Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 57
MINNINGAR 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 Mig langar að minnast föður míns, Hjartar Einarssonar, í nokkrum orðum. Þegar hann er fallinn frá myndast tómarúm sem við fjöl- skyldan reynum að fylla með góðum og hlýjum minningum. Nóg er af þeim, þær raðast eins og myndasería í huganum; pabbi að gefa fénu, að marka lömbin, hann á Land Rovernum, pabbi að lesa á köldum vetrarkvöldum í lopapeysu og lopasokkum, pabbi á hestbaki á Rauð og Hjörtur Einarsson ✝ Hjörtur Ein-arsson fæddist 31. desember 1918 í Neðri-Hundadal í Dalasýslu. Hann lést 23. desember 2013 í Silfurtúni í Búðardal. Útför Hjartar fór fram frá Kvennabrekku- kirkju í Dalabyggð 3. janúar 2014. pabbi að kenna okk- ur að botna vísur. Nóg er að minnast andartaks og þá hlýnar manni um hjartarætur. Ein af fyrstu minningunum mín- um er að ég er úti að skottast í kring- um pabba í bú- skapnum og aldrei var ég fyrir. Marg- ar stundir man ég þar sem ég laumaði lítilli hendi í hlýjan lófa og gekk með pabba út í haga að athuga girðingar, í fjárhúsin að fylgjast með lambfénu eða annað þvíumlíkt og pabbi hummaði lag- stúf og kreisti höndina annað slagið. Það var líka afskaplega gott að sofna hjá pabba, kúra sig alveg upp við hann og festa svefn í hlýjunni frá honum. Í lífinu er gott að hafa fólk sem missir aldr- ei sjónar á því sem skiptir máli. Pabbi var þannig maður, hann var kletturinn í lífi mínu. Það finnur maður sérstaklega þegar hann er farinn, hvað hann var sterkur. Það var nokkurn veginn sama hvað var, pabbi hafði skýra sýn á tilveruna og var alltaf svo æðrulaus. Eins var hugur hans svo vakandi, sívakandi, alltaf að hugsa um landsins gagn og nauðsynjar en líka um boðskap Biblíunnar og fagnaðarerindis- ins. Ein af mörgum minningum sem standa upp úr eru hvíld- ardagarnir, þegar pabbi og mamma höfðu litla helgistund með okkur krökkunum, við lás- um ritningarvers saman, sung- um sálma og báðum saman. Þetta voru notalegar og upp- byggilegar stundir sem höfðu góð áhrif á okkur sem fjölskyldu, tengdu okkur enn betur saman. Það var líka gaman af því að þannig brutu þau upp hversdag- inn. Þegar árin liðu varð pabba hjartfólgnara að tala við okkur um fagnaðarerindið, að Jesús Kristur skipti öllu máli og hvað hann hafi gert fyrir okkur. Fyrir nokkrum árum voru pabbi og mamma hjá okkur Axel yfir svartasta skammdegið. Á gaml- árskvöld eitt árið spiluðum við vist sem ég hafði aldrei spilað áður við foreldra mína. Það er skemmst frá því að segja að kvöldið varð eitt skemmtilegasta gamlárskvöld eða nýársnótt öllu heldur sem ég man eftir. Pabbi kunni þá list að spila og var með pókersvip allan tímann og flaut- andi og mamma kunni allar regl- urnar eins og ekkert væri. Það þarf svo sem ekki að segja frá því en við hjónin töpuðum fyrir þeim. Það var afskaplega gott að hafa þau hér heima, alltaf svo yf- irveguð og róleg og það fylgdi þeim friður. Það var gaman að fara með þeim að keyra um sveitirnar og skoða hina ýmsu staði og fara með þeim í heim- sóknir. Pabbi var svo fróðleiks- fús, hann las sér til um þá staði sem við