Morgunblaðið - 23.01.2014, Page 58

Morgunblaðið - 23.01.2014, Page 58
58 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 ✝ Gísli Jón Her-mannsson fæddist 30. júní 1932 á Svalbarði í N-Ísafjarðarsýslu, hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 12. janúar 2014. Foreldrar Gísla voru Hermann Hermannsson, út- vegsbóndi af Ströndum, fæddur 1893, látinn 1981, og Salóme Rannveig Gunnarsdóttir, húsfreyja frá Ögri, fædd 1895, látin 1977. Systkini Gísli voru: Anna, f. 1918, d. 2002, Þuríður, f. 1921, d. 2007, Gunnar, f. 1922, d. 1977, Þórður, f. 1924, d. 1985, Sigríður, f. 1926, d. 1999, Kar- itas, f. 1927, d. 1994, Sverrir, f. 1930, Halldór, f. 1934, Guð- rún Dóra, f. 1937 og Birgir, f. 1939. Gísli Jón kvæntist 24. des- ember 1957, Jónínu Margréti Einarsdótturm húsmóður, f. 20. september 1927, d. 7. októ- ber 2001. Foreldrar hennar voru Einar Kristbjörn Gari- flutti svo til Reykjavíkur og lauk prófi frá Stýrimanna- skóla Íslands 1957. Hann var stýrimaður hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur 1958 til 1960 og hjá Gunnari bróður sínum á Eldborginni 1960 til 1963. Var skipstjóri og útgerðarmaður á Vigra RE-71 frá 1963 til 1970, að hann stofnaði útgerðar- félagið Ögurvík hf., sama ár ásamt fleiri góðum mönnum, en félagið hefur gert út togarana Vigra RE71, Ögra RE72 og Frera RE73. Gísli Jón var framkvæmdastjóri Ögurvíkur alla tíð, hann gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir útgerðarmenn. Átti um skeið sæti í stjórn Fé- lags íslenskra botnvörpu- skipaeigenda og sat síðar í mörg ár í stjórn LÍÚ og stjórn innkaupadeildar sama lands- sambands. Hann átti einnig sæti í stjórn Faxamarkaðar um nokkurt skeið og sinnti ýmsum nefndarstörfum á veg- um LÍÚ. Þá var hann um skeið framkvæmdastjóri fisk- vinnslunnar Kirkjusands sem Ögurvík átti með SÍS. Gísli Jón og Jónína bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, lengst af í húsi sem þau byggðu í Haðalandi 8. Útför gísla fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 23. janúar 2014, og hefst athöfnin kl. 13. baldason, f. 1888, d. 1968 og Mar- grét Jónína Ein- arsdóttirm, f. 1895, d. 1959. Börn þeirr eru: 1) Hjörtur, f. 1958, kvæntur Maríu Bjarnadóttur, börn þeirra eru: Gísli Jón, f. 1984, unn- usta Sigrún Eva Sigurjónsdóttir, Snædís, f. 1987, unnusti Georg Arnar Halldórsson og Einar, f. 1992. 2) Margrét Jónína, f. 1959, gift Sigurði Þ.K. Þor- steinssyni, börn þeirra eru: Jónína Margrét, f. 1988, henn- ar dóttir er Þórdís Katla Ein- arsdóttir, f. 2008, Lára Rann- veig, f. 1990, unnusti Páll Bragi Oddsson, og Karel, f. 1992. 3) Hermann, f. 1964, kvæntur Ástu Finnbogadóttur, börn þeirra eru: Finnbogi, f. 1989, Jóhannes, f. 1991, Thor Oddi, f. 1992, og Margrét Gígja, f. 1997. Árið 1945 flutti fjölskyldan út á Ísafjörð, þar lauk Gísli Jón gagnfræðaprófi 1948, Minn kæri bróðir og vinur frá barnæsku, Gísli Jón, er horfinn úr þessum heimi eftir talsvert erfið veikindi síðustu tvö ár. Á milli okkar var eitt og hálft ár þannig að barnæska okkar var mjög samofin. Við gengum saman í barnaskóla í Ögurvík og gagnfræðaskóla Ísafjarðar; síðar vorum við saman í Stýrimannaskóla Reykjavíkur. Báðir fórum við á sjó á stærri skip um 16 ára aldur. Gísli Jón var togarasjómaður en ég bátasjómaður. Áður höfð- um við á æskuárum