Morgunblaðið - 23.01.2014, Page 60

Morgunblaðið - 23.01.2014, Page 60
60 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 Elsku hjartans afi minn. Ég er miður mín að geta ekki verið með þér á þessari kveðju- stund. Í staðinn kom ég nýju lífi í heiminn þér til heiðurs. Kannski svona þarf ég þá bara alls ekki að kveðja, enda verður þú alltaf hluti af mér, þú átt allt- af þitt sérstaka pláss í mínu hjarta. Ég fékk að vera hjá ykkur ömmu í Hellulandinu hálfa barn- æsku mína og var tíður næt- Gunnlaugur Eggert Briem ✝ GunnlaugurEggert Briem fæddist á Sauðár- króki 8. nóvember 1922. Hann lést 1. janúar 2014 á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Kópa- vogi. Útför Gunnlaugs fór fram frá Bú- staðakirkju 9. jan- úar 2014. urgestur hjá ykkur um helgar þegar mamma og pabbi voru að vinna eða eins og þú bentir á þegar þú spurðir mig „jæja, eru mamma og pabbi farin að djamma og djúsa?“ Og svo hlóstu eins og þú gerðir alltaf þegar þú varst viss um að brandarinn hefði hitt í mark. Þessir tímar með ykkur mót- uðu mig sem manneskju sem ég sé svo augljóslega núna. Ég fékk að vera með ykkur, í ykkar um- hverfi í Hellulandi og í gróð- ursetningarkennslustundum uppi í Landi og læra um listir og bókmenntir, mikilvægi tungu- mála og ég er nokkuð viss um að áhugi minn á álfum og tröllum hafi komið frá þér, frá bókunum og málverkinu af álfabrennunni sem þér fannst alltaf svo gaman að spjalla um. Aldrei varstu svo meira stoltur af mér en þegar ég fékk 9,5 á þýskuprófinu sem þú undirbjóst mig fyrir. Við áttum svo sérstakt sam- band og þegar Constantine hitti þig fyrst og sagði mér hvað hon- um þætti við áþekk í eðli og skapgerð var ég mjög upp með mér. Mér fannst ég hafa gert góðan hlut ef mér gæti svipað til þín. Rósemi þín, einbeitning og athygli sem þú veittir þeim sem þú áttir í samræðum við hverja stundina eru eiginleikar sem ég væri sannarlega stolt að geta haft frá þér. Það er erfitt og skrítið að tala um þig í þátíð. Þið tvö hafið ver- ið stöðugur partur í mínu lífi, alla mína tíð. Ég veit hvað ég er heppin og tek það ekki sem sjálfsagðan hlut. Þú varst lán- samur maður að hafa verið gift- ur henni ömmu minni. Hún læt- ur ekki mikið fara fyrir öllu því sem hún gerir en sjaldan hefur einn maður verið meira elskað- ur. Hún er klettur fyrir fólkið sem hún elskar og gaf þér allt sem hún á í heiminum fram á síðustu stund. Svona ást og um- hyggja er mikill ljósgjafi í þess- um heimi. Þú kenndir mér um bækur, en ekki bara um listina að binda bækur, áletranir, kápur og prentun eða hvernig þú náðir einhvern veginn alltaf að finna týndar blaðsíður en þú bentir mér alltaf sérstaklega á nöfnin í bókunum, fólkið sem átt hefur bókina í gegnum tíðina og ártöl- in og lagðir upp úr því að merkja mér bókina sem þú gafst mér. Barnalega skrifað nafn mitt fylgdi stórglæsilega bóka- merkinu þínu sem þú lést hanna. Þú kenndir mér virðingu fyrir því sem fer fólks á milli og gildi þess. Alls þess sem við látum fara á milli okkar frá kynslóð til kynslóðar. Ég bið þess að þakk- læti mitt fyrir hvern dag sem við áttum saman geti hjálpað að lýsa þér veginn heim, heim til foreldra þinna, á þann blíða og hlýja stað sem ég er viss um að hefur tekið á móti þér. Ég er alltaf svo stolt af að vera afastelpan þín og dóttir mín fær að læra um þig, heyra sög- urnar þínar um Aþenukvöldið og einhvern daginn fær hún svo að skrifa nafn sitt í bækurnar sem þú gafst mér. Mér þykir svo vænt um þig, afi minn. Aníta Briem. Mánudaginn 13. janúar var Leifur Þorsteinsson ljósmynd- ari borinn til grafar. Leifur var formaður og sat í stjórnum Ljósmyndarafélags Íslands á níunda og tíunda ára- tug síðustu aldar og gegndi ótal trúnaðarstörfum fyrir félagið. Leifur var alla tíð í farar- broddi