heimsóttum og sagði okkur svo frá. Minningarnar eru miklu fleiri en ég læt hér staðar numið. Við bíðum örugg í þeirri vissu að hitta pabba á ný á efsta degi. Elsku mamma, Guð gefi þér huggun og blessi minningu pabba. Signý Harpa Hjartardóttir. Það sárt að missa góðan ást- vin. Faðir minn var búinn að vera veikur. Ég ætlaði að fara milli jóla og nýárs að heimsækja pabba og mömmu, en mér var sagt að það væri ekki góð veð- urspá, og pabbi væri mjög veik- ur. Ég og mín fjölskylda fórum til þeirra 22. desember í mjög góðu veðri. Pabbi var hress að sjá. Það var gott að kveðja hann svona hressan. Presturinn okkar kom til þeirra, las og bað með þeim. Pabbi lagði hendur saman til að biðja. Pabbi var trúaður maður. Biblían var lesin á hverj- um degi. Það eru forréttindi að alast upp á slíku heimili. Við tók- um einn dag frá í hverri viku til að rannsaka ritninguna og til að slaka á, það er að segja á laug- ardögum sem var okkar hvíld- ardagur. Þá fórum við í bíltúr eða sund með alla þá sem voru hjá okkur, og tókum nesti með okkur. Þetta voru ógleymanleg- ar stundir. Og á þessu lifi ég. Það er nauðsynlegt að taka frá einn dag í hverri viku til hvíldar frá daglegu amstri, það gerir manni bara gott. Pabbi var fæddur og alinn upp í sveitinni og vildi hvergi annars staðar vera. Enda er gott að vera í hreinu lofti og fögru um- hverfi. Hann hafði ætíð nóg að gera í öllum þessum nefndum og fundum, það voru hans áhuga- mál. Það var oft mikið um gesti heima og var það gaman. Pabbi elskaði íslenska lambakjötið og smjörið og sagði það vera hollan og góðan mat. Ég hef reynt að búa til vísur eins og pabbi gerði: Í smalamennsku fórum við í slæmum, góðum veðrum. Hás og þreytt komum við og gettu hvað við gerðum. Í svanginn allir fá sér nú eithvað gott að borða. Af fjöllunum kemur þú og færð kjötsúpu að borða. Nú bíð ég eftir því að Jesús komi að sækja alla þá sem hafa tekið við honum í trú, og þá get ég hitt pabba aftur. Það verða fagnaðarfundir að fá að hitta ást- vini sína aftur. Mamma, nú verð- um við að vera dugleg að heilsa upp á þig oftar. Blessuð sé minning hans. Kristín Lára Hjartardóttir. ✝ Jónas PéturVilberg Guðnason, ljós- myndari á Eski- firði, fæddist 4. desember 1924. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Hulduhlíð hinn 6. janúar 2014. Hann var næstelstur fjögurra barna þeirra Guðna Jóns- sonar trésmiðs og Guðnýjar Pétursdóttur. Systkini Vilbergs eru Hjalti Guðnason, f. 9.7. 1912, d. 21.12. 1987, Guðni Sig- þór Guðnason, f. 8.11. 1926, d. 25.2. 1993, og Steinunn Guðna- dóttir, f. 30.8.1930. Vilberg kvæntist hinn 30. apríl 1960 Fanneyju Guðna- dóttur, saumakonu á Eskifirði, f. 7.7. 1917, d. 29.12. 