Morgunblaðið - 23.01.2014, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 23.01.2014, Qupperneq 61
MINNINGAR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 ✝ Ragna SigríðurGunnarsdóttir fæddist 20. október 1929 á Arnórs- stöðum í Jökuldal, hún lést 15. janúar 2014. Foreldrar henn- ar voru Benedikta Bergþóra Bergs- dóttir húsfreyja, f. 8.6. 1885, d. 7.4. 1978, og Gunnar Jónsson, bóndi á Gilsá, f. 6.1. 1879, d. 3.3. 1964. Systkini Rögnu sammæðra voru Guðný Þorkelsdóttir, f. 1905, d. 1999, Sólveig Þorkelsdóttir, f. 1907, d. 1934, Jón Þorkelsson, f. 1908, d. 1908, Elín Margrét Þorkels- dóttir, f. 1909, d. 2003, Jón Þor- kelsson, f. 1911, d. 1996, Bergur Þorkelsson, f. 1912, d. 1961, Sig- ríður Þorkelsdóttir, f. 1914, d. 1930, Jón Þorkelsson, f. 1916, d. 1916, Loftur Þorkelsson, f. 1917, d. 2012, Svanfríður Þorkels- dóttir, f. 1919, Guðrún Sigur- björg Þorkelsdóttir, f. 1920, d. 2003, og Arnór Þorkelsson, f. 1921, d. 2005. Fyrri maður Rögnu var Sigurjón Pálsson, f. 7.5. 1921. Sonur þeirra er Gunn- ar Berg Sigurjónsson, f. 21.10. 1948. Gunnar giftist Elínu H. Egilsdóttur. Dætur þeirra eru Ragna Berg Gunnarsdóttir, f. 8.6. 1971, börn 1) Gunnar Geir Laugarvatni og sótti eitt sum- arnámskeið í Reykjavík. Eftir fertugt fór hún á þrjú framsagn- arnámskeið, eitt teiknináms- skeið, vatnslitanámskeið, tvö enskunámskeið, tvö skrúð- garðanámskeið og tvö útskurð- arnámskeið. Ragna var í Kvæðamannafélagi Hafnar- fjarðar í 14 ár. Hún var ein af stofnendum Átthagasamtaka Héraðsmanna og mætti fyrir Jökuldælinga á fyrsta fund þeirra og var í fjáröflunarnefnd félagsins um árabil. Var frá byrjun í félaginu HanaNú í Kópavogi fyrir fólk sextíu ára og eldra sem stofnað var til und- irbúnings ellinnar. Hún starfaði í bókmenntaklúbbi og göngu- klúbbi félagsins, ásamt annarri starfsemi þess um árabil. Sjötug gekk Ragna í Félag eldri borg- ara í Kópavogi og var einn af stofnendum Nafnlausa leikhóps- ins á vegum þess félags. Hún brá sér í ýmis skemmtihlutverk til þess að fá fólk til að hlæja. Hún starfaði við ýmis verslunar, ræstingar- og verkamannastörf. Má þar nefna hjá Osta- og smjörsölunni, efnalaug, Þjóð- leikhúskjallaranum, Frank Mic- helsen, Þroskaþjálfaskólanum, Kópavogsskóla og vann m.a. sem dagmamma. Einnig átti hún og rak kvöldsölu í Hafnarfirði. Ragna var hagyrðingur og bjó til kvæði og ljóð við ýmis til- efni. Hún gaf út ljóðabækurnar „Bæði og“ árið 1986 og „Hvorki né“ árið 1999. Útför Rögnu fer fram frá Digraneskirkju í dag, 23. janúar 2014, kl. 11. Gunnlaugsson, f. 12.6. 1991, 2) Svein- björn Berg Knúts- son, f. 9.2. 2000, og 3) Kristján Björn Knútsson, f. 11.1. 2005, og Aðal- heiður Margrét Gunnarsdóttir, f. 19.7. 1975, Maki, Brynjólfur Gísla- son, f. 14.12. 1972, börn þeirra 1) Böðvar Örn Brynjólfsson, f. 27.10. 2007, 2) Ólöf Brynjólfs- dóttir, f. 31.5. 2010 og 3) Elín Sigríður Brynjólfsdóttir, f. 8.4. 2013. Áður átti Elín Aðalheiði Margréti Júlíusdóttur, f. 6.8. 1968, d. 8.2. 1974. Núverandi kona Gunnars er Sesselja Ólafs- dóttir, f. 15.9. 1951. Börn henn- ar eru Ólafur Árnason, Sigrún Árnadóttir og Þorsteinn Árna- son. Seinni eiginmaður Rögnu var Sveinbjörn H. Jóhannsson, f. 21.6. 1921, d. 26.11. 2007. Börn hans eru 1) Melkorka Svein- björnsdóttir, f. 4.1. 1945, maki, Ingvi Birkis Jónsson, f. 22.9. 1943, d. 20.11. 