verið með föður okkar á þriggja tonna trillu, Hermóði, sem hann átti og gerði út í Ögurvíkinni. Á Hermóði aflaði hann sinni barnmörgu fjölskyldu viðværis ásamt því að halda nokkrar skepnur; tuttugu kindur og eina kú er best lét. Annars var slægja mjög erfið og rýr í Ög- urvíkinni. Það varð því að fara víða um Djúpið á trillunni í slægjuleit svo hægt væri að afla heyja fyrir þennan annars smáa bústofn. Fjölskyldan var stór, þrettán manns, og hjálpaðist öll að við beitningu og fæðuöflun. Við bræðurnir vorum allir viðriðnir sjóróðrana hjá pabba. Fyrst elstu bræðurnir, Gunnar og Þórður, og síðan við þessir yngri, Sverrir, Gísli Jón, ég og svo Birgir yngstur. Karítas systir var líka meira en liðtæk við sjóróðrana. Í þessum stóra barnahópi var oft mikið fjör og mikið hlegið, enda voru þar í hópi góðir grínistar og eftirhermur. Vel var tekið eftir hinum ýmsu sveitamönnum og vermönnum sem reru með pabba. Og það gerðist víst fremur oft en sjald- an að þeir karakterar eignuð- ust skemmtilegt aukalíf í til- svörum og töktum lífmikilla Ögursystkina. Eftir að Gísla Jóni óx fiskur um hrygg gerðist hann báts- maður á síðutogurum frá Reykjavík. Síðar gerðist hann eigandi að 200 tonna síldarbát, Vigra, byggðum í Noregi sem hann átti með Pétri félaga sín- um sem var ættaður frá Siglu- firði. Þórður bróðir átti sams- konar bát sem hann nefndi Ögra. Var hann einnig á síld- veiðum sem og öðrum veiðum sem til féllu. Hann hafði þá verið mikið á síðutogurum frá Reykjavík, bæði sem stýrimað- ur og skipstjóri. Sameignamað- ur hans og vélstjóri var Halldór Þorbergsson frá Súðavík. Til þess að gera langa sögu stutta seldu þeir bræður, Gísli Jón og Þórður, skip sín, Ögra og Vigra, til Afríku. Andvirði skipanna notuðu þeir til að byggja skuttogarana Ögra og Vigra í Póllandi. Þeir gerðu þá út frá Reykjavík og stofnuðu um reksturinn hlutafélag sem þeir nefndu Ögurvík. Gísli Jón gerðist fram- kvæmdastjóri Ögurvíkur. Þeg- ar Þórður Hermannsson lést um aldur fram gerðist Gísli Jón aðaleigandi útgerðarfélagsins og sinnti framkvæmdastjóra- stöðu þar uns Hjörtur, sonur hans, tók við. Má með sanni segja að það hafi verið lán sem fylgdi þessum útgerðarrekstri. Gísli Jón kvæntist stúlku frá Ísafirði, Jónínu Einarsdóttir. Hún lést fyrir 13 árum. Þau eignuðust þrjú börn, Hjört, Margrét Jónínu og Hermann. Enda þótt fráfall Gísla Jóns hafi verið börnum hans erfitt má segja að það hafi verið lausn frá þrautum. Minningin um góðan dreng mun lifa. Halldór Hermannsson. Gísli Jón Hermannsson ✝ Hjördís Guð-mundsdóttir fæddist í Reykja- vík 19. mars 1936. Hún andað- ist á Landspítal- anum í Fossvogi 16. janúar 2014. Foreldrar hennar voru Þóra Sigríður Bjarna- dóttir, f. 15. júlí 1902, d. 11. des- ember 1950, og Guðmundur Ágúst Jónsson, f. 30. ágúst, 1904, d. 17. desem- ber 1979. Hjördís giftist Birni Ragnari Óskarssyni, bryta á skipum Eimskipafélagsins, ár- ið 1957, hann var fæddur 2. janúar 1932, d. 8. júlí 2000. Foreldrar hans voru Karólína Benediktsdóttir og Óskar Jónsson. Börn Hjördísar og Björns eru: 1) Guðmundur Þóru Dís, f. 1989, og Elvu Dís, f. 1995. Hjördís var alin upp í Vesturbænum á heimili foreldra sinna. Hún gekk í Landakotsskóla og síðan í Gagnfræðaskólann við Hring- braut. Eftir skólagöngu vann hún ýmis störf þar til hún giftist