Morgunblaðið - 23.01.2014, Qupperneq 63
MINNINGAR 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014
segja mér til þegar ég fer að inn-
rétta og gera fínt.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku hjartans Aubi, Magga,
Sunna, Gummi, Birna, Anný Tinna,
og fjölskyldur, mínar innilegustu
samúðarkveðjur á sorgarstund.
Góður guð styrki ykkur og leiði.
Elsku Steinar minn, þín verður
sárt saknað, en minning um góðan
dreng lifir í hjarta mér. Með þess-
um orðum kveð ég þig. Takk fyrir
allt, elsku frændi, sofðu rótt. Þín
elskandi frænka að eilífu,
Guðrún Ósk Hermansen.
Ég kveð Steinar Aubertsson
vin minn með söknuði. Við Steini
kynntumst þegar við vorum skóla-
bræður í grunnskóla, hann var
árinu eldri og reyndist hann mér
vel í gegnum unglingadeildina í
skólanum. Þar man ég eftir hans
sterka persónuleika og hreinskilni
en hann lét engan vaða yfir sig né
aðra sem áttu það ekki skilið.
Leiðir okkar lágu saman aftur
10 árum eftir grunnskóla, í gegn-
um sameiginlegan vin. Við höfðum
farið mjög ólíkar leiðir í gegnum
lífið frá grunnskóla en það var
kannski ástæðan fyrir að við náð-
um vel saman, við gátum miðlað af
reynslu okkar úr ólíkum heimum.
Steini hafði lifað hratt og barist
við áfengi og fíkniefni árin eftir
grunnskóla en þegar leiðir okkar
lágu saman aftur var hann kominn
á beinu brautina í lífinu og hafði
losnað undan fjötrum fíknarinnar.
Steini hafði jákvæð áhrif á vini
sína varðandi heilsu og mat, og
vildi yfirleitt borða hollan og góð-
an mat sem var í miklum gæðum
og smitaði það út frá sér. Hann
pældi mikið í að hafa hlutina í
miklum gæðum sama hvort það
var matur eða þegar horft var á
kvikmyndir eða fótboltaleiki.
Steini bjó yfir mjög skemmti-
legum eiginleikum í mannlegum
samskiptum, hann var ófeiminn
og komst maður oft í gott skap við
að tala við hann í síma, hann var
hvetjandi og hrósaði vinum sínum
mikið þegar gekk vel hjá þeim í
vinnu eða námi. Hann benti vinum
sínum á góðu hlutina í lífi þeirra.
Kvikmyndir, tónlist og fótbolti
voru í uppáhaldi hjá Steina, Steini
talaði ekki oft um hvað hann ætl-
aði sér í framtíðinni en hann
nefndi oftar en einu sinni að hann
hefði áhuga á fara í nám tengt
kvikmyndum.
Steinar var tryggur, vinur vina
sinna, ósérhlífinn, vildi leysa hvers
manns vanda og höfðingi heim að
sækja. Þannig minnist ég þessa
góða drengs sem var góður og
traustur vinur.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Hvíl í friði, kæri Steini. Þinn
vinur.
Guðmundur.
Ég minnist Steinars fyrst þeg-
ar við vorum krakkar að tefla
saman í taflfélagi grunnskólans
okkar. Hann var mjög góður tafl-
maður og stundum óþolandi glott
á honum þegar maður telfdi við
hann en „priceless“ einbeitingar-
svipur sem kom á hann þegar
manni tókst að halda í við hann.
Hann var einu ári eldri en ég og
lágu leiðir okkar aftur saman eftir
grunnskóla í Iðnskólanum í
Reykjavík. Þar sem ég var ný-
byrjaður að læra húsasmíði og
fjölskylda Steinars hugðist smíða
sér sumarbústað þá var hann
fljótur að ákveða það að ég og
hann gætum bara gert það. Það
gæti ekki verið svo mikið mál að
byggja eitt hús þrátt fyrir að hafa
ekki gert það áður. Sem við svo
gerðum og vorum stoltir af. Þetta
er aðeins eitt dæmi sem lýsir þeim
krafti sem bjó í honum og þeirri
trú sem hann hafði á sjálfum sér
og á því sem hann hugðist taka sér
fyrir hendur. Á þeim tíma mynd-
aðist góð vinátta með okkur sem
varðveittist alla tíð þrátt fyrir að
áhugamál okkar og sú braut sem
við fetuðum í lífinu væri ólík.
