Morgunblaðið - 23.01.2014, Síða 64
64 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014
Smáauglýsingar
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Veitingarekstur til sölu
Rekstur Kántrýbæjar á Skagaströnd
til sölu. Gott tækifæri fyrir duglegt
fólk. Upplýsingar:
kantry@kantry.is eða 869 1709.
Útsala
Skarthúsið,
Laugavegi 44.
Sími 562 2466.
Teg. 23001 Vandaðir þýskir herra-
skór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir:
40–47. Verð: 17.885.
Teg. 204202 Vandaðir þýskir herra-
skór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir:
39–48. Verð: 17.985.
Teg. 204205 Vandaðir þýskir herra-
skór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir:
40–45. Verð: 16.975.
Teg. 406201 Vandaðir þýskir herra-
skór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir:
39–48. Verð: 15.975.
Teg. 305301 Vandaðir þýskir herra-
skór úr leðri, fóðraðir. Stærðir: 40–
47. Verð: 15.885.
Teg. 419209 Vandaðir þýskir herra-
skór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir:
41–47. Verð: 16.585.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán.–fös. 10–18,
laugardaga 10–14.
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Bílar
VILTU SELJA BÍLINN
HÆRRA UPPÍTÖKUVERÐ
Sendu okkur upplýsingar í gegnum
www.seldur.is og við sendum þér
staðgreiðslutilboð.
Daewoo Nubira árg. 2004 til sölu
Ek. 83.000 km. Sjálfsk. Leður inn-
réttingar. Topplúga. Rafmagn í öllu.
DVD spilari m/magasíni.
Verð 850 þús. Tilboð 590 þús.
Upplýsingar í síma 866 0784.
Bílaþjónusta
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD - árg. 2012.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Mig langar að
kveðja elsku Unni, föðursystur
mína, með nokkrum orðum. Unn-
ur var mér meira en frænka, hún
var mér svo óendanlega kær. Ég
þekkti ekki ömmu mína og gekk
Unnur mér í ömmustað. Það var
mikill samgangur milli fjölskyldu
minnar og Unnar. Upp í hugann
koma veiðiferðir, afmæli, gaml-
árskvöld og margar aðrar
skemmtilegar stundir. Þau voru
ófá skiptin sem ég gisti hjá Unni
og Alla á Snorrabrautinni og í Lá-
landinu og það skemmtilegasta
sem ég gerði var að fá að strauja
handklæði fyrir Unni sem ég fékk
auðvitað að gera og svo drakk ég
te með Alla. Þetta eru óendan-
Unnur Ólafsdóttir
✝ Unnur Ólafs-dóttir fæddist í
Reykjavík 23. júní
1931. Hún lést á
hjúkrunarheimil-
inu Eir 6. janúar
2014.
Útför Unnar fór
fram frá kirkju
Óháða safnaðarins
16. janúar 2014.
lega dýrmætar
minningar sem gott
er að ylja sér við.
Eftir að ég eignaðist
sjálf börn var Unn-
ur þeim alltaf eins
og amma og var hún
eldri dóttur minni
mjög kær. Það var
alltaf gott að koma
til Unnar og sitja í
eldhúsinu og spjalla
og jafnvel að grípa í
púsl með henni. Ég kveð elsku-
legu frænku mína með tár í aug-
um og minnist alls þess sem hún
gerði fyrir mig. Elsku Alli, Axel,
Hermann, Þórunn og fjölskylda,
ég bið góðan Guð að hugga okkur
öll í þessari sorg. Það er erfitt að
fylla það skarð sem nú er komið í
fjölskylduna.
Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag.
Megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi þig Guð í hendi sér.
(Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson)
Ólöf Jóna Jónsdóttir.
Okkur fjölskyld-
unni í Noregi bár-
ust þær fréttir um
jólin að Unnur
María Hersir,
yngsta systir móður minnar
Bryndísar Hersir Lund, væri
fallin frá. Hún sofnaði friðsöm-
um svefni á sjúkrahúsi með fjöl-
skylduna við hlið sér.
Unnur átti sinn sérstaka stað
hjá íslensku systrunum. Aðeins
19 ára gömul stúlka hélt hún til
Unnur María
Hersir
✝ Unnur MaríaHersir fæddist
í Reykjavík 9. mars
1929. Hún lést 30.
desember 2013. Út-
för Unnar fór fram
10. janúar 2014.
Kaupmannahafnar
ásamt móður minni
sem þá var 21 árs.