ljósmyndara á Íslandi og fjótur að tileinka sér nýj- ungar í faginu, ekki síst um síð- ustu aldamót þegar stafræn ljósmyndun tók við af filmunni, þegar menn þurftu að hafa sig alla við til að halda í við tæknina og var hann fyrirmynd sér yngri manna. Leifur hafði leiftrandi metnað fyrir mennt- un í ljósmyndun og var fána- beri fyrir hagsmuni ljósmynd- ara á Íslandi. Í dag sjáum við á eftir mikl- um áhrifavaldi og einu af stóru Leifur Þorsteinsson ✝ Leifur Þor-steinsson ljós- myndari fæddist í Reykjavík 27. nóv- ember 1933. Hann lést á krabbameins- deild LSH 28. des- ember 2013. Útför Leifs fór fram frá Grafar- vogskirkju 13. jan- úar 2014. nöfnunum í faginu sem mótaði ljós- myndun á 20. öld- inni á Íslandi. Leifur starf- rækti um árabil ljósmyndaþjónustu í Hlíðunum fyrir ljósmyndara og voru það ávallt ein- hver heilræði sem fylgdu með þegar við ungu ljósmynd- ararnir komum að sækja film- urnar okkar úr framköllun. Við félagar í Ljósmyndara- félagi Íslands kveðjum góðan félaga og þökkum fyrir óeig- ingjörn störf fyrir okkur öll. Fyrir hönd Ljósmyndara- félags Íslands, Lárus Karl Ingason. Ég kynntist Leifi Þorsteins- syni þegar ég var að læra ljós- myndun hjá Óla Páli Kristjáns- syni árið 1965. Leifur var nýkominn úr námi í Danmörku, og kom hann oft í kaffi til Óla Páls. Aldrei hafði ég hitt mann sem mér fannst fróðari og sem hafði skoðanir á öllu milli him- ins og jarðar. Oftast var það í mótsögn við það sem almennt viðgekkst. Um þetta leyti voru þeir Leifur og Ævar Jóhann- esson að stofna Myndiðn, aug- lýsinga- og iðnaðarljósmyndun í Skipholtinu. Oft kom maður í Myndiðn eftir venjulegan vinnutíma og um helgar, en þar virtist manni vera unnið allan sólarhringinn. Oft fékk maður að aðstoða við eitt og annað. Ef Leifur bað mann um eitthvað var alltaf sagt meistari, gerðu þetta eða hitt. Þó að manni fyndist maður kannski ekki standa undir þessum titli tók maður þessu alltaf sem hóli þegar Leifur sagði þetta. Leif- ur var nefnilega lærimeistari. Seinna þegar ljósmyndakennsla hófst í Iðnskólanum var ekki um marga að velja sem kenn- ara. Leifur kenndi nær öll fög- in: efnafræði, eðlisfræði, linsu- fræði og ef maður var ekki upplagður fyrir þessi fög fór maður bara að tala um bíó- myndir, bíla eða flugvélar, listir og arkitektúr. Leifur var inni í öllu og ekki alltaf erfitt að breyta tímanum í eitthvað ann- að. Áhugi Leifs beindist að mörgu. Upphafalega fór hann til Danmerkur að læra efna- fræði en sneri sér svo að ljós- myndun þar sem mikið reynir á efnafræði. Flugið átti hug hans allan um tíma og var hann með einkaflugmannsréttindi. En það var ljósmyndun sem Leifur unni mest af öllu. Haustið 2013 hélt hann sýningu á Reykjavík- urmyndum teknum þá um sum- arið. Þegar ég kom á opnunina hafði ég orð á því við Leif að þetta væru bara gamlar myndir sem hann hefði tekið upp úr 1960 og ekki sýnt áður. Í þess- um myndum var mikil ró og fegurð og virðing fyrir því liðna. Þetta var kannski frekar sýning um Leif Þorsteinsson en Reykjavík. Seinna um haustið þegar Leifur var kominn á spít- ala sat maður oft hjá honum og talaði við hann og svo skýr var hann í kollinum að oft gleymdi maður veikindum hans. Síðast þegar ég kom til Leifs, þremur dögum áður en hann dó, fann ég hann í gesta- herberginu með tveimur son- arsonum sínum. Hann sat í hjólastól með fartölvu og var að horfa á Piece of Cake, heimild- armynd um breska flugherinn og aðdragandann að fyrri heimsstyrjöldinni. Þarna sat Leifur og var að fræða ungu mennina um flugvélar og flug- herinn. Ég man að hann sagði að það sem hefði komið verst niður á breska flughernum hefði verið stéttaskiptingin inn- an hersins. Leifur var húmor- isti. Eitt sinn er ég kom í heim- sókn fannst mér dálítið þröngt um hann í rúminu svo ég spurði hvort hann væri ekki í allt of litlu rúmi. Hann sagði: „Geiri, það er alls staðar skorið niður.