Það var alltaf gaman að vera í
kringum Steinar. Hann var hress
og kátur með smitandi hlátur sem
heyrðist langar leiðir. Hann var
svo skemmtilegur karakter og
engum líkur. Í hvert skipti sem við
vörðum tíma saman, hvort sem
það var í vinnu eða að hanga sam-
an, þá voru alltaf einhverjar nýjar
og skemmtilegar pælingar í gangi
hjá honum.
Hann vildi hafa gott fólk í
kringum sig og skipti hann miklu
máli að því liði vel. Var alltaf tilbú-
inn að aðstoða vini sína og stappa í
þá stálinu. „Þetta er ekkert mál
fyrir þig, vertu bara hress, þú ferð
létt með þetta,“ sagði hann alltaf
við mig þegar ég var í vafa með
eitthvað og eins og hann sagði það
þá trúði maður því.
Það var einhver aukaorka sem
fylgdi honum og átti hann auðvelt
með að deila henni með sér og
drífa aðra áfram. Hann hefði verið
flottur hershöfðingi á tímum róm-
verska heimsveldisins.
Hvíldu í friði, elsku vinur, þín
verður sárt saknað.
Þinn vinur,
Héðinn.
Elsku Steini hinn eini. Ég
gleymi aldrei þegar ég hitti þig
fyrst þegar þú komst heim. Þú
hlóst eins og brjálæðingur og ein-
hvern veginn þótti mér strax vænt
um þig. Að hafa orðið þeirrar
gæfu aðnjótandi að kynnast þér,
elsku Steini, eru forréttindi. Að
hugsa um öll uppátækin og allt
sem við höfum gert saman gefur
mér hlýju í hjartað. Því hvað er
þetta líf annað en minningar og
draumar? Þú gafst sko örlátlega
af því. Mér fannst magnað að
hlusta á þig tala um fjölskylduna
þína og vini. Að heyra hvað þú
varst stoltur af þeim sem þér þótti
vænt um lýsir þér best. Alltaf þeg-
ar eitthvað bjátaði á í mínu lífi
varstu kominn til að spyrja hvað
þú gætir gert til að mér liði betur.
Á svona stundu er svo fátt sem
maður getur sagt og maður skilur
lífið bara alls ekki. Í stað þess að
reyna að skilja eitthvað sem verð-
ur aldrei skilgreint kýs ég að
halda í góðu minningarnar um þig.
Steini, þú átt engan þinn líka. Þó
svo að skarðið sem þú skilur eftir
sé stórt ertu samt búinn að gefa
svo mikið af fallegum og góðum
minningum sem sitja eftir og gefa
þessu öllu gildi. Horfandi til baka
minnir þú mig líka á, elsku Steini,
að vera þakklátur fyrir það sem ég
hef fengið að upplifa og sjá, því
sannarlega er það ekki sjálfgefið.
Það var sannur heiður að fá að
deila með þér lífinu, Steini minn.
Leiðir okkar lágu saman í
þessu lífi, Steini, en þar látum við
ekki við sitja. Því trú þín á himna-
föðurinn hefur núna gefið þér byr
undir báða vængi og þú flýgur
frjáls um himininn. Þar er engin
þörf á fallhlíf heldur bara frelsi.
Leiðir okkar munu því liggja aftur
saman og bíð ég þess fundar fullur
eftirvæntingar.
Þín síðustu orð til mín, þegar ég
var að segja þér frá kaflaskiptum í
lífi mínu, voru svo mögnuð og lýsa
þér svo vel: „Bara að þú sért ham-
ingjusamur, Baldur minn, það er
nóg fyrir mig.“
Glettinn drengur áfram drífur
dugmikill elsku Steinar var.
Elsku Steinar nú á himni svífur
sigurdrengur af öðrum bar.