Þær höfðu horft á
eftir þremur eldri
systrum sínum
flytjast brott frá Ís-
landi ásamt eigin-
mönnum sínum eft-
ir að síðari
heimsstyrjöldinni
lauk. Elstu systurn-
ar tvær, Ása og Sig-
ríður, til Noregs en Halla til
Bandaríkjanna. Hún fluttist
reyndar aftur til landsins nokkr-
um árum síðar. Danmörk var
heimaland móður þeirra. Faðir
þeirra, Guðmundur J.B. Hersir,
giftist danskri konu, Helgu Emi-
lie Pedersen, þegar hann var við
nám í bakaraiðn í Kaupmanna-
höfn. Eftir fráfall móður minnar
2009 fann ég í dagbókum hennar
frásagnir frá dvölinni í Kaup-
mannahöfn. Ungu konurnar
voru í vist frá 1948 til 1950, pöss-
uðu börn og þjónuðu á fínum
dönskum heimilum.
Árið 1950 héldu Unnur og
Bryndís áfram för sinni, nú til
systranna í Noregi. Að sögn
Unnar neyddist hún til þess að
snúa aftur til Íslands frá Noregi
eftir eitt og hálft ár vegna þess
að móðir hennar veiktist. Á þess-
um tíma náði hún fullkomnu
valdi á norsku sem hún hélt allt
til æviloka. Einmitt þess vegna
var það mér svo dýrmætt að
spjalla við hana þegar ég sótti
Ísland heim nokkrum sinnum nú
eftir aldamótin. Síðast kom ég
vorið 2013. Þá sem fyrr ræddi ég
við hana klukkutímum saman á
kórréttri norsku. Hennar góða
minni var ávallt ánægjuauki,
sögur frá því hún var ung kona í
Noregi, frásagnir af uppvaxtar-
árunum og hugleiðingar um sögu
fjölskyldunnar. Móðir mín talaði
líka um að systrunum hefði þótt
Unnur vera gáfuðust þeirra og
kvað þær hafa verið þeirrar
skoðunar að Unnur ætti að halda
áfram í skóla eftir að hún varð
14 ára en fara ekki strax að
vinna. Sú varð ekki raunin, hún
varð líka að fara út að vinna.
Samkvæmt dagbók móður minn-
ar leit Unnur til móður sinnar
nánast alla daga.
Ég hitti öll börn Unnar á Eg-
ilsstöðum 1973, þau Guðmund,
Helgu, Hjört og Ásu. Börnin og
barnabörnin voru hennar stolt.
Hugur minn er hjá ykkur öllum í
dag. Ég færi ykkur hlýjar hugs-
anir og samúðarkveðjur frá fjöl-
skyldunum í Noregi: frá börnum
Sigríðar, Helga Ødegård Hersir,
Reidun Bryndis Ellefsen og
Wenche Ødegård; frá sonum
Ásu, Jon Arve Eriksen og Bern-
hard Hersir; og frá mér og bróð-
ur mínum, Øistein Hersir Lund.
Berit Hersir Lund.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Hannes
Jóhannsson
✝ Hannes Jó-hannsson
fæddist á Akranesi
28. nóvember 1980.
Hann lést 31. des-
ember 2013.
Útför Hannesar
fór fram frá Reyk-
holtskirkju, Borg-
arfirði 11. janúar
2014.
Láttu svo ljósið þitt
bjarta
vekja hann með sól að
morgni.
Drottinn minn réttu
sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans
harmabál
slít sundur dauðans
bönd.
Svo vaknar hann með
sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Elsku Hannes minn!
Takk fyrir allar góðu stundirn-
ar okkar.
Ég votta fjölskyldu þinni inni-
lega samúð.
Áslaug Þorsteinsdóttir.
Elskuleg vin-
kona mín, hún
Unnur á móti eins
og ég kallaði hana,
er farin frá okkur.
Um leið og ég hitti hana fyrst
sá ég að þarna var komin góð
og hlýleg kona og það leið ekki
langur tími þar til við vorum
orðnar góðar vinkonur, við
smullum bara saman. Og hvað
við gátum setið lengi frameftir
á kvöldin yfir kaffibollum og
vorum ekkert að líta á klukk-
una, bara að rabba, og þessum
stundum gleymi ég aldrei.
Skemmtileg minning er líka
þegar ég kom yfir til þín og
bauð þér í bíltúr upp í Heið-
mörk og tók kaffi og kökur
með. Við fundum borð og bekki
og sátum í góða veðrinu og þú
hlóst svo mikið og við skemmt-
um okkur svo vel. Svo fundum
við ekki leiðina heim og vorum
ansi lengi í Mörkinni. En við
höfðum svo líkan húmor að við
hlógum bara að þessu. Á Grens-
ásveginum bjó Unnur í 18 ár og
ég ennþá lengur. Það var mikil
Unnur
Guðmundsdóttir
✝ Unnur Guð-mundsdóttir
fæddist 1. desem-
ber 1926. Hún lést
5. janúar 2014. Út-
för Unnar fór fram
16. janúar 2014.
eftirsjá hjá mér
þegar hún flutti.
