Morgunblaðið - 23.01.2014, Page 70

Morgunblaðið - 23.01.2014, Page 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 EINFÖLD ÁKVÖRÐUN VELDU ÖRYGGI FYRIR ÞIG OG ÞÍNA Smiðjuvegi 68-70, Kópavogi  544 5000 Hjallahrauni 4, Hfj  565 2121 Fitjabraut 12, Njarðvík  421 1399 Eyrarvegi 33, Selfossi  482 2722 www.solning.is – UMBOÐSMENN UM LAND ALLT – Þú paSSaR HaNN VIÐ PÖSSUM ÞIG Smurþjónusta RafgeymarSmáviðgerðir RúðuvökviRúðuþurrkurHjólastillingarDekkjaverkstæði Bremsuklossar Peruskipti driving emotion KORNADEKK JEPPADEKK JEPPADEKK ICE CONTACT VIKING CONTACT 5 I*PIke W419 I*cePt IZ W606 COURSER MSR COURSER AXT driving emotion María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Ingvar E. Sigurðsson er einn ástsæl- asti leikari þjóðarinnar. Hann leikur nú um þessar mundir burðar- hlutverk í leikritinu Jeppi á Fjalli sem gengið hefur vonum framar og sýnt verður í Hofi á Akureyri hinn 1. og 2. febrúar. Á milli sýninga undir- býr Ingvar sig fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Everest sem Baltasar Kormákur leikstýrir og er tekin upp í svissnesku Ölpunum og í London. Blaðamaður tók Ingvar tali og ræddi við hann um Jeppa, rússneska fjalla- garpinn sem hann leikur í Everest, listina og velgengnina. Jeppi er besta skinn Jeppi á Fjalli er leikrit eftir Lud- vig Holberg sem fyrst var sett á svið árið 1722. Það hefur slegið rækilega í gegn hjá landsmönnum og bæta hefur þurft við sýningum. Þessar vinsældir koma Ingvari hins vegar ekki á óvart. „Margir höfðu enga trú á þessu verki og töldu það vera vit- leysu að dusta rykið af svona gömlu verki. En eftir að hafa lesið nýju þýðinguna og hitt leikhópinn þá sá ég fljótt að þetta ætti eftir að ganga upp. Þó að það megi kalla þetta vit- leysu þá er einnig verið að takast á við siðferðilegar spurningar um hvað sé rétt og rangt, til dæmis hvernig beita megi valdi. Þó að þetta sé skrifað áður en lýðræði kom til sögunnar á Vesturlöndum er alltaf verið að glíma við sömu spurning- arnar. Mér þykir alltaf vænna og vænna um Jeppa. Hann er í rauninni besta skinn og er ginntur í að vera leiksoppur,“ segir Ingvar. Tónlistin í samtölunum Tónlistin gegnir veigamiklu hlut- verki í verkinu en lög og texti eru samin af Megasi í samstarfi við Braga Valdimar Skúlason. Ingvar syngur því mikið í verkinu en hann er ekki óvanur söng. „Ég hef sungið síðan ég var barn. Ég var í barna- kór, kirkjukór og karlakór. Þá var ég einnig í kór Leiklistaskólans og í söngnámi þar. Starf leikarans og söngvarans er náskylt. Við erum alltaf að kljást við röddina og túlka eitthvað með ýmsum áherslum og blæbrigðum. Sjálfur nálgast ég leik- listina mikið út frá tónlistinni. Ég hugsa senur út frá takti og það er mikilvægt að gefa ekki aðeins hugs- uninni að baki orðunum gaum held- ur líka tónlistinni í setningunum og samtölum. Það er auðveldlega hægt að klúðra verki geri maður það ekki.“ Ingvar segist hafa forðast að líkja eftir Megasi þegar kom að söngnum. „Það getur verið að söngurinn hafi verið í hans stíl fyrst þegar verkið var sýnt. Megas semur alla textana sem eru mjög stór hluti af tónlistinni auk þess sem við erum á vissan hátt líkir. Það er því auðvelt að verða óvart svolítið eins og hann. Söngur- inn hefur þó þróast meira eftir því sem á líður og maður reynir að gera texta hans að sínum. Megas er æði- slegur og krefjandi tónlistarmaður en á sama tíma mjög innihaldsríkur. Það er hægt að fara í ótal áttir með lög hans.