2008, 2) Jón Gest- ur Sveinbjörnsson, f. 4.5. 1948, maki, Sigurást Karelsdóttir, f. 26.6. 1942. Ragna gekk í far- skóla tíu mánuði alls í Jökuldals- hreppi. Hún gekk einn vetur í unglingaskóla á Eskifirði, var tvo vetur í Héraðsskólanum á Nú er Ragna móðursystir mín horfin á braut. Það er margs að minnast þegar einhver sem mað- ur hefur þekkt alla ævi fellur frá. Ragna frænka var eina barn föð- ur síns og yngsta barn Bergþóru ömmu sem hafði misst Þorkel mann sinn frá mikilli ómegð þeg- ar yngsta barnið var aðeins á öðru ári. Gunnar mágur ömmu og faðir Rögnu kom þá til aðstoð- ar þannig að amma þurfti ekki að láta börnin frá sér. Gunnar og Bergþóra amma héldu saman heimili þar til þau brugðu búi á Jökuldal en þá tók Ragna þau til sín þar sem hún bjó með fyrri manni sínum Sigurjóni og einkasyninum Gunnari Berg við Linnetsstíg í Hafnarfirði. Í skúr við húsið þar rak frænka sjoppu, það fannst okkur systk- inabörnum hennar heppilegt og gott. Í minningunni fórum við fjölskyldan úr Akurgerðinu í heimsókn í Hafnarfjörð á hverj- um sunnudegi. Fullorðna fólkið spilaði á spil og pabbi og Sigur- jón tóku stundum í skák. Til að fullorðnir fengju frið vorum við Gunnar oft send í bíó en urðum að taka Guðrúnu systur með. Ég minnist þess aldrei að Ragna hafi skipt skapi við okkur, hún gerði grín að flestu og sagði í mesta lagi: „Eruð þið orðin vitlaus, krakkar“ við okkur Gunnar sem vorum eins og systkini að því leyti að við vorum sjaldan sam- mála. Ragna var stundum fljótfær og varð bæði fótaskortur á tungu sem fæti. Hún hafði þá hæfileika að skemmta okkur hinum með því að lýsa óhöppum sínum og uppákomum þannig að allir hlógu, og hló hún oftar en ekki mest sjálf. Við systkinin eigum ekkert nema skemmtilegar minningar um Rögnu. Eitt sem var ómiss- andi á mínum sokkabandsárum þegar leiðin lá oft í Glaumbæ var að fá Rögnu til að spá í bolla og segja manni hvort maður myndi hitta draumaprinsinn. Alltaf sá hún góðan mann í bollanum sem væri mjög bjart í kringum og hún sá líka alltaf barn í botninum. Hún spáði bara góðu og skemmtilegu en var ekkert að minnast á það sem hún hélt að við vildum ekki heyra. Til sann- indamerkis benti hún á ýmis tákn í bollunum. „Sérðu þetta ekki manneskja“? Ég verð Rögnu ævinlega þakklát fyrir að bjóðast til að passa börnin mín um tíma þegar mér bauðst vinna en hafði ekki leikskólapláss. Ekki er hægt að minnast Rögnu án þess að nefna Sveinbjörn seinni mann hennar. þau voru ólík en áttu svo undur vel saman, hann rólegur, traust- ur en brosti í kampinn þegar Ragna hló og sagði skemmtisög- ur. Það dofnaði yfir þegar hann féll frá. Ragna var ágætlega hagmælt og hafði unun af að semja og flytja tækifærisvísur við ýmis tækifæri. Hún naut samveru með félögum sínum í Fannborg í Kópavogi á meðan hún bjó enn heima, en síðasta eina og hálfa árið var Ragna heimilisföst á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar bjuggu þær systur mamma og Ragna undir sama þaki en alla tíð hefur verið sterkt samband milli þeirra. Dætur Gunnars, Ragna og Aðalheiður, hafa verið ömmu sinni afar góðar og mikill styrk- ur, ekki síst hin síðari ár. Þær sinntu henni afar vel alla tíð. Ég og systkini mín vottum Gunnari og hans fólki samúð. Bestu þakkir fyrir samfylgd- ina, frænka mín. Helga Kr. Eyjólfsdóttir. Nær fjörutíu og fimm ár eru liðin síðan