. Þótt hann hafi látið sér vel líka fram- göngu Jóns Gnarr mun hann ekki reyna að fara í fötin hans. Dagur er líkari embættismanni en þeim sviðs- manni sem Jón Gnarr er. Fylgið leitar burt Fyrst eftir að Jón Gnarr tilkynnti ákvörðun sína um að hætta sem borgarstjóri í vor og lýsti Bjartri framtíð og Birni Blöndal sem arf- tökum virtist sem kjósendur hans sættu sig við það. Nýjasta skoð- anakönnunin um fylgi flokkanna í Reykjavík bendir hins vegar til þess að brotthvarf Jóns og skortur á lit- ríkum leiðtoga framboðsins sé að leiða marga kjósendur yfir til Pír- ata, kannski í von um að þeir muni bjóða upp á oddvita sem líkist frá- farandi borgarstjóra. Vikið sér undan verkefnum? Borgarstjóri er allt í senn fram- kvæmdastjóri Reykjavíkurborgar, opinber fulltrúi borgarinnar og póli- tískur leiðtogi meirihlutans. Um framkvæmdastjóraþáttinn gilda skýr lagaákvæði. Gagnrýnendur Jóns Gnarrs, sem einkum koma úr röðum sjálfstæðismanna, telja að hann hafi markvisst og með sam- þykki borgarfulltrúa meirihlutans vikið sér undan verkefnum sem honum ber skylda til að sinna og ábyrgð sem þeim fylgir. Hafi hann komið flestum stjórnsýslustörfum yfir á samstarfsmenn sína í ráðhús- inu. Í vor skilaði fagleg úttektarnefnd skýrslu um stjórnkerfi og stjórn- sýslu borgarinnar. Þar er sérstak- lega staldrað við embætti borgar- stjóra. „Að mati úttektarnefndar- innar hafa þeir einstaklingar sem gegnt hafa starfi borgarstjóra á því tímabili sem er til skoðunar lagt mismikið til þriggja meginhlutverka borgarstjóra, einkum er varðar það sem snýr að starfi hans sem fram- kvæmdastjóra Reykjavíkurborgar. Úttektarnefndin telur óheppilegt að litið sé svo á að það sé að einhverju leyti valkvætt með hvaða hætti æðsti embættismaður borgarinnar hagi aðkomu sinni að því verkefni þegar á sama tíma rammi er settur um verkefnið í lögum og sam- þykktum borgarinnar,“ segir í skýrslunni. Ekki er hægt að skilja þessi um- mæli öðruvísi en sem gagnrýni á Jón Gnarr, enda er hann eini borg- arstjórinn sem fengið hefur að velja sér verkefni í stjórnsýslu borgar- innar að geðþótta. Um þessa gagn- rýni nefndarinnar urðu þó litlar um- ræður á vettvangi borgarstjórnar. Menn en ekki flokka Ekki er óalgengt að sá sem gegn- ir embætti borgarstjóra í Reykjavík njóti fylgis langt út fyrir raðir sinna flokksmanna. Þannig vilja fleiri en kjósendur Samfylkingarinnar Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra eins og fyrr var nefnt. „Við kjósum menn en ekki flokka,“ sagði í frægri auglýsingu nokkurra nafnkunnra listamanna vorið 1986. Þeir vildu Davíð Oddsson sem borgarstjóra en voru ekki hrifnir af Sjálfstæðis- flokknum. Bein kosning borgarstjóra? Sú hugmynd hefur nokkrum sinn- um komið fram að borgarbúar fái að kjósa borgarstjóra beinni kosningu. Til þess þyrfti þó að breyta sveit- arstjórnarlögum. Fáir vita að þetta hefur einu sinni verið gert. Vorið 1920 gengu Reykvíkingar til at- kvæða og kusu borgarstjóra í beinni kosningu. Knud Ziemsen, sem verið hafði borgarstjóri undanfarin fimm ár, var endurkjörinn. Litlu munaði þó á honum og mótframbjóðand- anum Sigurði Eggerz, fyrrverandi fjármálaráðherra. Þetta var ekki endurtekið og er skýringin væntanlega sú að á þriðja áratugnum skerptust flokkslínur og stjórnmálaflokkarnir efldust sem stofnanir. Síðan þá hafa þeir ráðið því hver situr í stól borgarstjóra í Reykjavík. Reyndar var haft á orði í aðdraganda kosninganna 1920 að ekki þýddi fyrir neinn að bjóða sig fram til embættisins nema þann sem gæti tekið upp samstarf við þá- verandi borgarfulltrúa. Bein kosn- ing er fremur ólíkleg í náinni fram- tíð. gudmundur@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Reykvíkingar fá nýjan borg- arstjóra í vor  Hver verður arftaki Jóns Gnarrs?  