“ Ég mun sakna vinar míns Leifs eins og svo margir aðrir úr mínum hópi. Ég votta fjölskyldu hans, Rikku, Bjössa og Steina, samúð mína. Sigurgeir Sigurjónsson. Ingibjörg Magnúsdóttir er nú horfin á braut, yndisleg kona sem ég í bernsku minni dáðist að og var mér fyrirmynd. Margar góðar minningar á ég sem tengj- ast henni. Þegar ég var að alast upp í Hvammsbrekku og Geitagerði kynntist ég Kristínu dóttur hennar sem kom í sveit á sumrin Ingibjörg Magnúsdóttir ✝ IngibjörgMagnúsdóttir fæddist í Miklaholti á Snæfellsnesi 17. apríl 1929. Hún lést á lungnadeild Landspítalans að morgni nýársdags. Útför Ingibjarg- ar fór fram frá Dómkirkjunni 13. janúar 2014. til ömmu sinnar og afa á Mel. Við urð- um góðar vinkonur og lékum okkur mikið saman, alveg frá því að renna okkur á rassinum niður leirskriðurnar í Melsgili, mömmu minni og ömmu Kristínar til lítillar gleði og svo var mikið laumupukur þegar við vorum að stela hrossa- kjöti heima hjá mér sem okkur þótti afskaplega gott. Með fjölskyldunni komu nátt- úrlega ferskir vindar úr höfuð- borginni og ég man að mér fannst Ingibjörg alltaf svo falleg og glæsileg en samt svo laus við að vera einhver pempía, því að þegar hún var komin í sveitina til tengdaforeldra sinna þá gekk hún í heyskapinn og annað sem þurfti að gera af miklum krafti. Hún virkaði alltaf á mig sem svo hreinskiptin manneskja og laus við alla tilgerð þó að hún væri gift alþingismanni og síðar ráð- herrafrú. Minnisstæð tímamót í sveit- inni voru þegar mamma kom einhverju sinni til ömmu Krist- ínar, Ingibjargar á Mel. Þá var þar kominn inn í eldhús þessi líka forláta ísskápur og móðir mín segir að bragði að svona grip verði hún að fá. Ingibjörg á Mel segist bara mundu tala við Ingibjörgu tengdadóttur sína hvort hún gæti ekki útvegað henni einn slíkan að sunnan. Ekki leið á löngu þar til hún var búin að redda ísskáp inn á gólf í Geitagerði. Svona var hún, ekk- ert að tvínóna við hlutina. Alveg frá fyrstu kynnum var Ingibjörg mér alveg einstaklega góð og eiginlega tók mig undir sinn verndarvæng, sveitastelp- una. Hún bauð mér að búa hjá þeim hjónum þegar ég þurfti að fara til Reykjavíkur, þar sem Kristín leiddi mig í allan sann- leika um borgarlífið, í minni fyrstu ferð. Fór m.a. með mér í innkaupaleiðangur að kaupa níð- þröngar stretsbuxur og vat- teraða úlpu sem var mjög töff á þeim tíma fyrir 11 ára stelpu, sem vildi vera meðvituð um tískuna. Það var gott að leita til Ingi- bjargar og hún talaði við mann eins og jafningja og vinkonu. Við Kristín gátum meira að segja sagt henni hvaða strákum við vorum skotnar í, í það og það skiptið. Hún hvatti mig til að fara í skóla og læra, sem var ekki svo sjálfsagt úti á landi þá, fólk fór bara að vinna eftir skyldunámið. Ég er þakklát fyrir hana Kristínu vinkonu mína og þar af leiðandi að hafa kynnst Ingi- björgu og hennar ástríku fjöl- skyldu og að hafa átt hana að sem barn og unglingur. Ég minnist hennar með einlægri ástúð og virðingu. Guðrún Jónsdóttir. Kæra Dagný. Þú komst inn í líf okkar fyrir rúm- um fimm árum þegar þú fórst að koma á heimilið til að heimsækja Þráin. Það var okkar lukka að fá að kynnast þér, elsku Dagný. Alltaf komstu geisl- andi glöð og brosandi. Það var ótrúlega gott að eiga þig að. Þú varst elskuleg og hjálpsöm. Þegar fermingaveisla var í húsinu hjálp- aðir þú til, ef Þráinn þurfti að leysa af í búskapnum skelltir þú Dagný Ösp Runólfsdóttir ✝ Dagný ÖspRunólfsdóttir fæddist 20. janúar 1992. Hún lést 30. desember 2013. Útför Dagnýjar Aspar fór fram 10. janúar 2014. þér með honum í verkin og ef líta þurfti eftir yngri systkinun- um gátum við treyst á þig. Það