ég hitti Rögnu og Sveinbjörn, þá sem nágranna tengdaforeldra minna. Mér varð fljótt ljóst að þar fóru mikil sæmdarhjón en mig grunaði ekki að þau ættu eftir að verða ná- grannar mínir síðar meir og skipa mikilvægan sess í mínu daglega lífi. Mér fannst enda ald- ursmunurinn mikill, ég rúmlega tvítug og Ragna komin vel á fer- tugsaldur. En með tímanum lær- ist hversu afstæður aldurinn er, bilið minnkar eftir því sem fólk eldist. Mörg undanfarin ár má segja að nær daglegt samband hafi verið á milli okkar Rögnu, iðu- lega voru útidyrnar opnaðar og það heyrðist kallað: „Maja! Er einhver heima?“ Ragna var þá komin til að heyra hvernig okkur liði, oft færandi hendi með pönnukökur eða leista sem hún hafði prjónað handa litlum börn- um í fjölskyldunni. Þá myrkrið tók að hopa eftir langa vetur var vorboðinn ljúfi í garðinum á „ell- efu“ næsta öruggt teikn um að sumar væri í nánd, Ragna komin út að hlúa að gróðrinum og reyta beðin. Við fengum okkur sæti í blíð- unni með kaffibolla og spjölluð- um um alla heima og geima. Ragna var vel að sér og kunni ótal sögur af samferðafólki lífs og liðnu, hún sagði einstaklega skemmtilega frá með leikrænum tilþrifum enda vel gáfum gædd, var hún eftirsótt í flutning gam- anmála og ljóða á fundum og samkomum. Við áttum margar dýrmætar stundir saman úti í garði, stundir sem varðveitast í minningu um kæra vinkonu. Stundum gengum við saman nið- ur að læk en þangað og að tjörn- inni fór hún daglega síðustu árin, kisi rölti með henni og þau gáfu öndunum brauð. Hún sagði frá þessu hlæjandi, hún heyrði krakka kalla að þarna kæmi kon- an með köttinn og það brást ekki að kisi sæti rólegur við hlið henn- ar án þess að áreita fuglana. Ragna var mikið náttúrubarn og dýravinur enda fædd og upp- alin í sveit. Bústaðurinn hennar og Sveinbjörns fyrir ofan Elliða- vatn var enda sveitin hennar ár- um saman þar til bæjarbyggðin þrengdi að og þau urðu að fara úr sælureitnum. Ragna samdi mikið af ljóðum og tækifærisvísum. Í ljóðum hennar mörgum eru fal- legar náttúrulýsingar. Árið 1986 gaf hún út ljóðabókina „Bæði og …“ og þar birtist söknuður hennar til heimahaganna í ljóð- inu „Fljótsdalshérað“: Fljótsdalshérað, fagri friðarreitur, fjöllin þín há með snæviþakta tinda, beljandi ár í gljúfrum, græna skóga, glampandi læki, suðu tærra linda. Um grösugar hlíðar gróa blóm og lyng, glampa sem spegill heiðarvötnin blá. Hver sá, er sína æsku ól þér hjá, sinn aldur í muna geymir fegurð þína. Fljótsdalshérað, fagra æskubyggð ég flyt þér innstu hjartanskveðju mína. Lífið er fátæklegra án ljóð- skáldsins og gáfukonunnar í næsta húsi, sem umfram allt var góð við menn og málleysingja, mátti ekkert aumt sjá og öllum vildi liðsinna. Hún naut þess að eiga góða fjölskyldu, einkar fal- leg og náin voru tengsl Rögnu við sonardæturnar Rögnu og Öllu og mikil og gagnkvæm væntum- þykja var augljós. Ég og eigin- maður minn Hannes Svein- björnsson munum sakna Rögnu og vottum við og börnin okkar allri fjölskyldu hennar innilega samúð okkar. María Louisa Einarsdóttir. Ragna Sigríður Gunnarsdóttir Elsku amma Peta. Við trúum því ekki ennþá að þú sért farin í burtu frá okkur. Við vitum að þú varst mikið veik og þér leið oft mjög illa og við vonum að núna líði þér betur. Langamma Dalla og langafi Pétur hafa tekið vel á móti þér, þú varst litla stelpan