Hefur borgarstjórastarfið breyst? Litríkur Jón Gnarr borgarstjóri í Gleðigöngu samkynhneigðra 2013. MENNOGMÁLEFNI FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Eftir rúma fjóra mánuði, 30. maí, verður kosið til sveitarstjórna um land allt. Þótt enn sé margt óljóst um framboð einstakra manna og flokka og stefnumál í kosningunum er hægt að fullyrða að talsverðar breytingar séu í vændum. Skoðana- kannanir benda til þess að meiri- hlutar í nokkrum stórum sveitar- félögum séu valtir. Ný framboð, einkum Bjartrar framtíðar og Pír- ata, virðast hafa byr í seglin meðan sumir gömlu flokkanna mæta and- byr. Jón Gnarr hættir Þá er ljóst að nokkrir þeirra sveit- arstjórnarmanna sem mest hafa ver- ið áberandi á yfirstandandi kjör- tímabili verða ekki í framboði í vor. Ber þar hæst ákvörðun Jóns Gnarrs borgarstjóra Reykjavíkur að draga sig í hlé. Nýjasta skoðanakönnunin um fylgi flokkanna í Reykjavík, Þjóð- arpúls Capacent-Gallup, var birt í fyrrakvöld. Stóru tíðindin í henni eru að meirihlutinn í höfuðborginni er fallinn. Samfylkingin og Björt framtíð, arftaki Besta flokksins, fá aðeins sjö fulltrúa kjörna en þurfa átta til að halda meirihlutanum. Þetta er veruleg breyting frá síðustu könnunum sem bentu til þess að Björt framtíð fengi óbreytt fylgi Besta flokksins. Of snemmt er að segja til um hvort þetta er vísbend- ing um að fylgi Bjartrar framtíðar sé að dala á landsvísu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur því fylgi sem kannanir hafa gefið honum að undanförnu. Hann fengi fimm fulltrúa í borginni. Næsta víst er að sjálfstæðismenn yrðu áfram í minni- hluta í borgarstjórn verði úrslit kosninganna í samræmi við Gallup- könnunina. Líklegast er að VG gengi til samstarfs við meirihlutann. Önnur stór tíðindi í nýju könn- uninni eru fylgi Pírata. Þeim er spáð tveimur fulltrúum í borgarstjórn. Það er betri árangur en í fyrri könn- unum. Þetta verður að teljast afar vel af sér vikið af framboði sem enn er að heita má andlitslaust og stefnulaust í borgarmálum. Bæjarstjóri nær ekki kjöri Skoðanakannanir þær sem Fé- lagsvísindastofnun gerði fyrir Morg- unblaðið í nóvember og desember leiða einnig margt athyglisvert í ljós. Könnun sem birt var 27. nóvember sýndi að meirihlutinn í Hafnarfirði er fallinn. Samkvæmt könnuninni myndi eini bæjarfulltrúi VG, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjar- stjóri, ekki ná kjöri. Samfylkingin myndi tapa miklu fylgi til Bjartrar framtíðar. Sjálfstæðisflokkurinn héldi sínum fimm mönnum. Framsóknarflokkur- inn fengi einn fulltrúa og er þá lík- legt að afstaða hans gæti ráðið úr- slitum um næsta meirihlutasam- starf. Flokkurinn hefði þá val um samstarf við sjálfstæðismenn annars vegar eða Samfylkingu og Bjarta framtíð. Könnun sem Morgunblaðið birti 23. nóvember bendir til þess að hreinn meirihluti L-listans, Lista fólksins, á Akureyri sé fallinn. List- Breytingar í vændum  Kosið til sveitarstjórna 30. maí  Meirihlutar gætu fallið í Reykjavík, Hafnar- firði, Árborg og á Akureyri  Þekktir sveitarstjórnarmenn draga sig í hlé Akureyri Forystumenn Lista fólksins fagna sigri fyrir fjórum árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.