Birni, þá helgaði hún sig heimilinu, en Björn var oft langdvölum í siglingum. Þau hjón ferðuðust mikið og fóru víða. Árið 1974 settist hún aftur á skólabekk og út- skrifaðist sem sjúkraliði 1976. Hún vann í 20 ár á Landakoti og eignaðist þar marga vini. Þau hjón voru bæði fædd og uppalin í Vesturbænum og bjuggu þar lengi, fyrst á æskuheimili Hjördísar á Holtsgötu 33, síð- an á Rauðalæk 14, en eftir lát Björns bjó hún í 9 ár í Sóltúni 13. Hún flutti til Birnu dóttur sinnar fyrir 4 árum og bjó með þeim mæðgum til dauða- dags. Útför hennar er gerð frá Fossvogskirkju í dag, 23. jan- úar 2014, og hefst athöfnin kl. 15. Þór, f. 1957, var kvæntur Jónu G. Ólafsdóttur, f. 1957. Þeirra börn eru a) Björn Þór, f. 1978, b) Hilmar Þór, f. 1983, kvæntur Ásdísi Rut Guðmunds- dóttur, f. 1989, þau eiga eina dóttur, c) Hjört- ur Þór, f. 1986, í sambúð með Guðlaugu Ösp Hafsteinsdóttir, f. 1988, og eiga þau einn son, d) Hjördís Gréta, f. 1994. Þau slitu sam- vistum. Seinni kona hans er Debby Björnsson og eru þau búsett í Flórída í Bandaríkj- unum 2) Birna f. 1960, og á hún tvær dætur með fyrrver- andi manni sínum Guðbjarti B. Jónssyni, f. 1956, þær, a) Kær vinkona er kvödd með söknuði og líka þakklæti fyrir öll árin , sem við áttum saman. Við fæddumst sama árið á Holtsgöt- unni, það eru bara tvö hús á milli 33, þar sem hún bjó og 39, þar sem ég bjó. Þar byrjaði órjúf- anleg vinátta, sem entist alla tíð. Æskuárin á Holtsgötunni voru góð, alltaf sól í minning- unni og sameiginlegir leikfélag- ar. Skólaganga okkar var í Landakoti og við í sama bekk og alltaf samferða. Við vorum einn vetur saman í Gaggó við Hring- braut, hún hélt svo áfram þar og útskrifaðist þaðan, en ég fór í annan skóla. Utan skóla vorum við mikið saman, áhugamálin voru mörg, bíóferðir og svo rúnturinn. 19 ára fórum við að heiman í fyrsta skipti og flug- um, líka í fyrsta skipti, til Lond- on, en þar fórum við hvor í sinn skólann. Öllum tómstundum vörðum við saman, margt að skoða og upplifa á framandi stað að ógleymdum nýjustu bíó- myndunum. Það hófst nýr kafli hjá báðum, þegar eiginmenn og börn komu til sögunnar. Hún stolt mamma með sín tvö, Guðmund og Birnu, og ég sömuleiðis með mínar tvær, Hönnu Fríðu og Helgu. Vinátta skapaðist milli heimila og barna, en tækifærin til sam- veru urðu færri í amstri dagsins og ótal skyldum, sem þurfti að sinna. Síminn er oft góður til að viðhalda þræðinum og fylgjast með. Hjördís var tryggur vinur, hún var afar reglusöm alla tíð, samviskusöm og sjálfsöguð. Hún kvartaði ekki og talaði lítið um stóru áföllin, fyrst þegar hún missti móður sína á ung- lingsaldri, síðan áralangan heilsubrest frá miðjum aldri,og því næst veikindi og ótímabært lát Björns. Elsku Birna, Guð- mundur og fjölskyldur, megi góður Guð styrkja ykkur nú og í framtíðinni. Henni þótti svo vænt um ykkur og var svo stolt af hópnum sínum. Eftir að við hættum báðar að vinna varð tíminn meiri og tengslin urðu enn sterkari. Ég á eftir að sakna hennar mikið, kaffifundanna okkar og tala nú ekki um símtölin. Minn- ingarnar eru svo ótal, ótal marg- ar og eru nú ljúfsárar. Takk fyrir allt. Þín vinkona Fríða. Þegar ég hugsa um Rauðalæk 14, mitt annað heimili í æsku, þá streyma fram myndir í hugan- um, sumar skýrar, aðrar óljós- ari; lyktin hlý og notaleg, rúg- brauð