þeirra. Við söknum þín mikið en við eigum fullt af minningum um góða ömmu sem bakaði staflana af pönnukökum þegar við kom- um í heimsókn, prjónaði sokka, vettlinga og peysur á okkur og var dugleg að fylgjast með öllu sem við gerðum. Við erum viss um að þú fylgist áfram með okk- ur öllum. Við ætlum að passa afa Steina vel fyrir þig því við vitum að hann saknar þín rosalega mikið. Við elskum þig endalaust mikið. Atli Steinar og Alma Rut. Látin er eftir stranga baráttu vinkona mín hún Petrína, Peta. Ég minnist hennar með hlýju og söknuði. Við kynntumst 1972 þegar ég kom inn í tengdafjöl- skyldu hennar. Eiginmenn okk- ar eru bræðrasynir og hafa ávallt ræktað frændsemina og vináttuna frá barnæsku. Árin eftir 1970 einkenndust af elju og Petrína Kristín Pétursdóttir ✝ Petrína KristínPétursdóttir fæddist hinn 22. október 1947. Hún lést 7. janúar 2014. Útför Petrínu fór fram 20. janúar 2014. dugnaði hjá þeim Steina og Petu, dugnaði við að koma þaki yfir höf- uðið og búa í hag- inn fyrir fjölskyld- una sem stækkaði. Við hjónin vorum í sömu sporum og fylgdumst að, mennirnir hjálpuð- ust að við húsbygg- ingar og við Peta bjástruðum við heimilishald, barnauppeldi og vinnu utan heimilis. Hún var alltaf svo myndarleg við heimilishaldið og ég sem yngri stelpa að norðan reyndi að læra og hegða mér eins og stelpurnar í Reykjavíkinni. Ég fékk að vera með og í slát- urgerðinni kom tengdamamma hennar, amma Rúna, með strætó úr Skerjafirðinum upp í Breiðholt og „blandaði“. Já margt hefur breyst. Margar ljúfar og góðar minningar streyma að þessa dagana – sam- veran var alltaf áreynslulaus og góð. Eitt árið fórum við saman í langferð til Þýskalands, keyrð- um um Svartaskóg með dæt- urnar í aftursætunum og gistum í heimagistingum. Þetta voru góðir tímar. En árin líða og lífið fer í hring, fyrr en varði var kominn stór skari af barnabörnum hjá Petu og Steina, barnabörnin voru dáð og elskuð. Hún var alltaf svo mikil barnakona hún Peta! Og ekki laust við að ég öf- undaði hana af öllum þessum fallega hópi. Nú stöndum við eftir og minnumst góðrar vinkonu. Það er gott að eiga góðar minningar. Að lokum sendi ég Aðalsteini og fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Maj Britt Pálsdóttir. Það að koma inn í nýja fjöl- skyldu er hverjum einstaklingi lífsreynsla. Hitta fólk sem mað- ur hefur aldrei séð áður, kynn- ast því, mæta viðhorfi þess og vinna sér traust þess og treysta því. Þetta kemur mér í huga núna þegar við kveðjum Petrínu Kristínu Pétursdóttur. Hún var einmitt hluti fjölskyldu sem ég hitti fyrst rétt eftir að leiðir eig- inkonu minnar og mín lágu sam- an fyrir 40 árum. Hún var systir tengdamóður minnar og hafði dvalið eftir barnaskólann á heimili tengdaforeldra minna meðan frekara nám var stundað. Hún virkaði á mig athugul, hún virti þennan unga mann fyrir sér og það stafaði frá henni ákveðin glettni, það var mörgum spurningum ósvarað, fannst henni ef til vill. Henni var ekki sama hvernig frænku sinni reiddi af enda var hún svolítið eins og stóra systir hennar, bar heilmikla ábyrgð á henni enda höfðu þær nánast alist upp sam- an og héldu síðan nánu sam- bandi alla tíð. Þetta viðmót sótti Petla, eins og hún var ávallt kölluð af móður- og föðurfólki sínu, í sinn uppruna og það skil- aði sér í umhyggju. Já, ég held að orðið „umhyggja“ sé orðið sem mér finnst lýsa henni best og kemur upp í hugann þegar horft er til baka yfir farinn veg. Það varð okkar gæfa að fá síðan að njóta þess auk fjölskyldu- tengslanna að eiga Petlu og hennar eiginmann, Steina, sem vini alla tíð. Núna er hún farin frá okkur, allt of snemma, og þegar komið er að kveðjustund koma upp í hugann ferðalög, sumur í Húsa- felli, utanlandsferð, ferðir með ferðavagna af ýmsum toga, hringferðir um landið, Skafta- fell, Egilsstaðir, Akureyri, Mý- vatn, Þingvellir, æskuslóðir á Írafossi, góð samvera sem við höfum búið að alla tíð. Það eru mörg augnablikin frá þessum ferðum sem hafa gert lífið okkar betra. Öll veður, öll skilyrði, stundum svolítil veiði, stundum svolítið golf, tekið í spil, göngu- ferðir, landið skoðað og áð á fal- legum reit, alltaf gaman. Við áttum Vestfirðina eftir en þá ferð tökum við seinna. Við sáum líka dæturnar þeirra vaxa úr grasi, stundum úr svolítilli fjar- lægð, stundum í návígi, sáum nýja kynslóð verða til, allt myndarfólk sem hefði svo gjarn- an viljað fá meiri tíma með mömmu og ömmu en því ráðum við ekki. Enn var það umhyggj- an sem hún sýndi og ósjaldan komu dæturnar og hennar fólk til tals; hvernig ætli gangi hjá stelpunum núna, kom fyrir að maður heyrði, hvað er að frétta af Guðna? Það var komið við í Norðurfellinu í Reykjavíkurferð- um okkar, drengnum skotið í pössun meðan útréttað var og við fengum að vera með í að sjá fólkið hennar dafna í skjóli hennar, skjóli sem við fengum líka að njóta. Við Dagmar þökk- um samfylgdina, vináttuna, þétt en veikt handtak í lokin, góð- vildina og ekki sýst umhyggjuna sem alltaf var sýnd. Megi góður Guð vera með Steina, dætrum og þeirra fjölskyldum og mun- um að það eru minningarnar sem verða áfram til staðar en þær tekur enginn frá okkur. Guðmundur Eiríksson. Það er ekki sjálfgefið að fólk sem komið er yfir miðjan aldur kynnist öðru fólki sem manni finnst sem maður hafi þekkt alla ævi, en þannig var það með Petu, eins og hún var kölluð. Þetta blíða bros sem mér fannst einkenna hana og það traust sem hún sýndi í samskiptum við aðra. Það var því mikið áfall þegar hún greindist með illvígan sjúkdóm fyrir um tveimur árum. Alltaf var haldið í vonina um að lækning fyndist, en sú von brást. Ég kveð Petu með sökn- uði og sendi eiginmanni, dætr- um og öðrum aðstandendum samúðarkveðjur. Hildur Jónsdóttir. Við kveðjum nú kæra vinkonu með söknuði. Það er margs að minnast eftir fimmtíu ára samveru. Peta var vel gerð, hafði góða nærveru og oft var stutt í hláturinn. Hennar helstu áhugamál voru útilegur með Steina sínum og stelpunum og seinna líka barnabörnunum. Skíðaferðirnar voru margar með fjölskyldu og vinum og minning- arnar góðar. Allt lék í hönd- unum á Petu, sér í lagi handa- vinna og bakstur. Hún prjónaði af mikilli snilld og bakaði bestu terturnar. Nú lýkur hetjulegri baráttu Petu við illvígan sjúkdóm. Leiðir skilur og missir og söknuður Steina, dætranna og þeirra nán- ustu fjölskyldu er mikill. Hugur okkar er hjá þeim og við vottum þeim okkar dýpstu samúð. Kallið er komið, Komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem) Hvíldu í friði kæra vinkona. Minning þín lifir í huga okkar. Þínar saumaklúbbsvinkonur, Björg, Gróa, Guðborg, Jónína, Margrét, Vilborg og Þóra. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.