2002. Vil- berg ólst upp á Eskifirði og lærði ljósmyndun í Iðnskól- anum í Reykjavík og var lær- lingur hjá Sveini Guðnasyni, ljósmyndara á Eskifirði. Hann vann um tíma hjá Hans Petersen í Reykjavík sam- hliða námi. Á yngri árum lagði hann stund á tónlist og tók þátt í lúðra- sveitastarfi á Eski- firði og Norðfirði, og þá m.a. með föður sínum og bróður sínum Hjalta. Eftir nám kom hann aftur til Eskifjarðar og starfaði sem ljósmyndari á Austurlandi og rak ljósmynda- stofu í húsi þeirra hjóna, Hnit- björgum, á Eskifirði allt til starfsloka. Fanney eiginkona hans rak samtíða saumastofu á efri hæðinni. Eftir Vilberg ligg- ur ljósmyndasafn sem segir sögu fjölskyldna og atvinnulífs á fjörðunum á starfsævi hans. Útför Vilbergs verður gerð frá Eskifjarðarkirkju í dag, 17. jan- úar 2014, kl. 14. Með hlýju og virðingu kveð ég Vilberg Guðnason ljósmyndara frá Eskifirði. Ég hygg að ég hafi fyrst komið með Benna til þeirra hjóna á Standgötuna haustið 1979 til að fá elstu börnin tvö mynduð. Mér er enn minnisstæð þessi ferð niður á Eskifjörð til Vilberts og Fanneyjar, þessi hlýja, barngæska og góðu mót- tökur sem fönguðu okkur öll. Börnunum fjölgaði ört og öll fóru þau í myndatöku til Vilbergs frænda. En á myndastofunni kenndi ýmsa grasa í myndum Vilbergs. Þar voru myndir af landslagi, náttúru, mannlífi og atvinnulífi. Ánægjulegt var að sjá myndir af skipa- og bátaflotanum og síldarstúlkunum úti á plani en Vilberg starfaði mikið utan ljós- myndastofunnar. Og eru mynd- irnar því góð aldafarslýsing þeirra áratuga sem Vilberg mundaði myndavélina. Sérstak- lega vöktu athygli mína málaðar landslagsmyndir, sumar feiki- lega stórar. Ekki var í kot vísað upp til þeirra hjóna, þar var í senn heimili þeirra og sauma- stofa Fanneyjar sem oftar en ekki var að sauma glæsilegan fatnað. Börnunum þótti mikill ævintýrablær vera yfir húsinu en þar var allt svo gott að hvergi voru til betri eða stærri appels- ínur en þau voru nestuð með til heimferðar. Margt bar á góma í samræðum yfir kaffi og góðu meðlæti en hjónin höfðu bæði góðan frásagnarhæfileika. Vil- berg var húmoristi og hafði gam- an að segja frá skemmtilegum karakterum en Fanney sagði frá ferðalögum þeirra þannig að mér fannst ég upplifa frásögnina í lif- andi myndum. Stuttu eftir fráfall Fanneyjar flutti Vilberg í Huldu- hlíð, fyrstu árin var hann sjálf- stæður og fór langar gönguferðir innan bæjar eða á bílnum og skoðaði fjörðinn sinn, fyrir kom að hann kom upp í Hérað. Síð- ustu árin, þegar heilsu og styrk hrakaði, naut hann einstakrar umönnunar hjúkrunarfólks Hulduhlíðar. Vilbergi bið ég guðs blessunar og upp í hugann kom ljóð eftir Árna Helgason frá Eskifirði. Við finnum svo oft þegar klukkurnar kalla að klökkvi um huga manns fer. Bið ég Guð föður og englana alla að annast og vaka yfir þér. Aðstandendum öllum votta ég innilega samúð mína. Jóna Óskarsdóttir. Meðal fyrstu minninga minna af Vilbergi móðurbróður mínum eru frá því hann leiddi mig frá Reykholti, húsi ömmu og afa inn að Guðnahúsi þar sem hann hafði vinnustofu fyrstu árin. En á hæð- inni bjó Fanney unnusta Vil- bergs og tengdafólk hans. Í vinnustofu Vilbergs var mikið af tómum filmuspólum sem ég hafði mjög gaman af að leika sér mér að, fékk ég gjarnan nokkrar spól- ur með, afi hjálpaði mér að negla spólurnar á kubba og var þá búið að smíða bíla og vagna sem ég lék mér með. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Jóhannes úr Kötlum.) Vibbi eins og ég kallaði frænda minn oftast tók flestar fjölskyldumyndir í stofunni hjá afa og ömmu fyrstu árin sem ljósmyndari. Síðar þegar Vibbi og Fanney höfðu byggt sér hús við Standgötuna hafði hann alla ljósmyndaaðstöðu á neðri hæð- inni, en íbúðin var á efri hæðinni. Fanney var svo saumkona og hafði vinnustofu sína í íbúðinni. Mikið annríki var oftast hjá frænda mínum þar sem jafnhliða rekstri ljósmyndastofunnar tók hann fjöldann allan af landslags- myndum, myndaði viðburði úr atvinnulífinu og hátíðahöld. Skip og bátar voru ofarlega í huga hans sem myndefni, sem strákur teiknaði hann mikið af báta- og skipamyndum. Vibbi hafði áhuga fyrir mönnum og málefnum og hafði oftar en ekki á takteinum skemmtilegar frásagnir af sam- ferðamönnum sínum. Hjónin höfðu ánægju af bílferðum, hvort sem var að ræða upp í Hérað eða lengri ferðir hafði hann ævinlega myndavélina með sér. Vibbi frændi er og verður ævinlega of- arlega í huga mér og vil ég þakka þeim hjónum ánægjulegar stund- ir. Síðustu árin dvaldi Vilberg í góðu yfirlæti í Hulduhlíð og kann ég starfsfólki öllu bestu þakkir fyrir. Vilberg, takk fyrir allt og allt blessuð sé minning þín. Benedikt Guðni Þórðarson. Vilberg Guðnason Fallin er frá mikil sómakona, Sigríður Erla Guðmundsdóttir, sem ávallt var kölluð Edda. Við ✝ (Edda) Sigríð-ur Erla Guð- mundsdóttir fædd- ist 21. febrúar 1933. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi 7. janúar 2014. Útför hennar fór fram 14. janúar 2014. vorum systkina- börn, hún var dóttir móðurbróður míns, Guðmundar Guð- mundssonar skip- stjóra, Mumma, sem lést fyrir margt löngu, þá langt fyrir aldur fram. Edda var öllum kær í stórfjölskyld- unni; ljúf kona með góða nærveru og lagði ávallt gott til. Hún var þó langt í frá skaplaus og lét finna fyrir sér og til sín taka, ef svo bar undir. En hin hlýja, mjúka, brosmilda og velviljaða kona var þó ríkjandi þáttur í fari hennar og fasi. Gagnvart móður minni, Mar- gréti Guðmundsdóttur, föður- systur sinni, sem lést á síðasta ári, var Edda einkar hjálpleg og góð. Þær voru nánar vinkonur alla tíð og náðu vel saman. Þær voru ekki aðeins sem stoð og stytta hvor annarrar í mót- streymi lífsins, heldur ekki síður glaðar og gefandi á góðum stundum. Og þetta samband þeirra varaði áratugum saman án þess að skugga bæri á. Við börn Möggu móður okk- ar, eins og hún var jafnan kölluð í stórfjölskyldunni, minnumst Eddu sem góðrar og kærleiks- ríkrar frænku; ekki endilega sú sem talaði hvað mest, en frá henni streymdi kærleikur og elska. Fyrir hin góðu kynni vilj- um við Möggubörn, ég og bræð- ur mínir, Gunnlaugur og Ásgeir, og aðrir afkomendur móður okkar, nú þakka að leiðarlokum Með brotthvarfi Eddu af þessari ströndu lífsins verður til tómarúm hjá þeim sem eftir verða og voru hennar samferða- fólk um lengri eða skemmri tíma. Góð kona sem auðgaði um- hverfi sitt nær og fjær er á braut; á leið til annarrar strand- ar. Ég sendi dætrum Eddu og öðrum afkomendum hennar, ættingjum og vinum hugheilar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Sigríðar Erlu Guðmundsdóttur, Eddu – og sefi sorg þeirra sem sakna og syrgja. Guðmundur Árni Stefánsson. (Edda) Sigríður Erla Guðmunds- dóttir Þegar flestir fögnuðu nýju ári lést kær frændi okkar, hann Villi. Þessi