„Dýrmæt vinátta er ekki byggð
á útréttri hendi, eða vingjarnlegu
brosi, né af gleði í návist vinar;
hún er andlegur innblástur: sem
kemur þegar einhver uppgötvar
að það sé trúað á hann og treyst.“
(Ralph Waldo Emerson. Þýð.
BFE)
Baldur Freyr Einarsson.
Ég man eins og gerst hafi í gær
þegar ég fyrst hitti Steinar Au-
bertsson. Það var daginn sem ég
og fjölskylda mín fluttum í Hjalla-
hverfið í Kópavogi, en það hverfi
var þá rétt að fara af stað sem
byggingarland, ég var sjö ára
gamall og Steinar tveimur árum
yngri. Hann kallaði til mín út um
eldhúsgluggann og stuttu seinna
vorum við farnir að leika og urð-
um óaðskiljanlegir bestu vinir upp
frá því. Við Steinar vorum heima-
gangar hvor hjá öðrum öll upp-
vaxtarárin. Á hverjum laugar-
dagsmorgni hlupum við stóri
bróðir minn yfir til Steinars að
horfa á „Með afa“ í barnatímanum
á stöð 2. Mörg aðfangadagskvöld
kíkti Steinar yfir til mín og við
bárum saman gjafirnar sem við
höfðum fengið fyrr um kvöldið.
Síðar meir þegar við vorum orðnir
eldri og komnir með bílpróf fórum
við á árlegan aðfangadagskvöldsr-
únt niður Laugaveginn bara til
þess að sjá hvað bærinn var tóm-
legur. Þetta eru ljúfar minningar
sem hugurinn leitar ósjálfrátt í nú
eftir að Steinar er fallinn frá. Hon-
um Steinari er best lýst sem góð-
um dreng með stórt gullhjarta.
Hann hugsaði ávallt um náungann
og vildi öllum gott gera, sérstak-
lega þeim sem minna máttu sín.
Steinar var besti vinur minn og
við studdum ávallt hvor við annan.
Við höfum alltaf haldið í vináttuna
því við vorum nánast eins og
bræður þegar við vorum að alast
upp og mín fjölskylda hefur ávallt
litið á Steinar sem einn af okkur.
Ég vil þakka Steinari sam-
fylgdina og sendi foreldrum hans
og systkinum mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Úlfar Þórðarson.
tiltökumál að skipta yfir í
dönsku í samskiptum við þá.
Þetta hélst óbreytt jafnvel þótt
hann hafi verið orðinn rúmlega
hundrað ára að aldri.
Að framansögðu er því ljóst
að við lok langrar ævi hafði
Diddi afi veitt okkur dýrmætar
og ljúfar bernskuminningar. Þó
munum við ekki síður minnast
þín í verki, Diddi afi, með því að
viðhalda þeim lærdóm sem þú
veittir okkur sem fullveðja fólki.
Við heitum því að gera okkar
besta til að halda minningu þína
í heiðri með því að temja okkur
þá góðu kosti sem þú hafðir til
að bera, því þannig verður
minning þín með okkur um
ókomna framtíð.
Þín barnabörn,
Eva Margrét og Kristinn
Már Reynisbörn.
Yndislegi afi minn er dáinn.
Hann lifði í heila öld. Kristinn
afi var góður afi og mikill vinur
minn. Sem barn og unglingur
var ég oft hjá ömmu og afa á
Tjarnó. Og oftar en ekki feng-
um við systkinin að fara með
þeim upp í bústað að gista. Ég
man að við rifumst um að fá að
sofa í efri kojunni en afi var
með dagbók sem hann skráði í
hvort okkar fengi efri kojuna.
Dagarnir í bústaðnum voru æv-
intýralegir. Við fórum með afa
út á bát að veiða í soðið. Við
fórum með ömmu að sækja
grænmeti í garðinn. Við náðum
í vatn í lækinn í vatnskönnuna.
Við fengum að smíða litla báta
úr spýtum, svo fengu þeir að
fljóta á vatninu. Við veiddum
síli, fórum í feluleiki, skoðunar-
ferðir niður í Falkheim í stóra
skóginn, göngutúra með afa
upp að hliði, tíndum ber og
margt margt fleira. Þetta voru
góðir dagar.