“ Lærir rússnesku fyrir hlutverk Þegar Ingvar er ekki uppi á sviði í hlutverki Jeppa þá er hann að undir- búa sig fyrir tökur á stórmyndinni Everest sem byggist á sönnum at- burðum og fjallar um leiðangur þaulvanra fjallgöngumanna sem lenda í hremmingum uppi á Everest árið 1996. Ingvar leggur mikla áherslu á að kynna sér söguna og persónuna, Anatoli Boukreev, sem hann kemur til með að leika. „Menn eru enn að spyrja sig hvað gerðist þarna og hvers vegna þessir vönu menn tóku slíka áhættu. Eftir því sem ég les meira um Boukreev þá kemst ég að því að þetta var mjög merkilegur maður sem var þarna á öðrum forsendum en aðrir. Hann var eini Rússinn í hópnum og var al- mennt ekki sáttur við að verið væri að græða á fjallaleiðöngrum sem þessum en eftir að Sovétríkin féllu og hann hætti að njóta fjárstuðnings frá ríkinu varð hann að gerast fjalla- leiðsögumaður til þess að geta kom- ist á fjöll. Þrátt fyrir að hafa bjargað lífi nokkurra þarna þá sætti Bouk- reev gagnrýni fyrir að hafa verið þarna á öðrum forsendum en sumir ætluðust til af honum. Ég ætla hins vegar að verja minn mann út í hið óendanlega.“ Ingvar segir að undirbúningurinn sé bæði krefjandi og gefandi. „Ég þarf að læra rússnesku og kem jafn- vel til með það að þurfa að syngja á rússnesku. Hver einasti Rússi mun auðvitað sjá í gegnum það hvað sem ég vanda mig mikið en ég verð þó að sýna að ég hafi lagt mig allan fram. Þá þarf ég einnig að læra á allan út- búnaðinn því þó að ég hafi gengið á fjöll hér heima þá kann ég ekki á all- ar þessar græjur enda er ekki sama fjall og fjall.“ Má ekki stoppa lengi Aðspurður hvað sé framundan segir hann allt vera óráðið. „Manni fellur alltaf eitthvað til. Það má þó ekki líða langur tími á milli verkefna. Ekki vegna þess að ég sé vinnualki heldur vegna þess að leikarastarfið er láglaunastarf. Það er ekkert grín að vera leikari á Ís- landi. Þó að maður hafi mikið að gera þá má ekki stoppa lengi. Það er bara þannig.“ Ingvar leggur mikla áherslu á að takast á við krefjandi verkefni og þroska sjálfan sig sem leikara. Þá gegnir undirbúningurinn mjög stóru hlutverki. „Mér finnst gaman að vinna með skapandi fólki og reyna á kraftana hvort sem þeir eru líkamlegir eða andlegir. Oft hef ég mesta ánægju af undirbúningsvinnunni og með aldr- inum verður það sífellt erfiðara að vera óundirbúinn.“ Þykir ekki fínt að hæla sér Ingvar er hógvær þegar kemur að velgengninni. Hann hlaut riddara- krossinn á nýársdag en er lítið að hugsa um slíkar viðurkenningar. „Þetta var mjög einlæg og falleg athöfn á Bessastöðum og mér þótti vænt um þetta en maður fer ekkert í vinnuna með einhver verðlaun eða viðurkenningar í huga. Ég var bara alinn þannig upp. Ég ólst upp um- vafinn ást og hlýju og það að hæla sér þykir ekki fínt í minni fjöl- skyldu.“ Ingvar segir velgengnina vera blöndu af tilviljunum og rétta hugar- farinu. „Maður þarf að vera réttur maður á réttum stað. Velgengni mín er ekki bara frá mér komin heldur er ég háður velvilja annarra eins og leikstjóra, leikara og líka minna nán- ustu.“ En hvar sér Ingvar sig í fram- tíðinni? „Ég er ekki með neinar ákveðnar hugmyndir. Ég hugsa bara með hlýju til framtíðarinnar og vona að ég verði fullorðinn, hraustur og að allt verði í lagi hjá okkur,“ seg- ir Ingvar. Ingvar á fjalli  Jeppi á Fjalli sýnt á Akureyri  Tekur á ýmsum siðferðilegum spurningum  Undirbúningurinn fyrir Everest  Ólst upp umvafinn ást og hlýju  Velgengnin háð tilviljunum og velvilja margra Morgunblaðið/Kristinn Næsta skref Brátt hefjast tökur á stórmyndinni Everest. Ingvar veit ekki hvað tekur við þegar þeim lýkur. „Ég hugsa bara með hlýju til framtíðarinnar.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.