stóri sterki maður, sem leit ekki út fyrir að láta neitt eða neinn knésetja sig, varð að beygja sig fyrir þeim sjúkdómi sem hafði hrjáð hann í allnokkurn tíma. Villi var fæddur og alinn upp í Straumi við Hafnarfjörð þar sem foreldrar hans voru með búskap og einnig var hann árum saman bóndi í Reykhólasveitinni. Þótt hann hafi hætt búskap þar var hann alltaf bóndi og höfðingi í Vilhjálmur Sigurðsson ✝ Vilhjálmur Sig-urðsson fæddist í Straumi í Straums- vík 7. apríl 1932. Hann lést 2. janúar 2014 á hjúkrunar- heimilinu Ljós- heimum á Selfossi. Vilhjálmur var jarðsunginn frá Garðakirkju á Álftanesi 14. janúar 2014. hjarta sínu, fylgdist vel með því sem gerðist, bæði dægur- málaþrasinu og lífi sinna nánustu sem honum þótti mjög vænt um og var stoltur af. Villi var með mikla og fallega rödd og talaði fallegt og kjarnyrt mál. Hann hafði gaman af því að segja sögur og var einkar góður sögumaður. Sögurnar voru ekki neinar harmsögur heldur húmor- ískar og var hann óhræddur við að gera góðlátlegt grín að sjálfum sér og öðrum enda var hann mikill gleðimaður á góðri stund. Sögurn- ar og frásagnir af atburðum úr lífi hans heyrum við ekki oftar frá honum sjálfum en þær lifa samt áfram meðal okkar líkt og minn- ing hans. Við vottum ástvinum hans okkar dýpstu samúð. Bjarki Bjarnason, Sif Bjarna- dóttir og Ýr Þórðardóttir. Elsku pabbi minn var búinn að vera veikur síðastliðin þrjú ár, hann þráði friðinn og vildi fara heim. Samt er svo erfitt að sætta sig við að sjá hann ekki lengur, en góðar minningar lifa í hjarta mínu. Ég bjó mjög lengi í sama húsi og foreldrar mínir í Glaðheimum. Glaðheimar voru æskuheimili mitt og bjó ég þar að mestu leyti til árs- ins 2006. Öll börnin mín hafa því fengið að vaxa þar upp og njóta þess að vera í nálægð við afa sinn og hann naut þess að vera í kring- um þau því hann var mikill barna- karl. Mér fannst pabbi minn alltaf vera stór og sterkur maður, blíður og góður en samt ákveðinn þegar hann var búinn að taka ákvörðun. Hann var mikill dýravinur og gaf fuglunum oft, og stundum tók hann með börnin mín með til að gefa fuglunum. Pabbi var fæddur Vestamannaeyingur og fengum Guðmundur Magnússon ✝ GuðmundurMagnússon fæddist 19. sept- ember 1934. Hann lést 4. janúar 2014. Hann var jarðsung- inn 14. janúar 2014. við systkinin bæði að heyra skemmtilegar sögur úr Eyjum og að heimsækja Eyj- arnar með honum. Öll börnin mín hafa líka farið í ferðalag með okkur til Eyja og fengið kynningu frá pabba á staðnum sem okkur þótti svo vænt. Ég er þakklát fyrir þessar ferðir. Ég á eftir að sakna stóra og sterka pabba míns en hann er núna hjá Guði og líður vel. Mig langar að ljúka þessum minningabrotum með hluta úr lagi sem pabbi minn söng oft fyrir mig þegar ég var lítil stelpa. Litla, sæta, ljúfan góða, með ljósa hárið. Lætur blíðu brosin sín bera rósailm og vín, allar stundir út til mín. Litla, sæta, ljúfan góða, með ljósa hárið fyrir hana hjartað brann. Hún er allra besta stúlkan sem ég fann. (Valgeir Sigurðsson.) Elsku pabbi minn, hvíl í friði, við sjáumst síðar. Þín dóttir. Guðrún Lilja Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.