með osti og heitu súkkulaði í morgunmat, hlustað á Abba á gólfinu fyrir aftan framsætin í rauða Bronconum, dansað uppá ruslatunnum útí garði, allar bílferðirnar og leik- irnir með Birni, örlætið, gæskan og hlýjan. Ég kom úr ólátagarði en á Rauðalæk var regla og kyrrð. Þarna kynntist ég einni af minni nánustu vinkonum, þarna mótaðist margt í huga lítillar stúlku. Og nú þegar ég mörgum árum síðar geng þar framhjá, þegar allt það fólk sem ég þekkti er löngu farið, finn ég fyrir hlýju og þakklæti fyrir að hafa notið svo góðs atlætis og mikillar ást- ar. Hjördís tók mig að sér líkt og væri ég hennar dóttir, heimilið stóð mér alltaf opið þegar ég sem barn dvaldist þar um lengri eða skemmri tíma. Hún var mér svo góð. Síðar sem fullorðinni konu, þegar mig langaði að henda betur reiður á þessari for- tíð, þegar tíminn virtist svo óljós, þá fyllti Hjördís í eyðurnar og sagði mér frá, útskýrði það sem ég skildi ekki. Hún var hrein- skilin og næm og þekkti mig vel, las margt ansi skýrt í mínu lífi og sagði mér það. Ég man það og geymi það í hjarta mínu eins og ég geymi allt það góða sem hún gaf mér. Ég mun aldrei geta endurgoldið að fullu það sem hún gerði fyrir mig en þó gaf ég henni eitt; Dóttir mín heitir Hjördís. Elsku Birna og Guðmundur, innilegar samúðarkveðjur. Marta Nordal. Hjördís Guðmundsdóttir ✝ Foreldrar okkar, FANNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR og REYKDAL JÓNSSON netagerðarmeistari, eru látin. Þau létust á dvalarheimilinu Greenridge Estates, Oregon-ríki í Bandaríkjunum. Minningarathöfn fer fram í Aðventkirkjunni, Ingólfstræti 19, Reykjavík, laugardaginn 25. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Heiðar Reykdalsson (Jonsson). ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR, Blönduhlíð 24, lést á Landspítalanum 15. janúar. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 28. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Sigríðar Heiðberg í síma 567 2909. Guðjón Einarsson, Eiríkur Guðjónsson Wulcan, Anna Wulcan, Anna Þ. Guðjónsdóttir, Kristín Eiríksdóttir, Steinar Bragi Guðmundsson, Oddbergur Eiríksson, Ingibjörg Eiríksdóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, afi, langafi og bróðir, MEYVANT MEYVANTSSON, Hringbraut 50, áður Nesvegi 50, Reykjavík, lést fimmtudaginn 9. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Viljum við þakka starfsfólki á Vegamótum, Grund, fyrir frábæra umönnun í hans veikindum. Anna Meyvants, Guðmundur Meyvantsson, Sigurður F. Meyvantsson, Elísabet Meyvants og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LYDÍA ÞORKELSSON, Hamrahlíð 29, Reykjavík, lést sunnudaginn 12. janúar á hjúkrunar- heimilinu Eir. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 24. janúar kl. 13.00. Oddur Carl Einarsson, Sigríður Elín Sigfúsdóttir, Rannveig Alma Einarsdóttir, Ellert Kristján Steindórsson, Gunnlaug Helga Einarsdóttir, Helgi Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Maðurinn minn og faðir okkar, THEÓDÓR DIÐRIKSSON verkfræðingur, lést miðvikudaginn 15. janúar á Land- spítalanum við Hringbraut. Útför fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Edda Kristinsdóttir, Kristinn Theódórsson, Jóhanna Theódórsdóttir Plant, ættingjar og vinir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.