Þegar ég varð eldri fór ég oft
í heimsókn til ömmu og afa á
Tjarnarbrautina eða upp í Dal-
sel. Þá sátum við í stofunni,
amma prjónaði og svo töluðum
við um allt og ekkert. Afi og
amma sýndu mér alltaf áhuga
og afi var alltaf hreinskilinn um
sínar skoðanir á hlutunum. Afi
var mjög íhaldssamur og trúði á
gömlu góðu gildin; góða mennt-
un, standa sig vel í vinnu og
reglusemi.
Ég á svo margar minningar
um afa og ömmu sem mér þykir
svo vænt um. Ég kveð þessi
sómahjón með ást, kærleika og
söknuði. Hvíl þú í friði elsku afi
minn.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
Síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Anna María Snorradóttir.
Aldrei hefur
klukkan gengið svo hægt. Aldrei
hefur fjarlægðin frá Noregi
heim til Íslands verið svo mikil.
Aldrei áður hef ég verið svo
hjálparlaus.
Sonur minn er týndur og eng-
inn veit hvar hann er. Það eru
liðnir margir dagar en lögreglan
vill ekki lýsa eftir honum. Þetta
er ekki fyrsta skipti sem þetta
gerist. Mamma hans hringir í
lögregluna til að biðja um hjálp.
Hann er jú eiturlyfjaneytandi og
þá má maður bara reikna með að
hann geti horfið og verið burtu í
einhverja daga. Það verða að líða
sex dagar frá því að hann hverf-
ur þangað til við lýsum eftir hon-
um. Þeir sem skrifuðu þessar
reglur vita ekki hvernig það er
að týna barninu sínu. Arnar Óli
Bjarnason fannst látinn á heimili
sínu 24. desember stendur í
Morgunblaðinu. Sannleikurinn
er að Arnar Óli fannst ekki fyrr
en 30. desember. Með foreldra
sína búsetta í Noregi og reglur,
sem gera það ókleift að fá nauð-
synlega hjálp, liggur sonur okk-
ar dáinn í herbergi miðsvæðis í
Reykjavík meðan aðrir njóta
jólamáltíðarinnar í faðmi fjöl-
skyldunnar. Eitthvað hefur
Arnar Óli
Bjarnason
✝ Arnar ÓliBjarnason
fæddist í Reykjavík
26. febrúar 1983.
Hann lést á heimili
sínu 24. desember
2013.
Útför Arnars Óla
fór fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju 13.
janúar 2014.
gerst i þjóðfélaginu
okkar sem ekki er
rétt. Erum við búin
að gleyma verð-
mætunum sem
sköpuðu landið okk-
ar? Eigum við ekki
að elska náungann?
Það eru svo ótrú-
lega margir sem
ganga um göturnar
á meðal okkar sem
við helst viljum ekki
sjá. Við reynum að líta í aðra átt
þegar við mætum þeim og það
sama gera þeir sem eiga að
stjórna landinu okkar. Arnar var
orðinn einn af þeim sem fólk
vildi helst ekki sjá eða vita af.
Dagurinn hans gekk út á að
finna næringu til að koma sér í
gegnum daginn og skaffa sér
pening til að geta borgað fyrir
innihaldið í næstu sprautu. Arn-
ar Óli er farinn frá okkur og
sleppur við að heyja fleiri orr-
ustur í þessu lífi. Hann er nú
kominn á stað sem er betri en sá
sem hann kom frá. Hann leiðir
ömmu sína sem núna passar
hann og hlúir að honum. Við sitj-
um eftir með allar okkar hugs-
anir og tilfinningar sem við verð-
um að finna út úr sjálf.
Arnar Óli, elsku drengurinn
minn. Takk fyrir allar góðu
stundirnar sem þú gafst mér.
Hjartað mitt er fullt af góðum
minningum um þig. Minningum
sem ég tek með mér áfram í líf-
inu. Megi allar góðar vættir
passa þig og vera með þér, gefa
þér alla þá hlýju og ást sem þú
getur tekið við.