En við slitum ekki
sambandi, ég heim-
sótti hana oft og
alltaf var svo mikið
yndislegt að fá
faðmlagið hennar
og sjá allt sem hún
prjónaði og saum-
aði, alla þessa fal-
legu handavinnu.
Svo fórum við nú
að eldast og heilsan að bila hjá
okkur báðum, þannig að við
hittumst sjaldnar en heyrðum
hvor í annarri í síma. Ég er svo
þakklát fyrir að Unnur gat
komið í áttræðisafmælið mitt og
átt með mér góðan dag. Það var
síðasti dagurinn sem við áttum
saman. Ég veit að vel verður
tekið á móti Unni í Sumarland-
inu. Hún á það svo sannarlega
skilið þessi góða kona. Og það
verða fagnaðarfundir hjá okkur
þegar við hittumst aftur. Vertu
svo Guði falin, elsku Unnur
mín. Ég votta fjölskyldunni
innilega samúð mína.
Himinninn er dásamlegur staður,
fullur af gleði og söng.
Þar mun ég mæta mínum frelsara,
himinninn er dásamlegur staður.
(Höf. ók.)
Þín vinkona,
Edda I. Larsen
Jón Dahlmann er
látinn. Þessi trausti,
góði og skemmtilegi
frændi.
Ég minnist hans
frá æskuárunum, sem hláturmilds
piparsveins sem kom að heim-
sækja systur sína á Ísafjörð. Mik-
ill spenningur var í lofti að sjá fína
bílinn hans renna í hlað við Dalbæ
í Tungudal eða á Engjaveginn,
þegar alltaf var sól og veröldin full
af fyrirheitum. Oftast var amma
með og mátti þá ganga að því vísu
að mikið yrði skrafað og hlegið.
Onni var vel lesinn og fylgdist vel
með allri þjóðmálaumræðu og
hafði sínar ákveðnu skoðanir á
bæði mönnum og málefnum. En
hjartahlýr var hann og fann til
með þeim sem áttu um sárt að
binda.
Það hefur aldrei verið auðvelt
fyrir utanaðkomandi að fylgjast
með samræðum, þegar fleiri en
einn úr þessum frændgarði hitt-
ast. Onni var þar þó einna hrað-
mæltastur og í meira lagi óskýr í
tali, einkum þó vegna þess að frá-
sagnargleðin bar hann oft ofurliði
og hann grét af hlátri. Hann hætti
þó ekki við frásögnina þannig að
allt rann í eitt; sagan og hlátrar-
Jón Dahlmann
✝ Jón Dahlmannfæddist 30. des-
ember 1938. Hann
lést 30. desember
2013. Útför Jóns
fór fram 14. janúar
2014.
sköllin. Einhverju
sinni keyptu foreldr-
ar mínir sér mynd-
bandstökuvél og
pabbi filmaði gestina
(ömmu og Onna).
Um kvöldið var af-
raksturinn skoðaður
og varð Onna að
orði, þegar hann
heyrði sjálfan sig:
„Ég skil bara ekki
eitt einasta orð“ og
svo skellihló hann.
Enn bættist við gleðina þegar
hann og Dagný föðursystir mín
urðu hjón og rættist þar með gam-
all draumur minn. Alveg gráupp-
lagt að föðursystir og móðurbróð-
ir yrðu par.
Og það brást ekki. Alltaf var
gott að koma til þeirra í Torfufell-
ið; gestrisni og hjálpsemi í fyrir-
rúmi hjá þeim báðum.
Ég get aldrei fullþakkað alla þá
aðstoð sem þau sýndu okkur börn-
um mínum á erfiðum stundum.
Þar reyndust þau okkur ótrúlega
umhyggjusöm og ósérhlífin.
Eitt einkenni á góðu hjóna-
bandi er að ef annað nafnið er
nefnt er hitt oftast nefnt líka. Onni
og Dagný voru einmitt þannig og
missir Dagnýjar er mikill, sem og
Davíðs sonar þeirra og barna-
barnanna. Þeim vottum við ein-
læga samúð okkar.
Onni hefur kvatt, en eftir lifir
minning um góðan dreng.
Hanna Lára, Elísabet og
Gunnar Freyr.