voru forrétt- indi að fá að hafa þig á heimilinu. Við lok menntaskóla slituð þið Þráinn samvistum og þú hættir að koma í Núpstún. Við söknuð- um þín en fylgdumst með þér úr fjarska. Nú hefur þú yfirgefið þetta jarð- ríki, allt of snemma. Við trúum því að þú sért nú á nýjum stað, um- vafin englum. Mikil er sorg fjölskyldu þinnar og vina og hugurinn hefur oft leit- að til þeirra undanfarna daga. Við vottum þeim samúð okkar. Margrét Larsen og fjölskyldan Núpstúni. Góður drengur og grandvar er af heimi horfinn. Hann varð að lúta í lægra haldi fyrir þeim vá- gesti sem enn herjar svo grimmt og leggur svo alltof margt fólk að velli. Fjarri var það hugsun okk- ar við síðustu samfundi að svo skjótt yrði samfylgd okkar lokið, enda var hann ekki kvartsár eða vílsamur. Þá vorum við einmitt að færa honum einlægar þakkir fyrir þá dýrmætu umhyggjusemi sem hann sýndi Skafta bróður og mági á hans síðustu erfiðu dög- um, en víst er að umhyggju hans urðu miklu fleiri aðnjótandi sem minnast hans nú með þakklæti. Hann var óbrigðull vinur okkar alla tíð, honum mátti treysta í hvívetna, það voru fagnaðarfund- ir hverju sinni sem leiðir lágu saman. Hann Jói Gests, eins og hann var ævinlega kallaður, var ágætlega greindur og gjörhugull var hann, myndaði sér ákveðnar skoðanir og var þeim trúr í orð- um og gjörðum, vinnusamur og ✝ Jóhann Gests-son fæddist á Fáskrúðsfirði 5. júlí 1933. Hann lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Upp- sölum, Fáskrúðs- firði 7. janúar 2014. Útför Jóhanns fór fram frá Fáskrúðsfjarðar- kirkju 14. janúar 2014. verkatrúr, sam- vizkusamur svo af bar. Hann var ein- lægur og dyggur fé- lagshyggjumaður, róttækur alla tíð, það var sannarlega gott og gjöfult að eiga hann í fylgi- ssveit, hann var fylginn sér í þjóð- málunum, örugg var fylgd hans, en hann átti einnig til að bera þá hreinskilni að gagnrýna þá hluti sem honum þótti að betur hefði mátt gjöra, en þeim mun betra var líka að fá hrósyrði frá honum, sem glöddu hug og hvöttu fram á veginn. Ekki skyldi gleymt óro- fatrú hans á gildi hollra lífshátta. Ásamt okkur vann hann ungur göfugt heit bindindisins. Því heiti brást hann aldrei og gott var að lokinni 50 ára fylgd hans við mætan málstað að mega veita honum heiðursmerki Bindindis- samtakanna á Íslandi sem hann tók á móti þakklátum og glöðum huga. Slíka hugsjónamenn er dýrmætt hverri hreyfingu að eiga. Austur á Fáskrúðsfjörð leitar hugur okkar nú á kveðju- stund þegar sá tryggi vinur Jó- hann Gestsson er kvaddur í mik- illi og góðri þökk fyrir kynnin kær og gefandi. Blessuð sé skín- andi björt minning hins góða drengs. Jóhanna Þóroddsdóttir og Helgi Seljan. Jóhann Gestsson Elsku vinkona. Mikið hrökk ég við og varð ólýsanlega sorg- mædd þegar Björgvin hringdi í mig með fréttir um andlát þitt. Í ár eru 20 ár frá því að við kynntumst í vinnunni í Nóatúni og urðum góðar vinkonur. Svo flutti ég vestur og þú austur og alltaf ætlaði ég að koma í heim- sókn en aldrei varð neitt úr því. Guðný Helga Baldursdóttir ✝ Guðný HelgaBaldursdóttir fæddist í Neskaup- stað 28. mars 1974. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans í Fossvogi 1. janúar 2014. Útför Guðnýjar Helgu fór fram frá Djúpavogskirkju 11. janúar 2014. Núna er ég loksins búin að koma aust- ur til þín en þá var það til að kveðja þig í hinsta sinn í útför þinni. Ég er samt svo heppin að hafa fengið að kynnast þér og saman eig- um við góðar minn- ingar. Við fórum í mömmó með ný- fæddu börnin okkar Gabríel og Karen, þú litaðir á mér auga- brúnirnar fyrst allra og margt margt fleira. Hugur minn er hjá Björgvini og börnunum ykkar, þeirra missir er mikill. Hvíldu í friði mín kæra. Þín vinkona, Guðbjörg Ósk Hjartardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.