Þinn pabbi,
Bjarni.
Fimmtudagurinn
19. desember, jólin
voru að koma og þá
fór amma, ég hafði
sunnudaginn áður
farið í heimsókn til hennar og er
mjög sáttur við að hafa gert það,
það var í síðasta sinnið sem ég
hitti hana.
Einhverju sinni eftir það rakst
ég á þetta ljóð og varð strax
hugsað til þess hvað það ætti vel
við ömmu mína sem nú er laus við
Þórdís
Oddsdóttir
✝ Þórdís Odds-dóttir fæddist
22. október 1924.
Hún lést 19. desem-
ber 2013 og var
jarðsungin 4. jan-
úar 2014.
við veikindin og hef-
ur hitt afa á himn-
um.
Nú fagna þeir englarnir
aðrir
þeim engli sem burt
héðan fór
á jólum er fannhvítar
fjaðrir
falla til jarðar sem snjór.
Svo eyðast öll erfiðu
sárin.
Hann yfir þig breiðir sinn væng,
með þíðu svo þerrar hann tárin
í þögn undir dúnmjúkri sæng.
(Kristján Hreinsson)
Þinn dóttursonur,
Hafliði Þór Þorsteinsson
Sem ferjumaðurinn mikli kall-
ar okkur hvert af öðru yfir móð-
una miklu, kveð ég þig félagi,
Pálmi Rögnvaldsson rafvirkja-
meistari, sem skaust yfir í Sum-
arlandið fyrir skemmstu. Ekki þó
að óvörum, því óvætturinn mikli
„Alzheimer“ felldi þig eftir langa
og stranga Jakobsglímu. Þú
varst einn af okkur iðnaðarmönn-
unum í Kópavogi sem stóðum
þétt saman að uppbyggingu stað-
arins uppúr 1950. Mönnum sem
ekki fengu lóðir í Reykjavík
vegna þess að við vorum flestir
róttækir mjög, og skorti bláa fé-
lagsskírteinið. Ég fullyrði að þú
varst okkar allra mestur fagmað-
ur. Enda hillur þínar fullar fag-
Pálmi S.
Rögnvaldsson
✝ Pálmi S. Rögn-valdsson fædd-
ist á Akureyri 12.
október 1928. Hann
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Sunnu-
hlíð í Kópavogi 4.
janúar 2014.
Útför Pálma fór
fram frá Kópavogs-
kirkju 15. janúar
2014.
rita í þínum geira.
Við byggðum hús
hlið við hlið, sólu
mót í huga og sinni.
Bláeygðir glókollar
léku sér í hlaðvörp-
um. Þetta var á vori
lífsins. Við fundum
okkur baráttuvett-
vang með Finnboga
Rút og Huldu konu
hans. Félagslíf
blómstraði. Konur
okkar kynntust í Húsmæðraskól-
anum á Akureyri, það var upp-
hafið að okkar samstarfi í ára-
tugi. Saman áttum við hlut í
„Rafgeislahitun“, sem þú varst
sérfræðingur í. Sem ég lít um öxl
er tíminn sem leiftur. Leiftur
sem erfitt er að skilgreina. Og
enn nú erfiðara að höndla. Ég tek
mér það bessaleyfi að mæla fyrir
tungu okkar allra félaganna,
genginna sem uppistandandi, og
þakka þér samfylgdina í þessum
hverfula heimi. Megi sá er tungl-
ið skóp, sólina og endilanga vetr-
arbrautina fagna sínum syni eftir
Jakobsglímuna miklu.
Sigurður
Sigurðarson.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vináttu við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
EINARS ÓSKARS ÁGÚSTSSONAR
Bugðulæk 8.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heima-
hjúkrunar, hjúkrunarheimilanna Markar og
Droplaugarstaða og starfsfólks taugalækningadeildar og
öldrunardeilda Landspítala fyrir góða umönnun.
Jóna Kristín Sigurðardóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Skrifstofan verður lokuð í dag, fimmtudaginn
23. janúar, milli kl. 13–15.
Vélar og skip ehf.